Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 6
V í S 1 R . Þríöjúdagur 28. október 1969. 6 Siiissfp e%2Tmmma furuir frá Lulfieiðuffii Hlutabréf og skuldabréf hljóti sömu skattmeðferð og sparifé • Síðustu „sexur“ Lot'tleiða hafa nú verið seldar. reyndar ekki langt heldur til Flughjálpar, sem Loft- leiðir eru sjálfar eigandi að, en hol- lenzka flugfélagið Transavia ann;-—‘ flugrekstur á. DC-6 flugvélar félags ins Flughjálpar eru þá orðnar 5, en Loftleiðir hefur selt 4 þeirra, eifi fór til Chile og var afhent þar á síð asta ári. ® Önnur flugvélin, sem nú er seld ber einkennisstafina TF-LLA, og er söguleg flugvél, því hún er fyrsta DC-6B flugvél Lcftleiða og kom hingað í byrjun desember 1959. Hin vélin er TF-LLB og kom hingað f marzbyrjun 1960. Báðar voru áður í leigu hjá Transavía. • Samningur Transavia um rekst urinn á Flughjálp mun renna út nú 8. nóv. IVTunu Loftleiðir þá taka við flugrekstrinum af hollenzka flug félaginu. Aðalstöðvar flugreksturs- 'ns munu verða í Luxemb., en bók- ^hald f Reykjavík. Einar Ólafsson mun verða fyrirliði Flughjálpar- manna í Luxemburg, en Þorsteinn Jónsson yfirmaður flugliðsins í Sao Tomé. — segir i ályktun Verzlunarráðs „Hlutabréf og skuldabréf hljóti I spariskírteini ríkissjóðs. Sama gildi sömu skattmeðferð og sparifé eða I um vexti og arð af þessum eign- Endurheimt !ands- ins úr eyðingunni ura.“ Svo segir í ályktun Verzlun- arráðs Islands, sem samþykkt var á aöalfundi þess um helgina. Verzlunarráð vill gera margvísleg ar aðrar breytingar á skattakerf- inu. Afskriftir verði miðaðar við endurkaupsverð hverju sinni og að- stöðugjöld og landsútsvör verði felld niður, en í stað þeirra komi hækkun söluskatts, sem þeim nem- ur. Þá verði skattfrjáls arðgreiðslu- heimild félaga hækkuð úr 10% í 20%. Þá megi og endurmeta vörubirgö- ir, þegar almenn verölags- og kaup- gjaldsbreyting á sér stað, án þess að matsbreytingin hafi áhrif á skattskyldar tekjur. Stálu bensíni nf bifreiðum Tveir unglingar voru staðnir að verki f fyrrinótt við að stela ben- síni af bifreiðum, sem stóðu á bif- reiðastæði Aðalbílasölunnar við Skúlagötu (hjá Barónsstíg). Höfðu þeir meðferðis brúsa og slöngu og ætluðu sér að soga bensínið upp úr bensíngeymum bílanna, sem þarna voru geymdir, en af því var þó ekki i þetta sinn, þar sem lögreglan kom að þeim, áður en þeir voru byrjaðir. t — Höfuðmarkmið nýstofnaðra samtaka um landgræðslu og náttúruvernd Ég vænti mikils góðs af þessum samtökum og tel þau geta unnið mikið starf að náttúruvemd í víð- asta skilningi þess orðs, sagði Há- kon Guðmundsson, yfirborgardóm- ari f viðtali við Vfsi í gær, en hann er formaöur Landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka íslands, sem stofnuð voru að Hótel Sögu á laugardaginn. Markmið samtakanna eru í stuttu máli að stuðla að heftingu gróöur- eyðingar og jarðvegseyðingar lands ins, stvöja Iandgræðslustarf, hamla gegn spillingu landsins og stuðla að góðri umgengni við landiö, sagöi Hákon. — Þannig er ekki ótrúlegt að samtökin taki við herferöinni Hreint land — fagurt land, sem Æskulýðssamb. íslands og Náttúru- fræöafélagið hafa gengizt fyrir auk fjölda annarra verkefna m. a. upp- græðslu örfoka lands, sem ung- mennafélögin hafa staðið fyrir. Aðeins félög geta orðið aðilar að þessum samtökum, ekki einstakling ar. 14 félög hafa .þegar gengið í samtökin, en búast má við að þau verði a. m. k. 20—30 innan tíðar. Til aö gefa hugmynd um, hvaða félög eiga aðild að samtökunum má nefna Búnaöarfélagið, Ungmennafé- lögin, Skógræktarfélag íslands, Ferðafélag íslands, Vinnuveitenda- sambandið, Garöyrkjufélagið, Lions félög, Rotaryfélö® o. fl. Æskulýðs- samband íslands getur sem slíkt ekki orðið aðili að samtökunum, vegna skipulags þess sjálfs, en það verður styrktarfélag. Einn þátturinn í þessu starfi verð ur að skapa allsherjarhreyfingu fyr- ir endurheimt landsins úr eyð- ingunni, koma í veg fyrir mengun o. s. frv., sagði Hákon Guðmunds- son. Sérfræðingur Staöa sérfræðings í svæfingum og deyfingum við svæf- ingadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar viö Læknafé- lag Reykjavíkur. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum fyrir 25. nóvember 1969. Reykjavík, 24. 10. 1969. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. PFAFF BYLTING Á 40 ÁRA AFMÆLI Á 40 ára afmæli PFAFF umboðsins I dag þökkum við 40 ára ánægjuleg viðskipti og getum glatt húsmæður landsins með þeim tíðindum, að PFAFF verksmiðjumar hafa bert byltingu í gerð PFAFF saumavéla — reyndar allra saumavéla. Myndin hér að ofan sýnir nýju vélina. Gjörið svo vel og Iítið inn til að skoða þessa merku nýjung. Pfaff, Skólavörðustíg IA — Sími 13725

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.