Vísir - 04.03.1969, Page 16
/
Múlakaffi
Sími
37737
Krefst að bæjarstjóri og bæjarstjórn
verði dæmd í sektir eða fangeSsi
— fyrir að fullnægja ekki hæstaréttardómi, sem féll fyrir nokkrum árum
Ll Furðuleg málaferli hafa
risið upp í sainbandf við
gerð lóðarleigusamning's í
Kópavogskaupstað og full-
nægingu hæstaréttardóms þar
að lútandi. Krefst stefnandi
Helgi Lárusson, Stóragerði
24, Reykjavík, þess að bæjar-
stjóri KÍópavogs og bæjar-
stjórn verði dæmd í sektir
eða fangeisi fyrir að full-
nægja ekki hæstaréttardómi,
sem féll fyrir nokkrum árum.
Málavexti kveður stefnandi
þessa: Á árinu 1955 lét stefn-,
andi af hendi lóð við Álfhóls-
veg í Kópavogi handa Bygging-
arsamvinnufélagi Kópavogs, en
lóð þessa hafði hann á erfðar-
teigu -frá jarðeignadeiid—r4kis-
sjóðs. Til endurgjalds skyldi
hann fá iandsspildu á öðrum
stað í Kópavogi með sömu skil-
málum og kjörum sem hina lóð-
ina. Sú landsspilda var þá í
erföarleigu þriöja aðila og af
þeim ástæöum og öðrum dróst
að ganga frá lóðarleigusamn-
ingi, og hafði enn ekkj verið
gert, er Kópavogskaupstaður
keypti lönd jarðanna Digraness
og Kópavogs. Það var ýtarlega
skýrt fyrir þáverandi forráða-
mönnum Kópavogskaupstaðar
af viðkomandi ráðherra, að stefn
andi ætti bindandi loforð fyr-
ir leigu á tilgreindri lóðarspildu
og fram tekið í afsali. til Kópa-
vogskaupstaðar fyrir jarðeign-
unum, að einstaklingar, sem
fengið hefðu slík loforð skyldu
'Tialda rétti sínum samkvæmt
þar að lútandi skuldbindingum.
Forráðamenn kaupstaðarins
voru ófáanlegir til þess að láta
af hendi þessi lóðarréttindi við
stefnanda, sem siðan höfðaði
mál til þess að fá formlega
gengið frá lóðar- og leigusamn-
ingum um landsspilduna. Mál
þetta vann stefnandi bæði fyrir
héraðsdómi og Hæstarétti, sem
en dómur þar var kveðinn upp
10. febrúar 1961. Forráðamenn
Kópavogskaupstaðar hafa enn
ekki fullnægt dóminum þrátt
fyrir margítrekuð tilmæli stefn-
anda. Telur stefnandi, að með
þessari háttsemi hafi framan-
greindir forráðamenn Kópavogs-
kaupstaðar gerzt brotlegir og
þannig unnið til refsingar.
Árni Guöjónsson hrl. lögmað-
ur stefndra krefst þess hinsveg-
ar að stefnandi verði dæmdur
til þess að greiöa hverjum um-
bjóðenda sinna mjög ríflegan
málskostnaö, jafnframt áskilji
hann sér rétt til þess að koma
að síðar í þessu máli, kröfum
um réttarfarssektir og hvers
konar viðurlög sem lög leyfa svo
og að kæra stefnanda til refs-
ingar vegna rangra sakargifta.
r
Votta Israel
samúð sína
’ 9 í dag, þriðjudag, mun bók
j liggja frammi í ræðismanns
£ skrifstofu ísraels í ’ Reykjavík,
þar sem menn geta vottað ísrael
samúð sína vegna fráfalls Levi
Eskhols. forsætisráðherra. Skrif
stofa ræðismannsins, Sigurgeirs
Sigurjónssonar, er aö Óðinsgötu
4 og verður opið í dag frá kl.
1 14-17.
I
Snttatiliögu
oð væntu?
Nýskipuð sáttanefnd á nú dag-
lega fundi með deiluaöilum í hin-
um margslungnu kjaradeilum. Fund
irnir eru yfirleitt stuttir, og mun
fátt nýtt hafa komið fram hingaö
til. Þess er vænzt, að sáttanefndin
muni eftir nokkra athugun bera
fram miðlunartillögu, sem borin
verði undir atkvæði í félögum að-
ila. »-> 10. síða.
Kjararáð BSR6 mætti
Landssöfnun til Biafra-barna
15.-16. marz
Myndin sýnir tvö böm, er þjást
af alvarlegum næringarskorti Bam-
ið til vinstri er að tærast upp, en
til hægri er annað bam, þar sem
uæringarskorturinn hefur valdið
þrútnun fóta og maga. — Barna-
hj^lp Sameinuðu þjóðanna hóf
hjálparstarf í Nígeríu árlð 1968 í
samvinnu við Rauða krossinn og
kirkjufélög. Litlar þyrilvængjur
WWWVWWWWWWWWWW\A^/V\/WWVWV
Kennarar á Suðurnesjum
í setuverkfall í dag?
Blaðið hefur fregnað eftir opinberra starfsmanna. Talið
áreiðanlegum heimildum, að er, að ef af verkfallinu verður
kennarar á Suðurnesjum hafi þá muni það skella á fyrir-
’ í hyggju að fara í setuverkfall varalaust, en ekkert hefur ver
} til að mótmæla að felld verði ið látið uppi opinberlega um
/ niður vísitölugreiðsla á laun málið.
fluttu birgðir til þúsunda flótta-
fólks. Hver þeirra tók aðeins tólf
tonn, og voru tíu ferðir famar á
dag. í árslok höfðu 1.300 tonn ver-
ið flutt, og f desember bættust við
birgðir bóluefnis og skreið frá Nor
egi, eitt þúsund tonn.
Dagana 15.—16. marz verður hér
iendis Iandssöfnun til hjálpar börn
um f Biafra.
ekki á sáttafund
— nýr sáttafundur boðaður i dag, en óvist
hvort kjararáðið mætir
Kjararáö BSRB hélt fast við tökin teldu aðgerðir fjármálaráöu-
ályktanir stjómar BSRB á laug
ardaginn að mæta ekki á sáttafund
inn, sem boðaöur haföi verið i gær.
Aðeins tveir fulltrúar kjararáðsins
mættu hjá sáttasemjara ríkisins og
afhentu honum ályktanir stjómar
BSRB, ... sáttasemjara hefur þegar
verið tllkynnt, aö BSRB áliti, að
enginn grundvöllur fyrir málamiöl
un væri fyrir hendi, þar sem sam-
neytisins samnings- og lagabrot.
• Sáttasemjari hefur boðaö kjara
ráð BSRB aftur á sáttafund kl.
2 í dag, en ákvörðun hafði ekki ver
ið tekin um það í morgun, hvort
ráðið myndi mæta á fundinn. —
Að því er\Kristián Thorlacíus, for-
maður BSRB sagöi í viðtali við Vísi
í morgun, kemur kjararáðið saman
tii fundar eftir hádegi í dag til að
taka ákvörðun um þetta.
NæturkSúbbar þjóta upp
— fjórir eru nú starfandi i Reykjavik
9 Næturklúbbar viröast vera að
ryðja sér til rúms í auknum
mæli og er ekki örgrannt um að
veitingamenn í Reykjavík séu ugg-
andi út af þessari þróun. Eru fjórir
slíkir, klúbbar nú opnir, — Club
7, sem áður hefur verið skýrt frá,
en hann er í Nóatúni á mótl Röðli,
Start-klúbburinn, sem er til húsa
í húsi Rafgeymahleðslunnar Pólar,
Apollo-klúbburinn aö Grensásvegi
12 og loks sá nýjasti, Playboy-
klúbburinn, se-i er til húsa í Ása-
klúbbnum f Borgartúni.
• Playboy-kiúbburinn er sá nýj-
asti og forvitnilegasti. Er hann
I þó langt frá því aö vera líkur þeim
I klúbbum með sama nafni sem starf
I andi eru erlendis. Nafn klúbbsins
| er líklega ólöglegt, einkaleyfi á
rekstri klúbba með þessu nafni og
sama merki og klúbburinn hér, hef-
ur Hugh Hefner, bandarískur auð-
| maður og útgefandi rits með þessu
sama nafni.
VISIR
Þriðjudagur 4. marz 1969.
LlUEMIi m - Simi 21170 Rcitjnik
INNRÉTTINGAR
SÍDUMÚL* U - SÍMI 35646
Gerir alla ánaegða
Brauzt inn og stal 2
segulbandstækjum
• Brotizt var Inn f Hectric
h/f í Túngötu 6 i nótt og sást til
þjófsins, þegar hann yfirgaf hús-
ið með tvö segulbandstæki und-
ir hendinni.
Lögreglunni var gert viðvart, en
þjófurinn var horfinn, þegar hún
kom á vettvang. Var þá gerð mikil
leit I hverfinu og bólaði þó hvergi
á manninum með segulbandstækin.
,Hins vegar fann lögreglan loks
tækin í húsasundi i Garðastræti og
nokkru seinna rakst hún á mann,
sem í útliti svipaði mjöig til lýsing-
ar, sem fengizt hafði af þjófnum.
Maðurinn var beðinn um að gera
grein fyrir ferðum sínum og þegar
honum vafðist tunga um, tönn, var
hann færður til frekari yfirheyrslu
á lögreglustöðina, en þeirri yfir-
heyrslu var ekki lokið þegar blað-
ið fór í prentun 1 morgun.
i