Vísir - 28.10.1969, Page 10

Vísir - 28.10.1969, Page 10
ÍIIKYNNINGAR f Fíladelfía. Almennur bíblíulest- ur í kvöld kl. 8.30 (neðri sal). Guöspekistúka Hafnarfjarftar. — Fundur í kvöd kl. 8.30 í Sjálf- stæðishúsinu. Frú Sigurveig Guð mundsdóttir flytur erindi. K.F.U.K. - A.D. Eíblíulestur i kvöld Bjarni Eyjólfsson ritstjóri talar, Allar konur velkomnar. Tónabær — Tónabær. Félags- starf eldri borgara miðvikudaginn 29. okt. verður „opið hús“ í Tóna bæ frá kl. 13.30 — 5.30 e.h., auk venjulegra dagskrárliða veröa frl merkjaþáttur og kvikmynd. End- urskinsmerki verða látin á yfir- hafnir þeirra sem þess óska. , Kópavogsbúar. Sjálfstæðiskv. félagið Edda heldur bingó í Sjálf stæðishúsinu við Borgarholts- braut miðvikudaginn 29. okt. kl. 8.30. Spilaö verður um marga góða vinninga. Allir velkomnir. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 2. nóv. að Hótel Loftleiðum. Velunnarar deildarinnár sem vilja gefa kökur hafi samband við Ástu sími 32060 og Auði í síma 37392. Náinskeið í Nýja testamentis- fræðum. Væntanlegir þátttakend- ur eru beðnir að koma til við- tals í félagsheimili Hallgríms- kirkju n.k. þriðjudagskvöld 28. okt. kl. 8.30 stundvíslega. Dr. Jakob Jónsson. Kvenfélagið Seltjörn Seltjarnar nesi. Vetrarfagnaðurinn verður föstudaginn 31. þ. m. í Miðbæ kl. 9. Skemmtiatriði og dans. Að- göngumiðar í mjólkurbúðinni Melabraut. Frá kvennadeild Barðstrend- ingafélagsins. — Basar félagsins verður haldinn föstudaginn 31. okt. Þær sem vildu gefa muni vinsamlega hringi i síma 31370 Helga, 37248 Guörún, 37751 Mar grét 41786 Jóhanna, 36258 Val- geröur. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur sinn árlega basar laugar- daginn 1. nóv. í Laugarnesskólan- um. Félagskonur munið sauma- fundina á fimmtudagskvöldum fram að þeim tíma. Kvenfélagskonur Keflavík. — Snyrtinámskeið verður haldið á vegum félagsins ef næg þátttaka fæst. Uppl. í símum 1666 og 1486. Basar Kvenfélags Langholts- sóknar verður haldinn laugardag inn 8. nóv. kl. 2 í safnaðarheimil- inu. Allir sem vildu gefa á basar inn eru vinsamlega beðnir að láta vita f síma 35913, 33580, 83191 og 36207. íbúar í Garftahreppi. Basar til ágóöa fyrir orlofsheimilið í Gufu- dal verður að Hallveigarstööum 1. nóv. Kvenfélagskonur og aðrir hreppsbúar vinsamlega gefi muni eöa .kökur og komi þvi til: Sign- hild'Konráðsson Hagaflöt 5, Ernu Mathiesen Aratúni 27 og Bjarn- heiöar Gissurardóttur Stóraási 9. Kvenfélag Garöahrepps. V í S IR . Þriðjudagur 28. október 1969. BELLA Bréfin þín og reikningarnir eru óftum að lagast, ungfrú Bella, það líður ekki á löngu þar til við get- um i raun og veru póstlagt hvort tveggja og sent til viðskiptavina. SKEMMTISTAÐIR ® Þórscafé. Hjómsveitin Opus 4 leikur í kvöld, söngvarar Gunnar Ingólfsson og Hjörtur Blöndal. Röftull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar ásamt Þuríði Sig- urðardóttur, Pálma Gunnarssyni og Einari Hólm leika og syngja til kl. 11.30. Dansmærin Princess Tamara skemmtir. Opið til kl. 11.30. Sigtún. Bingó í kvöld kl. 9. Tónabær. Opið hús frá kl. 8 — 11 fyrir 14 ára og eldri Roof Tops koma í heimsókn. BIFREIÐASKOÐUN ® Bifreiðaskoftun: R-21251 til R- 21450. FUNDIR • Kvenfélag Grensássóknar held- ur aðalfund sinn þriðjudaginn 4. nóv. kl. 8.30 í safnaðarheimilinu Miðbæ við Háaleitisbraut Aðal- fundarstörf, upplestur. BLÖÐ OG TÍMARIT ® Hjartavernd, 1 tbl. 6. árg. 1969 er komið út og flytur m.a. þetta efni: Samfélög og heilsufar, Leit að gláku á Rannsöknarstöö Hjartaverndar, Reykingar og heilsufar, Varnir gegn kransæða sjúkdómum ásamt mörgu fleiru fróðlegu efni er i blaðinu sem gefið er út af Hjartavernd, Lands samtökum hjarta- og æðavemdar- félaga á íslandi og afgreiðsla þess er að Austurstræti 17. Tímarit Hjúkrunarfélags ís- lands, 3. tbl. 1969 er komiö út og flytur m.a. þetta efni: Ritstjórnar þátt, Slysavarðstofa Reykjavík- ur, Hjúkrunarsaga — bókakynn- ing, Sálfræöileg próf fyrir starfs fólk í sjúkrahúsuni, Alþjóðlegt hjúkrunarkvennaþing í Montreal. Margt fleira er í blaðinu, sem kemur út ársfjörðungslegá, gefiö út af Hjúkrunarfélagi tslands, sem hefur skrifstofur að Þing- holtsstræti 30. YEÐRIfi I DAG Hvöss vestan átt og él í dag, en lygnandi í nótt. Slydda eða hagl- él. Hiti 1-3 stig. Þrjár rjúpnaskyttur á námskeiði Hjálparsveitarinnar í meðferð áttavita, 1966. „Attaleysið og von- leysið fer með menn — Hjálparsveitin efnir til áttavitanámskeibs fyrir rjúpnaskyttur Áttavitanámskeið fyrir rjúpna- skyttur hefst hjá Hjálparsveit skáta, í Iðnskólanum annað kvöld. Stendur námskeiöiö yfir í tvö kvöld. Þetla er fjóröa námskeiftiö af þessu tagi, sem hjálparsveitin heldur í meðferð áttavita og landabréfa. A -f Einnig veröa veittar leiöbeiningar um fatnað og ferftabúnaft almennt. Blaöið talaði í morgun viö Smára Úlafsson hjá hjálparsveitinni, sem sagði m. a.: — Eitt mesta atriði fyr- ir rjúpnaskytturnar er það, að þær séu þannig útbúnar, að þær villist ekki, ef menn eru viiltir og áttavita- lausir ganga þeir í hringi, og yfir- leitt er það áttaleysiö og vonleysið, sem fer með menn. Við ætlum líka að sýna þeim fataútbúnað á nám- skeiðinu, en það skiptir miklu máli, að rjúpnaskytturnar séu vel klædd- ar. og heppilega, t. d. f ullar- 'ötum, einnig þaö hvernig þeir eiga að haga sér, ef þeir skyldu týnast, ÍMMB !IL AILRA RRflll Dag* viku- og mánaóargjald en eitt veigamesta atriðiö er að kunna að átta sig. Blárri Hondu stolið Bifhjóli, blárri Hondu með núm erinu R-1254, var stoliö hjá Tóm- stundahöllinni um tíuleytið í gær- kvöldi. Pilturinn sem á hjólinu var mun hafa brugðiö sér frá lítillega, og einhvem virðist hafa gripið ó- skapleg feröaþrá á meðan og hlammað sér á bak og þeyst í burtu. ANDLAT Silfa Brynhildur Jónsdóttir, Bú- staðabletti 8, andaðist 21. okt. sl., 63 ára að aldri. Hún verður jarö- sungin frá Fossvogskirkju á morg- un kl. 10.30. Finnur Jónsson, vélgæzlumaður, Marargötu 4, andaðist 22. okt. sl., 54 áfá að áldri. Hann verður jarö- sungirtn frá Fossvogskirkju á morgun kl. 13.30. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, frá Króki, Noröurárdal, Borgarfirði, til heimilis að Vífilsgötu 4, Reykja- vfk, andaðist 20. okt. sl., 46 ára að aldri. Hún verður jarösungin frá Neskirkju á morgun kl. 13.30. Skák Guðmundar og Smeikal í Austurríki 22*0*22 /IÍJ A IA.IUA V RAUÐARÁRSTÍG 31 Guftniundur Sigurjónsson. 27. Ba4 — Bd7 Smeikal. 28. Bxd6 — Bxa4 1. e4 — e5 29. Bxc7 — Dxc7 2. Rf3 — Rc6 30. e5 — Bd7 3. Bb5 — a6 31. d6 — Dc6 4. Ba4 — Rf6 32. exf6 — Hxel skák 5. 00 — Be7 33. Dxel — Rg8xf6 6. Hel — b5 34. Re5 — Dxd6 7. Bb3 — d6 35. Rxd7 — Dxd7 . 8. c3 — 00 36. Hxc4 — Rd5 9. h3 — h6 37. Hc5 — Rf4 10. d4 — He8 38. De4 — Rxh3 11. Rd2 — Bf8 39. Dd5 — Dg4 12. Rfl — Bd7 40. Df3 — h5 13. Rg3 — Ra5 41. Rxh5 — Rf2 skák 14. Bc2 — c5 42 Dxf2 — gxh5 15. b3 — Rc6 43. Df5 skák — Dxf5 16. d5 — Re7 44. Hxf5 — Bxc3 17. Be3 — g6 45. Hxh5 skák — Kg7 18. Dd2 — Kh7 46. g4 — a5 19. Rh2 — Bg7 47. a4 — Kf6 20. f4 — exf4 48. Kg2 — Ke6 21. Bxf4 — c4 49. Kf3 — f6 22.' Rf3 — Bc8 50. Hb5 — Kf7 23. Khl — Rg8 51. Ke4 — Kg6 24. Bxc4 — bxc4 52. Hc5 — Bel 25. Hbl — Ha7 53. Hf5 — Kf7 26. Hb4 — Hc7 54. Hfl — gefiö. Skrifstofustúlka óskast Viljum ráða strax reynda skrifstofustúlku til síma- vörzlu og vélritunar. Helzt ekki yngri en 20 ára. — Enskukunnátta nauösynleg. VÖKULL H/F . Hringbraut 121 IKVÖLD

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.