Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 4
Leikur í kvikmynd j með Richard Burton Þó að Lesley Patterson sé aö- eins sautján ára gömul er það nægilegt fyrir hana til þess að leika í kvikmynd með Richard * B«rton. • — Ég var vægast sagt mjög • hissa, þegar þeir létu mig fá hlut- J verkið. Ég er himinlifandi og það • er dásamlegt að vinna með Mr. s Burton. ® EINUM STAÐ FólS þér fslenrk gólfteppi fréi TEPPÍíf Zlltima Ennfremur ódýr EVLAN teppl. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzlið á einum sicð. •••••••••••••••••••••••a Hlutverk, | sem hæfir j rödd Claudiu: Cardinale : Claudia Cardinaie er svo óláns söm að hafa hása og ráma rödd, sem kemur öllum itölskum kvik- myndahúsgestum til að hlæja. En nú hefur hún fengið hlut- verk, þar sem hún getur óhikað hafið upp raust sína. Alveg síðan hún varð heims- fræg, hefur rödd hennar vakiö mikla kátínu á Ítalíu og um hana hafa spunnizt ótal skrýtlur og háðsögur. Einn gagnrýnenda lýsti hljóðunum í henni á þann hátt að þau líktust því að „drengur í mút um muldraði í gegnum sekkja- pípu.“ Þar til árið 1967 fékk hún aðra stúlku til að leggja fram talið í myndum sem hún lék í. ^ í þessari nýju mynd leikur hún • méö Catherine Spaak. Myndin. •fjailar. um tvær stúlkur, sem geng J ur illa að krækja sér i herra. Nýr plastbíll Þessi bil’l kom fyrst fyrir al- menningssjónir á sýningu I Hann over í Vestur-Þýzkalandi. Bæði gólf og bretti er gert úr plasti og er „boddíið" þvi 40% létt- ara en í venjulegum bilum, auk þess sem það hefur þann kost að ryðga ekki. Kæmi sér ekki illa að eiga þess háttar bíl hér á landi. Hingað til hefur aðeins einn hluti af yfirbyggingunni ver ið úr plasti og má því kalla þetta talsverða nýjung. Þegar bíllinn var reyndur náði hann 170 km hraða á klukku- stund og stendur að því leyti öðr um á sporði. Framleiðendurnir, Die Farben- fabriken Bayer AG i Leverkusen, Vestur-Þýzkalandi, búast við að nokkur tími líði þar til hægt verði að hefja fjöldaframleiðslu. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••€ yoDUMlW •jy * frspa Cardinale leikur símastúiku hjá fyrirtæki einu. Er stúlkunni feng- ið etta starf til þess að röddin komi í veg fyrir að einhver lokki hana frá fyrirtækinu með hjóna- band í huga. Kvikmyndin er ádeila á fals- og yfirborðsmyndir, sem eru fram leiddar á Ítalíu. SKOT-NAGLAR vfirkfœri & járnvörur h.f. © “ Spáin gildir fyrir sunnudaginn 13. júlí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Að mörgu leyti athyglisverður dagur, veltur á ýmsu, en erfitt að koma nokkru teljandi í fram kvæmd vegna þess að stöðugt verður eitthvað, sem dreifir hug anum frá viðfangsefnunum. Nautið, 21. aprfl—21. maí. Það lítur helzt út fyrir að þér bjóðist eitthvert ferðalag, eða einshvers konar tilbreyting frá hversdagsleikanum, sem þú skalt þiggja, ef þú getur komið því við með nokkru móti. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní. Óvenjulegt annríki, en gengur ekki undan að sama skapi. Hjá þessu virðist þó ekki verða kom izt, og því ráðlegast að láta hlut ina hafa sinn gang, en reyna sitt bezta engu að síður. Krabb»nn, 22. júní—23. júlí. Dagurinn virðist einkennast af alls konar sveiflum, og er hætt við að skammt verði öfganna á milli. Það verður á stundum dá- lítið erfitt fyrir þig að hafa hem il á skapsmunum þínum. Ljónið, 24. júlí — 23. ágúst. Þetta getur orðið skemmtilegur dagur, að öllum líkindum þarftu að minnsta kosti ekki að kvarta yfir tilbreytingarleysi. Um á- góöa reiknaðan í peningum, veröur varla að ræða svo nokkru nemi. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Ef þú þarft að taka einhverjar meiriháttar ákvarðanir í dag, skaltu gera það fyrir hádegið. Eftir hádegið verður ýmislegt sem kemur í veg fyrir að þú get ir einbeitt huganum sem skyldi. Vogin, 24. sept.—23. okt. Gættu þess' að láta varlega uppi skoðanir þínar, ef leitað verður umsagnar þinnar eða álits. Neit aðu öllum skuldagreiðslum sem þú hefur ekki stofnað til, og láttu ekki hafa af þér fé. Drekinn, 24. okt.—22. nóv.: Láttú þér ekki bregða, þótt ým- islegt fari á annan veg en þú hafðir reiknað með 1 dag, og taktu því með jafnaðargeði, þótt ekki verði gott að lynda við suma, sem þú umgengst allná- ið. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Það veltur á ýmsu í dag, en yfir leitt til hins betra, svo þú mátt vera ánægður. Ekki er útilokað, að þér finnist framkoma sumra dálftið furðuleg, en láttu það lönd og leið. Steingeitin, 22. des til 20. jan. Varastu að láta um of undan duttlungum þínum, og þótt þér falli ekki sem bezt rás viðburð- anna, skaltu láta sem minnst á því bera. Þú getur orðið fyrir einhverri heppni í peningamál- um. Vatnsberinn, 21. jan til 19. febr. Ef þú færð sérstaka löngun til einhvers í dag, ættirðu að láta það eftir þér, að svo miklu leyti sem því verður við komið. Yfir leitt getur þetta orðið góður dag ur. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz. Það er ekki ólíklegt að þú verð- ir að reyna talsvert á krafta þína, andlega eða jafnvel llkam lega. Ef vei tekst til, er senni- legt, að það auki mjög álit þitt hjá þeim sem þess njóta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.