Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 13
13 HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 96-12600 FERÐAFÖLK! Athugið, að 8 beztu herbergin með baði eru opin tii útlána á vetrarverði. V1SIR . Föstudagur 12. desember 1969. TVTiitfmaíaeknislyf verða stöð- vgt árangursríkari í bar- áttunni gegn sjúkdómum. Um leið verður það æ mikilvægara að taka lyfin inn og geyma þau á réttan hátt. í stuttu máli er þetta innihald bæklings, sem upplýsinganefnd heilbrigðis- mála í Danmörku hefur unnið fyrir Lyfsalafélag Danmerkur og sjúkrasamlögin í Kaup- mannahöfn og nágrenni. Bæklingurinn ber nafnið „Mikilvægt að nota lyf rétt“. í bæklingnum segir hvaö getur gerzt, ef lyf eru notuð á rang- an hátt. Þau geta eitrað frum- urnar í mismunandi líffærum. Einkum er mergur beinanna við kvæmur, en eitrunaráhrifin geta haft það í för með sér, að framleiðsla rauðu og hvítu blóð- komanna minnki. Ef lifrin sýk- ist, getur það haft í för með sér gulu, og nýrun tilheyra einn ig hinum viðkvæmu líffærum. Lyfjanotkun og vaninn Þess vegna m. a. verður mað- ur að taka inn nákvæmlega þann skammt lyfja, sem læknir- inn hefur mælt fyrir um að taka eigi, og maður má ekki taka inn lyf af vana. Jafnvel venjulegar verkjatöflur (höfuð- verkjatöflur) geta — ef maður tekur þær inn um langan tíma — skaðað nýmavefina. Einkum á maður að gæta varúöar £ notk un taflna, sem innihalda efnið' fenacetin, en jafnvel venjuleg- ar verkjatöflur, sem fást án lyfseðils, og innihalda aðeins acetylsalicylsýru, geta verið hættulegar. Það er ekki óalgengt að fólk geti haft ofnæmi fyrir sumum lyfjum, sem lýsir sér t. d. 1 upphlaupum í húðinni, en einn- ig á annan hátt. Ef maöur kemst að raun um, að maður þolir ekki ákveðið lyf, er mjög mikilvægt að benda lækninum á það, ef maður kynni að veikj- ast að nýju. Maður ætti aldrei að skammta sér meira af lyfjum en fyrir er lagt, nema því að- eins að fá ráöleggingar læknis- ins. Of stór skammtur veldur oft aukaverkunum. Lyf og áfengi fer ekki saman Það er ekki hægt að láta eitt lyf koma í staðinn fyrir annað og þess vegna á maður ein- göngu að halda sér við þau lyf, sem læknirinn hefur fyrirskipað og blanda þeim aldrei saman við lyf, sem vinir og kunningj- ar hafa mælt með. í sambandi við þetta má benda á það sér- staklega, að meirihluti tauga- taflna, sem notaðar eru núna hafa það i för með sér, að mað- ur þolir aðeins mjög lítið áfengismagn áður en dóm- greindin minnkar verulega. Venjulegir skammtar af tauga- og svefntöflum hafa ekki miklar aukaverkanir, ef þeir eru aðeins teknir inn í skemmri tíma, þó getur minnið og ein- beitingarhæfnin oröið fyrir á- hrifum. Eldra fólk verður oft utan við sig, þegar það tekur — oð nofa lyf rétt svefntöflur og við langvarandi notkun geta eiturefnin hlaðizt upp í líkamanum og orðið þess valdandi, að taugaveiklunarein- kenni byrja að koma í ljós, þeirra á meðal meira svefnleysi. Því miður gerist það oft, ef mað ur hefur vanið sig á það að nota svefn- og taugatöflur £ lengri tíma, að það endar með stöðugri neyzlu, sem kemur í veg fyrir framkvæmdalöngun og frumkvæðið. Vanfærar konur verða að vera sérstaklega varkárar Vanfærar konur eiga að gæta sérstakrar varkárni i meðferð lyfja. Lyf, sem læknirinn fyrir- skipar ekki, geta skaðað fóstr- ið. Þess vegna er vanfærum kon um ráðlagt að taka ekki inn lyf, nema með læknisráði. Lyf eru sterkari en maður heldur. Jafnvel veikasta höfuð- verkjatafla og bragðgóð hósta- saft geta verið hættuleg og skaðað liffæri barns, ef þessi lyf eru misnotuð. Næstum öll lyf hafa aödráttarafl á böm, en einmitt þess vegna er það mikil vægt, að öll lyf séu geymd þann ig að böm nái ekki £ þau. Þetta gildir einnig um íyf, sem eru ætluð börnum. Fimmti hluti allra eitranatilfella verða á öðru Fjölskyldan og tjeimilid aldursári barnsins. Það er fyrst þegar barnið er um átta ára gamalt, að áhugi þess á lyfjum minnkar. Takið ekki inn lyf, þegar böm sjá það, þá freistar maður þeirra ekki til að gera hið sama „til að vera fullorð- in.“ Svo börn nái ekki til ÖII lyf geymast bezt £ læst- um lyfjaskáp, sem er komið fyr i.r á þurrum og köldum stað — og án þess að böm nái til. Notið lyfjaskápinn eingöngu fyrir lyf — aldrei fyrir þvotta- efni og þvíumlfkt — mistök „ geta orðið örlagarík. Það’á að varast að hella lyf- inu yfir £ aðrar umbúðir en þær sem lyfin voru fyrst sett f. Það á heldur ekki að fjarlægja miðann eða gera hann ólæsileg- an. Lesiö miðann alltaf áöur en lyfið er tekið inr eða gefið — fylgiö notkunarreglun- um nákvæmlega og slumpið aldrei á skammtinn. Takið lyf aldrei £ myrkri, það er hægt að villast á lyfjum og af sömu ástæðu á aldrei að geyma lyf á náttborðinu. Við geymslu um langan tíma geta lyf rýrnað. Þess vegna er gott að fara f gegnum lyfja- skápinn með vissu millibili. Lyf sem ekki á að nota lengur eru sett i salemið og sturtað niður. Takið ekki inn lyf annarra og gefið ekki öðrum yðar lyf- Ef þið eruð í bi-uim minnsta vafa um lyf, leitiö þá alltaf ráða læknis. mSm r;y>»T liÝTT IIYTT Endurskinsmerki fyrir alla fjölskylduna. Fást / næstu bókaverzlun HAFNARFJÖRÐUR Unglingur, sem er í skóla fyrir hádegi, óskast til blaðburðar í miðbsénum. Uppl. í síma 50641. Dagblaðið VÍSIR Afgreiðslan, Hafnarfirði © Notaðir bílar til sölu O Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’62 ’63 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 ’67 Volkswagen sendiferðabifr. ’66 *68 Volkswagen station ’67 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 Willys ’62 ’66 ’67 Fíat 124 ’68 Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66,’67 Toyota Crowri De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Chevy-van ’66 Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju. Volga ’65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi, 170-172 . / / f 'f ) 1 t i r / > f i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.