Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 1
VISIR
59. á*g. — Pöstudagur 12. desember 1969. — 277.. tbl.
_ A
BEA frestar Islands-
flugi um eitt ár
Hefur áhuga á að fjárfesta i hóteli á Islandi
Brezka flugfélagið BEA hefur
nú ákveðið að fresta því að
hefja áætlunarflug til íslands
um eitt ár, eða þar til 1. apríl
1971, en áður hafði það verið
ákveðið að hefja reglubundið á-
ætlunarflug milli íslands og
Bretlands næsta vor. Mun þetta
gert með það í huga að vinna
upp frekari markað í þessu flugi
áður en áætlunarflugið hefst, en
forráðamenn BEA segjast ekki
vilja taka farþega af Flugfélagi
Islands á þeim markaði, sem
Flugfélagið hefur haft f farþega
flutningum milli Bretlands og
Íslands.
BEA mun hafa áhuga á að
kanna möguleika þess að stuðla
að auknum hótelrekstri hér á
iandi og kemur til greina að
flugféiagiö festi fé í nýju hóteli
hér á landi, þó að félagið muni
ekki hafa áhuga á að reka það
hótel sjálft. Hugsanlegt er, að
viðræður um þessi mál verði
tekin upp við íslenzka aðila á
næstunni, því aö það segir sig
sjálft, að flugfélagið mun ekki
geta byggt upp aukinn markað
í farþegaflutningum á milli
Bretlands og Islands nema hér
sé fyrir hendi nægjanlegt hótel-
rými fyrir aukningu ferða-
manna.
Jólagjafahandbókin fylgir Vísi ó morgun
• Jólagjafahandbókin, fyrra
blað, fylgir Vísi á laugardag-
inn, en betta er annað árið sem
Vísir gefur út slíka handbók fyr-
ir jólin. Var þetta reynt í fyrsta
sinn í fyrra, og kom í ljós, að
mjög margir höfðu gagn af bók-
inni, en hún kemur í tvennu lagi,
og eru nær 100 jólagjafahug-
myndir í hvoru blaði. Fyrra blað
ið er helgað bömum og ungling-
um en það síðara konum og karl-
mönnum, og að auki eru þar ó-
dýrar gjafir (100—200 krónur).
• Fólk úti á landi virðist einn-
ig hafa haft mikiö gagn af
jólagjafahandbókinni, sem er
raunar nokkurs konar verðlisti,
og voru margir sem klipptu út
myndimar og pöntuðu frá verzl-
ununum viðkomandi vöm.
Bendum við þeim, sem eiga æt)t-
ingja og vini úti á landi, sem
ekki fá Vísi, að senda þeim jóla-
gjafahandbókina. Síðara blað
jólagjafahandbókarinnar kernur
svo næsta fimmtudag.
„Do, do...
allt
dótið!44
„Do, do... sjáðu allt dótið f
glugganum!" segir faðirinn við
bám sitt og sýnir því í sýningar-
glugga verzlunarinnar.
„En hvað eigum við að gefa
mömmu — það er sko spuming-
in.“
Með hverjum deginum eykst um
ferðarþunginn í miðborginni, þegar
áé fleiri fara á stjá til að leita
sér jólagjafa, eftir því sem nær
dregur hinni miklu hátfð.
Stökk gegnum eldhafíð og
í sjálfum sér
— slökkti siðan eldinn i kranabil og ók
frá Grindavik til Reykjavikur til lækna
Ungur maður úr Garða-
hreppi vakti mikla at-
hygli lækna á slysavarð-
stofunni, þegar hann
kom akandi sjálfur sunn
an úr Grindavík með
Fæddi strák úti í bíl
við týru frá vasaljósi
— Þetta bar svo brátt, að við
gátum ekki einu sinni tekið kon-
una inn í hús. — Ég veit til þess
áð maðurinn minn hefur tekið á
móti börnum við ýmsar aðstæð-
ur, en aldrei í bíl. Þetta gekk
allt saman vel fyrir sig. Bíl-
stjórinn lýsti okkur með stóru
vasaljósi meðan við önnuðumst
konuna. Auðvitað var ekki hægt
að viðhafa sama hreinlæti og
inni á sjúkrastofu, en öllu reiddi
Hverjir fó 40
milljómrnar?
I blaðinu í dag birtum við vinn
ingsskrána frá Happdrætti Há-
skólá íslands, en gengið var
endanléga frá henni í gærkvöldi.
í'ár geta menn séð með vinnu
hvort þeir eru i hópi hinna
heppnu, sem fá jólaglaðning
í ár hjá happdrættimi.
Sjá fcls. 2.
vel af, sagði kona læknisins f
Hveragerði, Magnea Jóhannes-
dóttir, sem ásamt sjúkrabílstjór-
anum á Selfossi og manni sínum
tók á móti barni úti í sjúkrabíi,
þar sem hann stóð á bílastæð-
inu við læknisbústaðinn.
„Uss, þetta er varla í frásögur
færandi", sagði Jón Guðmundsson,
yfirlögregluþjónn á Selfossi, en
hann ók sjúkrabílnum frá Selfossi
með þunguðu konuna, en hún vildi
fæða barn sitt í Reykjavík.
„Þetta gekk Ijómandi vel fyrir
sig og í engu öðru vísi, en í hin
skiptin, því aö þetta hefur þó
nokkrum sinnum komið fyrir f
flutningum áður“, hélt hann áfram,
þegar blaðamaður Vísis innti hann
eftir feröinni.
„Hvað hefur þetta komið oft fyr
ir hjá þér, Jón?“
„Ég hef ekki tölu á því einu
sinni.“
„Þér hefur þá ekki brugðið við
— orðinn svona þrælvanur þe'ssu?"
„Nú, kannski ekki brælvanur, en
það er ekkert til þess aö láta sér
bregða við. Viö lögðum af stað frá
Selfossi kl. 3.30 og þegar við átt-1
um skammt eftir til Hveragerðis,
kom strákurinn í heiminn. Ég haföi
talstöðvarsamband við lögreglu-
stöðina á Selfossi og bað þá að
tala við lækninn í Hveragerði,
Magnús Agústsson, og hjá honum
kom ég við. Hann gerði það, sem
þurfti að gera, og við ókum svo
öll til Reykjavíkur."
mikil brunasár á höfði.
Maðurinn, Gunnar Pét-
ursson, Aratúni 21 í
Garðahreppi, hafði
nokkru áður orðið að
stökkva gegnum eldhaf-
ið úr kranabíl, sem hann
stjórnaði við hafnargerð
þar syðra.
Eldur kom upp í ljósamótor,
sem er í krananum, en loft mun
hafa metta-zt mjög af bensín-
stybbu og varð allt alelda fyrr
en varði. Gunnar þurfti að
brjóta sér leið að dyrunum og
óð gegnum eldinn og kastaði
sér út. Brenndist hann mjög viö
þetta, einkum á höföi. Tókst
Gunnari fljótlega að slökkva í
klæðum sínum og hári, en lét
þar ekki staðar numið, heldur
tók hann til viö aö slökkva eld-
inn í krananum.
Með því að moka snjó á eld-
inn tókst honum það um síðir.
Fór hann síöan til hjúkrunar-
konu á staðnum og bar hún
smyrsl á sárin, en að því búnu
Iagöi Gunnar af stað í bíl sín-
um til Reykjavíkur og fór á
slysavarðstofuna. Kom í Ijós,
að sár hans voru 1. og 2. stigs
og var líðan Gunnars heldur
slæm í gær.
Gerðist atburður þes»i í fyrra-
dag á tímanum milli 6 og 7. Var
Gunnar þarna að vinnu fyrir
Vitamálastjórn í hafnargerðinni
i Grindavík.
Brá hnífi að hálsi
söngsfjörnunnar
Einni hinna frægu Supreme-
systra var rænt frá heimili sínu
í síðustu viku. Lá ræninginn í
levni í svefnherbergi hennar og
hótaði henni með hnífi, og
neyddi hana til aö binda tvo
gesti sem í heimsókn voru.
Sjá bls. 4.
Miklar verðlækkanir á bif-
reiðum snemma á næsta ári
Leyfisgjöld af bifreiðum verða
felld niður snemma á næsta ári.
Verður það til þesis að bifreið’r
lækka mikiö í verði frá því sem
nú er. Lækkar a.m.k. ein tegund
bifreiða um 120 þúsund krðnur,
en aðrar tegundir minna.
Sem dæmi um lækkunina,
lækkar V'olkswagen 1300 um 35
þúsund, Volvo um 65—100 þús-
unr, Ford Cortina um 20 þúsund,
Chevrolet um 120 þúsund,
Mercedes Benz 115 þúsund,
Skoda 1000 um 30 þúsund,
Sinica um 50 þúsund, Opel
Rekord um 70 þúsund, Land-
rover um 10 þúsund. Er þetta
áætluð verðlækkun hjá bifreiöa-
umbo(junum.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra skýrði frá niðurfellingu
leyfisgjalda á Alþingi f gær.
Leyfisgjöld eru nú 60% af inn-
kaupsverði fólksbíla, en 15.% af
innkaupsverði jeppa. Á móti
niðurfellingu leyfisgjaldanna
kemur hækkun í formi sölu-
skatts, en hann hækkar úr 7%
í 11%.