Vísir - 04.03.1969, Page 8

Vísir - 04.03.1969, Page 8
8 Útuefandi Rey«japrent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó’.fsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birj,ir Pétursson R'tstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 ð mánuði innanlands í lausasöiu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. i —....— niimiMii iiiiiii ii imiMH ■ii—— ]7°jo tekjurýrnun Yið útreikninga hefur komið í ljós, að tekjurýrnun þjóðarinnar í fyrra og hittiðfyrra nam samtals um 17% á hvern íbúa. Þessi tekjurýrnun hefur komið mjög misjafnt niður. Misræmið stafar m. a. af tilraun- um ríkisvaldsins til að hindra í lengstu lög, að tekju- rýrnun þjóðarheildarinnar kæmi fram í lífskjararýrn- un. Þessar tilraunir byggðust á þeirri von, að þjóð- artekjurýrnunin væri aðeins tímabundin en ekki var- anleg. Þá hefði nægt að láta gjaldeyrisvarasjóðinn brúa bilið og þjóðin getað haldið óbreyttum lífskjör- um. Þessi von rættist ekki. Gjaldeyrisvarasjóðurinn eyddist upp á þessum tveimur árum, þótt digur væri í upphafi. Þegar hann var farinn að grynnka verulega, tók tekjurýrnun þjóð- arinnar að koma niður á atvinnuvegunum. Vegna hárra launa hafði þeim ekki tekizt að safna neinum sjóðum á velgengnisárunum næst á undan. Þeir þoldu því áfallið illa og taprekstur varð almennur. Svo gat ekki gengið langa hríð og var gengi krónunnar því fellt í nóvember í hittiðfyrra. Þar með voru miklir fjármunir fluttir frá almenningi yfir til atvinnuveg- anna og átti þannig að dreifa tjóninu. Verkalýðsfélögunum tókst að knýja fram töluverð- ar verðlagsbætur eftir áramótin í fyrra. Það hefði verið í lagi, ef þjóðarbúskapurinn hefði tekið að rétta við á því ári. En því miður héldu þjóðartekjurnar áfram að rýrna í næstum því sama mæli og árið á und- an. Taprekstur atvinnuveganna fór því vaxandi og gjaldþrotum fjölgaði um allan helming. Enn á ný var atvinnuvegunum bjargað með gengislækkun í nóvem- ber í fyrra. Gengislækkunin og margvíslegar hliðarráðstafanir, sem fylgdu henni og hafa sumpart verið framkvæmd- ar og verða sumpart framkvæmdar á næstunni, hafa skapað atvinnuvegunum eðlilegan starfsgrundvöll. Þetta tekst því aðeins til lengdar, að kostnaður at- vinnuveganna aukist ekki of ört aftur. Þess vegna vilja atvinnuvegirnir nú ekki greiða auknar verðlags- bætur á laun. Ef þeim tekst að fá því framgengt, mun kjararýrnun almennings nema samtals svipuðu hlut- falli og rýrnun þjóðartekna á mann. Þar með væri þjóðarbúið aftur komið í jafnvægi og laun gætu byrj- að að hækka á nýjan leik, eftir því sem þjóðartekj- urnar aukast aftur. Vegna takmörkunar á verðlagsbótum og samdrátt- ar í atvinnu hafa lífskjör almennings þegar versnað um nokkur prósent. En bæði í fyrra og í ár hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að hindra, að kjör hinna lakast settu versnuðu. Og ennfremur hafa ver- ið greiddar fullar verðlagsbætur á lægstu laun. Það eru fyrst og fremst hátekjumennirnir, sem bera hávað- ann af kjararýrnuninni enn sem komið er. Það verður með engum hætti hægt að hindra, að um síðir lendi 17% tekjurýrnun þjóðarinnar með ein- hverjum hætti niður á lífskjörum almennings. V1SIR . Þriðjudagur 4. marz 1969. Eftir eldflaugaárás á Saígon. Tvær mæður bíða sjúkrabifreiðar til þess að koma særðum smá- börnum sínum í sjúkrahús. Sóknin nýja í S-Víetnam • Hin nýja sókn kommúnista í Suður-Víetnam hefir nú staðið í rúmlega viku með aö kalla látlausum eldflaugaárás- um á bæi og herstöðvar og fylgt eftir með áhlaupum. í þessum árásum hefir komm- únistum Noröur-Víetnöm- um og Víetcong-hersveitum, tekizt að valda miklu tjóni, i herstöðvum við Danang og víð- ar, og tjóni á mannvirkjum í bæjunum, þar sem einnig varð mikið manntjón, en þegar þetta er ritað er ekki annað vitaö en öllum áhlaupum hafi verið hrund iö,- Tilgangurinn með sókninni er sagður vera. að hafa áhrif á gang mála á Víetnamráðstefn- unni í París, og kanna þolið í taugum Nixons“, eins og þaö er orðað í einni frétt. í fréttum frá París í vikunni sem leið voru höfð orð eftir Cabot Lodge samningamanni Bandaríkjanna, sem voru skilin á þá leið, aö einhver smáhreyf- ing væri að komast á hlutina, en nánara liggur ekkert fyrir um þetta. Það er vitað að sóknin hefir haft þau áhrif í Saigon, aö þar vilja margir með Ky varaforseta í broddi fylkingar, að hafnar verði loftárásir á ný, og Ky lét sér þau orð um munn fara, að suður-víetnamski flugherinn væri reiðubúinn til slíkra árása einn, ef í það færi. En hvað gera Bandaríkja- menn? Brestur þolinmæöi þeirra, ef áframhald verður á sókninni, og raunverulega hvorki gengur eða rekur í París? Afstaða Bandaríkjamanna er, aö það hafi veriö óformlegt samkomulag, ér Johnson forseti lét hætta loftárásunum á N.V. um þaö, að kommúnistar byrj- uöu ekki á ný árásir á bæi og þorp Suöur-Víetnam, en þeir segjast engin slík skilyrði hafa undirgengizt Til marks um hve sókn komm únista er öflug má nefna, að x fyrstu hrotu sóknarinnar var skotið eidflaugum á 18 af 44 fylkjahöfuðborgum landsins, 28 stóra bæi aðra, og 60 bandarísk- ar og suöurvietnamskar her- stöðvar. Og svo hafa á hverjum sól- arhring síöan verið gerðar eld- flaugaárásir og áhlaup á tugi bæja og herstöðva, Þetta talar sínu máli um styrk kommúnista, þegar þess er og gætt, að það hefir á und- angengnum tíma alltaf legið í loftinu, að ný sókn væri í und irbúningi, og í fréttum á und- angengnum vikum hefir títt ver- ið sagt frá því, að bandarískar og suður-víetnamskar hersveitir hafi fundið miklar birgðastöðv- ar kommúnista — stundum i grennd viö sjálfa höfuðborgina. Og barizt er stundum skammt utan við borgina. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að banda- rískar og suður-víetnamskar hersveitir eru í varnarstöðu, og engar fregnir borizt enn er þetta er skrifað, um neina öfluga gagnsókn bandamanna, Banda- ríkjamanna og Suöur-Víetnama. þrátt fyrir þeirra mikia herafla. Láta þeir sér nægja um stundar- sakir, að hefja ekki gagnsókn — eða hafa þeir blátt áfram ekki bolmagn til þess? Úr þessu mætti ætla, að yrði Nixon. Ky. skorið fljótlega. Þó er ekki að sjá enn sem komið er, að við- ræður Ky við Nixon forseta í París, hafi breytt horfunum. í framhaldi af því, sem að ofan segir, er þess að geta, að ekki voru gerðar eldflaugaárásir aðfaranótt sunnudags, nema á 20 bæi og herstöðvar, en voru um 100 í fyrstu lotu sóknar- innar. Samkvæmt bandarískum, hernaðarlegum heimildum í Saigon, er talið aö Norður-Víet- nam og Víetcong hafi misst 7000 menn fallna og særða fyrstu viku sóknarinnar. Mann- tjón Bandaríkjamanna var einn- ig mikið, yfir 200 fallnir s.l. viku, og er það helmingi meira mannfall á viku, en þegar það er í meðallagi. Yfir 200 borg- arar voru drepnir fyrstu vikúna og 22.000 urðu heimilislausir. Meðal herstöðva, sem gerðar voru árásir á, voru Bien Hoe og Langh Binh, sem eru 22 km. fyrir utan Saigon. — 572 suður- víetnamskir hermenn féllu i fyrstu viku sóknarinnar og 2235 særðust eða er saknað. í eld- flaugaárás Víetcong sl. sunnudagsmorgun á bæinn My Tho á Mekongósasvæðinu biðu 3 menn bana en 12 særðust og t gærmorgun var skotið þremur eldflaugum inn í Salgon og vara hún lö manns að bana en að minnsta, kosti 20 —30 meiddust. Mörg hjús eyðilögðust c s

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.