Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 1
VISIR * *>•* 59. árg. —Þriðjudagur 22. júlí 3969.— 162. tbl. CROSBY OG FELAGAR HAFA VEITT 7 LÁXA allt upp i 78 pund- óheppnir með veður • Bing Crosby og félögum hans hefur gengið bærilega í viðureign sinni viö laxinn í Laxá í Þingeyjarsýslu. Sam- Næsta tunglferð ínövember Apollo II á heimleið með 9 kiló af dýrasta grjóti sögunnar Bandaríkjamenn munu senda nýtt geimfar til að lenda á tunglinu í nóvem- ber sagði forstöðumaður geimferða í Houston í morgun. Er Apollo 11 kem ur til jarðar heill á húfi eins og vænzt er, munu þegar í stað gefin fyrirmæli um að næsta far Apollo 12 skuli sendur í tunglferð í nóv- ember. Heföi för Apollo 11 mistekizt, þá mundu Bandaríkjamenn senda tunglfar strax í septembermánuöi. Nú vilja þeir kanna niðurstööurnar af för Apollo 11. Þeir þremenningarnir í Apollo 11 voru í morgun á heimleið, heilu og höldnu. Geimförin Colombia og Örninn voru tengd kl. 21.32 í gær- kvöldi, þremur klukkustundum og 38 mínútum eftir að Örninn haföi tekiö sig á loft frá tunglinu. Þetta var síðasta hættustund Kristinn Óskarsson flokksstjóri, með fjárbyssuna, sem hann skaut minkinn með á Freyjugötu í gærmorgun, en hann skaut minkinn á nokkru færi. Lögreglan gerist aðsóps- mikil í minkadrápi Hefur skotið tvo mi\nka á götum Reykjavikur á tveimur dógum • Þegar ökumaður nokkur, sem lögreglan hefur til þess aö sem leið átti um Þórsgötu í lóga skepnum meö, og skotiö nótt, mætti MINK á einu hom- minkinn af færi, en maður nokk inu, varð hann ekki höndum ur haföi einmitt króaö minkinn seinni og gerði lögreglunni við- af áður upp viö vegg. vart og var ekki lítiö niðri fyr- ir. En þegar hann gerði lögregl- Enn brá lögreglan við í nótt með fjárbyssuna og leitaöi þang að, sem visaö hafði verið til unni viövart, fékk hann aö vita, minksins, sem síöar fannst í að þetta væri svo sem ekkert portinu bak við verzlun Valdi- nýtt, því ekki væri lengra síðan mars Pálssonar á Klapparstígn- en í gærmorgun, að lögreglan um, og féll minkurinn, eins og skaut mink á Skólavöröuholtinu, hinn fyrri, fyrir fyrsta skoti. en þá haföi fólk séö minkinn á Báðir voru þessir minkar litl- gangi yfir Holtiö. ir, reyndar ungviði, en getgátur Lögreglunni hafði þá verið eru nú uppi um það, aö einhvers gert viövart í síma og haföi staöar við Skólavörðuholtiö hafi Kristinn Óskarsson flokksstj. verið minkahreiður. snarazt af staö meö fjárbyssu. ferðarinnaf, að frágenginni sjálfri lendingunn; á jörðu niöri. Geimfar- ið á að lenda á Kyrrahafi kl. 16.51 á fimmtudag. Tengingunni seinkaði um rúmar þrjár mínútur vegna tæknilegra örðugleika, sem ekki hafa verið skýrðir nánar. Neil Armstrong skreið úr tungl- ferju sinni inn í móöurskipið um kl. 23.37 í gærkvöldi og Edwin Aldrin um 40 mínútum síðar. Hefði þeim mistekizt að ræsa hreyflana og skjóta geimfarinu á leiö til jarðar aö lokinni tengingu, hefði veriö úti um þá. Súrefnið heföi gengiö til þurröar og engin von um björgun. Hins vegar hefur Bandaríkjamönnum jafnan gengið vel við slíkt. Á sama hátt voru þeir í hættu, er þeir skutu sér frá yfirborði tungisins. Ef tunglferjan hefði ekki komizt í 15 kílómetra hæö, hefði hún komizt á eilífa braut ’um tungl og Collins hefði ekki get- að aðstoðað félaga sína. Þeir flytja til jarðar 9 kíló af ryki, grjótj og möl, verðmætasta grjót veraldar. Vísindamenn í fjölda landa bíöa eftir tækifærinu til að rannsaka þetta tunglgrjót, sem gæti gefiö upplýsingar um uppruna tungls og jarðar. Sovézka tunglflaugin Luna 15 mun hafa sundrazt við lendingu á tunglinu í gærkvöldi. Talið er, að margir hafi haft rangar hugmyndir um eöli þessarar ferðar Rússanna. Er sagt, að Sovétmenn hafi náð meiri færni en áður I tunglskotum, þótt Bandaríkjamenn séu langt á undan. í Sovétrlkjunum hefur nú verið sagt allítarlega frá tunglferði Bandaríkjamanna og heillaóskir færðar. Kínverjar þegja hins vegar algjörlega um málið. Búizt er við, að um 500 milljónir manna hafi fylgzt með tunglgöngu Armstrongs og Aldrins í fyrrinótt, en 600 millj- ónir Kínverja hafa enga hugmynd um þennan sögulega viðburð. kvæmt upplýsingum, er Visfr hefur aflaö sér hafa 7 laxar verið dregnir á land, þar af veiddi Crosby sjálfur einn þeirra alveg sjálfstætt og missti auk þess einn vænan í gær. Laxinn ernokkuð vænn, allt að 18 pimd. Ekld vom þeir félagar heppnir með veð ur, því oft hefur verið regn og jafnvel þoka. Þó tókst þeim vel að ná miðnætursól- inni fyrsta kvöldið þama nyrðra, en þá var bjart yfir. Ráðgert er, að tveir kvik- myndatökumenn verði <»fHr nyrðra, en afgangurinn af hópn- um, sem samtals telur 11 menn, haldi suður í kvöld. Kvikmynda- tökumennimir verða eftir tíl að taka landslagsmyndir tn npp- fyllingar. Veiðin hefur helzt verið í Grástraum, Skriðuflúð og Kirkjuhólmakvísl, en þessir staðir eru kunnir sem gjöfulir staðir fyrir veiðimenn. Kvikmyndatökumerm ásamt Crosby voru að störfum í morg- un, en vom óheppnir með veð- ur, eins og fyrri daginn, þar sem rigning var komin og þoka. Bladid í dag Noregur — ísland 2:1. bls. 2. Hausttízkan — bls. 5. Þekktir menn spurðir álits um geimferðlna — bls. 8 og 9. Þóttmst vera í sólbaði" ww — „nektaratriðið" tekið á Reykjanesi — hæftu við Mýrdalssandinn vegna forvitinna áhorfenda • „Við hættum á síöustu stundu við að taka nektaratriði úr sköpunarsögu Völuspár á Mýrdals- sandi, þar sem sagt hafði verið frá því í blöðunum, og fólk var mfög á- hugasamt 02 forvitið að fá að fylgj- ast með. Við ventum því kvæði okkar í kross, og héldum hér suð- ur á Reykjanesið, þar sem enginn vissi af okkur. Þegar við höfðum fundið fallega sandströnd, uppgötvuðum við, að þama var fjöldi manns í sóibaði. Til að vekja ekki athygli á þvf, hvað við ætluöumst fyrir, þóttumst við bara vera í sólbaði líka.“ — Það var brezki sjónvarpsmað- urinn, Brian Branstone, sem tjáði blaðinu þetta í morgun, er við innt um hann eftir sjónvarpsmyndinni, sem hann hefur verið að taka hér undanfarið, en myndin byggist á ís- lenzkum fcrnbókmenntum. Ennfremur sagði Brian: „Okkur hefur gengið býsna vel, og við von umst til aö geta lokið við mynda- tökuna á föstudagskvöld, en það er þó undir veðri komið. Við höfum tekið í stúdíói, þegar illa hefur viðrað, en úti þess á milli.“ w*W\/WWVWW\AAAAAAAAAA/WWVWWWWNA/V' Flugfreyjur stöðva flotann á miðnætti — náist ekki samkomulag á fundinum i dag • Flugfreyjur munu stöðva flugflotann á miðnætti í nótt, en þá á að hefjast verkfall þeirra sem standa á í tvo sólarhringa. Þó mun ekki útilokað, að eitt- hvert samkomulag takist á sátta fundi, sem hefst klukkan fjögur í dag. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Flugfreyjufélagsins, sagði þó í morgun, að allt útlit væri til þess að til verkfallslns kæmi, eins og ástandið væri. Sáttafundur stóð til kl. fjögur í 1 nótt. Samkomulag varð ekki, eitt- Stálu ánamöðkum yfirlæknisins • Lögreglunni á Akureyri var til- kynnt um það í morgun, að stolið hafði verið 200 ánamöðkum úr garði Guðmundar Karls, yfir- læknis í nótt, en hann geymdi þá í kassa til næstu veiðiferðar. • Vafalaust hafa verið þarna á ferli einhverjir, sem við veiði- skap eru riðnir líka, þótt þeir hafi ekki nennt að tína sjálfir maðka sína. Maðkar þessir voru allir vænir og rúmlega spannarlangir, eins og ánamaðkar eru yfirleitt i akur- eyrskum húsagörðum, en Akureyr- ingar rekja vænleik þeirra til þeirra maðka, sem skozkir veiðimenn fluttu þangað meö sér um aldamót og hugöust nota við laxveiöar, en slepptu svo i húsagarða til þess að geyma til veiðitímans og fundu þá svo ekki aftur. hvað miðaöi en ekki nóg. Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastj. Vinnu veitendasambandsins, sagöist í morgun vona það bezta um sam- komulag í dag. Menn velta fyrir sér, hvort gerð ardómur verði settur í deiluna, komi til verkfalls, en i morgun lá ekkert fyrir um það efni frá á- byrgum aðilum. Enn fylgja skúrir skemmtiferðaskipi Það fer að koma aö því að alvar lega þenkjandi fólk taki mark á því sem gárungamir segja um skemmtiferöaskipin, „það rignir i hvert sinn sem þau koma hér á höfsina.*‘ Að minnsta kosti fylgir sólin þessum skipum sjaldnast, og þegar „Argentína" sigldi inn á höfnina í morgun, datt okkur í hug að hringja í Veðurstofuna og það fór eins og okkur hafði grunað. Eftir margra daga sólarspá, er nú spáð skýjuðu I dag og skúrum. Viðgetumþó hugg að okkur við að þetta skip er held ur I minna lagi, og vonandi verða skúrimar það líka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.