Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 2
2 V1 SIR . Laugardagur 3. janúar 1970. Úrval úr dagskrá næstu viku SJQNVARP • Sunnudagur 4. jan. 18.00 Helgistund. Séra Jón Thorarensen, Nesprestakalli. 18.15 Stundin okkar. Kanadísk jólamynd. Stúlkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dansa álfadansa. Karíus og Baktus. Leikrit eftir Thorbjörn Egner. Leik- stjóri Helgi Skúlason. Leikend ur: Sigríður Hagalín, Borgar Garðarsson og Skúli Helga- son. Kynnir Klara Hilmarsdóttir. Umsjón: Andrés Indriðason og Tage Ammendrup. 19.00 Hlé. 20.20 Jólalög. Sigrún Harðardótt- ir, Guðmundur Emilsson, Sig- urður Ingvi Snorrason og Snorri Örn Snorrason flytja. 20.35 Gamlar syndir. Corder læknir tekur sér fyrir hendur að lækna stelsjúka konu. Þýðandj Björn Matthíasson. 21.25 Einleikur á cello. Erling Blöndal Bengtsson leikur sóló- svítu nr. 1 I G-dúr eftir J. S. Bach. Upptaka I sjónvarpssal. 21.40 Svipmyndir frá Suður- Ameriku. Brezki ferðalangur- inn James Morris skyggnist um I ýmsum ríkjum Suður- Ameríku og dregur ályktanir af því, sem fyrir augu ber. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. Mámidagur 5. jan. 20.35 Hoilywood og stjörnurnar. Óskarsverðlaunin, seinni hluti. 21.00 Oliver Twist. 9. og 10. þáttur, Efni síðustu þátta: Sikes flýr og skilur við Oliver slasaðan eftir misheppnað inn brot. Oliver nýtur hjúkrunar og verndar frú Maylie og Rose, fósturdóttur hennar. Monks kemst að aðsetursstað Olivers. Bumble kvænist Corney. Hún hefur undir höndum nisti, sem stolið var af móður Olivers eftir að hún lézt. 21.50 Ivan Ivanovich. Bandarísk mynd, gerð árið 1966, um dag- legt líf sovézkra hjóna og tveggja bama þeirra. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Þriðjudagur 6. jan. 20.30 Drengjakór Jakobskirkj- unnar I Grimsby. Söngstjóri Robert Walker. Upptaka I sjónvarpssal. 20.50 Maður er nefndur . . . Jón Helgason, prófessor. Magn ús Kiartansson, ritstjóri, ræð- ir við hann. 21.20 Belphégor. Nýr framhalds- myndaflokkur í 13 þáttum gerð ur af franska sjónvarpinu. Leik stjóri .Claude Barma. Dular- full vera virðist vera á sveimi I Louvre-listasafninu I Paris. Ungur námsmaður lætur loka sig þar inni til þess að rann- saka málið. 22.10 Nóbelsverðlaunahafar 1969 1. hluti. Rætt er við banda- riska eðlisfræðinginn Murray Gell-Mann og samstarfsfólk hans. Þýðandi og þulur Þor- steinn Vilhjálmsson, eðlisfræð- ingur. Spjallað við brezka efna fræðinginn Derek Barton, norska efnafræðinginn Odd Hassel og samstarfsfólk þeirra. Þýðandi og þulur Bragi Áma son. Miðvikudagur 7. jan. 18.00 Gustur. 18.25 Hrói höttur. 18.50 Hlé. 20.30 Griðland farfuglanna í. Vlðlendar votmýrar suður I Andalúsíu hafa um aldir ver- ið áningarstaður flestra teg- unda norrænna farfugla. Nú er ætlunin að ræsa mýrarnar fram og gera svæöið byggilegt og lýsa myndirnar áform- um þessum og baráttu nátt- úruverndarmanna gegn þeim. Þýðandj Ingibjörg Jónsdóttir. 21.00 Vlddir. Kanadlsk mynd I léttum dúr um hlutföllin I til- verunni. 21.10 Miðvikudagsmyndin: Sagan af Jónatan, bróður mínum. Brezk mynd gerð eftir sögu Francis Brett Young. Leikstj. Harild French. Föstudagur 9. jan. 20.35 Griðland farfuglanna II. Seinni þátturinn um áningar- stað norrænna farfugla I vot- mýrum Andalúsíu. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir. 21.05 1 léttum dúr. Sænskir listamenn flytja lög úr ýms- um áttum. 21.35 Harðjaxlinn. Tvær flugur í einu höggi. Þýðandi Þórður Örn Sigurðsson. 22.25 Erlend málefni. Umsjónar- maður Ásgeir Ingólfsson. Laugardagur 10. jan. 16.00 Endurtekið efni: Stilling og meðferð sjónvarpstækja. 16.15 Mallorca. Kvikmynd um spænsku eyjuna Mallorca í Miöjarðarhafi, náttúru hennar, sögu og þjóðlifiö, eins og það kemur Islendingum fyrir sjónir. 17.00 Þýzka I sjónvarpi. 17.45 íþróttir. - Hlé. 20.25 Heiðin og heimalöndin. í mynd þessari, er Sjónvarpið lét gera s.l. sumar, er fylgzt með ferð Kristleifs á Húsa- felli og Ólafs í Kalmanstungu í Borgarfirði til silungsveiða á Amarvatnsheiði, og brugðið er upp myndum af fjártúskap Gúðtnundar bónda á Húsafelli. 20.50 Smart spæjari. 21.15 Tónlistin er mitt líf. Ung- versk mynd án orða um ung- an hljómlistarmann, semvegna slyss \ jrður aö leggja frá sér hljóöfærið sitt og bíöa í óvissu, unz I ljós kemur, hvort hann geti nokkru sinni leikið á það aftur. 21.35 Rómeó, Júlía og myrkrið. Leikrit eftir tékkneska höfund- inn Jean. Otcenasek. ÚTVARP • Sunnudagur 4. jan. 10.25 Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic ræöir við Sigurð Sigurmunds- son bónda í Hvítárholti. 11.00 Messa I Dómkirkjunni: Séra Óskar J. Þorláksson. — Organleikari: Ragnar Bjöms- son. 19.30 Innan hringsins. Hulda Run ólfsdóttir les úr síðustu ljóða bók Guðmundar Böðvarssonar skálds. 20.15 Kvöldvaka. a. Hér er kominn Hoffinn. Þor- steinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur ásamt Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. b. Tveir prestar, ein kona. Oddgeir Guðjónsson bóndi I Tungu í Fljótshlíð flytur frá- öguþátt. ■. Ljóð Kristín M. J. Bjöms- on flytur nokkur frumort •;væði. I. Samsöngur. Söngfélagið Gigjan á Akureyri syngur við undirleik Þorgerðar Eiríksdótt- ur. Söngstjóri: Jakob Tryggva son. e. Þrjár dulrænar sögur. Mar- grét Jónsdóttir flytur. f. Heimleiðis fyrir jólin. Hall- grímur Jónasson rithöfundur flytur jólasögu. g. Þjóðfræðaspjall. Árni Bjöms son cand. mag. flytur. Mánudagur 5. jan. 17.00 Fréttir. Að tafli. Ingvar Ás mundsson flytur skákþátt. 17.40 Bömin skrifa. Árni Þórð- arson les bréf frá börnum. 19.30 Um daginn og veginn. Magnús Gestsson talar. 20.15 Heilagur Frans frá Assisi. Þáttur eftir Svein Ásgeirs- son hagfræðing, sem flytw hann ásamt Ævari Kvaran leik ara. Þriðjudagur 6. jan. 19.30 Víðsjá. Ólafur Jónsson og Haraldur Olafsson sjá um þátt inn. 20.50 Á þrettándakvöldi. Jónas Jónasson tínir síðustu laufblöð in I jólasarpinn. 22.30 Lúðrasveitin Svanur leikur álfa- og áramótalög I útvarps sal. Stjómandi: Jón Sigurös- son. 23.00 Jólin dönsuð út. — Ymsar hljómsveitir leika í hartnær klukkustund. Miðvikudagur 7. jan. 19.35 Á vettvangi dómsmálanna. Sigurður Llndal hæstaréttarrit- ari greinir frá. 20.30 ,,Gyðingafuglinn“, smásaga eftir Bemard Malamud. Erl- ingur Gíslason leikari les þýð ingu Ólafs Hauks Símonarson- ar, sem flytur formálsorð um höfundinn. 21.40 Skyggnzt undir feldinn. Gunnar Benediktsson rithöfund ur flytur fyrsta erindi sitt af þremur. 22.45 Á elleftu stund. Leifur Þórarinsson kynnir tónlist af ýmsu tagi. Fimmtudagur 8. jan. 19.50 Leikritið „Brúðkaup fúrst- ans af Fernara" eftir Odd Björnsson. Leikrit handa út- varpi með tónlist eftir Leif Þór arinsson. Leikstjóri Sveinn Ein arsson. tjórnandi tónlistar: Leifur Þórarinsson. 21.00 Sinfóníuhljómsveit íslands heldur hljómleika í Háskóla- bíói. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari á flautu: Robert Aitken frá Kanada. 21.40 Ævintýri hirðingjans. Hild ur Björnsdóttir les eitt kvæða Einars Benediktssonar. Föstudagur 9. jan. 19.35 Efst á baugi. Tómas Karls son og Magnús Þórðarson fjalla um erlend málefni. 20.30 Kirkjan að starfi. Séra Lár us Halldórsson og Valgeir Ást ráðssor stud. theol. standa að þættinum. Laugardagur 10. jan. 17 30 Á norðurslóðum. Þættir um Vilhjálm Stefánsson land- könnuð og ferðir hans. Baldur Pálmason flytur. 19.30 Daglegt líf Ámi Gunnars- son og Valdimar Jóhannesson sjá um þáttinn. 20.45 Hratt flýgur stund. Jónas Jónasson stjómar þætti í út- varpssal á Akureyri. (Áður útv. 6. des.). Ritstjóri: Stefán Guðjohnsen A ö venju skulum við llta um öxl og rifja upp helztu bridgevið- burði ársins 1969. Islandsmeistarar I sveitakeppninni varð sveit Hjalta Elíassonr frá Bridgefélagi Reykja- víkur. I tvímenningskeppni íslands mótsins sigruðu Benedikt Jóhanns son og Jóhann Jónsson einnig frá Bridgefélagi Reykjavlkur. Reykja- vlkurmeistaramót I sveitakeppni vann sveit Stefáns Guðjohnsens, en tvímenningskeppni Jón Arason og Sigurður Helgason allir frá Bridge félagi Reykjavfkur. 1 maímánuði háöum við lands leik við Skota og sigruðum með miklum yfirburðum. í liðinu spil- uðu Benedikt Jóhannsson, Jóhann Jónsson, Jón Ásbjörnsson, Karl Sig urhjartarson, Hannes Jónsson og Þórir Leifsson. Evrópumót var haldið I s. hl. júní mánaðar í Osló. Landsliðið okkar var þannig skipað: Ásmundur Páls son, Hjalti Eliasson, Stefán Guð- johnsen, Þorgeir Sigurðsson, Hall- ur Símonarson og Þórir Sigurðs- son. Sveitin hlaut 77 stig af 160 mögulegum, eða rúm 48 prósent. Alls spilaði sveitin 20 landsleiki vann 9 leiki, gerði jafnt I 2 og tap- aði 9. Hafnaöi hún í 12. sæti af 21. * I síðasta þætti lagði ég eftirfar- andi þraut fyrir ykkur: • 9-8-2 • 4 • G-9-5-4 4> Á-K-D-10-2 • Á-10-6-4 • K-G-7 • Á-K-3 4> G-9-3 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1G 2H 3H P 3S 4H 4S D P P 4G Allir p Vestur spilaði út spaðaþristi, austur lét gosann. Hvemig er sig- urstranglegast að spila spilið? Suður verður aö drepa strax á ás inn (útspilið hlýtur að vera einspil) og spila tvisvar laufi. Ef báðir eru með, eða ef vestur er með einspil, þá tekur suður tvo hæstu I tígli og spilar þriðja tígli. Við gerum ráð fyrir að vestur eigi tíguldrottningu og nú eru suðri flestir vegir færir. Vestur spilar sig út á laufi eða tígli og suður tekur láglitaslagina og' kastar spöðum. Síðan er hjarta spil að og safnhafi fær tíunda slaginn á hjarta. Eigi vestur fjögur lauf, þá fer 7. síða.' r.v.v.v, T'Trslitin á minningarmóti Capablanca urðu þessi: 1.-2. Suetin og Kortsnoj 11 vinninga af 15 mögulegum. 3. Gligoric 10j4 vinning. 4.-5. Uhlman og Donner 9j4 vinning. Suetin er þekktur sem byrjanasérfræðing- ur og fyrir skrif sín um skák. Hér á eftir rekur hann nokkuð gang mótsins. „Á 7. minningarmóti Capa- blanca vom 9 stórmeistarar, 5 alþjóðlegir meistarar og 2 ótitl aðir. Þar tefldu í fyrsta sinn Pomar, sterkasti skákmaöur Spánar og Panno, einn af fremstu skákmönnum Argentínu I 6. og 7. umferð mótsins varð ljóst aö baráttan um efsta sætiö myndi stand- é nilli Kortsnoj, Gligoric og mín. Ég byrjaði á að gera jafntefli I 2 fyrstu skákun um með því að vinna 6 I röð hafði ég iy2 vinning fram yfir næstu menn. Eftir að Kortsnoj vann Uhlman virtist hann hættu legasti keppinautur minn. En þá kom Gligoric til skjalanna og vann okkur báöa og þaö meö svörtu. Eftir 9 umferðir hafði ég 114 vinning I forskot, en átti eft ir érfiðari andstæðinga en keppi nautar mlnir. Sérstaklega var ég uggandi um skák mína gegn Kortsnoj sem tefld skyldi I næst síðustu umferð. Við höfum teflt saman um það bil 30 sinnum og I 4 síðustu skákunum hef ég haft svart og alltaf tapaö. Ég ákvað því að tefla til vinnings gegn Gligoric, en tapaöi. Eftir það hætti ég að velta fyrir mér sig- urmöguleikunum I mótinu og lét hverjum degi nægja sína þján- ingu. 1 skák minni gegn Kortsnoj varð fljótlega ljóst að hann stóð höllum fæti. Ég átti jafnvel vinningsmöguleika oftar en einu sinni, sem ég kom þó ekki auga á. Þessi sálfræðilegi sigur minn deyfði hins vegar einbeitnina I síðustu umferð og ég varð að sætta mig við jafntefli gegn elzta keppanda mótsins, O’Kelly. Fram að 11. umferð hafði hann hlotið um 50% vinninga, en tap- aði þá 4 skákum I röð. Ég hafði reynt að stappa 1 hann stálinu og tekizt þaö helzt til vel, þvl gegn mér barðist hann eins og Ijón. Ég missti hins vegar af vinningsleikfléttu sem allir áhorf endur sáu. Skákmótið styrkti þá trú mína, að til að hljóta 1. sæt- ið er ekki nóg að tefla vel, held- ur verður einnig að hætta nokkru og tefla djarft." Meö uppáhaldsbyrjun sinni kóngsindversku vöminni Tagði Gligoric Kortsnoj laglega. Hvltt: Kortsnoj Svart: Gligoric 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 o-o 6. Be2 e5 7. o—o Hvítur hagnast ekkert á 7. dxe 8. DxD HxD 9. Rxe Rxe 7... Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 Hér hafa margar leiðir verið reyndar, T. d. 9. Rel Rd7 10. Be3 f5 11. f3 f4 12. Bf2 g5 með tvísýnni stöðu. (Taimanov: Reshevsky 1953) 9. b4 a5? 10. Ba3! Pvh5 11. g3 f5 12. Rg5! og hvltur náði yfir- höndinni. (Taimanov: Ciocaltea 1956.) 9 .... Rd7 10. b4 f5 11. Rb3 fxe! Nýjung í stað 11. ... f4 opn- ar Gligoric taflið sér I hag. 12. Rxe Rf6 13. Rg3 Rf5 14. RxR BxR 15. Be3 h5 16. f3 Dd7 17. Dd2 b6 18. a4? Að venju teflir Kortsnoj til vinnings. Áætlun hans reynist þó of tímafrek. Betra var 18. Hadl og reyna að halda f horf- inu. 18. ... Hae8 19. a5 e4! 20. axb exf 21. Bxf axb 22. Ha7 Re4 23. Dcl Bg4 24. BxB DxB 25. Hxc Ef 25. Bf4 Rc3 26. h3 Re2+ 27. Khl RxD 28. hxD RxR og vinnur. 25. ... Be5 26. Bd4 HxH+ 27. DxH Hf8 28. Dal Df4 29. g3 Rxg! og hvítur gafst upp. Jóhann Sigurjónsson. *■ !■■■■■! !■■■■■■■! -■-■-■-■-■-■-■■■■_«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.