Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 22.07.1969, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 22. júlí 1969. AUGLÝSINGAR AÐALSTR>fTI 8 SÍMAR 1-16-40 1-56-10 og 1-50-99 AFGREIÐSLA AÐALSTRÆTI 8 SÍMI 1-16-60 SVANS-PRENT sm» «m i - tiMAi «mk o« m TRYGGINGr * * * LAUGAVEGI 178 SÍMI 21120 7 KostnaSur á ísafírði við hafnargerð unéir áætlun Beðið eftir harðvibi frá S - Ameriku 9 Hafnargerð á ísafirði geng- ur vonum framar en þar er sem kunnugt er verið að byggja nýja og allstóra hafnargarða. Vísir hafði í morgun tal af bæjarstjór- anum. Jóhanni Einvarðssyni og gerði hann nokkra grein fyrir helztu atriðum framkvæmd- anna. Hann sagöi, að langt væri nú komið að keyra út garðana og myndi því væntanlega lokið skömmu eftir mánaðamót. Tilboöa hefur verið leitaö í bryggjusmíöina, og sagði bæjarstjóri, að búið væri að vinna úr þeim aö mestu. Beðið er eftir ákveöinni harðviðartegund frá S-Ameríku og á meöan væri verið aö undirbúa sökkla o.þ.h. Hann sagði, að von væri á dýpkun arskipinu Hák síðari hluta ágúst- mánaöar. Jóhann Einvarðsson kvaö áætlað an kostnaö við framkvæmdirnar 21,3 milljónir króna. Hann gat þess til dæmis um kostnað, aö keypt væri efni í fyrirstööugarða, 13 þús. rúmm., brimvamargarða, 17 þús. rúmm. og innri garða, 10 þús. rúmm. Flaug heimatilbáinni fíugvélinni beint í sjóinn Flugvélasmiðurinn ekki af baki dottinn ■ Heimatilbúna flug- vélin geystist eftir flug- vellinum á Akranesi og fólksvagnsmótorinn gekk eins og bezt varð á kosið. En þá tók vélin að rása og sveigja nær sjón um, og að lokum fékk flugmaðurinn Sigurður Arnmundsson ekki leng ur við hana ráðið og steyptist hún út af flug- brautinni og hvolfdi í sjóinn. Sigurður hefur í mörg ár ver- ið að smíða þessa flugvél og kostaö til nær öllum frístund- um sínum, auk talsverðra fjár- muna. Flugvélin er knúin meö elztu gerð af fólksvagnsmótor, en flest annað hefur Siguröur smíðað sjálfur heima hjá sér. Og síðan rann sú stóra stund upp að flugkosturinn skyldi reyndur. Talsvert af fólki frá Akranesi var komið út á flug- völl til þess aö sjá hvað úr yröi. Stóð það allnærri brautinni, svo Sigurður varð aö taka flug- fast við fjöruna, þaö fjarri áhorfendum. að engin hætta væri á slysum. Flugferðin endaöi með fyrr- greindum hætti og lenti Sigurö- ur í sjónum, undir öllu saman. Var þá farið að huga að líðan hans og kom í ljós að hann var löskuð — Sennilega er gallinn sá, aö skrokkurinn er of stuttur, sagði þessi hugrakki flugmaöur við fréttamann Vísis. — Ég er að hugsa um að lengja stélhalann og athuga, hvort hún hættir ekki að rása svona við það. Ég gerj mér vonir um að koma henni í loftiö næst, þegar ég reyni. Það er fátítt, aö íslendingur reyni sjálfur að gera einhverj- ar tilraunir eða uppfinningar og er þetta því athyglisvert fram- tak hjá Sigurði. — Ég hef ekki fjárráð til að kaupa flugvél og því er þetta eina leiðin sem ég sé til að fljúga, sagði Siguröur. '■ TrinirwiiraT—'—>* Sigurður Arnmundsson stendur hér heíll á húfi í bílskúrnum sínum og heldur á skrúfunni. Á miðri mynd sér framan á flugvélina, en vængurinn er geymdur uppi til vinstri. ® 150 þúsund krónum var stol ið úr íbúð einni í Skipholti aðfaranótt sunnudagsins, meðan íbúarnir höfðu brugðið sér út úr bænum um helgina, líkt og aðrir borgarbúar. Eigandinn hafði þessa stóru pen mgaupphæð heima hjá sér, vegna þess að hann hafði ætlaö a'ð inna af hendi greiöslu hárrar fjárhæðar á föstudagskvöld, en þegar það fórst fyrir og hann þurftj úr bæn- um á laugardag, vannst honum ekki tími til aö koma peningunum í banka. Þjófurinn eða þjófarnir hafa brot- izt inn um glugga á bakhlið húásins og komizt síðan inn í íbúðina. Ekkert hefur komið fram af pen ingunum ennþá, né heldur hefur lög reglan haft hendur í hári þjófanna. ® Dætur fjallkonunnar hafa gert víðreist síðustu árin og vekja víða athygli fyrir fegurð og yndisþokka, sem við höfum þekkt í meir en þúsund ár. 9 Ein þeirra, Eyrún Herberts dóttir, prýddi forsíðu Daily Express nú á dögunum, þar sem hún var aö sóla sig í einum al- menningsgarði London. Þar eins og hér er það veðrið, sem er efst í hugum manna, en ólíkt því, sem hér er, er það hita- bylgja, sem er til umræðu. • Bretar og raunar fleiri þjóð- ir hætta aldrei að undrast, að hér skuli ekki vera .heim- skautaloftslag á vetrum og það 150 króna þúsund þjófnaði Loks sagði bæjarstjóri, að verkið gengi vel og frekar á undan áætlun en eftir. Þegar verkið var u.þ.b. hálfnaö hefði kostnaður reynzt vera heldur undir áætluðu meðal- verði. Hann sagði og, að veður hefði verið allgott og aðstæður hentugar. íslenzk stúlka í brezkri hifabylgju sem meira er. „Veðrið á íslandi er mildara en í Bretlandi á vet- urna“, hafa þeir eftir löndu okk ar og þeir rengja hana ekki. — Hún hefur samanburðinn, ekki þeir. • Eyrún vinnur á Ferðaskrif- stofu íslands í Piccadilly. Vilhelmínumálið er í rannsókn • Saksóknari ríkisins mun innan skamms fá til meðferðar mál það, sem risið er út af ungbaminu Vilhelmínu Guðmundsdóttur, sem fæddist með klofinn hrygg og tekin var af bamadeild Landspít- alans og flutt til meðferðar á sjúkrahús í Kaliforníu. Yfirlæknir barnadeildarinnar hafði krafizt S rannsóknar á málinu. • Sakadómur Reykjavíkur hefur fj framkvæmt rannsóknina aö .) beiðni dómsmálaráðherra og mun á henni senn lokið. Hefur hún beinzt j að tveimur atriðum, annars vegar J að meðhöndlun barnsins á barna- deild Landspítalans og hins vegar j að forsendum frétta í Vfsi af þessu máli. Munu gögnin senn verða send til saksóknara, sem sföan úrskurð- ar, hvort eitthvað verður gert í málinu frekar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.