Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 29.04.1969, Blaðsíða 6
6 VIS I R . Þriðjudagur 29. aprfl 1969. ferðir ^nnað kvöld verður ein þessara stúlkna krýnd fegurð- ardrottning Islands 1969 aö lokinni keppni, sem fram fer í kvöld og annaö kvöld. Stúlkurnar muuu koma fram fyrir áhorfendur á miönæturskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld og síð- an fara í úrslit keppninnar fram í Klúbbnum annaö kvöld. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð. — Stúlkurn- ar munu allar taka þátt í keppni erlendis. — Nú í vor flýgur ein þeirra til Parísar, dvelur þar í tvo daga og fær síðan „rauðan passa“ ti! Marokkó, þar tekur hún þátt í Evrópukeppni, sem haldin er aö þessu sinni í borginni Rabat á Atlantshafsströndinni. — í þessari keppni verður 21 þátttakandi, frá Evrópulöndunum. Önnur mun dvelja 14 daga á Miami-strönd og taka þátt í Universe-keppninni. — Þriöja ferðin verður svo í haust til Skandinavíu. Þangað fara tvær stúlkur og taka þátt 1 Fegurðarsamkeppni Noröurlanda í Hels- ingfors. - ^lþjóöakeppnin, sem haldin hefur verið á Langa- sandi í Kaliforníu veröur nú aö líkindum á Fil- ippseyjum í haust og mun stúlkan, sem í þá keppni fer fljúga til Tókíó og þaöan til keppninnar. — Keppn- in er flutt frá Langasandi vegna einhvers lags, sem upp kom varöandi sjónvarpsaðstööu og þ.u.l. Loks gefst svo einni stúlku kostur á Lundúnaferð til keppni um titilinn Miss World, sem haldin veröur í London að hausti. Stúlkurnar eiga því væntanlega eftir að standa í skærari sviðsljósum en í kvöld og annað kvöld og koma fram fyrir milljónir áhorfenda í keppnissölum og sjónvarpi erlendis. u:nr',! Til vinstri í efri röö er Ragnheiöur Pétursdóttíjr, til hægri María Baldursdóttir. — Neöri röð frá vinstri: Ágústa Siguröardóttir, Erla Harðardóttir og Dagmar Gunnarsdóttir. i i i f i i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.