Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 1
Með „framtíðma'7 í höndum sér • Fallega flugfreyjan okkar á myndinni kann að halda á „framtíð Loftleiða“ í höndum sér. Þetta er líkan að DC-8 Super 63 flugvél, eins og þær munu líta út, fari svo að Loftleiðir geri kaupin, • Næstu daga verður gert út um söluna á Rolls-Royce flugvélum félagsins, — og þá verður jafn- framt að gera út um kaup á nýjum hraðfleygari og hentugri flugvél- um rekstrarlega séð, • Douglas DC-8 Super 63 er mikið bákn, enda tekur hún allt að 259 farþega í sæti, og getur flogið 4500 mílur. Fyrsta slika vélin var afhent KLM í HoIIandi fyrir 6 árum. Vél- in er 57 metrar á lengd, vængir hennar spanna yfir nær 45 metra og hámarksþungi hennar í flugtaki getur verið 335.000 ensk pund, eða um 150 tonn. Voveiflegur dauði hrossa á Akureyri — Talið, að þau hafi étið sjósand ■ Tvö hross duttu skyndi- lega niður dauö i fyrri- nótt inni í Glerárdal, skammt innan við skíðahótelið við Ak ureyri. Samkvæmt rannsókn dýralæknisins á Akureyri mun orsök hins sviplega dauðdaga 'irossanna tveggja vera sú, að þau hafi komizt í svokallaðan sjósand, sem notaður hefur verið um fjölda ára til síunar í vatnsbóli Ak- ureyringa, sem er þarna skammt frá. IVUin afleiðing þessa vera sú, samkvæmt nið urstöðu læknanna, að líffæri hrossanna springa og þau hljóta dauða af. ■ Strax og tilkynning barst um þetta til Akureyrar- lögreglunnar fór dýralæknir á staðinn, en niðurstöður urðu kunnar um kl. 2 í gær, er sjósandur fannst í maga skepnanna. Einhvern veginn hafa skopnumar komizt í vatnsbólið, eins og fyrr grein ir, þrátt fyrir aö það er af- girt. Sjósandur er algerlega 'aus mc; lum. 300 tunnur saltaðar á miðunum / gær Skipverjar á Ásbergi frá Reykjavfk hafa væntanlega sett upp svunturnar í gær, og saltað þessar þrjú hundruð tunnur, sem skipið fékk f fyrrinótt norður á sildarmiðunum. Þetta er fyrsta verulega magnið, sem íslenzki flotinn fær þariia norður frá. Síldin fékkst rétt sunnan við 76. breiddarbaug og um níunda lengdar baug, (A 1.) — Eitt skip var ásamt Ásbergi á þessum slóðum, Ásgeir frá Reykjavík, en ekki er vitaö til að hann hafi fengið neina síld, né önnur íslenzk skip, sem oröin eru fá á miðunum. Sfldarleitin bjóst við að eitthvað myndi gerast á miðunum í nótt. — Skilyrði voru góð til veiða, nema hvað síldin stendur alltaf mjög djúpt og er ljónstygg, þegar hún nálgast yfirborðið. Bretar og Norðurlönd íhuga lágmarksverð á freðfiski Olía við ísland — sjá bls. 9 Vísir spyr lánbega i bókabilnum Hvernig mafreiða skal næpur — sjá bls. 5 Fulltrúar Islands ræða tækniatriði við EFTA ■ Þórhallur Ásgeirsson, ráðu neytisstjóri, og Einar Benedikts son deildarstjóri eru komnir til landsins að loknum viðræðum við fulltrúa EFTA-Iandanna. Við ræðurnar vom tæknilegs eðlis, fjölluðu um hvaða vörur skyldu settar fyrst á frílista og hvernig lækkun tolla skyldi varið, kæmi til aðildar íslands að fríverzlun arbandalaginu um næstu ára- mót. Ekkert endanlegt samkomulag hefur tekizt um aðild íslands, og Yiðrar illa fyrir svifflug veltur mest á því, hvernig fer um tolla Breta á sjávarafurðum, Deila stendur um það mál innan EFTA, milli Breta og Norðurlanda. Eru nú hugmyndir um að Bretar setji lág- marksverð á freðfiskinn í stað þess tolls, sem nú er á innflutningi á freðfiski. Noröurlöndin munu telja lág- marksverðiö hagstæðari lausn en tollinn, en þau hafa haldið því fram, að Bretar hafi ekki haldið reglur fríverzlunarbandalagsins, þegar þeir settu toll á freðfiskinn. Bretar hafa bent á, að Norðurlönd hafi' síðustu ár flutt til Bretlands miklu meira magn af freðfiski en ráð var fyrir gert upphaflega, og hafi það skapað vandamál fyrir brezka framleiðendur. Samningur EFTA-landanna um þetta rennur út í árslok, og er þess vegna unniö aö nýju samkomu lagi um þessar mundir, sem ís- lendingar fylgjast vel með. Og nú er það grænt ■ Það er sumar, og nú er tím- inn til að bjóða upp á grænmeti í matinn. í VÍSI í VIKULOKIN, sem fylgir Vísi £ dag til áskrif- enda fjallar forsíðan um ýmsa rétti með grænmeti. ■ Inni í blaðinu er fjallað um sólböð og baðföt. | Ingólfj Jónssyni fyrir lengsta flugið i á mótinu og „Pfaff skálin", sem ■ Það viðrar illa fyrir svifflug menn sem aði þessa dag- _ .. , ___ ana. Ekki hefur reynzt unnt að verzlunin Pfaff gefur fyrir beztan nýta nema tvo daga til flugs frá því að svifflugmót var sett að Hellu á Rangárvöllum laug- ardaginn þann 5. þ.m. Það var Björn Jónsson, forseti Flugmálafélags íslands, sem setti mótið, en ráðgert er, að það standi til 20. júlí. Þátttakendur eru 8, en keppnissvifflugur 4. Keppt er til þriggja verðlauna, sem eru: „Jó- hannesar Hagan bikarinn“ ásamt fslandsmeistaratitli fyrir hæstu stigatölu á mótinu, „Ráðherrabikar inn“ frá aamgöngumálaráðherra jarangur í 100 km þríhyrningsflugi. Nú standa leikar þannig, að efst- ir að stigatölu ^ru Þórhallur Filipp- usson og Sverrir Þorláksson með 1000 stig, en næstir koma Þór- mundur Sigurbjarnarson með 738 stig, Leifur Markússon með 635 st., Húnn Snædal með 262 stig og Har- aldur Ásgeirsson með 177 stig. 6 keppnisdaga þarf til að gilt verði. Þetta er fjórða svifflugmótið, sem haldið er að Hellu, en hin voru árin 1958, 1963 og 1967. .Mötsstjóri er Gísli Sigurðsson og tímavörður Njörður Snæhólm. Leitað að enskum siglara út af Austfjörðum Engin vél um borö í skutu hans og engin talstöö Enska skútan Italdo sem átti að koma inn til Seyðis- fjarðar þann 4. júlí, hefur ekki fundizt enn þrátt fyrir talsvert yfirgripsmikla eftir- grennslan. Seinast varð vart við skút- una í Tænginsvogi í Færeyj- um klukkan 6 þann 9., að því er talið er og hefur danska eft irlitsskipið Fylla leitað sunn an við eyjarnar, þar sem til skútunnar sást, en sú Ieit hefur ekki borið árangur. Skozk vél og vél frá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli hafa leitað skútunnar, en sú leit hef ur engan ársr.gur borið. Það var á hádegi í fyrradag að Slvsavarnafélaginu héma barst beiðni frá Englandi um að svip ast um eftir skútunni. Hún lagði upp frá Bridlington á Eng- landi þann 22. júní. Síðar frétti Slysavamafélagið aö einn maður væri á skútunni, engin talstöð væri um borð, hins vegar væri 'lítill uppblásan- legur gúmbjörgunarbátur í skút unni, sem er rauðmáluð með hvftu segli og 20 feta löng. — Engin hjálparvél er I bátnum. Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa varnafélagsins sagði að ráðgert væri að hefja frekari leit að skútunni í dag, en fyrirroæli hafa verið send víða um land sérstaklega þó á Austfirði um að láta vita, ef vart verður við skútuna inni á víkum eða vog- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.