Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 10
10 V í S IR . Föstudagur 8. agúst 1969. Guðrnundur Valdimarsson, mál- ari, tH heimilis að Njálsgötu 34, andaði þann 2. þ. m., 71 árs að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans er Elin Sigurðardóttir. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju kl. 10.30 á morgun. Akureyrarbær hafnaði 350 þúsund krónum Bæjarráð Akureyrar hafnaði ný- lega ósk íbúa við Suðurbyggð um að fá að gefa bænum 15 bús. kr. á hús við götuna, eða um 350 þús. kr. alls. Að vísu átti sá böggull að fyigja skammrifi, að bærinn léti malbika götuna í ár, sem myndi hafa kostað um 750 þús. kr., þ.e.a.s. malbikun akbrautarinnar. En það er ekki á hverjum degi, sem hið opinbera afþakkar peninga. Erindi Suðurbyggðarbúa var vís- að til athugunar við gerð áætlunar um varanlegan frágang gatnakerfis bæjarins, sem nú er unnið' aö, — eins og þar stendur, — enda er ekki seinna vænna að semja áætl- unina þar sem framkvæmdatíma- bil núverandi kjörtímabils er út- runniö eftir nokkrar vikur. Föstudagsgrein - 1*—> 9. síðu. lands, hvaða erindi átti hann þangað sem ritstjóri, ef hann hreyfði ekki hið minnsta við þeim bráðu spurningum, sem liggja svo brennandi á tungu. Vat förin þá bara farin og far- bann fiokks hans rofið, til að skemmta sér, skála og dufla, éta góóan mat og liggja í sól- baði suður í Saxlandi? Hann hefur nú að vísu út- skýrt það sem ekki var áður vitað, að ferðabann fiokksins til ríkja þeirra, sem réöust á Tékkó slóvakíu hafi aðeins átt að gilda opinber flokkasamskipti. En er þá ekkert í veginum að fara þangað til að njóta lífsins, sitja í veizlum, smjaðra, sleikja og ljúga, skríöa fyrir þessum ofbeld ismönnum prívat, drekka vodka og éta borsch og mæla undirgef nilegast með grátklökkum róm spasibo. Allt er þetta þá jafn hornagldarlega öfugsnúiö og vit laust og hugsazt getur. Það heföi þó verið ráð að viðhalda hinum flokkslegu samböndum og nota þau til að fylgjast af einlægni og kritisku hugarþeli með hinum stjórnmálalegu vandamálum. IBUÐ OSKAST 4ra—5 herbergja íbúð óskast á leigu. Uppl. í síma 14932. PfíklS 'ROOF TOPS 17 ÁRA ALDURSTAKMARK MUNIÐ NAFNSKÍRTEINI Hftt verður miklu síður á nokkurn siðferðislegan hátt rétt lætt, að halda áfram þessum persónulegu smjaðurs og hræsni feröum, legg í lófa karls, austur fyrir járntjaldið. Slíkt virðist engum tilgangi öðrum þjóna en að selja sálu sína hinu illa, að fórna samvizkunni við gistivin- arhót með morðingjum. Cá atburður gerðist líka um sömu mundir og ritstjórinn sat að gleðskap með austiy- þýzkum yfirvöldum, að einn kunnasti rithöfundur Sovétrikj- anna flýði land sitt. Hann heitir Kutsnetsov og naut ekki minni viröingar og álits og skálda- styrkja í sínu heimalandi en t d. Thor Vilhjálmsson hér. Hann hafði hylli valdamanna, naut hinna beztu lífskjara, bækur hans voru lesnar í milljónaupp- lögum frá Eystrasalti austur að Okotska-hafi. Hann átti heimili úti í sveit og íbúð í Moskvu, hafði bíl til umráða og yfir- höfuð öll lífsins þægindi, eins og sú æðri stétt sem situr í náð inni. Síðast fékk hann sérstakt leyfi og styrk til að ferðast til London. Honum hafði verið fal- ið það háleita verkefni aö kynna sér líf sjálfs Lenins, er hann dvaldist í útlegð um tíma í Eng landi, og gefur það eitt nokkra hugmynd, hve mikils hann var metinn í Rússlandi. Það kom þvi sannarlega eins og reiðarslag yfir rússnesk yfir völd, þegar þau fréttu, að þessi Ijúflingur þeirra hefði ákveöið að gerast flóttamaður. Og fyrir Kutsnetsov var það mikil og örlagarík ákvörðun. Bara það, að hann kann ekki orð í útlendu máli gæti gefið nokkra hug- mynd um hve ákvörðun hans hefur veriö örvæntingarfull, um að yfirgfefa ættjörð sína og fjöl . skyldu og hamingjusamt líf við veraldlegar allsnægtir, — en hélt út í óvissuna og myrkrið. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir árásina á Tékkó slóvakíu, eftir það varð lífið í Rússlandi honum óbærilegt, hvað sem þægindum og allsnægt um leið. Það var sá dropi, sem fékk vatnið til að fljóta yfir, en fram að þeim tíma hafði þó gagnrýnin og óánægjan verið að grafa um sig með honum, vegna þeirra andlegu fjötra, sem lagð- ir eru á líf og starf rithöfunda í Sovétríkjunum. Lýsing hans á því lífi er sannarlega ömurleg. Fyrst eru þær kröfur gerðar til rithöfundarins, að hann ritskoði sjálfan sig, viti hvar hann stend ur, hvað hann má og má ekki skrifa um, en svo er það ekki nóg, síðan eru handritin tekin og rifin og tætt niður til aö fylgja flokkslínunni. 'það hefði nú verið stutt (og kannski ókeypis fargjald hjá Aeroflot) fyrir ritstjóra komm- únistablaðsins að skreppa frá Berlín til Moskvu til að rann- saka þetta mál og leggja fram fleiri spurningar sem brenna á tungu og loga í hjarta, hvers þess manns sem telur sig sósíal ist. Var þessi lýsing Kutenetsovs virkilega rétt. og kannski hefði þá ekki verið úr veginum í leið inni að heimsækja nokkra rit- höfunda í fangelsunum eins oa Juri, Daniel og Sinjavsky og spyrja þá hvernig þeim liöi. Það þekkist varla í siðuðum löndum annað en heimsækja megi fanga i fangelsi, eöa taka svolítið sam tal við unga ljóðskáldið Évtús hénko sem nú var veriö aö reka frá ritstjórn bókmennta- tímarits. En æ og ó. Fyrir sliku haföi ritstjórinn engan áhuga. Það var rætt um það nýlega i sj'ónvarpinu. að ef ein kartafla væri mygluð og skemmd í poka, þá mygluöu hinar út frá henni. Þorsteinn Thorarensen í I DAG I IKVÖLD BELLA Ég fer bara svona. Ég á ekki fleiri þurra kjóla! Mánudagar. Árbæjarkjör, Árbæjarhverfi kl. 1.30—2.30 (Börn). Austurver, Háa leitisbraut 68 kl. 3.00—4.00. Mið- bær, Háaleitisbraut 58 — 60 kl. 4.45 — 6.15. Breiöholtskjör, Breið- holtshverfi kl. 7.15—9.00. ' i'judagar. Blesugróf kl. 2.30 — 3.15. Árbæjar- kjör, Árbæjarhverfi kl. 4.15 — 6.15. Selás, Árbæjarhverfi kl 7.00—8.30. Miðvikudagar. Áiftamýrarskóli kl. 2.00 — 3.30. Verzlunin Herjólfur kl. 4.15 — 5.15 Kron v. Stakkahlíð ki. 5.45—7.00. Fimmtudagur. Laugalækur/Hrísateigur kl. 3.45 —4.45. Laugarás kl. 5.30—6.30. Dalbraut/Kleppsvegur kl. 7.15— 8.30. Föstudagur. Breiðholtskjör, Breiðholtshverfi kl. 2.00 — 3.30 (Börn). Skildinga- nesbúðin, Skerjafirði kl. 4.30 — 5.15. Hjaröarhagi 47 kl. 5.30—7.00 Háteigskirkja. Daglegar kvöld- bænir i kirkjunni kl. 18.30. Séra Arngrímur Jónsson. Hundavinafélagið. Uppl. varð- andi þátttöku og skráningu f sím- um 51866, 50706 og 22828. BIFREIÐASKOÐUN R-12301 - R-12450. VEÐRIÐ I DAG Suðaustan kaldi skýjað aö mestu og smá skúrir. Hiti 12 — 14 stig. ÍILKYNNINGAR Sundlaug Garðahrepps viö barnaskólann er opin almenningi mánudag til föstudags kl. 17.30— 22. Laugardaga kl. 17.30—19.30 og sunnudaga kl. 10—12 og 13— 17. Bókabíllinn. Sími bókabílsins er 13285 kl. 9-12 f.h. Viðkomustaöir: Fimmtugur er í dag, 8. ágúst, Rósberg G. Snædal, rithöfundur, Akureyri. Misritun Þaö misritaóist í Vísi í gær að 1. deildarleikur I<R og ÍA yröi í dag. Þessi leikur verður á sunnu- dagskvöldiö kl. 20.00 á Laugar- dalsveilinum. Stúlka óskast til aöstoöar innanhúss á sveita- heimili, 100 km frá Reykjavik. Upplýsingar á Barónsstíg 16. Sími 11826. Hjólhýsi til sölu með 2 sveínbekkjum, eldunarplássi og vaski til sölu. Upplýsingar i síma 40980. BÓKHALDSSKYLDIR AÐILAR, ATHUGIÐ! Tökum aö okkur að færa vélabókhald fyri" einstakl- inga og smærri fyrirtæki ásamt gerð söluskatts- skýrslna og uppsetningu efnahags- og rekstursyfirlita til skattsuppgjörs. Útvegum öll tilheyrandi gögn. — Uppl. í síma 32638. Á LÝÐHÁSKÓLI ERINDI TIL ÍSLANDS? bæklingur Þórarins Þórarinssonar, fyrrverancii skóla- stjóra, fæst hjá flestum bóksölum. — Útgefandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.