Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 5
V1SI R . Þriöjudagur 28. október 1969. 5 Þrem hefði átt ioka niðurstaba Neytendasamtakanna um fiskbúðir i Reykjavik TVeytendablaöiö, sem er nýút- komið inniheldur mikinn •fróðleik, sem oft er staöfæröur upp á Island og einnig kannanir, sem gerðar eru hér. Meöal efnisins eru grainar um mjólk og mjólkurumbúðir, fisk og fiskverzlanir, verð á veitingum, dagstimplun á mat- vörum, kartöflumáliö svokall- aða, sjónvarpsauglýsingar, nýja neytendalöggjöf og á- brygðarmerkingar á húsgögnum. Allt era þetta efni, sem koma okkur öHum við, öll erum við neytendur. Meðal efnisins er könnun á fiskverzlunum i Reykjavík, sem viö ætlum að víkja nánar að. Fulltrúar Neytendasamtakanna heimsóttu þær 46 fiskverzlanir sem skráöar eru í Reykjavik, í jÆí—ágúst sl. sumar. I töflu er svo skýrt frá þeim niðurstöðum er þeir komust að varðandi fjölbreytni fisktegunda, loftræst ingu, afgreiðslusvip og heildar- svip og hvaða einkunnir hver verzlun fékk fyrir þessa liði. Neytendasamtökin komust að því að geysimikill munur var á fiskbúöunum. Sama morgun og komiö var í fiskbúö, þar sem fengust 16 núsmunandi tegundir af fiski var komið í aöra fiskbúð þar sem aðeins saltfiskur og ýsuflök voru^til sölu. Sami mis- munurinn var á hreinlæti í fisk- búðunum. Þrjár fiskbúöanna fengu þá einkunnargjöf, aö þeim hefði átt aö loka vegna skorts á hreinlæti, þær voru allar í hús- um, sem einnig voru notuð fyrir fbúöir. I töflunni kemur í Ijós, að af 46 fiskverzlunum í Reykjavík eru aðens 8, sem fá einkunnina ágætt fyrir fjölbreytni fiskteg- unda, en ennþá verri verður út- koman, þegar einkunnir eru gefnar fyrir loftræstingu, af- greiöslurými og heildarsvip, fyr- ir það fá aðeins 2 fiskbúðir i borginni einkunnina ágætt, fyrir hvern liðinn um sig. Hins vegar eru þaö fleiri fiskbúöir sem fá einkunnina gott fyrir áðurtalda liði en þær sem fá einkunnirnar sæmilegt, slæmt og mjög lélegt. Þessi niðurstaða sýnir svo að ekki er um aö villast, að fisk- veiðiþjóðin íslendingar á margt eftir ólært um frágang á hráefni sínu og verzlunarhætti í sam- bandí við það. — Kemur þaö nokkrum á óvart? Konan og ' stjórnmálin í Húsfreyjunni „Cpjall um konur og stjórn- ^ mál“ nefnist grein eftir Ase Eskeland, sem er meðal efnis í nýútkomnu hefti af Hús- freyjtmni. „Jafnréttismálið“ svokallaða hefur gremilega hafið innreið sina í íslenzk blöö og tímarit ef dæma má eftir þessari grein og fleiri, sém hafa birzt annars staðar undanfama mánuði. Oft er það svo að framboðið sam- svarar eftirspurninni og því má draga þá ályktun, að vaknandi áhugi sé á þjóðfélagsaðstöðu konunnar meöal almennings hér Meðal annars efnis Húsfreyj- unnar, að þessu sinni, má geta greinarinnar „Fleira þarf en for- eldra" smásögu eftir Selmu Lagerlöf, Manneldisþáttarins, Heimilisþáttarins og tveggja greina frá Leiöbeiningarstöö húsmæðra. Nefnist önnur þeirra „Kunnum við að nýta frystikist- una?“ og „Kjöteftirlit og kjöt- gæöi“. Hvítt, gyllt og svart Tvær buxnadragtir til kvöldnotkunar. Önnur er hvít, við hana eru bornir gylltir eyrnalokkar og silfurlitir skór. Hin samanstendur af glitrandi smókingjakka úr brókaði við svart- ar buxur, viö hana eru bornir gulleymalokkar og gylltir skór. Taxti Félags kjólameistara T Tm daginn birtum við smá- könnun á þvi á hvaða veröi hægt værj að fá saumaskap á ýmsum flíkum hjá saumakonum í borginni. Nú hefur formaður Félags kjólameistara, Sigríður Bjarnadöttir, gefið okkur upp taxta Félags kjólameistara á ýmsum flíkum. Það skal tekið fram að viötalið, sem birtist á Kvennasíöunni við Sigríöi Bjarna dóttur, saumakonu var ekki við formann Félags kjólameistara, en þær eru nöfnur. Hér kemur taxti Félags kjóla- meistara: einfaldur kjóll 1500 krónur, pils 700 kr„ blússa 800 kr. Þetta er lágmarkstaxti á ó- fóðraðar flíkur, síðan bætast 30% við, á þær flíkur, sem eru fóðraðar. Félag kjólameistara hefur engan taxta fyrir kápur eða dragtir, sem flokkast annars staðar. í lokin má taka fram, að ef kemur fram galli eða vansnið á flík frá saumakonu, sem er meölimur í félaginu, hefur við- skiptavinurinn rétt á þvi að fá gallann bættan. Reglugerð um sniða og saumasamkeppni ,NORÐURLJÓSAFÖT 1970# „Norðurljósaföt“ skulu eingöngu vera úr Álafoss norðurljósaefnum sem fást hjá Álafoss og umboðs- mönnum um tand allt. Fatnaður allur á yngri sent eldri, konur og karla er móttekinn í samkeppnina, sem stendur til 10. janúar 1970. Fatnaður skal merktur dulmerki og sendur til Ála- foss, Þingholtsstræti 2, en upplýsingar um framleiösl- una settar í lokað umslag með dulmerki utan á og sendist formanni dómnefndar frú Dýrleif Ármann, Eskihlíó 23, Reykjavík. Verölaunin veröa sem hér segir: 1. verðlaun Kr. 25.000.00 2. verölaun Kr. 5.000.00 3.-10. verölaun Kr. 1.000.00 hver Þau skilyrði eru sett að Álafóss hafi framleiöslurétt á verðlaunafatnaðinum og sýningarrétt í 4 mánuði. Dómnefnd skipa eftirtaldir: frú Dýrleif Ámiann Eski hlíð 23, Reykjavík, frú Auður Laxness, Gljúfrasteini, Mosfellssveit og Björn Guömundsson klæðskeri, Hlið- arvegi 10, Kópavogi. ÁLAFOSS hjf BORÐKROKSHUSGOGN ELDAVELAR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 14275 n Einum strð Fáið þér: ELDHUSVIFTUR ELDAVELASETT KÆLISKÁPA FRYSTISKÁPA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.