Vísir - 08.08.1969, Síða 8

Vísir - 08.08.1969, Síða 8
8 VIS IR . Föstudagur 8. ágúst 1969. VISIR Otgefandi: ReyKjaprent ö.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóífssoti Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birjjir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sírai 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskrii'ta'rgjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands I lausasölu kr, 10 00 eintakifl Preutsmiðja Visis — Edda hi. Tv/JbæW verkefni Um þaö verður ekki deilt, að allt orkar tvímælis, þá gert er. Því er það, að menn greinir á og beita ýms- um rökum málstað sínum til fulltingis, þar sem slíkt er á annað borð látið óátalið af hálfu ríkisvalds. í slík- um orðræðum vill oft svo fara, að þeir, sem þver- móðskufullir eru, geta með engu móti látið af villu síns vegar, hvort sem þeim er veikleiki eigin mál- staðar ljós eða ekki. Hitt er sönnu nær, að þeir verða menn að meiri, sem hafa þá skynsemd að sjá sig um hönd, verði þeim annað sannara ljóst, og þor til að breyta samkvæmt því. Enn eru svo þau nöldurmenni, sem telja sér allt annað skylt en eiga í rökræðum. Þeirra hlutur er sízt markverður, en þó eru slíkir því miður um of meðal okkar, ekki síður ungra en gamalla. Þau málefni, sem öðrum fremur eru íslenzku þjóð- inni örlagarík til frambúðar, eru vandkvæði Háskól- ans. Þar er hornsteinn menningar og andlegs sjálf- stæðis. Það er fámennum þjóðum ekki síður ógjörn- ingur en mannmörgum að viðhalda eigin frelsi, verði brestur á því, sem á er byggt. Háskóli íslands var í öndverðu aflvaki vanbúinni þjóð og allar götur síð- an meginstoð sjálfsvirðingar okkar og bjartsýni. En þó er nú svo komið, að þörf nútímans og nýrra við- horfa krefur, að enn betur sé að gert, ef ekki á að stefna til öngþveitis. Tvennt er þar öllu öðru mikilsverðara. Annars veg- ar þurfa þeir, sem málefnum skólans ráða, að láta á hverjum tíma kanna ýtarlega, hver sé í rauninni þörf þjóðfélagsins á sérmenntuðum mönnum í hverri grein um sig. Og hins vegar má aldrei svo óhönduglega fara, að skólinn sem slíkur losni um of úr tengslum við vaxandi atvinnulíf í landinu, svo sem nú virðist því miður vera. Þær kennslugreinar, sem nú eru vegna skorts á öðru mest sóttar, hafa verið burðarás Há- skólans um langan aldur og sumar frá öndverðu. Það væri rangt að telja gildi þeirra á nokkurn hátt skert. En hitt er ljóst, að fleira þarf til að koma, ekki ein- ungis sakir knýjandi nauðsynjar á ýmsum sviðum nýrrar uppbyggingar, heldur og vegna hinna gömlu og gegnu kennslugreina. Það er ekki aðeins, að öng- þveiti skapist í núverandi deildum Háskólans við fyllingu eða takmörkun að öðrum deildum, heldur hlýtur að verða ringulreið á vinnumarkaðnum og því neiri, sem fram líða stundir að flestu óbreyttu, Auðvitað er það svo, að mörgu nýtilegu hefur ver- ið komið til leiðar í málefnum skólans að undanfömu, enda þótt fjárskortur hafi hamlað. Hitt má eflaust aegja með nokkrum sanni, að sé of smátt skorið til lengdar, leiði af. annað verra en sparnað, enda verður nýting hverrar krónu til muna ódrýgri á þann veginn. Cíðastliðið haust meöan menn stóðu enn á öndinni yfir innrás Rússa og ofbeldisaðgerö- um þeirra gegn Tékkum gerðist sá atburður hér heima á íslandi í framkvæmdastjóm kommún- istaflokksins, aö lagt var feróa bann á íslenzka kommúnista. Þar var samþykkt ályktun um að banna ferðir og yfirhöfuð öll samskipti flokksins við hin kommúnísku árásarríki, meðan ekki yrði breyting til batnaðar í þeim og lýðræðisstjórnarhætt ir teknir upp. Þetta var að sumu leyti eðli- leg ákvörðun. Það er ekki nema von, að menn vilji forðast sam- skipti við morðingja, þegar þeir koma með blóði drifnar hendur frá ódæðisverki sínu. Það er ekki nema sjálfsagt, að menn vilji komast hjá vondum féiags- skap. En á hinn bóginn ber því ekki að neita að þessi ákvörðun var í sjálfu sér talsvert ráðrík og einræðiskennd. Það er tals- vert óeðlilegt að ætla sér að setja slfkt algert ferðabann á stóran hóp manna, hefta för þeirra þangað hvert í veröldinni, sem hugur þeirra gimist að fara. Og því vafasamara var þetta ein kennilega ferðabann, að þeir at- burðir sem þama gerðust juku störkostlega þörf manna á að fá að vita, hvað væri að gerast f Austur Evrópu, hvernig stæði á þessum ógnum og skelfingum, fá svar viö þeirri spurningu m. a. hvort Rússar ætluðu sér hrein iega að steypa öllum heimmum út í gereyðingarstríð óg tortým ingu. Á þessari stundu hefði einmitt verið þörf fyrir allt annað en feröabann. Hinn islenzki kommúnistaflokkur hefði ein- mitt þurft að notfæra pau tengsl, sem hann átti við Rússa óg senda sem flesta fulltrúa austur þangað til að beita áhrif um sínum, jafnvel hversu lítil sem þau áhrif voru, til að reyna að koma í veg fyrir að hinir rússnesku tóvarishar fram- kvæmdu þetta glappaskot. Og þá hefði einnig veriö tími fyrir kommúnistabjaðiö hér að senda ritsjóra sína og blaða- menn sem víöast til Austur Evrópu, til að leita upplýsinga og skýringa um, hvemig stóö á þessum óvæntu og ótrúlegu viðburðum, sem allur heimur stóð á öndinni út af. Engir hefðu átt þar auðveldari leið inngöngu tll frumheimilda, en fréttamenn kommúnistablaðsins, sem þar að auki þekkja vel allar aðstæður þar af tíðum kynnisferðum þang að. Hugsið ykkur t. d. hvað það hefði þá verið mikilvægt, að Magnús Kjartansson hefði flog ið í skyndi austur til Moskvu og fengið tækifæri til að eiga persónuleg samtöl við rússneska valdamenn og leggja fyrir þá brennandi spumipguEðaefhann hefði komið að í Kreml, þegar verið var að leiða Pubcek blá- an og bólginn eftir misþyrming ar inn á skrifstofu Breshnevs. Þá hefði Magnús komizt í feitt að geta spurt þá og rakið úr þeim gamirnar af sinni alkunnu skarpskyggni, hvemig allt þetta hefði getað gerzt, vopnabeiting, ofbeldi, misþyrmingar, morö meðal elskulegra vopnabræðra í sósíalismanum. En æ og ó, þvl miður fór eng inn fulltrúi íslenzka kommún- istaflokksins þá austur til að beita áhrifum slnum og enginn ritstjóri né blaðamaður af kommúnistablaðinu austur til Mosksm að leita upplýsinga. Það var þvert á móti sett á ferða- bann og reynt að þagga vanda- málíð rnður. það var ekki fyrr en núna, að það upplýstist að Magn- ús Kjartansson ritstjóri komm- únistablaösins hafi nýlega fariö í heimsókn til Austur-Þýzka- Iands. Það er að vísu sagt, að með þessu sé hann sjálfur að rjúfa ferðabannið og virða að vettugi ákvarðanir síns eigin flokks, sem hann þó sjálfur átti þátt í, og talað um að hann sé lítils igldur aö standast ekki freist- ingar og lystisemdir gestaboös, en samkvæmt framansögðu er ég^ ekki sömu skoðunar. Ég tel þvert á móti, að samskipti íslenzkra kommúnista við of- beldismennina í Austur-Evrópu gætu gegnt gagnsamlegu hlut- verki, ef þau væru notuð drengi lega og einarðlega á réttan hátt. Kjartansson Kjartansson og Kutsnetso v Kutsnetsov En undir þvi er árangurinn af förinni kominn. Hafi hann fariö til að leita svara við hinum brennandi spurningum samtím- ans um sósialismann þá réttlæt- ir það, að hann rjúfi ferðabann flokks síns. En æ og ó, enn sjást því mið ur engin merki þess að förin hafi verið farin í þeim tilgangi, með ppnum og leitandi huga til að fá svör við hreinskilnum spurningum. ¥jað vildi nú einmitt svo til, að á sama tfma og hinn ís- lenzki ritstj. var f heimsókn hjá Ulbricht, þá tóku austur-þýzk yfirvöld rögg á sig og létu fara að vinna við hækkun og eflingu manndrápsmúrsins i Berlfn. Þaö virtist því einstaklega heppilegt, að ritstjórinn var þarna einmitt viöstaddur. Hann átti nú auð- velt um vik að kryf ja þetta vanda mál til mergjar, sem stendur eins og rotta fast í kokinu á sósíal- istum um víða veröld. Hvers vegna var múrinn reistur þama og hvers vegna stendur hann enn sem talandi vottur hinnar mestu smánar og svívirðu fyrir hin sósíalísku ríki, sem niður drep fyrir hugsjón sósfalismans um heim allan? Var nú ekki ein mitt tækifæri fyrir íslenzkan blaðamann að kryfja þetta mál til mergjar, leggja nokkrar vd valdar spumingar fyrir austur- þýzka ráðamenn, sama þö þær yrðu nærgöngular, því að hér dugir sannariega ekki minna en heiðarleg og undandráttarlaus hreinskilni til að upplýsa þetta mál. En æ og ó, í blaði ritstjórans sést ekki svar við neinni af þess um brennandi spurningum. J^u hefur maöur að vísu heyrt það stundum, að bygging múrsins hafi á sínum tima verið af efnahagslegri nauðsyn fyrir Austur-Þýzkaland, þar sem flótt inn frá landinu var að setja allt atvinnulff landsins gersamlega í rúst. Sérstaklega var það baga- legt fyrir framleiðslukerfið hvemig unga fólkið, duglegasta og kraftmesta vinnuaflið flykkt ist út úr landinu eins og djöf- ullinn væri á hælum þess. Og það má vel vera að nokkuð sé til f þessu, að Berlínar-múrinn hafi verið einhvers konar afsak anleg nauðvörn, til að hindra landauðn f Austur-Þýzkalandi. Það mætti eins hugsa sér, að flótti frá dreifbýlinu hér á landi, Austurlandi eða Vestfjörðum yrði svo uggvænlegar að lægi við landauðn og það yrði þjóð- hagsleg nauðsyn, að girða þessa 'andshluta af meö rammgerðum og margföldum gaddavírsgirð- ingum, ekki til sauðfjárveiki- vama, heldur til ?ð króa fólkið inni og hindra að það kæmist f hinn spillandi glaum höfuðstað arins. P’n jafnvel þó maður viður- kenni þessa nauðsyn, þá er

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.