Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 12. júlí 1969. 3 ■ ■ Kosningabaráttan að hefjast í Vestur Þýzkalandi Hinar árlegu tjaldsamkomur Kristniboðssambandsins verða að þessu sinni við Nesveg skammt frá Neskirkju, dagana 13. —20. júlí, hvert kvöld kl. 8.30 MargSr ræðumenn: Prestar, kristniboðar og leikmenn. — Hljóðfærasláttur og söngur. Sérstakar barnasamkomur verða mánudaginn 14. og fimmtudaginn 17. júlí kl. 6 e.h. Allir eru hjartanlega velkomnir. KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ Læknisstaða í Landspítalanum er laus til umsóknar staða sérfræðings í lyflækningum með sérþekkingu í nýrnasjúkdómum. Laun samkvæmt kjara- samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspftalanna. Umsóknir með upplýsingum um námsferil, fyrri störf og aldur sendist stjórnarnefnd rík- isspítalanna, Klapparstíg 26 fyrir 15. ágpst n.k, Reykjavík 11. júlí 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna. Vélamaður óskast Vélamaður vanur vinnu á skurðgröfum óskast til afleysninga í sumarleyfum. Uppl. í síma 40235. HINN VEL KLÆDDI TUNGLFARI LÍKIST HELZT SKJALDBÖKU Eftir rúma viku eiga tunglfar amir bandarísku að lenda á mánanum. Eins og afskræmi- legt ferfætt rándýr svífur tunglferjan til lendingar og aftur út henni teygist eldhali. Rykmökkur byrgir útsýni geimfaranna. Svo birtir til. Allt er hljótt. Þeir eru ekki í skemmtiferð, heldur er þeim ætlað að kynnast aðstæðum á tunglinu, taka myndir, koma fyrir tækjum og safna sýnis- homum. Ef tii vill leiðir ferða lag þeirra til þess að skammt verður að bíða, að menn skrepoi í tunglferð í sumar- ieyfinu. Hinn vel klæddi tunglfari lík- ist helzt skjaldböku, sem staul- ast um á tveimur fótum. Allur útbúnaöurinn, sem hann ber í gönguferðinni, vegur 82 kíló en það jafngildir 14 kílóum á tungl inu, þar sem þyngdaraflið er minna. Aðalvandræöin eru umfangið. Allar hreyfingar eru hægar og þær verða að vera úthugsaðar. Til að vemda tunglfarann gegn loftleysi tunglsins verður að vera stöðugur straumur kalds súrefnis um búninginn. Þess vegna veröur hann mjög stífur og illmeðfærilegur Geimfarinn verður að sigrast á þessari stífni til að geta beygt handlegg eða hreyft fæturna. Reynt er aö gera þessar hreyf- ingar sem auðveldastar. Þó verður stöðugt að neyta afls til þess að búningurinn þrýsti hinum beygða lim ekki til baka. Vísindamenn hafa ekki gert sér Ijóst, hvort það auðveldi eða torveldi hreyfingum, að þyngdaraflið er minna á tungli en jörðu. „Við komumst að því, þegar þeir koma á tunglið," segja sérfræðingarnir. Það er ekki búizt við, að þeir meiði sig, Armstrong og Aldrin, fyrstu mennirnir á tunglinu. — Búningurinn á að vemda þá gegn því ... og svo eru þeir með hjálma, sem víst er ekki hægt að brjóta með sleggju. Þeir hafa sérstaka „tunglskó“ sem Armstrong ber þegar hann gengur niður níu þrep, aftur á bak, og stígur vinstra fæti á yfirborð tunglsins. Hvemig klæða þeir sig í allt þetta í geimfarinu? „Það er eins og tvær stelpur reyni að búa sig á ball 1 símaklefa." * • Svona eru tunglskómir, sem geimfararnir verða í. ■ morgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd í raorgun útlönd ■ Forvextir voru hækkaðir í Sví- þjóð nýlega úr 6 í 7 af hundr- aði. ■ Vikimtið Newsweek segir manntjón Bandarlkjanna 1 Ví- etnam allmiklu meira en greint er f hinum opinberu vikulegu skýrsl- um, því að þær greina frá mann- tjóni á' vígstöðvunum, en alls munu um 42.000 Bandaríkjamenn hafa lát ið lífið í Víetnam I þyrluslysum og af öðrum slysförum og veikind- um, og eru þá einnig talin með sjálfsmorð. Samkvæmt opinberum skýrslum í júní var talan 36.625. ■ Newsweek segir, að Nixon forseti hafi ekki fengið nema hluta af launum sínum í maí og ekki sent hvað þá meira í júní — raunveru- léga vegna þess að forsetakaupið hefði verið hækkað í 200.000 doll- ara (árskaup), bæði var fé ekki fyr ir hendi og ekki búið að ganga fylli- lega frá breytingunni fyrr en um miðjan júní, vegna seinagangs á skrifstofunni sem slík mál annast. Víða er pottur brotinn! ■ Sama vikurit ræðir flugher Egypta. Þeir hafa 330 sovézkar or- ustuþotur og 52 sprengjuflugvélar, 6n ekki nema 120 næ^ilega þjálfaða flugmenn til þess að stjórna þeim. Þeir þyrftu að hafa 400 miðað við flugvélafjöldann, en það tekur tvö ár að þjálfa herþotuflugmann. Þingkosningar í Vestur-Þýzka- landi fara fram i september í haust og má nú segja að kosningabarátt an sé hafin, þar sem Krlstilegi lýö- ræðisflokkurinn hefir á þingi í Ess en samþykkt stefnuskrá I 20 lið- um. Aöalræöuna á þessum fundi flutti dr. Kiesinger kanslari V-Þ. og kom hann víða við sem að líkum lætur. Hann hafnaði gagnrýni jafnaðar- manna, félaga kristilegra lýðræðis- sinna í samsteypustjóminni, sem halda þvl fram, að stefna flokksins hafi beinzt í fhaldsátt, til „hægri viö flokk þjóðernis-lýöræðissinna (NPD)”. Dr. Kiesinger kvað flokk sinn aðeins miða að því að unga fólkið fái sín tækifæri. „Fortíð þjóð ar vorrar má ekki vera því til hindrunar" sagði hann, „að þjóð vor haldi áfram að vera til og blómgast." Kiesinger mælti gegn stefnu þjóð emis-lýðræðissinna og að þeir fengju fulltrúa kjöma á sambands þingið. Dr. Kiesinger þakkaði Kristilega lýðræöisflokknum „kraftaverkið", hina efnahagslegu viðreisn í land- inu, og stefnu hennar væri að þakka að gjaldmiðill landsins væri nú „harðasti gjaldmiðill heims“. Hann sagöi að stjórn landsins hefði veriö gagnrýnd fyrir aö hafa ekki nægan áhuga á, að aðild Bret lands aö Efnahagsbandalagi Evr- ópu fengist framgengt, en þetta hefói ekki við rök að stvðjast. Bonn stjórnin hefði engu minni áhuga á aðild Breta en aðrar ríkisstjórnir en hún gæti ekki hætt á, að á- greiningur um málið yrði til þess að spilla samstarfinu milli Frakka og Vestur-Þjóðverja. Dr. Kiesinger kvað stjóm sem Kristilegi lýðræðisflokkurinn mynd aði eftir kosningarnar mundu leit ast við að leysa öll vandamál út af skiptingu Iandsins, og bjóða Austur Þjóðverjum upp á viðræður, en ekki viðurkenna Austur-Þýzkaland sem sjálfstætt þýzkt ríki. Dr. Kiesmger

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.