Vísir - 13.08.1969, Síða 1

Vísir - 13.08.1969, Síða 1
59. árg. — Miðvikudagur 13. ágúst 1969. — 180. tbl. KIPPA SÉR EKKI UPP VIÐ MILLJÓN RÚMMETRA VATNS • Ein milljón rúmmetra af vatni brauzt kolmórauð fram undan jaðri Vatnajökuls og fleytti með sér jökum fram á sandinn. Þetta var í fyrrakvöld og var hér á ferðinni Græna- Iónshlaup, sem hefur venjulega komið annað hvert ár. Fólkið á Núpsstaö kippti sér ekki upp við þetta fremur en endra nær. „Við erum orðin vön þessu og bjuggumst við að þetta yrði meira“, sagði bóndinn þar. Enginn Sm/ð/ Heklu lokið í nóvember • Slippstöðin hf. á Akureyri er jrðin nokkuð á eftir áætlun með smfði Heklunnar fyrir Skipaútgerö ríkisins. Búast þeir nú við að ljúka við skipið £ nóvemberlok. Forsvars menn Slippstöðvarinnar sögðu f morgun, að tafir hefðu orðið með öxul og skrúfu. Mikið af seink- uninni væri af „eðlilegum" orsök- um, svo sem af völdum hafíss og verkfalla á Akureyri. Bjuggust þeir ekki við verulegum skaðabóta- greiðslum vegna þessara tafa á af- hendingu skipsins. Enn mun ógengið frá samning- um milli Slippstöðvarinnar og StS um smíði skips fyrir Sambandið. Forstjóri Slippstöðvarinnar er staddur í Reykjavík, og fer að • eröa naumur tími til stefnu um ákvörðun i málinu. teljandi spjöll urðu vegna flóðs- ins Þetta eru allt sandar og auðn og var því graslendi ekki í hættu. Þetta jökulhlaup er talvert minna en vant er og hefur ekki fengizt nein sérstök skýring á því. Dr. Sigurður Þórarinsson flaug yf- ir lónið f gær og tók myndir af þvf. Vatnið úr Grænalóni hefur ^ brotizt undir jökulhornið og fossar nú undir bað. Á myndinni er ekki hægt að sjá hvemig jökulhomið hefur brotnað upp. neðar fram í á, sem heitir Súla og rennur í Núpsvötn neðar á söndunum (Ljósm. S. Þórarinss.) — Svissneska fyrirtækið Elektrowatt leitar samráðs við Vermi hf. □ Svo kann að fara, að íslenzka verktaka- fyrirtækið Vermir hf. taki von bráðar við all- stóru verkefni erlendis. Einn af forráðamönnum Vermis, Matthías Matth íasson, hefur tjáð Vísi, að svissneska stórfyrir- tækið Elektrowatt hafi Ieitað aðstoðar Vermis við fallvatnavirkjun í Suður-Ameríkuríkinu G’iatemala. Elektrowatt ræðir nú um þessar mundir einnig við ráö- gjafafyrirtækið Virki hf. um sam vinnu við athuganir á virkjun- um fallvatna hérlendis, og er frá því skýrt annars staðar f blaðinu. Matthías Matthíasson sagði, að hér væri um fallvatnsvirkj- un að ræða, þar sem grafaþyrfti um 10 km löng göng um jarð- hitasvæði. Elektrowatt, sem er þar ráðgefandi um verkfræðileg atriði, færi fram á aðstoö Verm- is í því skyni aö kanna, hvar hagkvæmast yröi að grafa á þessu jaröhitasvæöi, en Vermir hefur sem kunnugt er einkum fengizt við jarðhitarannsóknir. Samningaviðræðum milli Elekt trowatt og Vermis er enn ekki lokið, en Vermir hefur farið fram á aðstoð jarðhitadeildar Orkustofnunarinnar, ef úr verð ur, og væntir jákvæörar afstöðu hennar. Matthías sagði/ að Vermi væri ofviða að takast þetta verkefni á hendur, nema f samráði við Orkustofnunina. Takist samningar er sennilegt, að Gunnar Böðvarsson, verk- fræöingur, fari til Guatemala síðar á þessu ári og hugsanlega einnig Sveinn S. Einarsson, verk fræðingur, en hann er nú rétt farinn til E1 Salvador til aö hafa umsjón með síðari hluta jarð- hitarannsókna þar á vegum rík isstjómar landsins og tækniað- stoöarsjóðs Sameinuðu þjóð- anna. Mikfír örðugleikar vii aðiM íslands að EFTA Síldveiðiflotinn væri ekki í reiðileysi — ef við vissum hvar sildin heldur sig nú, segir Hjálmar Vilhjálmsson segir Financial Times, sem birtir grein um vandann ■ „Eigi ísland að verða meðlimur EFTA, þurfa nú- verandi aðilar að veita miklar undanþágur, svo að efnahagur íslands kollvarp ist ekki“. Svo segir greinarhöfund- ur brezka blaðsins „Financ ial Times“ um umsókn ís- lands um aðild að EFTA í grein, er birtast á hinn 14. ágúst. Verður þetta fyrsta MARKIÐ SVEIFLAST TIL í REYKJAVÍK 9 Þýzka markið hefur sveiflazt | upp og niður í gjaldeyrisdeildun-1 ara í Reyxjavík siðustu dagana. — Skráningin er byggð á gengissveifl- um erlendis, þar sem spákaupmenn reyna nú að notfæra sér ástandiö eftir gengislækkun frankans. Þannig var gengi þýzka marksins í fyrradagsmorgun kr. 21,99 fyrir eitt mark, en um hádegi þann dag var það komið upp í 22,12 kr. í gærmorgun var það 22,19 kr. og kl. 12 í gær 22.06 kr. og hafði þá lækk að aftur. grein hins heimsfræga blaðs, þar sem fjallað er um efnahagsmál íslands. Höfundurinn, Graham, segir enn fremur: „í umsókn íslands er ætl- azt til, aö sjávarafurðir þess sæti sömu kjörum og iðnaðarvörur, auka megi útflutning frystra fisk- flaka til Bretlands og innflutnings- hömlur á lamba- og kindakjöti frá Islandi veröi minnkaðar i 'EFTA- ríkjum. Ennfremur fái Island frá upphafi tollfrjálsan aðgang aö mörk uðum EFTA og 10 ára frestur verði veittur til að afnema tolla hjá ís- lendingum, ef til vill með mikilli lækkun fyrst í stað.“ Graham segir að lokum, að þótt erfiðleikarnir séu miklir, eigi þeir ekki að vera ókleifir. Undanþágur, sem ísland fengi, ættu ekki að skaöa að ráði efnahag EFTA-ríkj- anna, þar sem um tiltölulega litlar upphæðir sé aö ræöa fyrir þau ríki. Spitzbergen - Bjamareyjarsvæö- ið hefur nú verið leitað mjög gaum gæfilega, bæði af norskum, fær- eyskum og íslenzkum leitarskipum, en ekki hefur fundizt tangur né tetur af síldinni, og Ámi Friðriks- son, er nú staddur á miðunum við Svalbarða, en hefur einskis orðið var, sagði Hjálmar Vilhjáimsson, íiskifræðingur, i viðtali við Vísi i morgun. „Hefur þá síldin alveg gufað upp, eða hvað hefur orðið af henni, Hjálmar?" „Ef ég vissi svarið við því, væri síldarflotinn ekki í reiöileysi“. sagði Hjálmar, sem nú er staddur um borð í Hafrúnu í loðnuleit. „Menn hafa á því tvenns konar skoðanir, hvað um síldina hafi orð- ið“ hélt hann áfram. „Annað hvort að hún hafi splundrazt og dreift sér svona um allan sjó, þannig að hún komi ekki fram á leitartækj- um, eða þá að hún hafi haldið á aðrar slóðir, og þ.. finnst mér sennilegra". „Af hverju?" „Eðlis síns vegna heldur síldin !»->■ 10. síða. Áttuiida morðið í Los Angeles — faðir Lennon-systra myrtur William Eennon, 53ja ára fað 'r hínna heimsfrægu Lennon- svstra var skotinn til bana í gær á golfvelli í Los Angeles. Þetta er áttunda morðið þar í borg á 5 dögum. Mikil hræðsla hefur gripið um sig meðal kvik- myndaleikara og annarra íbúa Hollywood og nágrennis. Lennon-systur eru þekktar söngkonur sem hafa sungiö í bandaríska sjónvarpinu. Moröinginn flýði í bifreið og hefur ekki náðst.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.