Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 9
v isik . priojuaagur z». oKtoeer 9 — Eg nota hann oft í skólann, segir Anna Kristín, 12 ára. förum aö meö sex börn í skóla og í vinnu, segir Aðal- heiður Þorvaldsdóttir; Heiða- seli. — Ég nota hann nærri dag- Iega, segir Krisíján í Klappar- holti. — Fyrsta skipti, sem ég kem í vagninn, segir Erna Sigurð- ardóttir. □ Atvinnulaus, en þó heill heilsu. Ég verö aö viöurkenna þaö, að ég varö bálreiöur, er ég las grein í Vísi um atvinnuleysið og skráningu atvinnulausra. Finnst mér að hægt sé að lesa þar á milli línanna, að þeir sem enn hafi ekki fasta atvinnu séu ann aðhvort örkumla eöa á einhvern annan hátt vankaöir. Verð ég aö segja það, aö mér fullfrískum manninum, sem gengiö hef á milli stofnana hjá Reykjavíkur borg og ýmissa fyrirtækja hér í borg í heilt ár, helvíti hart að fá það í andlitið að ég sé bara „aumingi“ fyrst ég hef ekki get að útvegað mér fasta atvinnu ennþá. Mér finnst hér veriö aö slá ryki í augun á almenningi og reynt að telja honum trú um að ástandið sé ekki svo slæmt í raun og veru. Þessir háu herrar hjá borginni ættu hins vegar að opna augu sín fyrir því að ástandiö er geig- vænlegt og ættu þeir bara að leiða hugann að hinum margum- rætta fólksflótta úr landi. Þetta fólk er svo sannarlega ekki að fiytjast búferlum að gamni sínu. „Reiður og atvinnulaus". Ath.: Vísir sagði ekki annað en þaö, sem rétt er, að nokkur hluti þeirra, sem skráðir eru at- vinnulausir, eru öryrkjar, sjúkl- ingar eöa á eftirlaunaaldri. □ Saumsprett- urnar björguðu mér. Hérna um daginn fór ég í mesta grandaleysi í kjólaverzlun eina hér í Þingholtsstræti, er þar var haldin útsala. Á útsölunni var einnig ýmiss konar vaming ur til sauma og þar á meðal rennilásar. Er ég kom inn í búð ina voru þar fyrir allmargir við- skiptavinir og þurfti ég því að bíða allgóða stund. Heyrði ég þá útundan mér aö verið var að tala um rennilása, sem kostuðu einungis krónur tíu stykkið, og hugðist ég skoða þessa vöru, er væri á slíkum gjafprís. í því augnamiði setti ég hanzka mína í vasann. Veit ég þá ekki fyrr en ein afgreiðslustúlkan snýr sér að mér með miklum þjósti og spyr, hverju ég hafi verið að stela og stinga í vasann. Að vonum varð ég hvumsa við, en tók upp hanzkana mína og sýndi henni. Sem betur fer voru þeir meö tveim saumsprettum, sem ég þó hafði ætlað að gera við í marga daga, en tramkvæmdalevsið varð mér til bjargar til varnar sak- leysi mínu í þetta skiptið. — Finnst mér þetta litla dæma sanna fljótfærnisleg vinnubrögð afgreiöslufólksins, sem allt of oft vilja verða ofan á hér á landi. „Saumakona". Maour saknar manna, sem ekki koma á sínum venjulega tíma í vagninn, segir Magnús Jóns- son, bílstjóri, sem búinn er að aka vagninum upp að Lögbergi í 16 ár. Síðasti vagn að Lögbergi Ibúarnir þar efra mótmæla jbv/ að strætis- vagninn hætti að ganga — Visismenn / skemmtireisu með strætisvagni númer 12 9 Vagninn silast áfram upp Hverfisgötu, Suðurlandsbraut, stoppar á hverri stöð til þess að hleypa inn farþegum. Þegar komið er upp að Elliðaám er hann orðinn hálffullur af fólki, sem horfir í gaupnir sér ellegar út um gluggann, svip- brigðalaus andlit eins og ávallt i strætisvagni. • Síðan er sveigt út af Vesturlandsveginum upp Smálönd og staðnæmzt á nokkrum stöðum í Árbæjarhverfi. Uppi við Baldurshaga eru aðeins tveir farþegar eftir auk blaða- manns og Ijósmyndara Vísis og þá notum við tækifærið til þess að tala við vagnstjórann, Magnús Jónsson. — gg þekki mig orðiö á þess^ ari leið, segir Magnús, búinn að aka Lögbergsvagnin- um í 16 ár. Maður hefur fylgzt með unglingunum hérna. Þeir hafa alizt upp með manni, gift sig og flutt í burtu. Mér finnst þaö anzi hart, seg- ir Magnús, að nú skuli eiga að leggja niður þessa strætisvagna- leið. Því skyldi þetta fólk, sem hér býr ekki njóta þjónustu bæj- arins eins og aðrir skattborgarar Reykjavíkur? Það hefði mátt fækka eitthvað leiðunum og samræma þær betur þörfum fólksins, en að leggja ferðirnar niður finnst mér ótækt. Hér er talsvert af fólki, sem þarf aö komast til vinnu á morgnana — Auk þess eru hér krakkar, sem þurfa að komast í skóla. — Og nú settu þeir skólabíl fyrir byggð'na hér uppfrá í haust. En þessi vagn er nærri því á sömu tímum og hann. Ætli hefði ekki verið nær að nota vagninn á- fram? Það hefur oft verið talsverð „traffík" hingað upp eftir, eink- um á sumrin. Til dæmis um berjatímann. Þetta var reyndar með minnsta móti í sumar vegna rigninganna. Hér eiga margir sumarbústaði og þótt nú orðið eigi flestir híla, eru alltaf einhverjir sem nota vagninn. Otvegsbankinn á til dæmis sum- arhús hér í Lögbergslandi og skátarnir eiga þar skála. Oft eru þeir á ferðinni á veturna og raunar fleiri, skíðaferðir og því um líkt. 'VT'ið gerum stuttan stanz i við LÖgberg. Þar er vagninn tómur og enginn farþegi kemur upp í fyrr en rétt neöan við Geit- háls. — Þar kemur inn stúlku- hnáta; Anna Kristín Hauks- dóttir. — Ég á heima hér á Valbergi, segir hún. — Jú, ég nota þenn- an vagn æöi oft í skólann, segir hún og brosir. — Það er ákaflega bagalegt fyrir okkur að missa vagninn, segir fullorðin kona, sem kemur upp í vagninn við Heiðasel. Við erum átta í heimili á mínum bæ, sex börn í skóia og vinnu. Það er m:kil óánægja með þessa ráðstöfun hér og nú er í gangi undirskriftasöfnun til þess að mótmæla. Ég veit ekki hvemig við förum að ef vagninn hættir að ganga. — Það er hætt við að hús- eignir falli í verði hér upp frá ef af þessu verður, segir Magn- ús vagnstjóri, þar sem hann læt- ur vagninn bruna á skokki í þriðja gír hjá Rauðavatni. Ég veit um ungt fólk, sem hefur verið aö kaupa hús hérna upp- frá og nú sér það fram á, að þetta falli stórkostlega í verði. Við Baldurshaga kemur ungur piltur upp í, Kristján Valdimars- son, Klapparholti. — Ég nota vagninn nærri dag- lega, segir hann, ég er í Voga- skólanum — auðvitað yrði baga- legt að missa þessar ferðir, þó að flestir hér uppfrá eigi reynd- ar bíla. — Ta, það er nú svo, segir " ung kona, sem kemur upp í vagnrnn litlu neöar, að þetta er nú bara í fyrsta skipti sem ég nota vagninn, síðan ég flutti hingað upp eftir, en þaö er vegna þess að við erum með bíl. — Auðvitað eiga allflestir bíla, sem hér eiga heima, en þar fyrir getur samt verið þægilegt að hafa vagninn. Það eru þó nokkuð margir sem búa allt árið hér við Rauðavatnið, margir með krakka í skóla. — Það er nú búið að vera, segir Magnús vagnstjóri, að maður bíði eftir mönnum með- an þeir eru kannski að koma sér í fötin á morgnana. En auðvitað hinkrar maöur viö, ef menn eru á ‘'leiöinni, eitthváð seinir fyrir. IVÍaður veit orðið hverjir eru með vagninum á þessum og þessum tíma og saknar þeirra, ef þeir eru ekki með. Við höfum haldið uppi dálitlum smáflutn- ingum hingað upp eftir, sérstak- lega fyrir banaheimilið aö Sil- ungapolli, komið þangað með blöð og svona nokkuð. Oft er- um við beðnir fyrir smápakka þangað upp eftir og hitt og annað. \7’ið erum aftur komnir niður í ~ Árbæjarhverfi og nú tekur að fjölga í vagninum aftur. Stór hópur kemur inn í Smálöndum. — Það er oft margt fólk, sem fer hingaö. Þeir nota vagninn oft mennirnir, sem vinna við rannsóknarstöðina á Keldum, segir Magnús. Nú svo er hann mikið notaður af fólki, sem fer á golfvöllinn hérna uppi í Graf- arholtinu. Aftur silast vagninn niður i bæinn. Manni líður eins og mað- ur sé að koma utan af landi. Kannski væri hægt að halda þessum ferðum uppi með því að auglýsa þær sem skemmtiferðir um leið, hver veit. En allt útlit er fyrir að þetta verði samt ein af síðustu ferðunum, því innan tíðar verður Lögbergsvagnmum lagt. — Það er tap á honum, segja forstöðu- menn Strætisvagnanna og hafa vafalaust mikið til síns máls og að sumri fara sennilega færri með nesti sitt upp að Lögbergi f berjamó. — j. h. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Skólabill ekur nærri því á sama tíma og Lög bergsvagninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.