Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 12.07.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Laugardagur 12. júlí 1969. Ávextir andans Gal.: v. 22: „En ávöxtur and- ans er: kærleiki, gieði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð, bindindi." Framar í þessum kafla var Páll að brýna það fyrir Galata- mönnum að framganga í andan- uro, en láta ekki holdi$ leiða sig á villigötur. En þessi andstæða milli andans og holdsins er mjög áberandi í kenningu hans. Og raunar er það auðskilið, hvað Páll er að fara, þegar hann er að ræða þá andstæðu. Holdið eða maður holdsins er maðurinn eins og honum er gjarnt að vera: sneyddur öðrum hugsjónum en aö pota sjálfum sér sem ræki- legast áfram og njöta hins jarð- neska Mfs eins ríkulega og unnt er. En maður andans er sá, sem er altekinn af kristilegri hug- sjón og helgar líf sitt og starf þjónustu við hana. Við getum minnzt þess í þessu sambandi, að Jesús sagði eitt sinn, að hver sá, er vildi fylgja sér, yröi að afneita sjálfum sér og taka upp kross sinn og fylgja sér eftir. 1 þeim orðum kom það fram eins og víöar í kenningu Jesú, að kristindómurinn er meira en það að samsinna með vörunum á- kveðnu kenningakerfi en hafast sfðan litt eða ekkert að. Hann er fyrst og fremst hugsjón, sem brenmir í mannlegri sál og breyt ir nrati manna á hlutunum og af stððunni til þeirra. Orðin, sem PáH skrifaði Gal- atamönnum um ávexti andans jninna Kka á önnur orð Jesú, þeg ar hann var að tala um, að af ávöxtunum væri bezt að þekkja þá, sem kæmo fram í hans nafni jwd að skemi.it tré gæti ekki borfð gðða ávexti. Það er auðskilin upptalning PSfs á ávöxtum andans: „Kær- teiki gleði friður...“ Síðasta orð ið í upptahringunni — bind- indi — er að vísu ekki nákvæm þýðing á því orði, sem PáH not- aði í bréfi sínu. I'slenzkan mun ekkert orð eiga til, sem nær innihaldi þess en á frummálinu táknar þetta orð þann eigin- leika að geta haft hlutina á valdi sínu í staðinn fyrir að vera á valdi þeirra — og felur þar með í sér eitt- hvað svipaða afstöðu til gæða lífsins og Páli lýsir í bréfi sínu til Fflippímanna, þegar hann seg ir: „Ég hef lært að vera ánægð- ur með þaö sem ég á viö að húa. Bæði kann ég að búa við Títmn kiost. Ég kann einnig að hafa alls nægtir. Hvarvetna og í öllum hlutum hef ég lært þann leyndardóm bæði að vera mett- ur og vera hungraður, bæði að hafa allsnægtir og líða skort. Allt megna ég fyr- ir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir." Og þetta taldi Páll til- heyra lásviðhorfum hins kristna manns að láta ekki hin svoköll- uðu jarðnesku gæði á neinn hátt raska sálarrö sinni — þiggja þau með þökkum, þegar þau berast manni að höndum, en geta lika verið jafn glaður og þakklátur, þó að maður sé ekki sífellt með fullt fangiö af þeim. Hins veg- ar táknar íslenzka orðið, sem þarna er notað til þýðingar, yf- irleitt í nútimamáli algera afneit un hlutanna. Bindindi á ein- hvem hlut táknar, að maður neit ar sér algerlega um að hafa þann viðkomandi hlut um hönd. En það var ekki kenning Páls í þess um tilvitnuðu orðum, að kristn- ir menn ættu að fvrirlíta öll gæði jarðarinnar, heldur aðeins að gera þau ekki að neinu aðal- atriði í lífi sínu. Meinlætalifnað- ur var nefnilega ekki á dagskrá kristindómsins í öndverðu. Jes- ús sjálfur fékk hnútur fyrir það frá sinni samtíð, að hann var ekki eins ósveigjanlega strangur við sjálfan sig og lærisveinana eins og Jóhannes skírari. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að ein setumenn og munkar fundu upp á því að ætla sér að vinna hylli Guðs með því að misþyrma sjálfum sér og fyrirlíta tíman- legar gjafir hans svo sem mest þeir máttu. nær markinu. Nei, jafnvel mitt í allsnægtunum er gleöin ekki hið ríkjandi einkenni manna. — Gleðin verður nefnilega að koma innan frá, vera sprottin af ein- hverju sem maðurinn á í sjálf- um sér. Hún er engan veginn óbrigðull förunautur hinna ytri gæða. Og svo var friðurinn nefndur sem einn af ávöxtum andans. — Við þurfum víst ekki langar vangaveltur um friðinn í mann- anna heimi, þar sem stanzlaust er ýtt undir ófrið, þar sem stór og voldug samtök telja gengi sínu bezt borgið, þegar styrjaldir Staðarkirkja I Súgandafirði Ég hef nú orðiö nokkuð lang- orður um þetta eina orð, en hjá því varð ekki komizt að leitast .við aö draga fram merkingu textans á þann hátt, sem ég vissi réttastan. En gaman væri að geta gert sér Ijósa grein fyrir hvernig hátt að er með þessa upptalningu um ávexti andans í veröldinni á 20. öldinni. Hver er auðurinn, sem okkar samtíð getur státað af á þessu sviði? Kærleikurinn — hvernig gengui meö ræktun hans? Eru kannski sterkari og áhrifameiri þau öfl, sem revna að ala á tortryggni, sundrungu og hatri milli þióða? Er kannski hin harðvftuga barátta um aukin vfirráð öllu fyrirferðarmeiri en það bróðurlega samstarf og sam hjálp, sem stuðlar að velvild óg skilningi? Við getum sjálf reynt að lesa svörin út úr þeim fregn- um, sem hæst ber, af mannleg- um samskiptum í veröldinni. Og gleðin? Það liggur vitanlega í augum uppi, að þar sem örygg isleysi, ótti oc tortryggni rikja verður Htið um hina máttugu gleði í mannlegum hjörtum. — Margir hugsandi nútimamenn hafa líka veitt athygli og ritað um það fyrirbæri, sem þeir telja sérstaklega áberandi innan alls- nægtaþjóðfélaganna og nefna gleðileysi — eða blátt áfram lífs- leiða. Þetta fyrirbæri telja þeir setja svipmót sitt að ekki svo litlu leyti á lif okkar nútíma- manna í þessum þróuðu lönd- um og segja, að það sé orðið eitt versta vandamál nútímans. Líf margra sé orðið svo innan- fómt og snautt, að þeir séú'í ’ sifelldu kapphlaupi um að revna að fylla upp í eyður þess með alls konar umstangi og glamri — en virðist bó ekki komast neinu og vígaferli geisa sem viðast yfir. Og þannig gætum við haldiö áfram að fara í gegnum upptain ingu Páls lið fyrir lið og bera sa-man við mannanna heim eins og hann er í dag. Og líkast til fyndist okkur ekki mikið til um ávexti andans á þessari jörð okk ar, er hefðum ihugað málið ræki lega. Það er kannski ekki von, . kynni okkur að detta í hug: Heimurinn er ekki nema að litlu leyti kristinn, og skorturinn á þessum ávöxtum andans hefur löngum fylgt hinum heiöna heírrií. Jesús kom til þess að leiða menn inn í guðsríkið, þar sem þeir nytu ávaxtanna í rík um mæli. En ákaflega er ég hræddur um, að þar sem kristin trú hefur þegar verið viður- kennd öldum saman, séu ávext- irnir heldur ekki orönir full- þroskaðir. Ég er ákaflega hrædd ur um, aö þær kristnu þjóðir, sem telja sér óhjákvæmilegt að hella sprengjum og eldi yfir borg ir og býli manna í öðrum heims hornum, yrðu varla taldir hafa náð fullri vaxtarhæð kærleikans, jafnvel þótt þetta væri gert I nafni hagsmuna fleiri þjóða en þeirra sjálfra eða reynt að láta heita svo, að þetta sé óhjá- kvæmilegt vegna velferðar allra barna jarðarinnar. Eða þeir vald hafar, sem líta á ákveðin brot þjóða sinna sem réttindalítil vinnudýr í landinu — og svo all- ar hinar þjóðirnar, sem leggja í reyndinni blessun sína yfir slíkt atferli. ýmist með vfirlýstri stefnu sem telur þetta óhjá- kvæmilegt eða með samþykki þagnarinnar. En ef hvarflað er frá hinum stöfá heimi að smærri heildum, myndi þá t.d. ekki landið okkar mega stæra sig af allmikiiii vaxt arhæð á mælikvarða kristilegs siðgæðis? Ekki á íslenzka þjöðin þátt í hervirkjum eða nýlendu- kúgun eða kynþáttamisrétti. Við höfum lengi hælt okkur af að vera friösöm þjóð, sem enga hlutdeild vill eiga í hernaöi og manndrápuni. En einhvern veg- inn hefur þó þeirri hugsun skot- ið upp hjá ýmsum, að sú afstaða standi frekar i sambandi við smæð og getuleysi en göfuga hugsun. Ég veit hreint ekki, hvort það verður talið stórvægi- legt framlag til friðar- og menn ingarmála heimsins þó íslending ar undirriti samkomulag um takmarkað bann við kjarnorku- vopnatilraunum, ef þeir að öðru Ieyti lýsa yfir trausti sínu á valdi vopnanna. eyðingartækj- anna. Mér finnst, að Kristur myndi segja viö fslenzka þjóð jafnt og aðrar kristnar þjóðir að þrátt fvrir það, sem kristindóm urinn hefur þokað okkur áfram, vanti enn mikið á, að ávextir andans finnist hér fullþroskaðir. Kristin kirkja heldur því hik- laust fram, að endurnýjunar sé þörf — endurnýjunar okkar mannanna miklu fremur en end- urnýjunar og umbóta í umhverfi okkar og aðbúð. En eru mennirn ir ekki oft haldnir þeirri villu, að ef þeir breyta þessu eða hinu í umhverfi sínu, þá sé svo ákaf- lega mikið fengið? Sú öld, sem við lifum á hefur fært okkur miklar og stórstígar ytri fram- farir á landi hér. Og enn ber- ast raddir um meira og meira. Ég las nýlega í einu af dagblöð- unum okkar, að það, sem mest væri aðkallandi fyrir okkur í dag væri farsæl laujn efnahagsmál- anna og brýnasta þörf framtíð- arinnar væri að leysa landheig ismálin á þann veg, að I'slending ar ættu landgrunnið allt. Og svo er bent á annað, sem koma þarf. Jú, víst er það, að margt af því er gott og æskilegt. En myndi það öruggt að fólkið sjálft vrði að sama skapi ham- ingju nara, farsælla og betra, þegar slíkir hlutir væru fengnir? Það virðist eftir ýmsum öðrum sólarmerkjum hæpið að ætla manninn færan til að skapa sjálf ur sitt guðsriki. Páll postuli sagði eitt sinn, að guðsriki væri ekki matur og drykkur, heldur réttlæti friöur og fögnuður í heil ögum anda, eða með öðrum orð um, að það yrði aðeins hön "-’ð með því að þiggja það að gjöf. Hér er engan veginn verið að gera Iítið úr mannlegum fram- kvæmdum. — Þær mega bara engan veginn skyggja á hitt: að vort tön býr í oss sjálfum — Það býr í því, áð hið innra með okkur dafni þeir ávextir andans sem Páll talaði um. Guö gefi ís- lenzku þjóðinni og eesku þessa lands sérstaklega náð til at> finna þessa leið til farsældar og lifshamingju. Guð gefi okkur öll □m trúmennsku við vilja hans og vaxandi vilja til aö lúta hon- um einum. Drottinn Guö, við þökkum þér fyrir það, aö þú tekur í kærleika á móti hverju barni þfnu, sem til þín leitar, þó að það hafi lát- iö sína eigin duttlunga leiöa sig burt frá þér um hríð. Og við biöj um þig að opna augu okkar sí- fellt betur og betur fyrir því, að hjarta mannsins verður alltaf ó- rótt, unz það finnut hvild I þér og styrkinn frá þinni föður- hönd. Kæri lesandi. Enda þótt hún sé j Iengra lagi hugvekja Kirkjusiöunnar i dag, þá skaltu ekki láta það aftra þér frá því að lesa hana með athygli. Lestu hana meö sjálfan þig í huga. Hvernig er nieð þinn kær- leika? Hvernig er með þina gleði? Hvernig er með þinn frið? Þessi ágæta hugvekja er eftir sóknarprest Súgfirðinga sr. Jó- hannes Pálmason á Staö. Hann er Eyfirðingur að ætt fæddur í Kálfagerði 10. jan. 1914, stud- ent á Akureyri 1936, tók kenn- arapróf 1939 og guðfræðipróf 1942. Hann var vigöur að Stað 17. maí 1942 og hefur verið þar prestur síðan. Hann hefur stund að kennslu og skólastjórn, mlk- ið unnið að félagsmálum í presta kalli sínu og s'rifaö greinar í blöð og tímarit. Prófastur Vestur-lsfirðinga varð sr. Jóhannes í nokkur ár eft ir að sr. Jón Ólafsson í Holti lét af því starfi árið 1963. — Kona sr. Jóhannesar á Stað er Aöalheiður Margrét Snorradóttir útgeröarmanns í Vestmannaeyj- Ég hef reynf... Oft voru beztu íormennirnir og sægarparnir varkárir og nærgætnir, þótt þeir væru hugrakkir fullhugar. Aldrei vildu góðir sjómenn hlusta á sjálfhælna menn, sem þóttust hafa bjargaö sér úr lífsháska með einhverj- um snillibrogðum og ótrúlegri hreysti. Sjómenn eru yf- irleitt forlagatrúar og þökkuðu oft æðri handleiðslu undraveröa björgun úr sjávarháska. Sagt er frá því, að einhvern tíma hafi Snæbjörn í iergiisey átt tal við mann, sem hældi sér af hugrekki og snjallræði í sambandi við lífshættulega atburði. Þá mælti Snæbjörn fram þessa vísu: Ég hef reynt í éljum nauöa jafnvel meira þér. Á landamerkjum lifs og dauöa leikur enginn sér. _____________(Heima er bezt).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.