Vísir - 08.04.1969, Side 8

Vísir - 08.04.1969, Side 8
V í S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. VISIR Otgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm; Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið °rentsmiðja Vísis — Edda h.f. Gjóta hornaugum Yfirboð eru vel þekkt í stjórnmálum og á öðrum sviðum, þar sem keppt er um hylli fjöldans. Einn frambjóðandi lofar brú og þá er annar ekki seinn á sér að lofa flugvelli, en hinn þriðji lofar þá hvoru tveggja. Undanfarin ár hafa yfirboð verið stunduð í ríkum mæli milli stjórnarandstæðinga á Alþingi. Þeir kepp- ast um að vera í sem mestri andstöðu við ríkisstjórn- ina. Á þennan hátt hefur Framsóknarflokkurinn í heild fengið á sig róttækt yfirbragð, þótt flokkurinn sé að eðlisfari hinn íhaldssamasti hér á landi. Yfirboð þessi má færa á einn nefnara: Annars vegar er kraf- izt takmarkalausra ríkisútgjalda og hins vegar er krafizt takmarkalausra lækkana á álögum. Þetta sama vandamál er farið að einkenna sam- komulagið í forustu launþegasamtakanna. Sú forusta er um þessar mundir klofnari en nokkru sinni fyrr. Þar eru menn orðnir varir um sig, gjóta hornaugum hver til annars og þora ekki að stíga nein sáttaskref í vinnudeilum af ótta við yfirboð annarra forustu- manna í hreyfingunni. Alltaf hafa verið flokkadrættir í launþegasamtök- unum í svipuðum stíl og í stjórnmálunum. Flokkarnir hafa hver fyrir sig haldið hópinr og barizt við hina um fylgið í einstökum stéttarfélögum. En nú er klofn- ingurinn margþættari en áður, og veldur þvi einkum sundrungin í Alþýðubandalaginu. Alkunnugt er, að mikil barátta er milli kommúnista og Hannibalista á vígstöðvum launþegasamtakanna. Þessi barátta lýsir sér í samningaviðræðunum á þann hátt, að Hannibalistar telja sér nauðsynlegt að vera jafnan harðskeyttari en kommúnistarnir. Hannibal- istar vita, að hin minnsta sáttaviðleitni af þeirra hálfu mundi leiða yfir þá ásakanir um þjónustulund gagn- vart vinnuveitendum. Til þess að hindra þann áburð hafa þeir tekið þann kost að yfirbjóða kommúnista í hörkunni. Komið hefur fram, að kommúnistar vilja nú fara tiltölulega varlega í sakirnar og fresta löngu verk- falli, en Hannibalistar vilja uppvægir allsherjarverk- fall sem fyrst. Þannig hefur Hannibal boðað verk- fall 17. apríl, en Þjóðviljinn vill ekki heyra slíkt nefnt. Ef til vill hafa kommúnistar reiknað út, að Hannibal muni ofleika yfirboðastefnuna og falla á henni. Yfirboðastefnan veitir stundarfrið, en frá faglegu sjónarmiði er hún misheppnuð. Hún hindrar forustu- tnenn launþegasamtakanna í að þjóna félagsmönnum sínum með virkustum hætti. Virkasta kjarabótaleiðin er fólgin í því að hefja samstarf við vinnuveitendur um skipulega aukningu á framleiðni atvinnuveganna, svo að raunhæfar kjarabætur fáist. En heilbrigð skyn- semi kemst hvergi að, þegar sérhver keppist um að æpa hærra en hinir. k\ dx^ Zi____, j| rf* f'tDlsS’*1 Asía - uppdráttur, sem sýnir Iandamæri Kína og Sovétríkjanna. Sovézk-kínversku deilurnar • Landsfundur kínverska kommúnistaflokksins hófst í Peking iaust fyrir bænadag- ana. — Þegar þetta er skrlfað (2/4) er lítið um fundinn vitað, annað en að hann sitja á 6. hundrað fulltrúar víðsvegar að úr Kína, að kosin verður ný miðstjóm og samþykkt ný stjórnarskrá, „orðfærri og skýr- ari og ákveðnari en sú, sem er í gildi“. Mao var vitanlega á- kaft fagnað við setningu þings- ins og fólkið fagnaði á götum og torgum — leikið á Iúðra, bumbur barðar og skotið flug- eldum, eins og sagt var í frétt- unum. Jjað hefir nú veriö hlé á slík- um landsfundum eöa flokksþingum í Kína i 7 ár, og eins og ástatt er í heiminum er engin furöa þótt menn bíði spenntir frétta af þessu flokksþingi. Hér veröur aðeins drepiö á keppni Kinverja og Rússa um hylli Afríkuþjóöa, stefnuna á alþjóðavettvangi kommúnismans og forustu hinna kommúnistisku þjóöa, og landa- mæradeilur og landamæra- bardaga milli Rússa og Kínverja austur við Ussurifljót nú nýlega. Nú var það að vísu svo, aö sovézkir leiðtogar breyttu allt í einu um stefnu nú fyrir skemmstu, „kúventu" eins og stundum ér sagt, og sendu Pekingstjórninni orðsendingu, sem fjallaði um að réttast væri að setjast nú að samningaborði og leysa landamæradeilurnar — en orðsendingin virtist raunar benda til að öðru leyti, að Rúss- ar vildu ekki slaka neitt til eða a.m.k. ekki verulega. Og svo var beðið eftir svari. En er ekkert svar kom frá Peking hófst aftur sovézki áróöurinn, sem hafði þagnað í bili, og á öörum degi hins kommúnistiska flokksþings í Peking, var birt hörkuleg árásargrein á Pek- ingstjórnina í stjómmálaritinu Kommunist f Moskvu, og Pek- ingleiðtogarnir sakaðir um svik- semi við kommúnismann og skammaðir fyrir stefnu og hegð- an í Afríkulöndum og róg um Sovétríkin o. s. frv. í fréttastofufréttum um orð- sendingu sovétstjómarinnar seg. ir, að í orðsendingunni sem af- Hent var í Moskvu fyrra laug- ardag, hafi verið 4500 orð og að hún hefði verið í anda sátt- fýsi og væri auösjáanlega óskað eftir endur-opnun venjulegra diplomatiskra leiða milli land- anna, sennilega stig af stigi og byrjað á að opna ræöismanns- skrifstofur. Og ekkj talinn vafi á, að unnt ætti að vera að koma sambúðinni i venjulegt horf, „ef fulltrúar Sovétrikjanna og Kína hittast til þess að ákveða landamærin í kyrru andrúms- lofti á grundvelli ýtarlegra - at- hugana og samkomulagsum- leitana." Þetta kann nú að líta vel út á pappírnum, ef ekki fylgdi böggull skammrifi, en á það er minnt að 1964 var reynt að ná samkomulagi um nokkrar landamærastöövar til „lagfær- ingar“ en þá gerðu Kínverjar kröfur um að fram færu miklu umfangsmeiri viðræður um kröfur varðandi landamærin — og þá fór allt út um þúfur. Þvi virðist fara víðsfjarri, að Kínverjar geti ekki stutt sumar landamærakröfur sínar með rökum. Verður þó jafnframt að geta þess, að þeir gera kröfur til stórra sneiða af ýmsum ná- grannalöndum, og í Kína eru prentaðir uppdrættir af þessu Kína útþenslunnar og framtíð- arinnar — Valdhafarnir í Pek- ing ala sínar útþensluvonir eins og valdhafarnir í Kreml sínar. Kína gerlr nefnilega kröfur til landa, sem eru hvorki meira né minna en 800.000 ferkm. (til samanburðar: ísland er 103.000 ferkm.). Þessi landsvæðj eru í Siberíu, Austur-Asíu og Mið-Asíu og er að þessu vikið í sovézkri yfir- lýsingu með þeim orðum, að .. Kínverjar geti vel hugsaö sér að innlima landsvæðj „sem byggð séu fólki af nærri öllum Evrópuþjóðemum og fjölda fólks af Evrópustofni". ,Hér er vafalaust", segir i yfirliti bandariskrar fréttastofu átt við lönd í Asíu, þar sem þróunin hefir verið við forustu Rússa kynslóö fram af kynslóð, og einnig sé átt við hluta af Indlandi, Kóreu Víetnam, Nep- al, Burma og Mongólíu — allt landsvæði auðkennd Kína á „nútíma kínverskum landabréf- um“. Sovétleiötogar segja, að fyrr kínversk lönd, en nú sovézk, hafi á sínum tíma fengizt við gerð löglegra samninga milli keisaranna rússnesku (zar- anna) og kínverskra keistara, sem létu kúgast af hinum vold- ugu Rússlandskeisurum. Minnt er á sáttmálann í Algun 1858, t Tientsin 1858 og í Peking 1890. Og sovétleiðtarnir segja, að þessarar aldar Kínaleiðtogar eins og Sun Yat Sen — og síðar Mao tse Tung sjálfur og Chou- En-Iai hafi staðfest þessa gömlu sáttmála. í yfirlýsingunni segir, að sovétleiðtogar minni á, að Rúss- ar hafi látiö af höndum viö Kína járnbrautina — „austur-járn- brautina svo nefndu“ og hafnar- bæina Dairen og Port Arthur, sem þeir hrifsuðu úr klóm Japana 1945, Og — segja þeir enn frem- ur — viðurkenndi Mao bæði 1945 og 1949, að Sovétríkin hefðu oröið fyrst til þess að fella úr gildi ójafnaðar-sátt- mála, sem gerðir voru við Kína, en þrátt fyrir þetta beri Kín- verjar nú fram fjarstæðukennd ar, ósanngjarnar kröfur og komi af stað blóðugum landa- mærabardögum. Og samtímis byggi þeir hvern flugvöllinn af öðrum í grennd viö austur-landa mærj Sovétríkjanna. Og vegna alls þess, þótt Sovétríkin vilji friðsamlegar samkomulagsumleitanir, til þess að girða fyrir frekari árekstra og blóðug átök eins og á Daman skij-ey, sem Kínverjar eigi sök á telji sovétstjórnin nauðsynlegt að minna á, að gegn sérhverri tilraun til þess aö beita vopna- valdi gegn Sovétríkjunum veröi snúizt kröftuglega. Vestrænir fréttaritarar, segir i fréttastofufréttinni, eru þeirr- 10. síða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.