Vísir - 10.12.1969, Page 8
8
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdar.tióri: Sveinn R. Eyjólfs^on
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
FréttastjOri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sírni 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
•1iriT~ lllillllMIIIII IIMIIIIIIIIIII III I!■ ■ BIIIBIllll —Iw■—IIIIII.III II—
Fylgzt með mótun skoðana
Umræður manna um hugsanlega aðild íslands að
Frfverzlunarsamtökunum voru komnar í fullan gang
fyrir hálfu öðru ári. Stjórnvöld höfðu kannað málið
og undirbúningur aðgerða var hafinn. Menn voru
farnir að mynda sér skoðanir um, hvort aðild væri
æskileg eða ekki.
Um þetta leyti, í júní 1968, stóð Vísir fyrir skipu-
legri skoðanakönnun meðal almennings á Reykja-
víkursvæðinu og á Akureyri. Kom þá í ljós, að 60%
íbúa svæða þessara höfðu ekki myndað sér skoðun á
því, hvort aðild að EFTA væri æskileg. Af hinum voru
fjórir af hverjum fimm hlynntir aðild, eða 32% á
móti 8%. Þetta sýndi, að þá hafði ekki enn myndazt
nein veruleg andstaða gegn málinu í þéttbýlinu og
að stuðningsmannahópurinn var þegar orðinn nokkur
Næsta skoðanakönnun blaðsins um EFTA var
framkvæmd í ágúst í sumar. Þá hafði málið skýrzt
meira í smáatriðum og ýmis vandkvæði voru orðin
kunn, einkum í sambandi við iðnaðinn. Öttuðust
margir, að hann mundi eiga erfitt uppdráttar og jafn-
vel líða undir lok. Fylgismönnum málsins á þéttbýlis-
svæðunum hafði að vísu fjölgað úr 32% í 41%, en and-
stæðingunum hafði fjölgað meira, eða úr 8% í 19%.
Hinum óákveðnu hafði fækkað úr 60% í 40%.
Þessi skoðanakönnun náði til allra landsmanna.
Kom í Ijós, að utan þéttbýlisins á Reykjavíkursvæð-
inu og á Akureyri var stuðningurinn minni og óviss-
an meiri. Fylgjendurnir voru 34% á öllu landinu en
41% í þéttbýlinu. Andstæðingarnir voru 19% á báðum
stöðum. Og hinir óákveðnu voru 47% á öllu landinu,
en 40% í þéttbýlinu. Þannig var enn í ágúst helmingur
þjóðarinnar í óvissu um gagn eða ógagn EFTA-aðildar
Síðan í sumar hafa málin þróazt með miklum hraða.
Blaðaskrif með og móti hafa aukizt og margfaldazt
og fundahöld hafa verið daglegir viðburðir. Samning-
ar hafa tekizt við EFTA og var þá gengið að nærri öll-
um kröfum íslendinga. Efni þessara samninga hefur
verið kynnt almenningi. Þá hafa komið fram ýmsar
skýrslur og greinargerðir um málið, einkum hvað
snertir iðnaðinn. Loks er málið komið fyrir Alþingi.
Þriðja skoðanakönnun Vísis, sem sagt var frá í
blaðinu í fyrradag, sýnir líka miklar breytingar á af-
stöðu fólks á þessum fjórum mánuðum, sem liðnir eru
frá annarri könnuninni. Hefur stuðningsmönnum
EFTA fjölgað mjög og hinum óákveðnu fækkað að
sama skapi. Enn var greinilegur sá munur þéttbýlis
og dreifbýlis, að íbúar þéttbýlissvæðanna voru bæði
hlynntari málinu og ákveðnari í afstöðu sinni. Á öllu
landinu hafði stuðningsmönnum EFTA f jölgað úr 34%
í 48%, andstæðingunum úr 19% í 21%, en hinum óvissu
hafði fækkað úr 47% í 31%.
Þannig hefur mótun skoðananna gengið í bylgjum.
Á frumstigi málsins jókst einkum fylgi þess. en síðan
andstaðan, þegar vandamálin komu skýrar í ljós, og
svo jókst loks aftur fylgið, þegar lausnir voru fundnar.
\
'(
'(
V1 S IR . Miðvikudagur 10. desember 1969.
Skástrik-
aða svæð-
ið hafa
Bíafra-
menn
tekið síð-
an í apríl,
en feitu
línumar
afmarlca
umráða-
svæöi
þeirra
eftir und-
anhaldiö
þar á
undan.
Nígeríumenn eygja ekki sigur
— B'iaíra hefur endurhelmt mikið land siðustu 16 mánuði
Hin hernaðarlega staða
ríkjanna í Bíafrastríðinu
hefur breytzt Bíafra í vil
síðasta árið. Þótt fréttir
berist stöðugt af hung-
urdauða tugþúsunda í
Bíaíra, hefur Ojukwu
hershöfðingi fagnað
sigri á þessum tíma í
ýmsum mikilvægum á-
tökum. Engu síður er
hann að blekkja sjálfan
sig, þegar hann í seinni
tíð skeggræðir um „lík-
ur fyrir hernaðarlegum
sigri Bíafra“.
Nærri hrun í fyrra
Stríðsvél Bíafra hafði nærri
brotnaö sumariö 1968. Þá sögðu
Bíaframenn, aö „hefðu Nígeríu-
menn getað fylgt eftir stórsókn
sinni, hefðu það orðið endalok
Bíafraríkis". Óhug sló á hers-
höfðingja Bíafra. Svo virtist, að
hermenn þeirra væru Vopnlausir
og skotfæralausir á vígvellinum.
Þetta var fyrir 16 mánuðum.
Önnur kreppa reið yfir hinn
22. apríl f fyrravetur. Hersveitir
Nígeríu héldu inn í bæinn Umua
hia, síðasta af stórum bæjum,
er Bíaframenn höfðu haldið.
Samt var ástandið betra en ætla
mátti, og Nígeríumenn hafa
aldrei haft traust tök á bænum.
Þáttaskil
Bíaframenn gerðu gagnsókn
nokkrum dögum s/ðar. Frá
barmi hrunsins risu þeir upp og
hertóku Owerri. Þar drápu þeir
1800 hermenn Lagosmanna, sem
umkringdir voru í bænum. Þetta
voru þáttaskil í styrjöldinni,
einkum vegna þess að Frakkar
tóku að hugsa sinn gang. Þeir
höföu ætlað að hætta hemaðar-
stuðningi við Bíafra, en nú komu
upp þær efasemdir, að ef til vill
hefði Bíafra „einhverja von“ í
stvrjöldinni. Eftir töku Öwerri
studdu Frakkar Biafra af meíri
dáð en nokkru sinni fyrr.
Aldrei betur búnir
Fréttir frá Bíafra hermdu fyr-
ir rúmri viku, að hermenn þeirra
hefðu aldrei verið betur búnir af
vopnum og skotfærum frá upp-
hafi styrjaldarinnar. Sögusagnir
gengu, að þeir fengju vopn frá
Ojukwu. Líkist hann Kristi eða
Castro?
Haiti, sem hefur viðurkennt
Bíafraríki. þíka er uppi kvittur
um vopn frá Suður-Afríku, þótt
þeirra sjáist ekki merki, segja
fréttamenn.
18 flugeldar
Mikilvægastar eru þó taldar
Minicon-flugvélarnar, um 18 að
tölu. Þar kemur hinn frægi von
Rosen við sögu. Vélar þessar
eru framleiddar af Saab í Sví-
þjóð og bera litlar eldflaugar.
Þær fljúga frá flugstöð, sem
byggö er undir aðalveginum
skammt frá Uli-flugvelli, og hafa
farið margar skæruárásir á
stöðvar Nígeríumanna, eink-
um olíustöðvar og svæðið við
Port Harcourt. Það gerðist ný-
verið, að hersveitir Bíafra voru
að örmagnast við Okigw;, en
Minicon-véiarnar sneru vörn í
sókn og ráku Nígeríumenn fimm
mílur til baka. Þetta eru hinar
frægu Bíafra„skvísur“, sem
þp>- >r * '"•■••'rp tón.
Ojukwu sagði nýlega, að
„hjarðir Nígeríumann.i væru á
skipulagsíausum flótta“ og menn
hans hefðu tekið frumkvæðið.
Nígeríumenn munu væntanlega
þessa dagana reyna „haust-
sókn“, sem gæti snúið taflinu.
við, en meðfylgjandi kort sýn-.
ir vígstöðuna, eins og hún er.
dregin í höfuðstöðvum Bíafra,
og hafa fréttamenn staðfest
hana í megindráttum.
Mikilvægustu landvinningar
Bíafra frá í fyrra eru í suðri'
í breiðri línu frá Nígerfljóti til
Aba. Fréttir herma, að þar sé
ekki allt með illsku milli herj-
anna. Skiptist þeir jafnvel á
vindlingum og matvælum gegn
greiöslu, svo að lítið ber á. Báð-.
ir eru þreyttir á stríði. Þá hafa
Bíafra menn styrkt aðstöðu sína
í nágrenninu og iðulega skorið'
sundur flutningaleiðir Nígeriu á'
aöalvegunum. Það styrkir Bíafra,
að Lagosmenn komast naumast
út af aðalvegunum vegna skæru
liða Bíafra. Ojukwu gerir sér
vonir um að skera „fingurinn af
hendinni" á Lagosmönnum, Íoka
aðflutningsleiðunum. Skæruliða-
sveitirnar ,,Boff“ (Biafran Organ
| isation of Freedom Fighters,
frelsissveitarinnar) vinna bak
við víglínu Nígeríumanna og
stefna að því að hertaka Aba
og Umuahia svipaðri aðgerð
og hertaka Owerri í apríl.
Sókn Nígeríu?
Það bólar þessa dagana á sókn.
Nígeríu. Efst á baugi eru þó.
friðarviðræður aðila ,sem lengi
hafa verið í undirbúningi, helzt
að frumkvæð; Selaisse Eþíópiu
keisara en nú ýmissa aðila svo
sem Svisslendinga sem viija •
binda enda á hörmungar fólks-
ins á þessu svæði. Þá koma
fréttir um vangaveltur um stööv
un b'rgðaflutninga til Bíafra og •
aftur á móti áætlar Bíafra aö,
styrkja flugflota sinn.
Vissulega minnast menn þess,
að fyrir ár; virtust flest sund
lokuð í sjálfstæðisbaráttu Bíafra.,
Styrialdaraðstaöan hefur
breytzt þeim í hag síðan þá, en
gæti snúizt við á örskömmum.
tíma, Sk’ótt breytast veöur í
lofti í þessar’ styrjöld Afríku-
búa, og eiga þeir þar mest undir
stöðunni í refskák stórvelda.
P.'-i rn. trevstir mest á Frakka en
N'gería hefur stuðning Breta
og. Sovétmanna. Margt bendir
þó. til að Bref ar séu á báðum
áttum, og það eru Frakkar
vissulesa.