Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 1
íþróttamaður ársins GUÐMUNDUR GÍSLASON, sundkappinn kunni, var í gær kjör- inn „íþróttamaður ársins 1969“ f atkvæðagreiðslu íþróttafrétta- manna. Hér er hann á heimleið að lokinni verðlaunaafhending- unni. Myndina tók Bjarnleifur fyrir utan Loftleiðahótelið. — « Sjá nánar bls. 3. Rithöfundar ársins „Ég verð aö játa að þessi viðurkenning hefur ekki meiri áhrif á mig en skammimar i fyrra“. Þetta sagði húsfreyjan og verðiaunahöfundurinn Jakobína Sigurðardóttir gegnum símann við Vísi. — Spjallað er við verðlaunahöfundana þrjá á bls. 9. Rauði baróninn Áttatíu flugvélar skaut hann nið ur maðurinn með þetta viðumefni j á ámm fyrri heimsstyrjaldarinnar. Frá þessum manni greinir nánar í frétt í blaðinu í dag. Sjá bls. 4. Hrun Rússaveldis? Hver er sjúki maöurinn í Evrópu? Þannig sp^T Andrei Amalrik, 31 árs sovézkur sagnfræðingur. Spár hans til handa Sovétríkjunum eru allt annað en glæsilegar. Sjá bls. 8. Karíus og Baktus Um þessa karla er skrifað í kynn ingu sjónvarpsdagskrár 1 blaðinu í dag. En nánar fá börnin að sjá á sunnudag í sjónvarpinu kl. 18.15, enda mun ekki af veita, því tann- skemmdir barna munu hafa aukizt verulega undanfarin ár aö áliti margra tannlækna hér á landi. Sjá bls. 11. Samsalan vill rannsókn — brauðgerðarhúsinu lokað vegna svælingar Á forsíðu Vísis, 30. des- ember síðast Iiðinn, gat að líta óhugnanlegar myndir, aðra af pöddu er hafði komizt í brauðhleif og hina af heftiplástri, sem kom úr sakleysislegri mjólkur- hyrnu, sem átti að svala þorsta viðkomandi heimil- isfólks um hátíðirnar. Sá er kom með myndina af pödd unni á ritstjórnarskrifstofur Vísis hafði þá nýlega gert för sína til bcrgarlæknis, og í gær fengum viö þær fregnir hjá borgarlæknisemb- ættinu, að viðkomandi brauðgerö- væri lokuö, þar eð fundizt hefði skordýramengun, og færi nú fram eyðing kvikindanna, sem væru bjöllutegund. Samkvæmt áreiöanlegum heim- ildum, sem blaðið aflaði sér er hér um Alþýðubrauðgerðina að ræða, og hafði blaðið því samband viö for stjóra hennar, Guðmund R. Odds- son. „Það er alls ekki gott aö leiða það hjá sér, að þessi kvikindi kom ist inn í brauðgerðarhúsin. Þetta eru örsmáar pöddur og eru í mjöl- inu þegar þaö kemur utanlands frá. Ég kaupi til dæmis mitt mjöl alla leið frá Rússlandi og Ameríku og er það búið að fara langa leið, þegar það loks kemst til íslands. Velkj ast í járnbrautarvögnum og skipa- lestum. Eru því næg tækifæri fyrir þessi kvikindi að komast í mjölið en viö vitum að til dæmis er fullt af þessum bjöllum £ skipalestum", segir Guömundur. „En það hljóta þó, aö vera gerö ar einhverjar ráðstafanir til að ganga af þessum kvikindum dauð- um, þegar til landsins kemur", spyr blaðamaðurinn. „Að sjálfsögöu er úðað hér hjá okkur reglulega af meindýraeyði eins og hjá öðrum matvælaframleið endum, en það er bara ekki svo gott að komast fyrir þessi kvikindi, og þá getur alltaf viljað til slíkt óhapp, að þau komist í brauðin“( segir Guömundur að lokum. Varðandi plásturinn, sem hús- móðir ein í Reykjavík taldi hafa komið með jólamjólkinni, sneri Vís ir sér til Stefáns Bjömssonar, for- stjóra Mjólkursamsölunnar. Kvað hann þaö óhugsandi að slíkt gæti hent. Mjólkin færi gegnum lokað og margfalt hreinsunarkerfi £ sam- sölunni. „Ekki ætti aö leynast minnsta óhreinindaögn í þeirri mjólk, sem neytandinn fær í hend- ur“, sagði forstjórinn, „og höfum við í Mjólkursamsölunni farið fram á opinbera rannsókn til að fá úr því skorið áþreifanlega hvernig í því liggur aö plásturinn fannst í mjólkinni." ENGARSAMGÖNGUR SlÐAN í NÓVEMBER — spjallab við einsetumanninn i Loðmundarfirði — Nei, ég gat ekkert farið í kaupstað fyrir jólin — og fékk ekki jólapóstinn, sagði eini íbú- inn í fámennasta hrepp; lands- ins, Loðmundarfirði. — En þetta voru síður en svo kuldaleg jól hér veður mjög gott jóla- dagana, þótt ekki væri ferða- veður fyrir hátíðina. Hingað eru engar samgöngur nema þær, sem maður skapar sér sjálfur, sagði Kristinn og ekkert hægt að komast nema á sjó, landleiðin er alla jafna lokuð. Að vísu er hægt að komast á snjósleða í Borgarfjörð, en vegurinn er ó- fær orðinn sumar sem vetur, þeir spilltu honum þegar þeir voru að flytja vélarnar hérna frá orkumálastofnuninni, I sam bandj við perlusteinsleitina. — Heldur þú ekkj að nú fari aö fjölga í kringum þig þarna, ef þeir fara nú að vinna perlu- steininn? — Ég hef ekki mikla trú á að það verð; neitt úr því, sagöi Kristinn. — Hvað heldur þú að þú hald- ir lengi út að búa einn þama? — O, ég veit ekki. Ég er hér eins og hver annar bóndi, ein- búj að vísu, en ég sé ekkert á móti því að sjá sér fyrir atvinnu á þennan hátt. — Og hvað er svo langt síðan þú hefur komizt í kaupstaö? — Það var síðast I nóvember. Ðvr brauðgeröarinnar læstar og lokaðar fyrst um sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.