Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 3
V1 SIR . Þriðjudagur 28. október 1969. „HöSdum ríkjamenn hlutfullslega // Staldrað stundarkorn v/ð / félagsskap 'islenzkra i stúdenta / Princetonháskóla „Elnhver spekingur hérna við skólann reiknaði það út að við íslendingar héldum fyllilega í við Bandaríkja- menn hlutfallslega hvað varð ar skólasókn hér í Princeton“ sagði einn íslendinganna við hinn fræga háskóla í New Jersey-ríki, þegar fréttamað- ur Vísis hitti fslendinga að máli f háskólanum nýlega. Princeton er éinn frægasti há- skóli Bandaríkjanna, — og einn sá dýrasti, en jafnframt er hann einn hinna allra minnsti með 3500 nemendur. Og í þessum hópi eru þrír íslenzkir náms- menn. Það er aldeilis hressing að aka sem leið liggur undir Hudsonána gegnum hin miklu Lincoln- göng. Fljótlega eftir að við erum lausir við fljótið fyrir ofan okkur batnar andrúmsloftið, því eitt af því fáa, sem ekki er hægt kaupa fyrir peninga á Man- hattaneyju, er gott og ferskt andrúmsloft, nema þá með loft- kælingu, sem víðast hvar er að finna í fbúðum, skrifstofum, veitingahúsum, og bílum. Princeton er í um 5 stundar- fjórðunga ferð frá miðri Man- hattan og þar er að finna lítinn og friðsælan bæ, á gangstéttun- um fólk, sem einhvern veginn lítur öðruvfsi út en blandan á gangstéttunum á 42. stræti Man- hattan. Þorsteinn Þorsteinsson, kunn- ur frjálsíþróttamaður tekur á móti okkur í Princeton og leiðir okkur á móts viö háskólahverfið mikla. Blaðáfulltrúi skólans leiðir gesti í allan sannleika um stofnunina. „Það kostar 3700 dali að stunda nám hér einn vet- ur“. segir hann, „en þeir nem- endur sem eru komnir inn f skól- ann, fara þaðan ekki fyrr en þeir hafa lokið námi nema um van- rækslu sé aö ræða“, segir hann. Hann segir mörg dæmi þess að nemendur hafi lent í fjárhags- örðugleikum eftir að þeir hófu nám, — en þá eru peningamenn skólans kallaðir til og þeirra verkefni er að finna styrki og lán á lágum vöxtum til langs tíma fyrir stúdentinn. Hann þarf engar áhyggjur aö hafa og getur óáreittur haldið námi sínu áfram. Þetta telja margir styrk skólans, auk þess sem kennarar eru margir meðal þeirra færustu í Bandaríkjunum, einkum ' á sviði tölvísinda. íþróttamannvirki þessa litla háskóla, sem er ca. 10 sinnum minni en stærstu skólar lands- ins, t.d. skólinn í Manitoba, eru meiri en tíðkast jafnvel f höfuð- borgum Noröurlandanna. „Perl- an“ í þessum mannvirkjum er ný íþróttahöll, sem kostar 88 milljónir eða svo, losar eitthvað um 10 milljónir dala, fullbúin, en þar gæti Laugardalshöllin okkar rúmazt mjög vel innan dyra. Rithöfundar skipti prófessorsembætti á milli sín © Þetta þing tókst með afbrigð um vel og langt fram úr vonum. Bæði var allur aðdragandi mjög ánægjulegur, með miklum skrif um um málefni rithöfunda í blöð um og umræðum í útvarpi og sjónvarpi og svo hins vegar kom fram mikill einhugur á þinginu sjálfu, sagöi Einar Bragi, formað ur Rithöfundasambands ís- lands en fyrsta rithöfundavingi á íslandi, sem sambandið gekkst fyrir lauk í Reykjavík í fyrradag. Rithöfundar sóttu þingið afar vel en að jafnaöi voru 67—70 rithöfund ar á þinginu. — Margar aiyktanir og tillögur voru samþykktar, þar á meðal flestar tillögur stjórnar sam bandsins, sem hafa verið rækilega kynntar að undanförnu. Af nýjum tillögum má nefna á- skorun til Háskólans og mennta- málaráðherra, að stofnað veröi gestaprófessorsembætti við Háskól- ann, sem rithöfundar skipa til skipt is. Tilgangur þessa embættis er að auka tengsl stúdenta við núlifandi rithöfunda og nútímabókmenntir. Fátf að vanbúnaði að byrja © Hafnfirðingar, og þá líklega Reykvfkingar líka, munu e.t.v. geta heimsótt fyrsta vínveitingastað Hafnarfjarðar eftir rúma viku eöa svo. Ekkert er nú að vanbúnaði að rekstur Skiphóls hefjist, eftir að ráðuneytið gaf grænt ljós í gær í bréfi sínu til bæjarstjórnar Hafn arfjarðar. Telur ráðuneytið að taka beri skoðanakönnunina góða og gilda sem vilja meirihluta bæjarstjórnar. Nú stendur aðeins á því að endan leg umsögn matsnefndar vínveit- ingahúsa liggi fyrir. Þegar hún berst dómsmálaráðuneytinu, er ekk ert því til fyrirstöðu að leyfi verði gefið út. „Ég á von á nefndinnl eftir helg- ina“, sagðl Rafn Sigurðsson sem sækir um leyfið, „og vonast tll að geta opnað staðinn á föstudags- kvöld." Kom þá f ljós, að þær höfðu borð- að 13 og 15 pillur að boði piltsins, sem játað hefur að hafa reykt marijúana og neytt hassis, en hann hefur í yfirheyrslum borið að pill- umar hafi aðeins verið sjóveikitöfl ur, sem hann hafi fundið heima hjá sér. Flest þykir þó benda til þess að þetta hafi verið LSD-töflur. Þetta var kært til bamaverndar- nefndar í Garðahreppi og rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði var fengin til þess að r*nnsaka málið. Enn hefur ekki tekizt að upplýsa, hvaðan pilturinn fékk lyfin, en ým- ist þekkti hann ekki þá, sem séldu honum eitrið, eða þá, að þeir, sem hann hefur vísað á og lögreglan hef ur haft upp á, hafa þrætt harðlega fyrir nokkra hlutdeild f þessari eit- urlyfjaneyzlu. M. a. vísað pilturinn á sjómann nokkum á millilanda- skipi, en það reyndist ekki vera rétt. Eitt skiptið sagðist pilturinn hafa keypt 10 hassisplötur af öðr- um pilti í bíó á 25 krónur stykkið, en hann vissi ekki nafn hans. Tilbúnar íslenzkar afurðir bíða hér afskipunar í frystigeymslum Coldwater í Cambridge £ Bandaríkjunum. Sterkur orörómur leikur á því, að ungmenni á farskipum, sem kom. izt hafi í kynni við eiturlyfin í er- lendum höfnum, beri þau hingaö með sér til landsins, en ennþá hef- ur hvorki toll- né löggæzlu tékizt að hafa hendur í hári neins, sem flytur þetta inn tíl landsias. 20% aukning út- flutningsframieiðslu Útflutningsframleiðslan hefur aukizt um meira en 20% fyrstu átta mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra. Kom þetta fram í ræðu viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Verzlunarráðs íslands „Skýring þess“, sagði ráðherrann „er að nokkm hagstæð fiskigengd við landiö, einkum tiltölulega sterk ur þorskstofn, en að mjög verulegu leyti er skýringin fólgin f aukinni sókn í sjávarútveg og verðmæt- ari vinnslu aflans. Þorskaflinn hefur aukizt um 14%, en auk þess hefur rækjuafli og humarveiöi farið vax andi. Þá hafa veiðzt um 93 þús. tonn af loðnu, umfram afla fyrra árs, og vegur það nokkuð upp á móti bresti síldaraflans. Mjög mik ilvægt er að vinnsla freðfisksins hef ur gjörbreytzt. Famleiðsla hinna ó- dýru blokka hefur minnkaö. en vinnsla dýrari afbrigöa hefur aukizt að sama skapi“ Dæturnar komu heim írunnarkgu ástandi' — og foreldrana fór að gruna margt — Komst upp um eiturlyfjaneyzlu unglinga / Hafnarfirði Fjórtán ára gamall piltur í Hafnarfirði hefur orðið uppvís að eiturlyfjaneyzlu, hefur hann viðurkennt að hafa bæði neytt marijuana og hassis, en grunur leikur á því að hann hafi neytt LSD einnig og gefið vinstúlkum sínum með sér. Foreldrar piltsins hafa neyðzt til þess að taka hann úr skóla hans í Hafnarfirði og koma honum fyrir úti á landi undir sérstakri forsjón, en lögreglan vinnur nú að þvf að upplýsa, hvaðan pilturinn hefur fengið lyfin. Foreldrar tveggja stúlkna, 14 og 15 ára, urðu fyrstir til þess að gruna sitthvað misjafnt, þegar dætur þeirra komu heim fyrir nokkm f annarlegu ástandi. Sáu stúlkumar ýmiskonar sýnir og töluðu sam- hengislaust mgl, en vom ófærar til þess að sækja skðla sfna daginn eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.