Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 3
Ársþing
Glímu-
sambands
íslands
Ársþing Glímusambands íslands
verður haldið í Reykjavík sunnu-
daginn 19. október n.k. og hefst
kl. 14 árdegis á Hótel Sögu.
Tillögur frá sambandsaðilum, sem
óskast lagöar fyrir ársþingið, þurfa
að hafa borizet til Glímusambands-
ins þrem vikum fyrir þingið.
Bætti metið um 30 metra!
— Stórbættur árangur / jbr/jbrouf FRI og Æskunnar,
stærsta iþróttamóts á landinu, sem um
4500 tóku jbátt
Lang umfangsmesta íþróttamóti
á landinu lauk nýlega, — 4500
manns tóku þátt, en 26 af 36, sem
rétt áttu á úrslitasætum, mættu að
Laugarvatni til að keppa til úr-
slita. Þetta var þríþraut FRÍ og
Æskunnar.
Unga fólkið lét ekki illviðri á
sig fá meðan keppnj fór fram, en
á sama tima mátti sjá íþróttafor-
* ystumenn og blaöamenn meö upp-
I bretta kraga á hlaupum undan
'veðrinu, en þeir voru þá að skoða
hið nýja mannvirki, íþróttamiðstöð
ÍSÍ
Árangur allur á mótinu var mun
betri en fyrr, enda kom í ljós að
flestir höfðu æft dyggilega fyrir
keppnina. Náöist bættur árangur
í 5 flokkum af 6.
Athyglisverðast af öllu var bolta-
kastið, — undirbúningsgrein fyrir
spjótkast, en þar var metið bætt
um 30 metra! Gunnar Einarsson,
14 ára nemandj úr öldutúnsskóla í
Hafnarfirði, kastaði 84.03 metra.
Bezti Norðmaður 1 sams konar
keppni á dögunum kastaði 73
metra. í þrautinni náði hann 1.55
í hástökki og 7.6 í 60 metra hlaupi.
AUs var stigatalan 3591 stig, en
síðast var árangur í sama flokki
2802 stig. Bezti Norðmaður hlaut
3078 stig.
Þá var athyglisverður árangur
Sigríðar Jónsdóttur, 12 ára, Sel-
fossstúlku, systur Þuríöar sundkonu
og bræðranna Guðmundar og Sig-
urðar, sem. athygli vöktu á Meist-
aramótinu um helgina. Hún fékk
8.4 í 60 metrunum, 1.35 stökk hún
í hástökk; og kastaði boltanum
(tennisbolti) 45.19 metra. Hún fékk
3315 stig, en árangur síðasta ár
var 2904 stig, Norska metið er að-
eins 12 stigum betra en árangur
Sigríðar
Vel skal um hnútana búið.
Neytir allra bragða
Bítlahljómsveit
leikur d
sundmóti
Kveöjusundmót verður haldiö í
sundlauginnj í Laugardal í kvöld
og hefst kl. 8. Er þetta mót meö
nokkuð öðrum hætti en sundmót-
hafa áður verið og er þaö haldið
til þess aö styrkja íslenzka sund-
landsliöið til utanfarar.
Meöal annars verður blööruboð-
sund og náttfataboðsund. Þar að
auki leikur vinsæl ungiingahljóm-
sveit. Landsliðsfólkið tekur þátt í
boðsundinu ásamt nokkrum fleirum
sundmönnum. Sennilega mun
margan fýsa að sjá þessa skemmt-
un, þvi að auk hennar verður
keppt í „alvöru“ í nokkrum stuttum
sundgreinum.
íslenzka liðið sem er skipað
mjög ungu fþróttafólki fer til Skot-
lands n.k. mánudag og keppir þar
í grennd við Glasgow en heldur síð-
an áfram og keppir við Dani og
Svisslendinga. Þá fara nokkrir á
Norðurlandamótið í Sviþjóð og
koma þeir síðustu heim þann 10.
ágúst.
• Þaö er sennilega langt síöan
andinn í einu landsliðj hef-
ur veriö eins góöur og hjá
landsliöinu í knattspyrnu. Þess-
ar myndir eru úr Saltvík frá
því á laugardagskvöldið. Sú
stærri er af spilaboröj með
knattspyrnumönnum og átti
raunar að fylgja frétt í gær í
blaðinu, en varð viðskila við
efnið vegna rúmleysis.
• Litla myndin er skemmti-
leg. Halldór Björnsson,
rauðhærði grallarinn í landslið-
inu og Albert Guðmundsson,
formaöur KSÍ, eru hér i hörku
baráttu um knöttinn. Þessi stór-
merka mynd sýnir að Halldór
vflar ekki fyrir sér að neyta
bragða, ef út í það fer.
LIV PANTI-HOSE
Heildsala
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO H/F
Sfmi 18700
LlV-sokkabuxurnar eru ótrúlega
endingargóðar, þær fást vlða
í tízkulit, og þremur
stærðum.
Reynið þessa tegund.
LlV-sokkabuxur kosta
aðeins kr. 115/70