Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 8
8
VISIR . Föstudagur 12. desember 1969.
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
I iausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Tollar á undanhaldi
Xollskrárfrumvarpið, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Al-
þingi í fyrradag, er upphafið að gagngerum breyting-
um á öllu tekjuöflunarkerfi ríkisins, bæði hvað snert-
ir tolla og skatta. Munu nú tollar eða aðflutnings-
gjöld smám saman hverfa í skuggann en söluskatt-
ur og síðan virðisaukaskattur taka við sem helzta
tekjulind ríkissjóðs.
íslendingar hafa lengi verið sér í flokki í tollheimt-
unni. Hér eru tollarnir 30% af tekjum ríkissjóðs, en
í grannlöndunum eru þeir almennt ekki nema 2—3%.
Hin fyrirhugaða aðild íslands að EFTA gerir okkur
ókleift að hafa svona mikla tollheimtu. Og stærsta
skrefið í átt til afnáms tolla er einmitt stigið með nýja
tollskrárfrumvarpinu.
Gert er ráð fyrir, að tollar á hráefni lækki almennt
um helming og að tollar á vélum verði almennt ekki
nema 7%. Einnig er gert ráð fyrir, að tollur á vernd-
arvörum, þ. e. a. s. iðnaðarvörum, sem EFTA-samn-
ingurinn nær yfir og framleiddar eru í landinu að ein-
hverju ráði, lækki um 30% gagnvart EFTA-löndum,
en ekki gagnvart öðrum löndum. Eftir þetta stóra
stökk er gert ráð fyrir fjögurra ára hléi, að minnsta
kosti hvað snertir tolla gagnvart löndum Fríverzlun-
arsamtakanna, en síðan haldi tollalækkanirnar áfram.
Þessi tollalækkun, sem talin er munu nema tæplega
500 milljón krónum á einu ári, veldur ekki eins mik-
illi röskun og ætla mætti. Stafar það af því, að sölu-
skatturinn hefur verið geymdur í mörg ár og látinn
standa í stað, meðan hann hefur hækkað verulega í
flestum öðrum löndum. Þótt hann hækki upp í um
það bil 11% til að vega upp á móti tollalækkuninni,
verður hann samt tiltölulega lágur miðað við Norður-
lönd. Hún kemur sér því nú vel forsjálnin að hafa
haldið söluskattinum niðri undanfarin ár.
Frekari lækkanir tolla á næsta áratug munu aftur
á móti gera nauðsynlega nýja endurskoðun á tekju-
öflun ríkissjóðs, því a5 ekki er hægt að hækka sölu-
skatt endalaust. Slík endurskoðun fer að verða tíma-
bær. Núverandi kerfi er mjög margbrotið og frum-
stætt. Fella þarf niður ýmis smágjöld, sem valda
miklum kostnaði og fyrirhöfn í álagningu og inn-
heimtu. Og að öllum líkindum þarf að afnema sölu-
skattinn á sínum tíma og taka upp svonefndan virðis-
aukaskatt, sem Evrópuþjóðirnar eru nú sem óðast að
taka upp.
Þannig hleypur þróunin. Við megum alltaf hafa
okkur alla við að fylgja henni eftir, svo að við verðum
ekki strandaglópar með úrelt og óhagkvæm kerfi.
í^ýju tollskrárlögin eru þáttur af hinum nýja tíma.
Bókagerð hrósar sigri
Ástæða er til að fagna því, að tollskrárfrumvarpið
gerir ráð fyrir afnámi 30% tollsins á pappír. Með því
er dregið mjög úr hinni óhagstæðu stöðu íslenzkra
bóka í samanburði við erlendar bækur.
j
■II
)
Abyrgð hryðjuverka
^ll-t frá því hinir ensku land-
nemar í Ameríku risu upp
og stofnuðu Bandaríki sín aftur
á 18. öld hafa þeir lagt mikla á-
herzlu á það, að ríki þeirra ætti
að vera !and frelsis og réttlætis.
Andstætt konungs,;pg,e:p,valds-
rfkjunum í gömju Evrópu varbið
nýja uppreisnarríki grundvallað
á lýðfrjálsum vilja einstakling-
anna og þeir sömdu sér stjórn-
arskrá, sem var fyrsta raunveru
lega mannréttindaskrá heimsins
og varð fyrirmynd að felsis-
kröfum þe'm, sem síðar brutust
líka fram í Evrópu. í augum
EvróDubúa urðu Bandaríkin líka
hið fyrirheítna land frelsisins.
Þangað flýöu frjálshuga menn
undan kúgun og ofsóknum. —
Menn þráöu aö komast vestur
í frelsið. Þessi pólitíska skoð-
un hafði líka áhrif hér norö-
ur á Islandi. Það voru ekki aö-
eins harðindi og hungur sem
menn flýðu, þess má líka finna
glögg merki, að í hatrinu á Dön-
um sárnaði sumum svo margföld
beiting neitunarvaids konungs
og hin iliræmda nóvember-aug-
lýsing, að það átti verulegan
þátt í landflóttanum. Menn
flýðu kúgunarlandið og horfðu
björtum augum ti! frelsisálfunn
ar, hvort sem þeir settust að í
Kanada eöa Bandaríkjunum.
Þessar hugmyndir um frelsis
og réttlætislandið hafa síöan
jafna verið mjög sterkar í Banda
ríkjunum Og í augum annarra
þjóða á þessari upplýstu öld
hafa hugmynd'r þeirra um þetta
frelsi oft fengið á sig
b!æ hræsnisfullrar yfirborðs-
mennsku. Geip þeirra í kynn-
ingarritum um „land of the
free and the brave“ hefur ver-
ið væminn áróður. Þeir leiða
þessar hugmyndir út frá gömlum
púrítönskum hræsnishugmynd-
um sem ganga alla leið út frá
Plymouth-pilagrimunum, op ''•'ð
var sérstaklega mikið um þenn
an leiðinda pólitíska áróður hér
um árið, þegar haldið var upp á
afmæli Mayflower-siglingarinn-
ar yfir Atlantshafið. Maður minn
ist þess líka að gefin voru út
á sínum tíma stór kynningarrit
um mannréttindaskrá Bandaríkj
apna með glæsilegum litprent-
uðum teikningum. Þannig yirö-
ast Bandaríkjamenn hafa lif-
að um langt skeið f óraunveruleg
um heimi, þar sem þeir trúðu
rómantlskt á stjómarskrárá-
kvæði og faðirvorið. Hræsnis-
hreimur, sem Evrópumenn eru í
raunsæi sínu og styrjaldar-
reynslu vaxnir upp úr fyrir
löngu. Og það hefur líka verið
einkennandi fyrir hið ólíka á-
stand í löndunum austan og
vestan hafs. að í Evrópu hafa
hugmyndir sósíalismans breiðzt
út og eðlileg félagshyggja 20.
aldarinnar orðið yfirsterkari með
margvíslegrj tryggingalöggjöf
og nútímaleg skattalöggjöf með
an flest hefur staðið f stað í
Evrópu. Milljónaauðvaldið hef-
ur á meðan haft miklu frjálsari
hendur f Bandarfkjunum og
tryggingalöggjöf er þar mjög
skammt á veg komin. Menn hafa
haldið áfram að vera róman-
tískir og biðja borðbænir yfir
matnum. En eins og áður var
þekkt í Evrópu hefur botnlaus
hræsni fylgt þessu gamla hug-
arfari. Sé litið raunhæft á málin
þá hafa Bandaríkjamenn síður
en svo ástæðu til að telja ríki
sitt eitthvert alsérstakt réttlæt-
island. Þar þarf ekki annað en
vísa til hinna svæsnu kynþátta-
vandamála sem gagntaka þjóö-
félag þeirra og það er einnig
liótur blettur á stjómarfari
þeirra, að allt að því fjórðungur
þjóðarinnar skuli lifa við svo
mikla fátækt, vanþekkingu og
eymd. að þaö líkist varla mann-
legu lífi.
Tjað hefur líka verið einn þátt
^ ur í sálfræðilegri uppbygg-
ingu hins bandaríska hugar
heims, að þegar þelr hafa háð f
styrjaldir, hafa þeir alltaf talið ’
sig berjast fyrir friði og frelsL <
Tvisvar sinnum komu þeir herj /
andi til Evrópu. Þeir vom 6- ,
fúsir til bardaga, þóttust sein- •
þreyttir til verka, en loks blöskr
aði þeim svo ómannúðlegt at- |
ferli einvaldsherskörunga að '
þeir þóttust ekki geta lengur set!
ið hjá, en sendu herlið af stað t
til að frelsa heiminn. Hæsta <
marki náði þessi réttlætiskennd ,
í draumlyndum hugsjónum Wil-
sons forseta, sem þó urðu að- ’
eins upphaf að nýrri styrjöld.'
Alla tíð hefur þessi afstaða I
Bandaríkjamanna þó geymt 1,
sér sæði hræsninnar. Þess má,
jafnan minnast að þeir imnu
land sitt af hinum rauðhúðuðu
frumbyggjum f vægðarlausu
stríði, þar sem þeir útrýmdu
heilum þjöðum Indíána, og þræla .
hald viðgekkst hjá þeim lengur
en meö flestum öðrum þjóðum.
Landnámsleiðangrar þeirra vest-'
ur yfir sléttumar ekki sízt í
Texas einkenndust ekki aðeins
af karlmennsku, heldur lfka
af ósegjanlegri grimmd og mann
vonzku. Og loks er þess að minn
ast að Bandaríkjamenn eru enn ,
sem komið er eina þjóðin, sem
hefur orðiö til þess aö varpa
kjarnorkusprengjum yfir byggð '
svæði.
Þrátt fyrir það töldu þeir sig
geta setzt í dómarasæti yfir
þýzkum nazistum fyrir hryðju-’
verk þeirra og við verðum enn
að telja að það hafi verið eðli-
legt, því að skipulögö hryðju-’
verk nasista, fangabúðir og út-'
rýmingaraðgerðir á milljónum,
manna voru svo svívirðilegar,
að það var útilokað að samvizka ’
heimsins gæti látið þeim óhegnt.
En hitt sýndi þó bland tvískinn,
ungs og hræsni, þegar menn
sættu sig við, að fulltrúi
Rússa sæti einnig á dómarabekk .
þar sem þaö veröur að teljast
söguleg staðreynd, að rússn-