Vísir - 08.04.1969, Qupperneq 4
/
STJARNAN HALTRAÐI AF VELLI
- EN ÍR-INGAR MARGEFLDUST!
' V; " . * -.v^ "M'
IR vann KR með 27 stiga mun — leikur IR
með jbv/ bezta sem sézt hefur hjá félagsliði hér
Q Það er víst orðið langt síðan eins glæsilegur körfu-
knattleikur hefur sézt hér á landi og sá leikur, sem ÍR-
liðið sýndi á skírdag vestur á Seltjarnamesi, þegar lið-
ið vann íslandsmeistaratign í úrslitaleiknum gegn KR.
ÍR lék eins og meisturum ber að gera. KR virtist aldrei
geta rönd við reist. ÍR hafði yfirburði á flestöllum svið-
um leiksins og vann með meiri mun en nokkurn hafði
6rað fyrir.
E. t. v. lögðu ÍR-ingar grunninn
að sigri sínum í þessum hörku-
spennandi leik þegar Birgir Jakobs-
son var dæmdur úr leik langan
tíma í þessum leik vegna meiðsla.
Þetta kann að hljóma undar-
lega, en engu var líkara en ÍR-
liðið tvíefldist. Agnar Friðriksson
margefldist, skoraði hvaö eftir ann-
að úr löngum skotum af undraverðu
öryggi. Staðan brevttist nú úr 18:17
fyrir KR í 29:18 fyrir ÍR og skor-
aði Agnar 8 stiganna. I hálfleik
var staðan 33:22 fyrir ÍR.
Sá punktur leiksins, sem margir
ÍR-inganna töldu þó hvað mikil-
vægastan, var eftir 3 mín. ieik,
þegar Agnar skoraði 35:28. Töldu
þeir, að ef KR heföi náð t. d. 33:30
hefði sigur þeirra veriö í meiri
hættu, en nú fylgdi stórkostlegur
leikur ÍR næstu 3 mínúturnar með
Þorstein Hallgrímsson í aðalhlut-
verki. Sigmar skoraði fyrst, en síð-
an Þorsteinn 6 stig í frábærum leik,
staðan eftir 6 mín. leik var þá 43:29
fyrir ÍR.
Vonleysið í leik KR var greini-
legt, hittnin nákvæmlega engin og
reyndar var greinilegt, að hverju
stefndi. Þó bjuggust menn alltaf
viö einhverju af KR, — sem ekki
kom. iR-ingar fengu aflétt tauga-
spennunni og oft var unun að sjá
leik þeirra, einkum Þorsteins og
Sigurðar Gíslasonar saman. Sig-
urinn varð stór, einn sá stærsti í
■viðureignum liðanna um árabil,
68:41.
Agnar Friðriksson með 23 stig
var maður dagsins. I leiknum tveim
Islandsmeistarar ÍR í körfuknattleik 1969 ásamt Einari Ölafssyni þjálfara.
Nýtízku veitingahús — AUSTURVER — Háaleitisbraut 68
— Sendum — Sími 82455
Framleiðendur:
Vefarinn hf.
llltíma hf.
Alafoss
Teppi hf.
Hagkvtem og góð Itiáúasia
Knnfremur mclonteppi og
önnur erlend teppi f
úrvali
Stiðurlamlshnuit 10
Síini 83570
kvöldum áður hafði hann verið lé-
legur, nýkominn frá prófborði í Há-
skólanum, en sannarlega bætti
hann það upp, og Þorsteinn Hall-
grímsson brást heldur ekki með al-
hliða leik sínum í sókn og vörn og
skoraði 13 stig. Athygli vakti Sig-
urður Gíslason fyrir leik sinn svo
og Sigmar Karlsson, en báðir skor-
uðu 10 stig. Birgir Jakobsson var
og mjög góður meðan hans naut
við og Pétur Böðvarsson, einn sá
lægsti í loftinu í körfuknattleikn-
um sannaði aö margur er knár
þótt hann sé smár. Standast honum
fáir snúning í viðbragðsflýti, enda
skoraði hann 8 stig.
KR-liðið í heild var heldur fyrir
neðan þaö, sem þaö er vant að
vera, snerpa og dugnaður iR-ing-
anna ásamt hittni þeirra keyrði
KR-liðiö undir. Kolbeinn varð stiga-
VELJUM ÍSLENZKT
hæstur með 13 stig. Kristinn með
9 stig, Hjörtur 6 og Gunnar Gunn-
arsson 5.
Þannig lauk góðu keppnisári hjá
ÍR, — aðeins einum leik tapaði
liöiö, leiknum gegn KR fyrr í vik-
unni, — en satt að segja var það
gæfa fyrir bæði liðin, um 450
manns horfðu á leikinn á skírdag
og færöu þvi góðar tekjur í heldur
litla sjóði.
— jbp-
AGNAR - frábær hittni gegn KR
LOKASTAÐAN
— og sigurvegararnir / einstókum flokkum
LOKASTAÐAN í 1. deild í körfu-
knattleik varð þessi:
ÍR 10 9 1 732:542 18
KR 10 9 1 711:533 18
Ármann 10 5 5 561:601 10
Þór 10 3 7 585:606 6
KFR 10 2 8 553:684 4
Is 10 2 8 483:659 4
Eftir er einn leikur, leikur stúd-
enta og KFR um fallið í 2. deild.
Fer hann fram um næstu helgi og
þá fara einnig fram úrslit i 2. flokki
milli KR og Ármanns og Skalla-
gríms í Borgarnesi, en öll urðu lið-
in jöfn að stigum. Árangur Borg-
nesinga kemur á óvart, en körfu-
knattleikur er mjög á uppleið þar.
Unnu Skallagrimsmenn t. d. 3. fl.,
en 4. flokk vann KR og sömuleiðis
1. flokk. I 2. deild vann IKF sigur
yfir Tindastóli frá Sauðárkróki með
57:41 í úrslitum og leika því ÍKF-
menn í 1. deild næsta vetur. I mfl.
kvenna og 2. fl. kvenna unnu Akur-
eyrarstúlkur Þórs.