Vísir - 13.08.1969, Page 7
VÍSIR. Miðvikudagur 13. ágúst 1969.
7
útlönd í morgun
Allar kröfugöngur bannaðar til mánaðarloka
Stjórn Norður-írlands bannaði í
morgun útifundi og kröfugöngur
fyrst um sinn til mánaðarloka.
Á annaö hundraö manns hlutu
meiðsli í óeirðum á Norður-írlandi
í gær, en þær voru mestar í Lond
onderry, en einnig talsverðar í
tveimur bæjum öðrum. Meðal
þeirra sem meiddust voru 90 lög-
reglumenn. Einn þeirra fékk alvar-
leg brunasár.
Óeirðirnar í Londonderry hófust
er mótmælendur gengu í fylkingu
um borgina til þess að minnast
þriggja alda gamals sigurs yfir róm
versk-kaþólskum, og urðu óeirðirn
ar mestar í grennd við hinn kaþ-
ólska hluta borgarinnar, þar sem
menn höfðu hlaðið götuvirki, eins
og borgarhlutinn væri í umsátri, og
höfðu menn búið sig undir mikil
átök. Þegar lögreglan reyndi að
ganga í miffi var varpað múrstein
um og bensmsprengjum og nagl-1
reknum spýtum undir bíla Jögreglu
manna. Lögreglan beitti táragasi og
kylfum. Kveikt var í búðum og bíl-
um og barizt á götum í 8 klst.
Vatnsfallbyssa var í notkun og
kom hún ekki sfzt að haldi til þess
að slökkva elda jafnharöan.
Þegar hæst stóð bardaginn fór
James Chichester-CIark forsætis-
ráðherra og öryggisnefnd landsins
f aðallögreglustöðina til þess að fá
jafnharöan fréttir af öllu sem gerð-
ist.
Bretland og Bandaríkin
taka ekki jbdíf / refsi-
aðgerðum gegn S-Afríku
London: Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna ræddi í fyrradag í fjórða
sinn ályktunartillögu, sem fram er
borin og studd af Afríku- og Asíu-
þjóðum, þess efnis, að beitt skuli
efnaliagslegum refsiaðgerðum gegn
Suður-Afrfku, til þess að knýja
stjórn hennar til þess að verða við
fyrirmælum Sameinuðu þjóðanna
um að leggja í hendur þeirra yfir-
ráð í Suðvestur-Afríku.
MURKNN 8 ÁRA
Tveir litlir snáðar gægjast gegnum rifu á múrnum. Hvað skyldi
vera hinum megin? — Múrinn var til kominn áður en þessir
hnokkar voru í heiminn bomir.
Sendiráðsmanni
vísað úr landi
Moskvu í gær. Bandarískur sendi
ráðsmaður Milton Kovnev fór í
gær frá Moskvu tú Vlnarborgar, eft
ir að hann hafði fengið fyrirskipun
um að fara úr landi þegar í stað.
Hér var um hefndarráöstöfun að
ræða, vegna þess að sovézkum
sendiráðsmanni var vfsað úr landi
nlega, eftir að hann hafði verið
sakaöitr um að misnota aðstöðu
Fyrrv. grískur
hershöfðingi
hondfekinn
Aþenu: í fyrradag var handtek-
inn fyrrverandi hershöfðingi og yf-
irmaður lögreglunnar í Aþenu
Sófókles Tzanetis.
Hershöfðinginn, sem er 61 árs,
var handtekinn á evnni Rhodos, og
var hann fluttur til Aþenu.
Hann er fyrrverandi æðsti yfir-
maður öryggismála í Grikklandi og
lögregínxnálaráðherra 1965. Hann
er kunriur fyrir samúð í garð Konst
ántíns konungs.
Fréttin er eftir áreiöanlegum
heirmldiBn. Engar ásteeður fyrir
handtökunni hafa verið tilgreindar.
sína til njósna. Kovnev var ráöu-
nautur í efnahagsmálum og háfði
ekki verið nema nokkrar vikur í
starfiiHi.
Sfuðu sterfings-
punds í gær
London: Staða sterlingspundsins
batnaði fyrst eftir að kauphöllin
opnaði í gær.
Gengið var skráð 2.3830 í hlut-
falli við dollar, er lokað var I fyrra
kvöld, en klukkustundu eftir að
skráning byrjaði í gær var það kom
ið upp í 2.3854 en það er um það
bil það sama og gengið var fyrir
gengislækkunina í Frakklandi.
Sigldu 7200 km.
leið í 6 metru
gúmmibát
Papeetee, Tahiti: S.l. sunnudag
komu þrír ítalir í 6 metra löngum
gúmmíbát til Roroia-kóraleyjarinn-
ar í grennd við Tahiti.
Þeir höfðu lagt af staö frá Perú
(Porto Callao í grennd við Lima)
2. júní til þess að „nota sömu
strauma og Thor Heyerdal í Kon
Tiki ferðinni 1947.“ Vegalengdin er
7200 km.
Gúmmíbáturinn var þannig út-
búinn, að hægt var að hafa þrjú
segl uppi. Segldúksskýli var í bátn-
um.
AUGLÝSIN6AR
AÐALsnuen s
SÍMAR 1-14-60
1-56-10 og 1 -50-99
Fulltrúar Bretlands og Banda-
ríkjanna tilkynntu á fundinum, að
ríkisstjórnir þeirra ætluðu ekki að
taka þátt í slíkum aðgerðum gegn
Suður-Afríku.
Fulltrúi Bretlands kvað stjórn
sína harma afstöðu Suður-Afríku
í þessu máli, en tilgangslaust væri
fyrir Sameinuðu þjóðirnar, að taka
að sér hlutverk, sem þær hefðu ekki
getu til að inna af hendi.
Herlið á verði við
allar mikilvægar
stofnanir í Zambíu
Lusaka, Zambíu: Flokkar úr her
Zambiu voru í gær settir á vörð við
allar mikilvægar stofnanir í landinu
og hefir Kaunda forseti tilkynnt, aö
tH þessara ráðstafana bafi verið
gripið af ótta við skemmdarverk,
eftir að stjórnin ákvað þjóðnýtmgu
allrar námuvinnslu í kmdino (kopar
iðnaðinn).
' Kaunda ræddi þessar ráöstafanir
á fkikksþingi fiokks síns, Samein-
aða þjóðenris- og sjálfstæðisftokks-
ins. Hann kvaö sendiráö Zairrbiu í
London, Washington, New York
og víöar hafa fengiö fyrirmæli um
að gera grein fyrir þessum öryggis
ráðstöfunum.
Kaunda bað menn að mutia, að
hann hefði birt ákvörðunma um
þjóðnýtinguna á þeim tíma er Zamb
ía raunverulega væri í efnahags-
stríði við voldug efnahagsleg sam-
tök í Bandaríkjunum.
[ZIlio
*
HUS
J0N L0FTSS0N h/f hringbraut /2I,sími 10600 í
WILT0N TEPPIN SEM ENDAST 0G ENDAST
EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. -
OG GERI BINDANDI VERÐTII BOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSLH
NÝ MYNSTUR, PANTIÐ TÍMANLEGA.
TEKMÁL
Smú 31288=
•sson
morgun
útlönd í morgun
útlönd í mörgun
útlönd
BARIZT í YFIR 8 KLST.
ÁGÖTUM L0ND0NDERRY