Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 9
v I51K . Laugaruagur la. juii raou. 9 xg hef rökstuddan grun um, að gífur- legt olíumagn sé að finna við ísland' ■ Glöggt er gests augað, segir gamalt íslenzkt máltæki. Það vill og oft fara svo, að komi erlendir ferðamenn hingað einhverra erinda eða f erindisleysu, eru þelr spurðir spjörunum úr um land okkar og þjóð, einkenni, galla og góða kosti. En hitt ætti ekki sfður að vera lærdómsríkt að eiga tal við landa, sem um langan tíma hafa alið aldur sinn á fjarlægum slóðum og koma svo loks nánast sem gestlr í eigin föðurlandi. Hingað er nú kominn ásamt fjölskyldu sinni ungur athafnamaður, Guðjón Gunnarsson Bach- mann, en hann hefur einungis þrisvar sinnum sótt ísland heim þau 15 ár, sem hann hefur búið í Bandarikjunum Guðjón Bachmann. Guðjón Bachmann varð stúd- ent frá Verzlunarskóla íslands árið 1954 og hélt þegar til náms í Bandaríkjunum. Árið 1956 varð Guðjón Bachelor of Science, B. S., frá Ríkisháskólanum í Flor- ida og ári síðar Master of Busi- ness Administration M.B.A., frá Ríkisháskólanum í Alabama. — Hann hefur og variö með láði rit gerð við háskólann í Pennsylvan ia, Wharton School of Finance and Commerce. Guðjón Bach- mann getur því úr flokki talað, þegar fjármálastjórn og hagsýsla er annars vegar. Hann hefur starfað að hluta-. og verðbréfa- viðskiptum sl. 11 ár, bæði í Mi- | ami og Orlando í Florida. Hann 1 varð hluthafi í kauphallarfyrir- S tækinu Goodbody og Co. í jan úar í fyrra og mun vera eini | íslerdingurinn, sem á hlut í slíku fyrirtæki í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þetta er þriðja stærsta sinnar tegundar þar vestra af 600 slíkum, en skrifstofur þess í Bandarikjunum eru 103. Sjálf ur stjórnar Guðjón tveim þeirra annarri í Winter Park og hinni í heimaborg sinni Orlando. Guð jón er kvæntur amerískri konu, en hún kennir rússnesku við há skólann í Orlando auk þess að vera doktor í spönsku og magist er í frönsku. Þau hjón eiga þrjá unga syni, C.cgory Gunnar, Stephen Jón og Andrew Thor. Við ræddum við Guðjón Bach mann fyrir skömmu um starf hans og stööu íslands á sviði efnahags og viöskipta, og bar þar margt fróðlegt á góma. Tal ið barst fyrst að kauphallar- starfi Guðjóns, en slík viðskipti munu flestum Islendingum að mestu ókunn. Hann sagði þann- ig viðskiptahætti ákaflega spenn andi og lærdómsríka. „Hver dagur er öðrum ólíkur, spennan liggur í loftinu og alltaf er aö gerast eitthvað nýtt og fram- andi. Sveiflur á markaðnum geta verið geysilegar og þetta ár er t.d. eitthvert hið óhagstæöasta, sem ég man eftir.“ — En hvernig heldurðu, að svona viöskiptamáta vegnaði hér á Islandi? „Ja, það má ef til vill segja, að hér sé markaður fulllltill frá degi til dags, en hitt er vafalaust, að það reyndist kleift á tiltölu- lega litlum m. i'.ivarða að reka kauphallarviðskipti hér.“ — Nú ert þú búinn að vera hér í nokkra daga, Guðjón. Er eitthvað eitt ööru fremur, sem hefur vakið athygli þína og ork- að á þig? „Ég hef þegar orðið sterklega orðið var við það, að efnahags- ástandið hér er ekki eins og bezt yrði á kosið, án þess að ég vilji l'ara frekar út í það núna. En eitt langar mig að minnast á, og það er vatnið. Það er svo gott, að það eitt væri þess virði að koma til Islands. Og bjórinn, hann ætti bæði að brugga fyrir landsmenn flvtia hann út við stórkostleg an hagnað. óviða er hráefnið betra en hér, t.d. miklu betra en hjá Dönum, enda er Thule-bjór- inn bragðgóður, þótt lyftinguna vanti. Já og drykkjuskapur myndi að minni hyggju stórum minnka og verða menningarlegri Ég segi þetta vegna þess saman- burðar, sem ég get gert á þeim tveim löndum, sem ég þekki bezt til, Bandaríkjunum og íslandi. Ég hef varla séð áberandi ölvað- an mann á götu þau 15 ár, sem ég hef dvalizt vestrá hvað þá unglinga." — Á hvern hátt álítur þú, að við I'slendingar eigum að beita okkur að iðnþróun nú í næstu framtíð? „Þaö er auðvitað að mörgu að hyggja, en ég tel þó, að eitt sé öðru fremur þess viröi að því sé aukinn gaumur gefinn, og það er olían. Olían, sem ef til vill leynist í gífurlegu magni í eða við ísland. Ég hef rökstuddan grun um, að svo kúnni aö vera. Við vitum, aö norðúrheithstóuts baugur liggur mjög nærri land- inu, um Grímsey að mig m’nnir. Nú ég skal segja þér dálítið merkilegt. I fyrra var hafin gevsi leg olíuleit í Vesturheimi. Það eru þrjú stór fyrirtæki, sem að þessu standa: Atlantic Richfield Standard Oil of New Jersey. Mobil Oil Phillips Ffctroleum og General American Oil. Þaö hel'- ur komið í liös, að það er helzt á heimskautasvæðunum. sem gífurlega mikla olíu er að finna I fyrra fundust í norðurhluta Alaska 50 billjón tunnur af olíu, og á heimskautseyjunum viö Alaska fundust milli 50 og 100 biliíón tunnur. Á heimskautseyjunum norö- ur af Kanada fundust einnig á síöasta ári um 35 billjón tunn ur af olíu. Það verður auðvitað stöðugt haldið áfram aö leita, c. .. . ja sérfræðingar, að gera niegi sér vonir um aö 100 til 300 billjón tunnur olíu sé aö finna á heimskautssvæðum Norður- Ameríku. Þaö magn olíu, sem nú er fyrir hendi I Bandarikjunum aö heimskautssvæðunum und- anskildum er um 32 billjónir tunna, en í Kanada 8 billjónir. Og ég get greint frá því til sam anburöar að I öllum hinum svo- kallaða frjálsa heimi eru nú fyrir hendi einungis um það bil 300 billjón tunnur af olíu, og af þvi magni eru næstum 250 billjónir tunna í iöndunum fyrir botni Miöjarðarhafs einum. Þessar töl ur allar eru bæði fróðlegar og ógnvekjandi. Þær sýna svart á hvítu, hversu menn verða aö hafa sig alla við I hinni geysilega öru þróun okkar tfma á öllum sviðum. Islendingar eru hér eng- in undantekning. Þeir gætu í þessu tilviki t.d. selt fjársterk- um erlendum olíufélögum rétt- inn til að rannsaka, hvort hér sé oliu að finna svo nokkru nemi. Þeir verða ekki síður en aðrir að nýta þau gæði náttúrunnar, sem hugsanlegt er, að landið búi yfir.“ B a Við litum inn I nýja bókabíl- inn, þar sem hann var að hefja „göngu“ sína I Árbæjarhverf- inu og spurðum nokkra sem voru að fá þar lánaöar bækur eftirfarandi spumingar: Finnst víSnr hspí»ilp>rra að fá bækurnar lánaðar hér en á söfnum? Gunnar Petersen: Ég býst við, að etta verði miklu þægilegra, einkum fyrir börnin. Dagbjört Nanna Jónsdóttir, 10 ára: Já, þetta er miklu styttra og miklu meira gaman. Þórhallur Árnason, 4 ára: Mér nema þessi, af því aö hér eru finnast allir bílar leiðinlegir svo margar bækur, en ég hef aldrei farið á safn. Jónína Jóhannsdóttir: Já, þetta er miklu hagkvæmara. Hér fæ ég allar bækur, sem ég þarf. Gréta Gunnarsdóttir: Ég veit það nú ekki ennþá, en ég held að þetta verði ágætt. Bækumar eru vel merktar og allt skipu- lag ágætt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.