Vísir - 10.12.1969, Qupperneq 6
cyMenningarmál
Olafur Jönsson skrifar um bókmenntir:
Blanda
V1SIR . Miðvikudagur 10. desember 1969,
Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir:
Rússnesk stórmynd
öm Snorrason:
GAMANTREGI
Prentsmiöjan Leiftur,
Reykjavík 1969. 183 bls.
^tarna var skrýtin bók! Örn
Snorrason hefur safnað í
hana ýmiskonar tækifærisskrif-
um sínum frá nær því fjörutíu
ára tíma, 1932 — 1969, I lausu
máli og bundnu, smágreinum og
frásögnum sem sumt a.m.k.
nálgast einhverskonar smásögu-
form, ræöustúfum og vinaminn-
um, söngtextum og gaman-
kviðlingum, lausavísum — og
alvarlega stíluðum kveðskap. Ég
þekki ekki til þess en geri ráð
fyrir þvi að mikið af þessu efni
hafi áður birzt með einum eða
■\
öðrum hætti, í blöðum og tfma-
ritum, eða verið flutt í heyranda
hljóði. Og að öllum líkindum
hefur það notið sín betur f sfnu
upprunalega samhengi, hvert
kvæði eöa greinarkorn fyrir sig,
en í svo mikilli syrpu sams kon-
ar efnis. Ekki þar fyrir: það má
hafa margvíslegt gaman af
syrpu Arnar Snorrasonar. Hann
er ritfær maður og spaugvís þó
smekkvísin kunni að vera svona
og svona á köflum; vafalaust
hefði hann notið sín vel við
spaugsöm dægurskrif út af til-
efnun dagsins og stundarinnar
þó hann hefði iðkað það miklu
meir. Dæmi um þesskonar skrif
í bókinni eru af handahófi Opið
bréf til Tóbakseinkasölunnar,
þar sem síðasta setningin er þó
meinlegust: „Forstjórinn svaraði
þessari vitleysu meö blaða-
grein!“ Eöa hátíöleg úttekt á
„þingrjúpunni" góðu, hinu eilífa
rjúpnamáli sem margur hátíð-
legur langhundur hefur verið
gerður um; Hvít með loðnar tær
nefnist þátturinn auðvitað. En
margar aðrar spaugilegar frá-
sagnir eru í bókinni af ýmsum
tilefnum, sumt með minninga-
brag, sumt augljós tilbúningur,
annað byggt á daglegri reynslu
kennara, foreldris o.s.frv., og
allt alveg græskulaust.
Miklu meir fer fyrir gaman-
semi en alvörunni í bókinni, og
eru gamanmáhn hér um bil ein-
ráð í þáttunum í óbundnu máli
í tveimur fyrri hlutum bókar,
Troðnar , slóðir og Brugðið á
leik. í þriðja kafla, Óró og angur.
værð er kvæði og kviðlingar
einvörðungu. Öm Snorrason er
prýðilega hagmæltur maður og
, hagmælskan og spaugsemin eiga
farsæla leið saman í mörgum
gamankvæöum hans. En í þess-
um lokakafla eru einnig haglega
orðuð kvæð; út af alvarlegum
efnum. í einum af alvörugefnari
þáttunum í bókinni segir öm
Snorrason frá kynnum sínum af
Sigurði skólameistara Guð-
mundssyni, og getur þess m. a.
að hann hafi einhvemtima sýnt
honum ljóðasyrpu sína: „Hann
skrifaði undir eitt kvæðið:
„Þetta er kvæöi (Poesi).“ Mér
þótti vænt um, en fátt sagði
hann um önnur kvæði,“ segir
Öm.
Engum getum skal ég leiða
að því hvert þetta kvæði var
sem skólameistari sá eða hvort
það sé hér I bókinni, — vísast
gætu þau þá verið fleiri en eitt
eða fleiri en tvö. En vera má
að Öm Snorrason sé að kveða
um sína eigin ljóðaköllun í einu
sinna alvörugefnu kvæða, Sæv-
aröldu:
Og hér er yndið of og van,
því óró hljóp í geðið.
Ég heyri í mínu sinni svan,
er syngur óumbeðið
hið eina ljóð sem enginn man
og aldrei verður kveðið.
Slíks eru manna dæmin — og
hefur þó margur skáldyrðingur
augljóslega haft minna til
bmnns aö bera en Öm Snorra-
son þar sem hann kveður bezt
í þessari bók. En hún verður
vafalaust kærkomnust þeim sem
þekkja efni og tilefni hennar
fyrir — í kunningjahóp hins
spaugsama höfundar.
Anna Karenína
Leikstjóri: Alexander
Zarkhí
Handrit: A. Zarkhi og V.
Katanjan eftir sögu
Tolstojs
Kvikmyndun: Leoníd
Klashníkov
Tónlist: Rodion Sjedrín
Aðalhlutverk: Tatjana Sam
ojlova, Vasílí Lanovoj,
Nikolai Gritsenko
Cíðastliðinn laugardag hófst í
Laugarásbiói rússnesk kvik
myndavika í tilefni 100 ára af-
mælis Leníns með sýningu á
„Svanavatninu", breiðtjalds-
mynd geröri eftir ballett Tjæk-
ofskís. Því næst var sýnd mynd
tileinkuð minninýu Leníns
„Sjötti júlí“. Á mánudagskvöld
ið var svo sýnd stórmyndin
Anna Karenína gerö eftir sam-
nefndri skáldsögu Leo Tolstojs.
Rússnesk kvikmyndagerð hef
ur sjáanlega tekið miklum breyt
ingum frá því Sergei M. Eisen-
stein gerði sínar myndir, og
ekki er framför greinileg.
„Anna Karenína" er í svipuðum
stíl og svokallaðar bandarískar
„stórmyndir." Myndin er í fall-
egum litum, á breiðfilmu, með
stereotón, leikarar hver öðrum
glæsilegri o. s. frv. En það er
líka allt og sumt, ef fráskilið
er atriðið með sláttumönnunum
er „Anna Karenína“ ósköp
hversdagsleg glansmynd í sama
stíl og „Stríð og friður“ og
„Doctor Zhivago".
Af leikurum ber Nikolai
Grítsenko af í hlutv. Kareníns
eiginmanns Önnu. Honum tekst
að túlka smáborgaraleg viðhorf
og mannlegan breyskleika Kar-
eníns einkar trúverðuglega.
Kvikmyndun er á köflum meö
ágætum, einkum í fyrrgreindu
sláttumannaatriði, svo og í veð-
reiðunum.
Ekki er hægt að segja að val
kvikmynda á^þessa viku hafi
tekizt eins vel og æskilegt hefði
verið. T. d. hefði verið gaman
að sjá úrval úr rússneskum
heimildarkvikmyndum seinni
ára, af nógu er að taka, þvf í
Sovétríkjunum munu vera fram
leiddar rúmlega 1000 þess kon-
ar kvikmyndir árlega. Einnig
hefðu myndir Mikahail Romm-
„Venjulegur fasismi“ og „Níu
dagar úr einu ári“ eflaust sómt
sér vel, eða t. a. m. Don
Quixote" og „Ham5et“ eftir
Kozintsev.
Hryllingsherbergið
(„Chamber of Horrors.")
Leikstjóri og framleiðandi:
Hy Averback
Aðalhlutverk: Patrick
O’Neal, Cesare Danoca.
Austurbæjarbió
Tason Cravette (O’Neal) verður
" fyrir alvarlegum vonbrigð-
um með heitmey sína, að hann
ákveður að kyrkja hana og
fara svo í felur. Lögreglunni
tekst þó með aðstoð Anthony
Draco (Danoca) að hafa upp á
morðingjanum, og er hann um-
svifalaust dæmdur til dauða.
En á Ieiðinni til aftökustaðarins
tekst honum naumlega að
sleppa, og heldur hann nú á-
fram glæpamannaferli sínum
þar sem frá var horfið, og
hyggst drepa alla þá sem á ein-
hvem hátt voru viðriðnir hand-
töku hans og dóm. Til þess not-
ar hann ýmist kjötsax eða hníf.
Til öryggis hafa aðstandendur
myndarinnar séð áhorfendum
fyrir eins konar aðvörunarkerfi
sem fer á stað á undan sér-
hverju hrollvekjandi atriði. þeg
ar rautt ljós blikkar og sírenur
væla eiga þeir áhorfenda sem
ekki treysta sér til þess að
horfa á hryllinginn að loka aug-
unum. Raunar er hryllingurinn
aldrei sýndur svo það má einu
gilda hvort áhorfendur loka aug
unum eða ekki, en allt um það
ber að virða “essa viðleitni leik-
stjóra því fátt annað er hægt
að færa myndinni til tekna.
II!
Nýjar
• Umsátin um
Mafeking
Sagan gerist í Búastríðinu um
síðustu aldamót og er eftir
Dorithy Eden. Þýðandi Ásgeir
Ásgeirsson. Útgefandi Stafa-
fell. Prentsmiðjan Ásrún og
Prentverk Þorkels Jóhannesson
ar sáu um prentun. 211 bls.
Verð: 290.20.
• Römm eru reiðitár
skáldsaga eftir Victor Cann-
ing, en hann hefur skráð margar
sögur, sem meðal annars hafa
birzt í tímaritum í Englandi og
Ameríku, og auk þess allmörg
kvikmvndahandrit fyrir Holly-
wood. — Þýðandi Ámi Þór Ey-
mundsson. Otgefandi Stafafell.
Prentun Grágás. 242 bls. Verð
í verzlunum: 376.20.
bækur
• Konan í Glenn-
kastalanum
skáldsaga eftir Liz Summer,
gerist á írlandi. — Otgefandi
Stafafell. Prentun Grágás, Kefla
vík. — 190 bls. Verð í verzlun-
um: 290.20.
• Bókin um
Pétur Ottesen
er komin út. Hana rita ýmsir
kunningjar þessa merka alþing-
ismanns og bændahöfðingja, þar
á meðal margir þekktir stjóm-
málamenn. Rifja þeir upp kynni
sín af honum og ýmsum mál-
efnum innan þings og utan. Her-
steinn Pálsson bjó bókina til
prentunar Segir hann i formála
að reynt hafi verið að velja höf.
bókarinnar þannig að þeir rituðu
um hann út frá hinum mismun-
andi áhugamálum hans. Mynd-
skreytingar eftir Atla Má. Bók-
in er 207 bls. auk myndavið-
auka. Verð í verzlunum 591.25.
• Gunna gerist
barnfóstra
unglingabók, einkanlega fyrir
telpur á aldrinum 8—14 ára, eft
ir Catherine Woolley. Þýðandi
Oddný Björgólfsdóttir. Útgef-
andi Stafafell. Prentun: Ásrún
og Prentverk Þorkels Jóhann-
essonar. 137 bls. með myndum.
Verð: 193.50.
Ljóðabók eftir Einar Pál Jóns-
son kemur nú í annarri útgáfu
aukin. Einar var lengi ritstjóri
Lögbergs í Winnipeg. Fyrri
ljóðabók hans kom út þar
vestra, Öræfaljóð árið 1915. Har
aldur Bessason, prófessor, skrif
ar æviminningu og formálsorð
að bókinni. Otgefandi er Bókaút
gáfa Menningarsjóðs. Alþýðu-
prentsmiðjan annaðist prentun.
Bókin er 238 bls. Verð í verzl-
unum: 397.75.
• lleitaö
sannleikanum
f jallar um dulræn efni og er eft-
ir bandaríska blaðakonu, stjóm-
málafréttaritara, Ruth Montgom
ery aö nafni. Hafsteinn Björns-
son ritar formála að bókinni,
þýðinguna gerði Hersteinn Páls
son. Útgefandi Fífill. Prentun
Oddi. Bókin er 250 bls. Verö í
verzlunum: 451.50.
er önnur bók Guðrúnar Sigurð-
ardóttur um tilraunafundi henn-
ar og sambönd við æðri heima,
en árið 1958 kom út bókin Leiö
in til þroskans. — Útgefandi
Stefán Eiríksson, Akureyri. —
Prentun Prentverk Odds Björns-
sonar. Bókin er 163 bls. Verð
í verzlunum: 322.50.
• Landnáma
Jakob Hafstein hefur ljósprent-
að og gefíð út fyrstu prentun
Landnámu, frá árinu 1688, í 750
eintökum, sem eru seld I bókæ
verzlun Lárusar Blöndals á kr.
1250 eintakiö. Til ráðuneytis
við útgáfuna hefur veriö Magn-
ús Már Lárusson, háskólarektor,
og ritar hann formála. Bókin er
aö miklu Ieyti ljósprentuð eft-
ir eintaki, sem Þorsteinn M.
Jónsson á.
I
• Aðeins
draumar mínir
Ástarsaga eftir Denise Robins.
Þýðandi Valgeröur Bára Guð-
mundsdóttir. Otgefandi Ægisút-
gáfan. Prentun Ásrún. Bókin er
200 bls. — Verð í verzlunum:
365.00.
• Líf mitt og leikur
Minningar skopleikarans fræga,
Charles Chaplin. — Bókin lýsir
ferli Chaplins í máli og mynd-
um. Þýðandi er Loftur Guð-
mundsson. Otgefandi Ægisút-
gáfan. Prentun Ásrún. 217 bls.
Verð 494.50.
S