Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 2
2
VI SI K . Þriðjudagur 22. JöII 1909.
./ j
Norðmenn heppnir að sigra íslendinga
— við erum mjög ánægðir, segir Albert
■ Norðmenn máttu hrósa happi, er þeir sigruðu
íslendinga í landsleik milli þjóðanna í gær-
kvöldi. Þeir skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik
en fengu ekkert á sig í staðinn. En eftir leikhléið
snerist taflið við. fslendingamir sóttu af grimmd og
dregið var til muna úr heimamönnum. Og eftir 32
mínútur kom eina mark fslands, með gamla góða
laginu. Þórólfur gaf vel fyrir markið, höfuðið á
jEllert kemur upp yfir alla, skalli, og boltinn í netið.
Það var allur annar svipur
yfir íslenzka landsliðinu núna
en þegar það lék slðast við
Norðmenn hér í Reykjavík og
tapaði 4:0. Keppnisandinn var
miklu meiri að þessu sinni,
enda lét árangurinn ekkj á sér
standa. Verður þetta að teljast
gott að vera svo nærri því að
sigra Norðmenn á þeirra heima-
velli, þar sem þeir höfðu 11 þús-
und áhorfendur sem hvöttu þá
til dáða í veöurblíðunni á Lerk-
endalvelli í Þrándheimi.
Norðmenn voru nokkuð á-
kveðnir til að byrja með og kom
fyrra mark þeirra á 6. mínútu.
Var þar að verki Odd Iversen og
37. mínútu lé'.c Olav Nilsen
sama leikinn. Var staöan því
2:0 í hálfleik.
En eftir leikhléið tóku Is-
lendingar á honum stóra sínum
og héldu uppi harðri sókn, þó
að ekki tækist þeim að skora
nema eitt mark.
— Við erum mjög ánægðir,
sagöi Albert Guðmundsson, er
Vísir hafði samband við hann
út til Noregs, skömmu eftir
leikinn. — Samspilið var gott
og strákarnir léku allir góða
knattspymu. Að vísu var fyrra
mark þeirra ódýrt en við bætt-
um það upp í seinni hálfleik.
Ekki vildi Albert gera upp á
milli einstakra leikmanna held-
ur sagði, að enginn þeirra hefði
verið lélegur.
Finnar sendu fulltrúa sinn,
Looksonen, á leikinn, íslend-
ingar eiga aö leika við þá í
Helsingfors á fimmtudaginn.
Laaksonen, á leikinn, Islend-
landsliðið hefðj tekið stakka-
skiptum og beztu menn þess
væru Ellert, Halldór Bjömsson
og Hermann
Tvívegis skiptu Islendingar
um menn. Skipt var á Reyni
Jónssyni og Hreini í leikhléinu
og er 10 mínútur vom til leiks-
loka fór Þórólfur út af og i
hans staö kom Bjöm Lárusson.
Landsliðið má vel við þennan
leik una og gefur þetta auknar
vonir i leikinn við Finnana, en
þeir eru að öllum líkindum tals-
vert betri en Norðmennimir.
ísl. landsliðið í knattspyrnu við brottför til Noregs með ,,Gullfaxa“ þann 20. júlí sL
Hafið pér synt
200 metrana?
Einníg á ferð /Mer trygging ÆlfiWr nauösyn. ►W Hringið-17700
5) ALMENNAR / TRYGGINGARf
NámskeiÓ i hússtjórn
Fræðsluráð Reykjavíkur efnir til 4 vikna námskeiðs
í hússtjórn fyrir stúlkur, sem lokið hafa bamaprófi.
Námskeiðin byrja 5. ágúst n.k.
Innritun og upplýsingar í fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur dagana 23. og 24. júlí kl. 14—17.
Námskeiðsgjald (efnisgjald) er kr. 1.000,00, sem greið-
ist viö innritun.
Kennd verða undirstööuatriði í matreiðslu, heimilis-
hagfræði, aö leggja á borð og framreiða mat, frágang-
ur á þvotti, persónulegt hreinlæti og annað sem lýtur
að hússtjórn. Sund daglega. Kennt verður fyrri hluta
dags.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Ferðafélagsferðir.
Lengri ferðir
23.—31. júlí Öræfaferð.
26.—31. júlí Sprengisandur — Von-
arskarð — Veiðivötn.
Á föstudagskvöld
Kjölur
Veiðivötn
Eldgjá
A. Iaugardag
Þórsmörk
Landmannalaugar.
Ferðafélag Islands, Öldugötu 3. —
Slmar 19533 og 11798.
Ferðafólk — ferðafólk
Staðarskáli er í þjóðbraut milli Suður- Norður- og Aust-
urlands. — Höfum ávallt á boðstólum m.a. Hamborgara
með frönskum kartöflum, bacon og egg, skinku og egg,
heitar pylsur, smurt brauð, kaffi, te, mjólk og kökur, i
ávexti, ís, öl, gosdrykk:, tóbak, sælgæti o. fl.
Myndavélar, filmur og sólgleraugu í úrvali.
Tjöld, svefnpoka, gastæki og ýmsan ferðaútbúnað.
Bensín og olíur á bílinn. — Verið velkomin.
STAÐARSKÁLI Hrútufirði
HUSBYGGJENDUE!
FEAMKVÆMUM ALLS
KONAR JARÐÝTUVINNU
UTAN BORGAR SEMINNAN
|VERKTAKAR!
I
I
| '^££'82005-8297
MAGNliS&MARINÓ SF