Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 1
VÍSIR
■ Unga stoikan á myndinni var í gærdag meöal nemenda i
Menntaskólanum við Lækjargötu að undirbúa jólagleði nemend-
anna. Yfirleitt hafa menn vanizt að jólasveinamir væru karlkyns,
eins og nafngiftin bendir til, — en vitaskuld er ánægjulegt að
sjá fagra dís með skotthúfuna, svona til tilbreytingar.
„Þreyttir á svæf-
ingarstarfsemi"
ur viö þaö sem var fyrir tvær sið-
ustu gengisfellingar.
c) launamismunun háskólamennt-
aðra manna verði leiðrétt.
Segir stjórnin loks að stúdentar
við skólann hafi margsinnis lýst
yfir því, að þeir sætti sig ekki við
einstrengingslegar takmarkanir að
deildum háskólans. Njóti þeir fulls
stuðnings stjórnar SFHI', sem muni
vinna áfram aö raunhæfri lausn
þessara mála og hafi þá samvinnu
við stúdentaráð og stúdénta.
B Atkvæði greidd í Alþingi í gær um EFTA-málið, yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði
með aðildinni (Ljósmynd Vísis, Ástþór).
EFTA samþykkt 34:7 í gær
Framsókn greiddi ekki atkvæði, en einn „datt"
út af linunni, en leiðrétti atkvæði sitt — stjórn-
K arsinnar, Hannibal og Björn með
EFTA hlaut stuðning yfir-
gnæfandi meirihluta þing-
manna við lokaafgreiðsl-
una í gær. Aðild íslands að
bandalaginu var samþykkt
með 34 atkvæðum gegn 7.
17 greiddu ekki atkvæði
og 2 voru f jarverandi. Verð
ur ísland því væntanlega
meðlimur í EFTA í marz
næstkomandi.
VISIR
r
I
VIKULOKIN
— með jólaefni
fylgir blaðinu til
fastra áskrifenda
Þingmenn stjórnarflokkanna
greiddu atkvæöi með tillögu rikis-
stjórnarinnar, og hið sama gerðu
Hannibal og Björn, fulltrúar „frjáls
lyndra og vinstri manna“ á þingi.
Framsóknarmenn greiddu ekki at-
kvæði í þessu stórmáli, utan einn,
Magnús Gíslason, varamaður Jóns
Kjartanssonar, þingmanns af Norö
vesturlandi. Var Magnús fyrstur
Framsóknarmanna til að greiða at-
kvæði við nafnakall og sagði skýrt
„nei“, þegar nafn hans var kallaö
upp. Varð honum hált á flokkslín-
unni, þvi að aðrir þingmenn flokks-
ins brugðust illa við. Reis Magnús
upp að lokinni atkvæðagreiðslunni
og kvaðst hafa gert skyssu. Hefði
hann ekki fylgzt vel meö, um
hvað greidd voru atkvæði og verið
að „spekúlera", eins og þingmaður-
inn orðaði það. Fékk hann aö
breyta atkvæði sínu og var „neiið"
hans strikað út, en það var mál
manna, sem fylgdust með, að þarna
hefði þingmanninum orðiö „hált á
flokkslínunni".
Alþýðubandalagsmenn báru fram
tillögu um að þjóðaratkvæði skyldi
ráða, hvort Island gengi í EFTA
eða ekki. Var tillagan felld viö
nafnakall með 32:26, en tveir voru
fjarstaddir. Hannibal og Bjöm
studdu þessa tillögu, þótt þeir væru
eindregið fylgjandi aðild að EFTA.
Framsóknarmenn gerðu tiilögu,
að málinu yröi vísað frá og því
„frestað". Var hún felld meö 32
atkvæðum gegn 26 (tveir fjatstadd-
ir.)
Úrslit þessa máls eru þvf stór-
sigur þeirra, sem styöja aðiklina.
Andstaðan var hverfandi, þegar á
hólminn kom.
Staurður Bjarnoson
skipaður ambosso-
dor í Höfn
• Sigurður Bjarnason, ritstjórí
Morgunblaðsins, alþingismaður
og forseti neðri deildar Alþingis,
hefur nú verið skipaður ambassa-
dor í Kaupmannahöfn. Danska
ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti
samþykkt þessa skipun, en það
þarf ávallt aö fá samþykki við-
komandi ríkisstjómar, áður en
unnt er að skipa sendiherra.
Dr. Gunnar Thoroddsen hefur nú
látið af störfum sem ambassador
lslands í Kaupmannahöfn, og er
hann kominn heim fyrir skömmu.
Hann mun taka sæti í hæstarétti
frá 1. janúar n.k.
Miklar mannabreytingar hafa
orðið í utanrikisþjónustunni að und
anförnu, en nú er aðeins óútfyllt
í eina meiri háttar stöðu, þ.e. stöðu
Haraldar Kröyer í New York, en
hann hefur verið skipaður sendi-
herra í Svíþjóð.
Byrjað á nýju fæðing-
ardeildinni í febrúar
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur
nú ákveðið að framkvæmdir við
grunn viðbótarbyggingar Fæðingar
deildar Landspitalans, hefjist í feb
rúar n.k. Er áætlað að byggingin
verði tilbúin til útboðs síðari
hluta vetrar, þannig að hægt verði
að hefja framkvæmdir með vorinu.
Fjármagn hefur verið tryggt til
þess að gera bygginguna fokhelda
á árinu 1970. Á fjárlögum ársins
1970 eru veittar 10 milljónir
kr. til byggingarinnar og einnig er
þar veitt heimild til að taka 20
millj. kr. lán til hennar.
Hefur heilbrigðismálaráðherra,
Jóhann Hafstein, unnið að fjáröfl-
un með samningum við bankana,
sem allir hafa tekið málaleitun
ráðherrans vel. Seðlabankinn lánar
10 millj. kr., en gert er ráð fyrir
að 10 millj. kr. fjárveiting skiptist
milli viðskiptabankanna í hlptfalli
við innlánsfé þeirra, — Lands-
banka, Búnaöarbanka, Útvegs- 1
banka, Iðnaðarbanka, Verzlunar- '
banka og Samvinnubanka.
Teikningar að nýju byggingunni
eru langt komnar og verður hún >
um 15 þús. rúmmetrar að stærð. j
Á fyrstu hæð byggingarinnar verð '
ur sjúkradeild fyrir kvensjúkdóma, |
á annarri hæð deild fyrir sængur- '■
konur, alls 50 rúm, og á þriðju j
hæðinni verða fæðingastofur og |
skurðstofur o. fl i
„Stúdentar eru langþreyttir á
aráðabirgðalausnum og svæfingar-
Itarfsemi nefnda og ráða, — þeir
krefjast framkvæmda", segir í yfir-
(ýsingu stjómar Stúdentafélags Há-
skóla Isíands, sem barst blaöinu í
gær vegna þess að læknadeild hef-
ur enn boðað takmörkun að deild-
inni með ákvæðum um lágmarks-
elnkunnir á stúdentsprófi.
SFHÍ kveðst vilja benda á eftir-
farandi atriði í þessu máli:
1) Lokun einnar deildar innan
H.í. leysir ekki vanda hans. Vanda-
mál einnar deildar eru með því að-
rins flutt yfir á aðrar deildir.
2) Offjölgun í einstökum háskóla-
deildum stafar fyrst og fremst af
námsleiðafæð við H.Í., skorti stúd-
;nta á fjármagni til náms við er-
enda háskóla og launamisréttj há-
ikólamenntaðra manna í þjóðfélag-
'nu.
3) Eina raunhæfa lausnin er því
leiðrétting ofantalinna atriða, það
er:
) staöið veröi við marggefin fyrir-
heit um fjölgun námsleiða þegar á
næsta hausti.
b) stúdentum verði gert kleift að
stunda nám sitt erlendis þannig, að
kostnaður verði a.m.k. sambærileg-