Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 6
T
Lokað vegna
sumarleyfa 19.
júl'i til 20. ágúst
ÁVALUR “BANI”
„BAMA11
BETRI STÝRISEIGINLEIKAR
BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJUM
BETRI HEMLUN
BETRI ENDING
Veitiö yöur meiri þægindi
og öryggi í akstri •— notiö
GOODYEAR G8,
sem bjðuryöur fleiri kosti
fyrir sama verö.
---------------
HEKLA HF.
V IðlA
A.tujuuagui Ádíd, juu jufU9«
Atta ár liðin frá geimför Gagarins
Rússinn Gagarin fór fyrstu
geimferð mannkynssögunnar 12.
apríl 1961 og opnaöi nýjan
heim, en fyrsti Bandaríkjamað-
urinn í geimnum var Shepard
5. tnaí sama ár. Glenn komst á
braut um jörðu í febrúar 1962.
Rússar höfðu forskot í geim-
kapphlaupinu, sem minnkaði
smám saman og nú er almennt
talið, að Bandaríkjamenn hafi
komizt langt fram úr.
Sovétmenn áttu líka fyrstu
konuna í geimferðum, Ter-
eskovu í júní 1963 og fyrstu
þriggja manna sveitina. Það
voru þeir félagar Fecktistov,
Komarov og Yagorov í október
1964.
Rússinn Leonov fór fyrstu
„geimgönguna", þ. e. út fyrir
geimfar sitt, í marz 1965. Þrem-
ur mánuðum síðar „gekk“
Bandaríkjamaðurinn White á
sama hátt.
Armstrong, sem nú er fyrsti
maðurinn á tunglinu, tók ásamt
félaga sínum Scott þátt í fyrstu
mannaðri tengingu 2ja geim-
fara. Þaö var í marz 1966.
Hinn 23. apríl 1967 fórst Rúss-
inn Komarov í geimferö, fyrsta
banaslysið i geimnum. Or því
dró mjög úr a$ij Sovétmanna.
Bandaríkjamenn sendu þrjá
menn í geimferð i fyrsta sinn
11.—22. október 1968, þá
Schirra, Eisele og Cunningham.
SLYSAHELGI
□ Nýliðin helgi var mesta
slysahelgi hér á Iandi um
langt skeið. Eins og Vfsir skýrði
frá i gær Iétust 5 af slysförum,
þrir drukknuðu og tveir létust
i umferðinni. Fleirj alvarleg slys
urðu, þó að þau leiddu ekkl til
dauða.
Harður árekstur varð viö
Haugavegamót uppi í Borgar-
firði, skammt frá Gljúfurá nú
um helgina. Tvær fólksbifreiöir
úr Reykjavfk rákust þar sam-
an. Tvær konur skárust illa í
andliti og voru þær fluttar til
Reykjavíkur.
Tvö mönnuð geimför voru tengd
úti i geimnum í fyrsta sinn í
janúar s.l., og tungferja reynd
í maí nú í vor. Nú hefur svo
nýju hámarki veriö náð í út-
færslu mannsins út í hinn víða
himingeim.
Bandaríkjamenn hafa alls far-
iö 21 mannaða geimferð en
Sovétríkin 12. Fjörutíu og einn
Bandaríkjamaður hefur farið *
geimferð, en 17 Rússar. Saman-
lagöur tími Bandaríkjamanna úti
f geimnum er nú 4700 klst. en
868 hjá Sovétmönnum.
EGGJAÞJÓFUR
í húsi einu í Holtunum
vöknuðu eldri hjón um hánótt
nú um helgina viö þaö, að hurö-
inni á ísskápnum þeirra var
skellt, en þegar þau gáðu nán-
ar að, sáu þau í hæla manni,
sem flýði úr fbúðinni. Úr ís-
skápnum hafði hann stolið eggj-
um en í leiöinni hafði hann líka
tekiö 1500 krónur úr veski hús-
móðurinnar.
Þessa sömu nótt var farið inn
í þrjú hús önnur í Holtunum
og leikur grunur á því, að þar
hafi sami maður verið að verki
öll skiptin.
Miðja vegu milli Þingvalla og
írafoss stórskemmdist bifreið,
sem lenti út af þjóðveginum
þegar ökumaöur ætlaði að aka
henni fram úr annarrj bifreiö á
leiðinni til Þingvalla í gær. —
Meiðsli á fólki urðu ekki alvar-
leg.
Franskur skipslæknir, af
skemmtiferöaskipi sem hér lá,
slasaðist þegar bifreið hans og
nokkurra félaga hans af skip-
inu. valt með þá á leiöinni aust-
ur fyrir fjall.
MIÐJARÐARHAFS-
HITI Á VETRUM
1 grein um veðurfarsbreyting-
ar af mannavöldum, sem birtist
í blaðinu fyrra mánudag, varð
sú missögn að meöallofthitinn
hér á landi yrði líklega 4—9
stig. Hér var aðeins átt við með-
alhitann f janúar.
Þá var einnig í þessari grein,
sem byggð var á spjalli við Flosa
H. Sigurðsson, veðurfræðing,
sagt að hér yrði líkt loftslag og
viö noröanvert Miðjarðarhafið,
ef kalda sjónum úr íshafinu yrði
dælt suöur ui.i Beringssund.
Hér var einnig átt við vetrar-
tímann, en sumrin yrðu þrátt
fyrir þessa breytingu, heldur
svalari en suður við Miðjarðar-
haf — til dæmis á eynni Mall-
orku.
Otrúlegt
en sattí
Blaoks. Deoken
Super borvélin
sem hægt er aS tengja
við alla fylgihlutina
kostar aðeins krónur 1280.—
im verkfæraverzlunum
□ SVALDUR
e,
DANIEL
Irautarholti 18
Sfm) 15585
SKILTl og AUGLYSINGAR
BÍLAAUGLYSINGAR
ENDURSKINSSTAFIR ð
BlLNÚMER
UTANHÚSS AUGLÝSINGAR
HUSEI6ANDI!
Þér sem byggið
Þér sem endurnýið
SELUR ALLT TIL INNRETTINfiA
Sýnum m.a.:
Eldhúsinnréttingar
Klæðaskápa
Innihurðir
Útihurðir
Bylgjuhurðír
Viðarklæðningar
Sólbekki
Borðkrókshúsgögn
Eldavélar
Stálvaska
Isskápa o. m. fl.
ÓDINSTORG HF.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16
SÍMI 14275