Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 28. október 1969. SKRRR SKRÚFUR LHmiR (-;—| Úrualshnnduerhf. bJBIBSi m LAUGAVEG 178 -StMI 3 56 97 I AUGLÝSIHGAR AÐALSTRyfTI 8 SÍMAR 1-16-00 1-56-10 og 1-50-99 INNRÉTTINGAR IEIdur / bókabíl ELDUR kom upp í bókabíl Borgarbókasafnsins um kaffi- leytið í gær. Kviknaði í vél bflsins og urðu þar einhverj- ar skemmdir, en aðrar skemmdir urðu ekki í bílnum, i nema hvafl bækur kunna að hafa skemmzt eitthvað óveru i lega af reyk, og var það ekki fullkannað síðast þegar lög- reglan vissi um málið. Stýrimaðurinn látinn Jóhann Ægir Egilsson, stýri- maður, lézt i gærkvöldi á Land- spítalanum af völdum brunasára, sem hann hlaut í bruna um borð 1 Lárusi Sveinssyni SH, þar sem bát- urinn lá í höfn í Ólafsvík. Jóhann Ægir var 36 ára gamall Reykvík- ingur til heimilis að Stangarholti 16. Hann var einhleypur. Srotizt inn í Kaup- félag Hafnarf jarðar Verzlunarstjórinn í Kaupfélagi í-Iafnfirðinga kom að tómum kass- anum í morgun. Brotizt hafði verið 'nn i búð kaupfélgsins við Strand- "’ötu i nótt og stolið þaðan 2—3000 ;rónum, sem vorq I kassanum, en ■'kki er enn afl. fuilu kannað hvað tek'ð hefur vefió"þar annað. Dyrnar út í portið við verzlunina höfðu orðið fyrir hnjaski. Átta milli- metra gler sem í hurðinni var hafði ve'rið brotið. Sá, sem þama hefur verið að verki hefur haft með sér einhver verkfaeri, því ekki hefur hann brotið svo þykkt gler með herum höndum. Ekkert var annað skemmt í verzl- unirini svo að sjá mætti í fljótu bragði. Börnin fylgjast spennt með í leikhúsi lögreglunnar. r r — Brúðuleikhús lógreglunnar nýtur góðrar að- L . sóknar — rúmlega 1000 si'ó' ára^'böm- á' viku < — Þú ert bara aö verða skrautlegur í framan! sagði lítill hnokki, Guðmundur, við plástraðan strák, sem hann riefndi Kálla kalda, en frammi í sai sátu um 60 börn á sjö ára aldri — öll úr Laug- arnesskólanum — og hlust- uðu á. 7 ára bekkirnir F, K og T voru þama samankomnir í nýju lögreglustöðinni við Snorra- braut I boði lögreglunnar og horfðu á brúðuleikhúsið nýja, sem bættist fyrir viku við hiö annars mjög svo blómstrandi leikhúslíf borgarinnar. Þetta nýja leikhús þarf ekki að kvarta undan lélegri aðsókn. Áhorfendur, sem komið hafa til þess aö sjá þennan 25 mínútna leikþátt Ármanns Kr. Einarsson- ar (er barnabókahöfundurinn vinsæli gerði i samvinnu við Iög- reglu Reykjavíkur), fóru yfir þúsundið í gær. Aa v/su standa hin leikhúsin ekki'eiiis vel að vígi í samkeppn- inni, þar sem þetta býður upp á ökuferð milli skólans og lög- reglustöðvarinnar í lögreglurút- unni, sem er mikið ævintýri sjö ára manneskjum. "v - Sáðitfar líka hlustað af mikilli andakt á Guðmund, Kalla kalda og Pál lögregluþjón á sviði brúöuleikhússins og ekki spillti það fyrir, þegar Ásmundur Matt- híasson, varðstjóri, afhenti öll- um í lok heimsóknarinnar „Litla löggukallinn“ — endurskins- merki til minja. Það féll líka í góðan jarðveg hjá þessum litlu gestum lögregl- unnar, þegar Óskar Ólason, ýfir- Iögregluþjónn, ávarpaði hópinn fyrir leiksýningu og sagði m. a.: „Enginn á að vera hræddur við lögguna og þó að pabbi og mamma segist skulu ná 1 lögg- una, ef þið viljið ekki borða salt- fiskinn, þá er það bara í plati. Löggan skiptir sér ekki af svo- leiðis.“ (Þá létti greinilega mörg- um). Eftir á sagði yfirlögregluþjónn inn blaðamanni Vísis, að því mið- ur væri brögð að því, að foreldr- ar notuðu lögregluna sem grýlu á börnin, „þótt minna væri orð- ið um slíkt í seinni tíð, sem betur fer, en kannski áður, þegar það olli lögreglunni mestum vand- ræðum í viöleitni hennar til þess að leiöbeina yngri borgurunum í um;ferðinni.“ Áreiðanlega var enginn þeirra, sem söng af fullum hálsi „1 skól- anum, í skólanum er skemmt - legt aö vera“ við gítarspil eins lögregluþjónsins, hið minnsta hræddur við lögregluna. Skák Guðmundar og Smeikal er á bls. 10 í blaðinu í dag ,Háttvís, með hlýjuorð á vör' „Hún skal vera háttvis með hlýjuorð á vör, hiklaus i svörum, ö>rugg og snör. „Brosandi" rödd hennar bera skal til þín boðin, sem þig vantar — þetta er stúlkan mín. Með greind og ljúfu sinni hún greiðir vanda þinn, svo gaman er að hringja á vinnustaðinn minn“. Ofanritaðar ljóðlínur eru tekn- ár úr „Litlum óði til simastúlk- unnar“ eftir J. Bjarklind, þar sem slegið er fram hugmyndum um eiginleika símsva-rans. Hins vegar er hvergi í þessum óði hægt að finna kjörorð íslenzkra símsvara „augnablek", sem sí- fellt dynur bó í eyrum þeirra, ér þurfa að hringja í síma fyrir- tækí hér í borg. Páttur slmsvarans i hinum al- menna rekstri fyrirtækja er meiri heldur en flestir gera sér grein fýrir í fljótu bragði. Marg- ir viðskiptavinir fá þar sín fyrstu kynni af fyrirtækinu, og er það vægast sagt fráhrindáridi að leita svara hjá hrokafullum og óþolinmóðum símsvara, sem helzt vildi segja, hvað kemur pér allt þetta við, eða þeim, sem ekkert veit og vísar viðskipta- vininum frá einum aðila til ann- ars, þannig að hann fær Iltið annað út úr krafsinu en suð og skiptihringingar frá skiptiborð- inu. Stjórnunarfélag íslands hefur gert sér grein fyrir mikilvægi þessarar stéttar og hyggst því til undirstrikunar halda nám- skeið fvrir símsvara, dagana 3., 4. og 5. nóvember n.k. Ætlunin á þessu námskeiði er að fjalla um starf og skyldur símsvarans, eiginleika, símsvör- un og tækni. Ennfremur veröur kynning á notkun símabúnaöar, kallkerfa o. s. frv. FRIÐRIK VARÐ SJÖUNDl — Skorti 3 vinninga til að komast upp Skákmótinu í Aþenu er lokið, og varð Friörik Ólafsson sjöundi í röð- inni af átján keppendum með 9 V2 vinning. Skorti hann þrjá vinninga til að ná þriöja sætinu, sem þurfti til þess að komast áfram í milli- svæðamótið. Vinningahlutfall Frið- riks er 56%. Sigurvegari varð Matulovic, Júgó slavíu, með 13 vinninga, óg í 2.—3. sæti Hort, Tékkóslóvaklu, og Húbn- er, Vestur-Þýzkalandi með 12 y2 v. Heyrzt hefur, að Hubner hafi verið boðið að koma til lslands í vetur til að keppa á alþjóölegu skákmóti hér. Friðrik er væntanlegur heim i miðri vikunni. Á VÆÐDMÓ T/J) í fíÞB/VU Þannig lftur skáktaflan út að loknu mðtinu í Aþenu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.