Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 10
Sj'ótugur: Siguixinni Pétursson trésmíðameistari Arið 1894 var Pétur Einarsson, Hailgrímssonar, Svarthöfðasonar í Aðalvik á vertið í Grunnavík í Jökulfjörðum, hjá Kristjáni Eld- járnssyni i Sútarabúðum, Sigurðs- sonar í Funrfirði, Þorsteinssonar, á fjögurra manna farinu Díönu. Há- setar með Kristjáni á Díönu voru auk Péturs, Svanhvít dóttir Krist- jáns og Jónas Gottfreð Guðbjarts- son. Svanhvít og Pétur felldu hugi saman, stofnuðu til hjúskapar og heimilis í Sútarabúðum í Grunna- vík. Þar eignuðust þau Ágúst og Rakel Óiöfu. Vorið 1899 fluttust þau til Skáladals í Aðalvík og hef ja búskap þar á móti Áma Sigurðs- syni. En um veturinn, þann 12. des- ember. fæddist þeim annar sonur- inn, Sigurlinni. Þau eignuðust fjóra aðra syni, Gísla, Pétur Immanúel, Ingimund og Hallgrím. Auk Sigur- linna eru nú InginHmdur og Hall- grímur á lífi. Sigurlinni nam trésmíði á Isafirði 1918—21. húsagerðarlist og tré- skurð í Kaupmannahöfn og lauk prófi í tréskurði 1924. Kenndi drengjum í bamaskóla Hafnarfjarð- ar og piltum úr Flensborgarskóla handavinnu vetuma 1925 og 1926. Stundaði húsasmíðar á ýmsum istöðum á landinu 1927—30. Starf- aði hjá húsameistara ríkisins að ýmsum byggingum 1930—48, oft- ast sem yfirsmiður, að undanskild- um árunum 1938—39, er hann vann á vegum Rannsóknarráös ríkisins að mælingum og sýnishomatöku í mómýrum víða um land, eftir að hafa kynnt isér slík störf erlendis. Hefir frá 1947 gert ýmsar saman- burðartilraunir á byggingaraðferð- um meö tilliti til hagkvæmni og spamaðar. Hefir beitt sér fyrir aö- ferð, sem nefnist „einingahús“. Gerði 1931 tilraun með heyþurrkun og fékk viðurkennt emkaleyfi á þeirri aðferð 1932. Fékk 1934 við- urkennt einkaleyfi á loftþéttum gluggaumbúnaði (notað erlendis). Hefir unnið að athugunum á gervi- beitu og vél til að beita meö fiski- línu. Sigurlinni kvæntist árið 1925 Vilhelmínu Ólafsdóttur, Bjarnason- ar, Ásmundssonar í Gesthúsum í Hafnarfirði. Eiga þau tvær dætur og fjóra syni og fjórtán bamaböm. Hugðarefni Sigurlinna hafa verið listmunagerð, uppfinningar og rit- störf, en til daglegs brauðs hefir. hann unnið að húsagerð og verið frumkvöðull að húsum gerðum úr steinsteyptum einingum, sem er tvímælalaust ein af forsendum ó- dýrari húsbygginga, bæð; stórra sem smárra. Við óskum Sigurlinna Péturssyni allra heilla, er hann fyllir sjöunda áratuginn. S. G. Föstudagsgfrein - 9- síöu í Mæ Læ. Með slíku tekst sum- um að brynja sig. en í rauninni er það ekkert svar. Það er engih afsökun fyrir bandaríska her- menn að koma fram eins og villidýr þó kommúnistar geri það. Aðrir hafa gripið til þess ráðs að reyna að takmarka ábyrgð- ina við einstaka mehn, sem hryðjuverkin unnu og þá er allri skuldinni skeilt á foripgja her- flokksins sem framkvæihdi morð in, Calley undirliðsforingja. Því er haldið fram að hann hafi verið geðveikur. að hann hafi verið glæpamaður, aö hann og hermenn hans hafi verið undir áhrifum marihuana-eiturlyfs. Við rannsóknir sem þegar hafa farið fram virðist margt tii í því að Calley einn beri nán- ustu ábyrgð á þessu atviki. — Yfirmaður hans að nafni Med- ina höfuðsmaður hefur alger- lega neitað því, að hann hafi gef ið' nokkur fyrirmæli um að eyða þorpiö eða drepa þorpsbúana. Calley hafi tekiö þetta upp hjá sjálfum sér eða misskilið fyrir- skipanir. Það virðist nú líka koma í ljós, að útrýming þorps ins hafi ekki farið fram með jafnskipulögðuih hættj og fyrst var sagt. Herflokkar Banda- rikjanna hafi verið í könnunar og árásarferð í nágrenni þorps- ins, en orðið fyrir skothrið og lent á jarðsprengjum I þessu þorpi. Hafi hermennina grunað, að stór herflokkur kommúnista væri í þorpinu. Var það um 30 manna herflokkur undir stjórn Calleys sem kom inn í þorpið og stóð í þeirri meiningu, að kommúnistahermenn væru þar. Virðist framburður hermanna styðja það, að það hafi ekki ver ið fyrjrmælin frá upphafi að út rýma þorpinu og íbúum þess, en svo sáu þeir fólk vera að hlaupa út úr húsunum og virt ist það halda á byssum, skutu það niður en þá kom 1 Ijós að byssurnar voru aðeins burðar- stangir. Síðan er eins og æði hafi 'gripið Calley, sem skipaðj her möhnunum að drepa allt og brenna og virðist sem þeim að- gerðum hafi lokiö á tuttugu mín útum. Tjrátt fyrir það, að þessi liös- " foringi hafi ef til vill þann ig misst stjórn á sér, er fjar- stæðukennt að ábyrgðin verði eingöngu takmörkuð við hann. Hér verður mikil rannsókn að fara fram á stríðsaðferðum Bandaríkjamanna í Víetnam, það veröur að kanna hverjir ætluöu að hylma yfir með hryðjuverka mönnunum og kanna hvort við brögð hermannanna í þetta skipt ið eiga rætur í almennu hern- aðarviðhorfi í erfiðri styrjöld. Þorsteinn Thorarensen. VI SIR . Föstudagur 12. desember 1969. • I Í DAG j í KVÖLD í DAG: Efri deild: 1. Stækkun lögsagnarumdæmis Seyðisfjarðarkaupstaðar, stjóm- arfrumvarp. 2. umræða. 2. Almannatryggingar, stjórnar- frumvarp, 2. umræða. 3. Norðurlandasamningar um al- þjóðleg einkamálaréttarákvæði, stjórnarfrumvarp, 2. umræða. 4. Vegalög, stjórnarfrumvarp, 1. umræöa. Neðri deild: • 1. Iðja og iðnaður, stjórnarfrum- * varp, atkvæðagreiðsla eftir l.« umræðu. J 2. Verzlunaratvinna, stjómarfrv., • atkvæöagreiðsla eftir 1. umr. • 3. Tollskrá, stjórnarfrumvarp, at-» kvæðagreiðsla eftir 1. umræðu.J 4. Söluskattur, stjórnarfrumvarp, J 1. umræða. • • 5. Heimild til að selja Akureyrar-»_ kaupstaö Ytra-Krossanes, BragiJ' Sigurjónsson (A) o. fl., 2. umr.J 6. Fjárhagur Rafmagnsveitna rík-* isins, stjórnarfrumvarp, 2. umr. • 7. Leigubifreiðir, stjómarfrumvarp * — 1. umræða. • í GÆR: J Neðri deild: : • ToIIskrá, stjórnarfrumvarp, l.J umræðu var lokið, en atkvæða-* greiðslu frestað. J VISIR Bara að ég vissi hvort ég ætti að kaupa þessa þægilegu skó fyr- ir þetta lága verð, eða þá ó- þægilegu fyrir háa verðið.... APOTEK Laugames Apótek, Kirkjuteigi 21 og Ingólfs Apótek, Aðal- stræti 4, verða opin sem hér seg ir: laugardaginn 27. des. kl. 10—21 sunnudaginn 28. des. kl. 10—21 mánudaginn 29. des. kl. 9—21 þriðjudaginn 30. des. kl. 9—21 miðvikud. fimmtud. föstudagínn 31. des. kl. 9-21 1. jan. kl. 10—21 2. jan. kl. 9—21 áruni Duglegir drengir. I gær voru þrír drengir að moka snjó af Laufásveginum, sunnan við Pól, svo að hann yrði fær bifreiðum. Enginn hafði beðið þá þess, held ur tóku þeir það upp hjá sjálf- um sér og fengu enga borgun fyr ir. Visir 12. desember 1919. FUNDIR í KVÖLD • Fíladelfía Reykjavík. Almenn vitnisburðasamkoma í kvöld kl. 8.30. A.D.-fundur K.F.U.K., Hafnar- firði. Jólafundur í kvöld kl. 8.30. Hjálpræðisherinn í kvöid kl. 20.30 hjálparflokkurinn. Tónlistarfélag Keflavikur held- ur aöalfund sinn í kvöld kl. 6 i Æskulýðshúsinu. TILKYNNINGAR $ Aðalfundur T’' 'féíags Reýkja vfkur verður haldinn 18. des. n.k. kl. 20 á Kaffi Höll (uppi) Austurstræti. — Venjuleg fund- arstörf. — Á fundinum verður sýnd júdókvikmynd. Stjómin. Kökubasar halda konnr i Söng sveitinni Fílharmoníu í Sigtúni sunnudaginn 14. des. kl. 14. Söngsveitin Filharmonía hekl- ur basar sunnudaginn 14. des. kl. 2 e.h. í Sigtúni (ekki í Kirkju- bæ, eins og auglýst var). Gamlir kórfélagar og aðrir velunnarar söngsveitarinnar sem vilja taka þátt í undirbúningi hafi samband við Aðalbjörgu í sima 33087, Borghildi í síma 81832, Ingibjörgu í síma 34441 og Fríðu Nordal í síma 40168. SKEMMTISTAÐIR • Sigtún. Trúbrot leikur frá kl. VEBRIð IDAG Suðaustan kaldi. Dálítil slydda eða rigning. Hiti 1—3 stig fyrst, gengur í norð- austan stinnings kalda og léttir til með vægu frosti í kvöld. c •* 9-2. Jólakort Hóteigskirkju Sóknarnefnd Háteigskirkju hefur gefið út tvö smekkleg jólakort til ágóða fyrir kirkjustarfið. Verða þau til sölu í kirkjunni kl. 8—9 fram að jólum. Einnig fást þau í Blómahúsinu, Álftamýri 7. Er annað kortið frá anddyri inn eftir kirkjunni, en hitt af altari kirkjunnar. Við þökkum innilega aúðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför t GUNNARS JÓNSSONAR frá Keisbakka. Sigurlaug Jónsdóttir, Guðmundur Daðason Þórunn Jónsdóttir, Kristján Jónsson Guðrún Jónsdöttir, Hjálmtýr Magnússon Þórscafé. Pops og Mods leika. Rööull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuriö- ur Sigurðardóttir, Pálmi Gunn- arsson og Einar Hólm. Dansmær in og eldgleypirinn Corrinne Long skemmtir. Opið til kl. 1. Glaumbær. Náttúra og diskó- tek í efrí sal. Silfurtungiið. Trix leika í kvöld til klukkan 1. Hótel Saga. Ragnar Bjarnason og hljómsveit leika. Tízkusýning. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit Karls Lilliendahl, söngkona Hjör dís Geirsdóttir, tríó Sverris Garðárssonar og dansparið Les Gaesi skemmta. Hótel Borg. Sextett Ólafs Gauks og Vilhjálmur leika og syngja. Ingólfscafé. Gömlu dansarnir í kvöld, hljómsveit Ágústs Guð- mundssonar, söngvari Björn Þor geirsson. Klúbburinn. Heiðursmenn og Rondótríó leika í kvöld. Skiphóll. Hljómsveit Elvars Berg, söngkona Mj”'1 Hólm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.