Vísir - 08.08.1969, Síða 13

Vísir - 08.08.1969, Síða 13
V I SI R . Föstudagur 8. ágúst 1969. Fréttir frá Maríulandi □ Tvö helztu umræðuefni manna á meðal hér í Balti more, eins og víðast hvar í heim- inum sennilega, er um þessar mundir hin sögalega lending á tunglinu og hrakfarir Kennedys öldungadeildarþingmanns. Hru flestir á einu máli um hina háþróuðu tækni, sem gerði tungl- flugið mögulegt, en eins og með byggingu Hallgrímskirkjunnar. eru menn ekki á einu máli um r’lgang tunglflugsins. Eins og gengur hafa spekingarnir verið óspari/ á áut sitt á tunglferðinni, bæði í ræóu og riti. Hefja sumir tunglferðina alla leið upp til Venúsar og Mars, og eiga vart orð yfir öll þau gæði sem hún muni færa mannkjminu, bæði því sveltandi og þv; velmeg- andi. Muni ferðin til tung'sins að ái. hinna hrifnu verða þvílík lyfti stöng undir öll mannsins vísindi og tækni, að menn þurfl ekki leng ur að deyja úr næringarskorti, — læknaþjónustuskorti né neinum öðr um skorti, hvorki hér í Banda- rfkjunum né annars staðar i veröld inni. Muni allt böl mannsins hverfa út í veður og vind, og allir lifa í sátt og samlyndi og vellystingum. er áhrif tunglferðarinnar komi í Ijós. Svo eru aðrir, sem álíta að aur- um skattgreiðenda heföi veriö betur varið á einhvern annan hátt, eins og að bæta úr hinu jarðbundna at- vinnuleysi, hungri, kynþáttaríg, fá tækt, heilbrigðisþjónustuleysi og menntunarskorti og öðru böli, sem hrjáð hefur okkur jaröarbúa allt frá tímum Adams og Evu. Enginn hefur samt veriö eins ó- myrkur í máli um tunglferðina og blökkumannaforinginn Eldridge Cleaver, sem sagði í viðtali við fréttatnenn í Algier, að feröin til tunglsins væri aðeins blekkinga- vefur Bandaríkía jórnar til þess að leyna eymdinni í innanlandsmál- um Bandaríkjanna. Sagði Cleaver að Nixon forseti væri steinaldar- maður og kvaðst Cleaver enga á- stæðu sjá til að gleðjast fyrr en Waskington og allt hennar stjórnar lið sykki í jörðu niður. Þannig.voru skoðanir manna þveröfugar á hinni sögufrægu tunglferð, sem lét heim- inn standa á öndinni. Skoðanir manna hér í Baltimore eru áljka skiptar í máli Kennedys öldungadeildarþingmanns. Vilja sumir að Kennedy segi af sér taf- arlaust, þar sem hann hafi brugð- izt svo hrapallega á örlagastundu. Telja þessir menn sig ekki mundu geta sofið rólega, vitandi Kennedy fara með málefni þjóðarinnar. Aðrir gera lítið úr slysinu, kveða það hafa getað hent hvern sem er og jafnvel harðs irasti stjórnmála- maður hefði getað breytzt úr ref í héra við líkar dauðans aðstæður. Hið íhaldssama stórblað The Sun, sem birtir skoðanir róttækra upp- reisnarseggja, sem væru kallaöir byltingarkommar heima á íslandi jafnt og erki afturhaldskurfa, sem sjá svart við allar breytingar til framfara, hefur látið í ljós að því er viröist óbreytanlega skoðun sína á Kennedy málinu f ritstjórn argreinum sínum hina síðustu daga. Mun ég nú gefa The Sun orðið: , „Kennedy öldungadeildarþing- maður hefur ekki svipt hulu levnd ardóma af hinu sorglega slysi á Chanpaquiddick eyju nóttina ör- lagaþrungnu. IS13l3Bl3l3lBIBl3llEwiq[cÍ|BÍIcilql5l5la|q m Bi STÁLHÚSGÖ6N |j húcSuS meS hinu sterka og rpra áferðarfallega RILSAN j™j 1 STÁLmN IHF., Akureyri IHlSöIuumboS: ÓÐINSTORG HF. SkólavörSustíg 16, Reykjavík [51 §OEiElÍlElEIElElEJE|ElEigElEigggBSE] (NYLON 11) Framleiðandi: Hann reyndi eftir beztu getu að fylla upp í nokkrar eyður í mál- inu en hefur hliðrað sér hjá fullnægj andi skýringu á öllum aðdraganda vegna sálarástands síns, sem hann kvað hafa verið — sorg, ótti, «fi, kvöl, skelfing og örvænting. En það er játning, sem í sjálfu sér er mun alvarlegri en sektarjátning hans fyrir að hafa hlaupizt af slys stað. Öldungadeildarþingmaðurinn reyndi nokkuö seinna að vísu, að horfast í augu við staðreyndirnar í staðinn fyrir smásmugulegt laga- þras um sekt sína, reyndi hann á heiðarlegan hátt að kveða niður orðróm um slæma siðgæðishegö un stúlknanna, sem verið höfðu í samkvæminu. Kennedy tók augsýnilega nærri sér að viðurh'nna stjórnmálalega afleiðingu, sem hin óafsakanlega hegðun ín mundi hafa, en nevdd ist til þessarar játningar, því að hann er ekki óbreyttur maður eða Pétur og Páll af óþekktri fjöl- skyldu. Hann hefur fullkomlega á réttu að standa, er hann segir, að hið óhugnanlega slys geri vafasama get’- hans til aö halda eða vinna aftur traust almennings, sem sé nauðsynlegt manni í opinberu starfi. Til þess að fá s' .r við þessari spurningu leitaði hann til kjósenda í Massachusetts, sem kusu hann á bingið. Einhver skjót, og tilviljunar kennd viðbröp”' fólksins er ekki svar að byggja á. Raunverulegt svar fólksins í Massaclvcerts fær hann aðeins, ef hann býður sig aftur fram til þipgs naesta ár. • iVÍ; Og fyrir utan Massachusetts er allt landið. Dimmur skuggi hvílir yfir væntanlegri getu hr. Kennedys sem þjóðarleiðtoga". Þetta var ein af ritstjórnargrein um stórblaðsins The Sun hér í Baltimore um Kennedy-málið Sagt er að Bandaríkjamenn hafi mikla sar ' með lítilmagnanum, en í þessu máli virðist Kennedy vera lítilmagninn. Svo ekki er ólíklegt að bandaríska þjóðin fvrirgefi stjórn málamanninum hin mannlega við- brögð hans á dauðans stundu. S.I.Ó. Um daginn og veginn Nú er komið að hinu árvissa slæma útliti með heyskapinn. En vonandi verður það nú eins og oft áður, að úr rætist áður en til raunverulegra erfiðleika kemur. Þá hafa síldveiðar ekki gengið eins og hezt verður á kosið, þó má segja aö nýting þeirrar síld- ar sem veiðzt hefur sé góö jafn vel betri en i fyrra.því nú hefur þó þegar veriö saltað meira en á sama tíma í fyrra. Sjómenn hafa snariega breytt vinnubrögðum eftir aðstæðum, þannig að :nú þykir sjálfsagt að salta niður í tunnur, til aö gera meira verð- mæti úr þeim afla sem fæst. Hér sunnanlands hefur meira aflazt í botnvörpu en áöur, en það þýðir.-mikla vinnu í frysti- húsum, sem svo sannarlega kem ur sér vel. Það er því í heild framleidd verðmætari vara í fiskiðnaðinum, þó á sumum sviðum hafi dregizt saman. Þeg- ar allt kemur til aíls, er útlit fyrir að ástandið hafi aó mörgu Ieyti batnað, þó meira þurfi að hafa fyrir verðmætunum en áður. Veðurfarið hefur verið rysjótt og vætusámt, svo að margur hefur orðiö áð breyta áætlun sinni, sem hefur ætlað að sóla sig sem tialdbúi út um sveitir landsins. Það er fróðlegt að sjá hve útlendu ferðamennirnir bera í;. sig furðulega í þeSsari ó- J Stöðugu \'eð'ráttui sem mörgum þeirrá eru framandi aðstæðurf Þó margir þessara útlendu ferða manna hafi þótt tjaldvist og ferðalög heldur kuldaleg, þá finnst þeim eftirá sem vistin her haf! verið skemmtileg og til- breytingarík lífsreynsla, og svo gjörólík þvf, sem þeir hafa átt að venjast. Ekki er þvi ólíklegt að ferðamönnum útlendum stór fjölgi eftir því sem aðstæðurnar til að taka á móti þeim batna á næstu árum. Það eru því miklar likur til að fjárfesting til að bæta aðstæðumar til móttöku erlendra ferðamanna muni skila hagnaði fliótar en i mörgum öðrum nýjum atvinnugreinum. Bygging nýs ferðamanna- hótels á Reykjavíkursvæðinu ætti að fara að verða tímabært athugunarefni. Forystumenn ferðamála og samgöngumála hafa unnið mikið starf í kynn- ingu landsins sem ferðamanna- lands út á við og ekki er annað sjáanlegt en að sú vinna hafi borið ríkulegan ávöxt, svo að allt útlit er fyrir, að skjótlega þurfi meira hótelrýmis við fyr- ir almenna ferðamenn cg einnig til ört vaxandi ráðstefnuhalds á flestum hugsanlegum sviðum. Stórar byggingaframkvæmdir seni væru líklegar til að geta borið sig, ættu að vera kærkom- in og tímabær verkefni fyrir okkar ágætu iðnaðarmenn, og um leið og rekstur yrði hafirtn, þá veita slík fyrirtæki ekki minni vinnu fyrir konur og karla, en eins konar stóriðja. Af matvælum eigum við nóg til að bjóða aðkom-num ferðalöng- um. Þrándur í Götu. IÖGX iaEI III trláu FERÐAFÓLK! Bjóðum yður 1. fl. gistingu og greiðasölu i vistlegum húsakynnum á sanneiörnu verði. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 96-12600 PIRA-UMBOÐIÐ HÚS OG SKIP H/F . Símar 84415/84416 SÉRSTAKLEGA ÚTBÚNAR FYRIR VERZLANIR OG SKRIFSTOFUR • Hillur fáanlegar úr tré eða gleri. • Fristandandi, Uvorki skrúfa né nagli i vegg. • Fáanlegar úr eik, palisander og tekki. • Auðveldar í uppsetningu. 0 Sjáið hið stórkostlega húsbúnaðarúrval að Armúla 5. en STP orkuaukinn getur gert kraftaverk fyrir venjulegan t'jölskyldubll. Ein dós af STP orku- auka í hverja 40 lítra af bensíni á 1000 kn fresti nýtir hverja orkueiningu betur, og stuðlai að hagkvæmari vinnslu vélarinnar. STP orkuauKinn gerir ekki bíla að tryllitækjum, en hann tryggir aukið afl og betri afköst bíls ejjis ..Qg^yðar. Fæst 1 næstu bensfn- og smurstöð. Sverrir Þöroddsson & Co. Tryggvagötu 10 . Sími 23290. GRS 7«WHEKrb AOtt Tð GASOUMf

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.