Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 5
VÍSÍR . Fösíudagur 8. ágúst 1969. — Ef þið hafið nægan tima, og gaman af saumaskap, jbd borgar þab sig, — annars tæp- lega — Kvennasiðan gerir lauslega könnun á kjólaverbi og kostnaði við saumaskap \ þessmn síðustu tímum, reyn -í*' ir mi'kið á spamaðargetu húsmæðra, sem hafa mikinn hhita peningaveitu landsmanna á mílli handanna. Eitt af því, sem til þessa hefur þótt prýða og einkenna hina hagsýnu og sparsömu húsmóður, er að hún geti saumað sjálf. Þess vegna datt okkur í hug að gera dá- litla könnun á því, hvað raun- verulega sparast (ef það er þá eitthvað) á því aö sauma sjálfur. Við ætlum að fjalla um kjóla saum, því að óumdeilanlega er mjög mikill sparnaður í þvi að sauma bamaföt, dúka, púða og aðra minni hluti eða flíkur, þó að það útheimti oft meiri hand- lagni en kjólasaumur, þótt ó- trúlegt kunni að virðast. En að sauma sér kjólinn sjálfur, er vissalega ekki endilega sparn aður og að láta sauma kjól hjá saumateonu er sárasjaldan ódýr ara en að kaupa hann í búö Að sjálfsögðu er aðalkosturinn við að láta sauma kjölinn að hann passar algerlega og við fáum nákvæmlega það sem við viljum. Og ef við erum lag- hentar saumakonur sjálfar, þá ættum við enn frekar aö geta fengið það sem við viljum. — Einmitt þetta aðriði, verður erf- itt að meta til fjár, enda ekki reynt hér, heldur einungis fjall að um beinan kostnað. Við gengum í verzlanir i óorgirmi og litum á kjólefni, til búna kjóla og fleira, sem að þessu lýtur, og raunar reyndist okkur mjög erfitt að gera sam anburð vegna þess, hve verö- lag er geysilega mismunandi. Við komumst að þeirri niöur stööu að mjög erfitt er að fá kjól undir 2000 kr. í Reykja- vík. Raunar má fá Iérefts- prjóna- eða gerviefnakjóla fyrir minna, en þeir eru þá sjaldan samkvæmt nýjustu tízku, enda ,,fyrirgengisfellingarflíkur“ eins og verðið bendir til. Góður dag- eða kvöldkjóll kostar í flestum tilfellum 2-3000 krónur en léttari, ófóðraðir kjólar, skokkar, skyrtublússukjólar eða sumarkjólar kosta yfirleitt held ur minna. Kvöldkjólar kosta að vísu allt að 5-6000 krónur, ef um sérlega dýrt og vandað efni er að ræða. Siðir kjólar, sem yfirleitt eru úr dýrum efnum, kosta 3-4000 (ódýrari) og 4-7000 krönur úr dýrum efnum, jafnvel með kápu eða slá, þó er þetta mjög mismunandi eftir verzlun- um. Það er raunar tilgangslaust að rekja hér verð á kjotefnum, svo geysilega mismunandl sem það er, en óhætt er að full- yrða, að meðalverð á bómullar, striga, acetate eða gerviefnum er 1-300 krónur metirinn (yfir- leitt 120—130 á breidd) en ull- arefni, crimplenefni, silki og önnur fínni efni kosta 3-600 kr. metirinn. Samkvæmiskjólaefni kosta jafnvel á annað þúsund metrinn en þá oftast notuð i blússur axlastykki eða aðra hluta af kjólnum. Rennilás í bak á kjól (nælon) kostar 50—60 krönur, 50—60 cm langur. Fóð- ur (aetate) kostar 190 kr. metr inn, 140 cm breitt og taft fóð- ur 60—80 krónur. Snið á kjól kostar um 150 krónur, ef við þurfum á því að halda. Við sjá um því á þessu aö ef við miðum við að kaupa 2 síddir í kjólinn (120—130 cm breitt), þá fáum við tæplega í góðan kjól fyrir minna en 1000 krónur. Síðan bætist við fóður og lás fyrir 4-500 kr. (acetate fóður e*- nú notað í flesta kjóla) og ef við þurfum að auki snið, kannski tölur, bönd, belti og svo að sjálfsögðu tvinna, þá er kostnaðurinn fljótlega kominn hátt í tvö þúsund krónur. Auð- vitað. getur þetta allt orðið ódýr ara, hér er miðað váð vandaö an kjól, en mjög einfaldur kjóll getur vissulega orðið mun ó- dýrari. En í flestum tilfellum verður heldur lítið eftir til að borga saumaskapinn sem við verðum þó að meta til fjár, eink um ef við nú vinnum úti.eða höfum miklu að sinna heima fyr ir Það er því óhætt að segja, að þær sem hafa góðan tíma og —einkum og sér í lagi — hafa gaman af að sauma og sitja ekki sveittar yfir saumaskapnum vik wi saman, vitandí ekki hvað snýr upp og hvað niður — þær ættu að sauma sjálfar á sig kjölana. Og síða kjóla ætti lag hent kona helzt aídrei að kanpa. ffm beina snið, sem svo mjög eru i tízku á síðum kjólum, eru sérlega auðveld í saum og fall- eg idlar- krep- eða bómullar- efni eru tilvalin í léttan siðan kjól, sem síðan má stytta. Það er vissulega grátlegt að þurfa að eyða fleiri þúsundum í kjól, sem undantekningalaust er ekki í notkun nema takmark- að. Þaö er í rauninni mjög hæpið að það borgi sig fyrir konu, sem er övön saumaskap að sauma sjálf á sig kjól, nema hann sé því einfaldari í sniðum. Bezt er þá að kaupa snið, eða fá kjól- inn sniðinn fyrir sig, sem oft getur verið mjög hentugt. En af saumaskapurinn útheimtir margra kvölda vinnu, áhyggjur og erfiði, þá borgar sig varla að sauma kjólinn sjálfur. Það er oft mikið að gera í vefnaðarvöruverzl unum borgarinnar, þar sem konur kaupa sér það sem þarf í heimasaumaða kjólinn. Hvað spömm við á því að sauma kjólinn sjálfar? OSVALOUR S, DANiEL Srautarholti 18 Sími 15585 SKILTI og AUGLYSINGAR BILAAUGLÝSINGAR ENDURSKINSSTAFIR á BlLNÚMER UTANIltJSS AUGLÝSINGAR 0- % Nýtízku veitlngahús - AUSTURVER - Háaleitisbraut 68 — Sendum — Sími 82455 SjáÍfsbjónusta Njótið sumarleyfisins. Gerið við bilinn sjálfir. Veitum alla aöstöðu. Nýja bílaþjónustan, Hafnarhraut 17. Sími 42530. UOSÆSTILLINGAR Bræðurnir Ormsson hf Lágmúla 9, sfmi 38820. (Beint á móti bensínstöð BP viö Háaleitisbr.) © Notaðír hílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land- Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’53 ’55 ’56’ 64 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 Volkswagen Microbus ’62 ’65 Volkswagen station ’66 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’66. Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust af- not af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Sími 21240 HEKLA hf Laugaveqi 17 0-17 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.