Vísir


Vísir - 13.08.1969, Qupperneq 13

Vísir - 13.08.1969, Qupperneq 13
V1 S I R . Miðvikudagur 13. ágúst 1969. 13 Góð tónlist er bezt44 55 segir Jónas Tómasson, ungur tónlistarmaður, sem spilar á flautu, syngur þjóðlög og lóg við texfa Tómasar Guðmundssonar, semur tón- list fyrir leikhús og vinnur þess utan hjá Ferðaskrifstofu rikisins ) hverju við fórum að ja, ef maður myndi „Af syngja, það nú“. Það er ungur maður, Jónas Tómasson, sem talar, en rödd hans og félaga hans, Heimis Sindrasonar, hefur borizt lands lýð til eyma næstum daglega í gegnum útvarpið síðustu vik- urnar, eða síðan hljómplata þeirra félaga kom á markaðinn. „Jú, ég held að við höfum byrjaö á þessu í 3ja bekk í Menntaskóla. Við vorum víst einhvers staðar í sumarbústað og byrjuðum þá að raula. Nú svo var farið að skemmta á skóla- böllum og síðan svona hér og þar“. Við sitjum yfir kaffibolla með Jónasi, töfðum hann frá hans núverandi vinnu á skrifstofu Ferðaskrifstofu ríkisins, og Jón as heldur áfram að segja okk- ur frá söngnum. „Við spilum báðir á gítar, og Páll Einarsson spilaði með okk- ur á bassa. Þegar við vomm f 6. bekk var tekinn upp þáttur fyrir sjónvarpið, sem við sung- um f og voru textarnir eftir Tómas Guðmundsson. Þá var ákveðið að gefa út plötu með þessum lögum og fleiri, sam- tals 12 lögum, en þær Þóra Krist ín Johannssen og Vilborg Áma- dóttir voru með okkur í söngn- um. Upphaflega ætlaöi hljóm- plötuútgáfan aö gefa út plöt- una, en svo fór að Fálkinn keypti hana, og nú er hún sem sagt komin á markaðinn“. „Þú ert f Tónlistarskólanum, Jónas?" „Já, ég hef verið þar í 4 ár, 3 að læra á flautu“, „Hvenær fékkstu fyrst ábuga á tónlist?“ „Eiginlega ekki fyrr en við byrjuðum að syngja saman f Menntaskólanum. Annars hef ég lítið hugsað um þjóðlögin núna síðustu tvö árin. Ég hef nú orð- ið meiri áhuga á að semja tón- list, t. d. fyrir leikhús." „Hefur þú kannski samið tón- list fyrir leikhús?" „Já, ég samdi og útsetti tón list fyrir sýningu Litla leikfél- agsins í vetur, „Einu sinni á jólanótt“. Upp úr því fór ég að fá áhuga á leikhústónlist. þetta var mjög „inspírerandi" vinna, unnið nótt og dag, meðan allir aðrir voru að pakka inn jóla- gjöfum. Ég lék á flautu í sýn- ingunni, aðallega gömul þjóð- lagastef, og einnig stef eftir sjálfan mig“ „Hefur þú unnið eitthvað ann að fyrir leikhús?“ „Ég hef undanfarið verið að vinna að tónlist við leikþætti eftir Nínu Björk Árnadóttur, en áður hef ég gert tónlist við Ijóð eftir hana. — Annars hef ég haft mikið að gera á Ferða- skrifstofunni og líka verið að syngja, t.d. á þjóðhátíðinni f “ Eyj(um“. Við fáum okkur meira kaffi og Jónas heldur áfram: „Þetta var í fyrsta sinn sem églfór til Eýja , og satt áð segja vai* ferðin söguleg. Við urðum að hætta að syngja úti, heyrö- um ekki í sjálfum okkur fyrir rokinu og rigningunni. Ég söng með Ríó-tríóinu, og svo fór að við urðum að halda söngnum áfram innan húss. Nú svo var auðvitað sungið alla leiðina heim á Herjólfi. — Annars skal ég segja þér, að eftir að hafa unnið í þessum „túristabransa" „Ég hlusta yfirleitt á alla tón list, gamla og nýja. Mér finnst nú samt mest spennandi að hlusta á það sem maður þekkir ekki, t. d. ýmsa nútímatónlist" „Kannski elektronik?" „Ja, ef hún er góð. Annars heyrir maður heldur lítið af henni hér, og þekkir hana því varla" „Hvað með tónlistarsmekk unga fólksins, — finnst þér á- hugi á þjóðlögum vera meiri í dag, en þegar þú varst að byrja að syngja?" „Þetta hefur breytzt dálítið. Áhugi á þjóðlögum var að vakna þegar við byrjuðum við Heimir. Núna er meiri stemmning fyrir „pop-folk“ tónlist. En það er geysilegur áhugi meðal ungs fólks á þjóðlegri tónlist bæði hér og erlendis." Og við Ijúkum úr kaffiboll- anum, kveðjum Jónas meö þökk fyrir spjallið, og vonum svo að honum farnist vel í útlandinu. heldur maður sig helzt heima um helgar. Ég naut þess að vera „aleinn" f bænum um verzlun- armannahelgina". Af því að við vitum að Jón- as er af tónlistarmönnum kom- inn höfum við að sjálfsögðu áhuga á hans framtíðaráætlun- um í sambandi við tónlistina „Ég ætla að sigla f haust til Hollands. Ég ætla mér að læra tónsmíðar og flautuleik, liklega í Amsterdam". „Hvað ætlaðru að vera lengi?“ „Það er ómögulegt að segja, eitt ár til að byrja með“. „Hvemig tónlist ert þú hrifn astur af, Jónas?“ „Ég er hrifnastur af góðri tón list“ — segir Jónas og hlær við, því að svona svörum eru blaða- menn auðvitað alls óviðbúnir. „Hef mikinn áhuga á að semja tónlist fyrir leiksýningar“ segir Jónas Tómasson. Myndin er tekin af Jónasi fyrir utan Ferðaskrifstofu rikisins. |VEKKTAKAR! — HÚSBYGGJENDUR! FRAMKVÆMUM ALLS- KONAR JARÐÝTUVINNU UTANBORGAR SEM INNAN 82005-82972 IJM AGf^S SM^RJNCj.SF j NYJUNG ÞJÓNUSIA Sé hringt fyrir kl. 16, sœkjum við gegn vœgu gjaldi, smóauglýsingar ó tímanum 16—18. Staðgreiðsla. VÍSIR J&flti&fliGöúi Háskólinn og atvinnulífið. Mál Háskólans hafa verið of- arlega á baugi að undanfömu. Snarpur gustur hefur leikið um læknadeildina, enda stendur hug ur ungra námsmanna mjög til læknanáms, þó styrinn nú og útlit fyrir strangar takmarkanir hafi kannski dregið úr aðsókn- inni i bili. Skyldi það vera löng- unin til að líkna sjúkum sam- borgurum, sem laðar ungt menntafólk? Nei, það er það áreiðanlega ekki, heldur em það launin og trygg afkoma, sem á sinn þátt f því. Um það er að vísu ekki nema allt gott að segja, því gott fólk þarf til að veljast til læknastarfa. Hitt er verra, að hið mikla ajisræmi skuli skapast f þjóðfélaginu. Margir vilja læra til læknis, einnig vilja margir Iæra lög- fræði og verkfræði. Þessar stétt ir hafa haft fjárhagslega trygga afkomu. Gallinn er sá, að ekki skuli vera jafntryggt fyrir unga menn að leggja fyrir sig ýmis önnur störf til dæmls f þágu framleiðslu og framfara. Það væri mjög þýðingarmlkið fyrir þjóðfélagið, aö það hefði á að skipa iafn miklu úrvali ungs fólks, sem hefði sérmenntað sig til dæmis til matvælaiðnaðar og reksturs framleiðslufyrirtækja, eins og til dæmis sá hópur, sem hefur menntað sig f lögfræði. Það segir nokkra sögu, að i Reykjavík eru t ,d. fleiri lög- fræði- og fasteignaskrifstofur, en til dæmis skrifstofur útgerð- arfyrirtækja. Ungir menn telja að sér sé betur borgið með til dæmis lögfræðinámi og fast- eignaviðskiptum í beinu áfram- haldi, heldur en að læra eitt- hvað þaö, sem háð er fram- leiðslu okkar eða iðnaði. Löngunin til náms er of ein- hliða, sem vafalaust stafar af afkomumöguleikum að ein- hverju leyti. Lf hægt væri að jafna metin mundi menntafólkið dreifast og taka fyrir fleiri grein ar framhaldsnáms, sem kæmi þá framleiðslu-greinum okkar að beinu gagni. Eins og er, þá staf- ar engmn liómi af okkar megin atvinnuvegum, og framfarimar eru hægari en oftast áður. Það vantar nýja ferska starfskrafta með nýjar hugmyndir I fram- leiðslu og sölutækni, fólk sem hefur numið vísindalegan mat- vælaiðnað og kann og þorir að brjðta nýiar leiðir. Þetta fólk kemur ekki í leitimar, á meðan afkoman er næstum vonlaus. Unga fólkið brýzt til náms f öðrum öruggari námsgrein- um. Þó er okkur nauðsyn á að framleiðslugreinamar, sem eru uppspretta verðmætanna, og þvi undirstaða alls annars f landinu, fái að dafna og þróast Með minnkandi aflamagni, þá eykst þörfin á að auka nýtinguna og verðmæti þess sem framleitt er. Menntastofnanirnar, eins og til dæmis Háskólinn, eiga að gera sitt til að menntafólkiö og áhugi þess dreifist á þann hátt, sem þjóðfélaginu og afkomu þess er fyrir beztu. Afkomu- möguleikana þarf að skapa f flestum greinum, svo að þær at- vinnugreinar, sem við megum sfzt án vera, verði ekki útundan. Þrándur í Götu. Leigi út loftpressu og gröfu tU all-a verka. GisU Jónsson, Akurgerði 31. Sfmi 35199. Sjálfsfjjónusta Njótið sumarleyfisins. Gerið viö bílinn sjálfir. Veitum alla aðstöðu. Nýja bílaþjónustan, Hafnarbraut 17. Sáni 42530. SE2ZZ2Z2S * Á þessum síðustu og verstu tfmum er nauðsynlegt mli Há» SPARIÐ PENINEANA með þvl að komast hjá miklum auka kostnaði í sambandi við bifreið yðar. Samkvæmt niöurstöðum SHELL þol- prófsins, „Standard Shell 4 Ball Test” minnkar núningur á slitflötum vélar- innar um 31% á hverja 1800 t/mm, ef 10% olíunnar á vélinni er STP olfu- bætir. SHELL hefur þvi sannreynt, að STP olíubætir tryggir yöur lengri endingu vélarunar og sparar yður dýran við- haldskostnað. Fæst á næstu bensín og smurstöð. Sverrir Þóroddsson & Co. Trvggvagata 10 . Sími 23290.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.