Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 6
fSLENZKAN IÐNAÐ VEUUM fSLENZKT SKJALA- OG LAGERSKÁPAR m m m ÆGISGÖTU 4 - 7 gg 13125..13126 H. KRISTINSSON y GLERSALA AÐ LAUGAVEGI 48 Tvöfalt gler, einfalt gler, hamraö glerísetiíingar, undirburður, gluggalistar o. fl. ® Leitið tilboða á tvöfalda einangrunarglerinu. GLERSALAN að Laugavegi 48 (Ékið inn í portiö). B/ack& Decker Super borvelin sem hægt er að tengja víð alla fylgihlutina kostar aðeins krónur 1280. Fæstíflestum verkfæraverzlunum V1SIR . Föstudagur 12. desember 1969. c/Vlenningarmál Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntir: 4íi ’■ Heimeyingar August Strindberg: HEIMAEYJARFÓLKIÐ. Sveinn Víkingur þýddi. Bláfellsútgáfan, Reykjavík 1969. 184 bls. A f stórskáldum norrænna bók- mennta á ofanverðri 19du og öndverðri 20ustu öld hefur Ágúst Strindberg líklega verið einna minnst þekktur hér á landi. Menn lásu rit Ibsens og Bjömssons, Brandesar, Knut Hamsuns, Selmu Lagerlöf jafn- harðan og þau komu út, og brátt var tekið aö þýða bækur eftif ýmsa þessa höfunda á íslenzku. Um Strindbergs-þýðingar hefur hinsvegar verið fátt fram á þenn an dag, og líklega hafa það helzt verið rithöfundar eða rithöf- undaefni og aörir sérlegir bók- menntamenn sem komu sér í kynni við þennan marglynda snilling á frummálinu. Halldór Laxness hefur sagt i grein frá kynnum sínum af ritum Strind- bergs í æsku. Og vafalaust hefur Gunnar Gunnarsson lesið Strind- berg vel og rækilega á sinni fyrri tíð i Danmörku eins og leikrit hans, Dýrið með dýrðar- Ijómann, er raunar til marks um. Strindberg var fyrst og síðast leikritaskáld. Og af verkum hans þekkjum við fyrst og fremst nokkur hinna raunsæis- legu eða natúralisku leikrita hans sem hér hafa verið þýdd og leikin eða borizt hingað á kvikmyndum, Fööurinn, Kröfu- hafa, Fröken Júlíu. Dauðadans- inn. Strindberg var að sönnu miklu margbreyttara leikrita- skáld en þessi upptalning gefur til kynna, en hin seinni sim- bólska leikritun hans er lítt eða ekki þekkt hérlendis. Og hann lagöi að sönnu stund á flestallar aðrar greinar bókmennta ásamt leikritagerðinni og þó fleira í tilbót. Hann var mikilsháttar ljóðskáld, afkastamikill skáld- sagnahöfundur og skrifaði greinar og ritgerðir um flestalla skapaða hluti. En af sagnatagi man ég ekki ti'l að annað hafi veriö þýtt eftir Strindberg, minnsta kosti ekki í bókarformi, en hin kostulega frásögn um Sælueyjuna, úr Svenska öden och aventyr, sem Magnús Ás- geirsson íslenzkaði fyrir margt löngu. Ágúst Strindberg skrifaði sögu sína um Heimeyinga, Hemsöborna, inn á milli stór- virkja af allt öðru tagi, Föðurins sem talinn er með hátindum nafúralískrar leikritunar, og skáldsögunnar En dáres för- svarstal, persónulegrar „játn- 'ingasögu“ sem mikil áhrif átti eftir að hafa síðar meir á skáld- sagnagerð. Þetta var sumarið 1887 á einhverju erfiðasta skeiði hans stormasömu ' ævi. Eri sögur hans úr skerjagarðin- um, Hemsöborna og Skarkarls- liv sem til kom um svipað leyti, eru engu að síður e'nhver lífs- glöðustu verk Strindbergs, þar sem kímni og skop hans fær að njóta sín til mestrar hlítar, lítt eða ekki blandin hæðni eöa á- deilu. Sagan um Heimeyinga byggð- ist að verulegu leyti á eigin reynslu Strindbergs: áralangri sumarvist á Kymmendö í skerja- garði Stokkhólms. Það fylgir sögunni að eftir að hún kom út hafi Strindþerg vér’ð fltlægur til ■ Iífstíðar af é\'iunni. 'Þessar vær- ingar eru auðvitað löngu gleymd ar. En hvað( sem þeim líður dylst ekki I sögunni ná'nn kunnugleiki höfundarins á högum og háttum eyjafólksins — né heldur sum- arlegt, glaðlegt og rómantískt viðhorf hans við efninu. Heima- eyjarfólkið, eins og sagan nefnist í þýðingu séra Sveins Vfkings, er alþýðleg skopsaga og þótti víst með köflum í gróf- geröara lagi á sinni tíð. Frásögn hennar af valdabraski og kvennaragi.Carlssons ráösmanns á Heimaey fer aldrei fjarri at- burðarás alþýðlegs farsaleiks; og leikrit það sem Strindberg samdi síðar upp úr sögunni varð að söhnu hreinn og beinn farsi. En sagan reynist furðu efnis- mikil viö nánari lestur, og því fer víðsfjarri að bláber atburða- rásin segi upp alla söguna. Lýs- ingar hennar á landslagi skerja- garðsins, gangi árstíðanna, dag- legri örm fólksins í eyjunum miðlar siögunni epískri fjarvídd, innfjálgrj fyllingu stílsins sem síður en svo spillir græskulausu gamni sögunnar. Hin ærslafulla og grófgerða atburðarás gerir fólkið í sögunni aldrei að hrein- um og beinum leikbrúðum, mannlýsingar hennar eru hvorki háðskar né fjandsamlegar, held- ur geröar af innvirðulegri hlýju, næmleik fyrir mannlegu eðli og með epískri yfirsýn yfir sögu- fólkið og söguefnin. Það segir sig sjálft að þessa og hði-a innviði sögunnar, hinn fjölbreytta og auðuga stíl henn- ar getur reynzt örðugt að .höndla og oröa upp á nýtt í þýðingu. En mér virðist þýðing Sveins Víkings á sögunni mjög svo lipur og læsileg, skrifuð á þjálu og furðu fjölbreyttu máli. Bókin sjálf er fjarska vel gerð af for- lagsins hendi, prýdd skemmti- legum teikningum eftir sænskan listamann Ulf Nilsson, sem mætavel hæfa efninu. Hún er vafalaust einhver álitlegasta bókin á jólamarkaðinum þessu sinni. Það eina sem mér virðist að frágangi hennar að finna er að einkennilegur áferðarmunur verður á ýmsum teikningunum, sumar furðu dökkar, bls. 7 og 171 t.d., aðrar gráleitar til móts viö þær, bls. 102 og 93 t.d. En ekki getur heitið að þetta atriöi spilli hinu prýðilega útliti bók- arinnar. TEC AM-601 Margfaldar skilar 11 stafa út- komu á strimll. TEC er létt og tiraðvirk, framleidd með sömu rröfum og vélar I hærri verðfl. 9 Fullkomin viðgerða’'-'*nusta. VÉLRITINN Kirkjustræti 10. Reykjavík. — Sími 13971. Jólagjafir fyrir ANTIK-unnendur Kjörgripir gamla tímans: Klukkur, 6 gerðir, ruggustólar, 5 gerðir, borðstofusett, 4 gerðir. Svefnherbergissett, 2 geriðir. Urval sérstæðra hluta af ýmsu tagi. Opið alla daga til jóla frá kl. 19. SÍÐUMÚLA 14 r- REYKJAVIK - SIMI 8-31-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.