Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 16
VISIR I' , ■_• __'j __J h •' i ' ■ --- Laugardagur 3. janúar 1970. iólasveinarnir að kveðja í Iðnó • Jólasveinarnir eru nú að kveðja hver af öðrum, því sagt er að sá síðasti hverfi heim til sín á þrett- ándanum. Jólasveinarnir, sem birt ast ásamt fleiri kynjaverum f Iðnó í leiknum „Einu sinni á jólanótt“ munu líka kveðja í sama mund, því síðasta sýning á þessum þjóð sagnaleik er áætluð á sunnudag. — Sýning þessi varð til hjá Litla leikfélaginu f Tjarnarbæ í fyrra, en hefur verið breytt talsvert fyr- ir uppfærsluna í Iðnó um þessi jól. Síðustu sýuingar á Ustinov Þannig er umhorfs í Fossvogsdal um þessar mundir, stórvirk tæki róta upp jarðveginum en nýr og haldbetri kemur í staöinn. Hraðbraut komia / Kópavog / /00/ Leiksýningum á „Betur má ef duga skal“ eftir Ustinov, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu 1 | haust fer nú að fækka, en leikur- inn hefur hlotið góða aðsókn eins og reyndar aðrir leikir Ustinovs, sem sýndir nafa verið hér. Leikur þessi fjallar sem kunnugt er um popunglinga og kennir þeim full- orðnu, hvernig snúast má viö þeim. Stórvirkar vélar róta nú upp sverðinum í Foss voginum, þar sem aðal- brautin suður úr borg- inni á að liggja, það er Kringlumýrarbrautin, en kaflinn sem á hana vantar yfir Fossvoginn að nýju umferðarbrúnni við Kópavogsháls á að strax hafizt handa við malbik- un að sögn gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar, Inga Ú. Magnússonar. Gerð vegarins var boðin út og r' þessi 2 fyrirtæki gerðu 9,6 millj. króna tilboð, en upphafleg á- ætlun borgarinnar var 17,4 millj ónir, þó var þetta tilboö ekki hið lægsta. Með þessari braut við byggðar- lögin suður af borginni, Kópa- vog, Hafnarfjörð og Suðumesin mun greiðari og þá fyrst kemur umferðarbrúin í Kópavogi að fullum notum, þegar þessi braut verður tilbúin. Um framhald Kringlumýrar- brautarinnar norður á bóginn er hins vegar óvist, að minnsta kosti verður ekki hafizt handa við hana á þessu ári. verða tilbúimi r sumar. ' X 1 Verktakafyrirtsekin Hlaöbær og Miðfell sjá um að undirbúa veginn undir malbikun og eiga að skila honum upphleyptum í júrrf- í vor, Nejtrsíðan verðapþ^-t-verí^ íEyngöngur Yfir hátíðirnar er að venju mikil umferð um borgina, einkum að kirkjugörðum borgarinnar, og þá langmest að Fossvogsgarðinum. Hefur lögreglan mikinn viðbúnað uppi vegna þessarar miklu um- ferðar og svo hefur einnig verið nú. Myndin sýnir umferðarlest á Reykjanesbraut og lögreglu- þjón við umferðarstjórn, en lögreglan hefur hlotið almennt lof fyrir hversu vel hefur til tekizt. Engia töf á vertíðinni — allmargir bátar reru þegar á nýársdag Engin töf virðist ætla að verða á vetrarvertíðinni þessu sinni, því að allmárgir bátar reru þegar á nýársdag frá Faxa flóahöfnum. Níu bátar reru frá Keflavík, fimm frá Sandgerði og nokkrir af öðrum höfnum við Flóann. Venjulega hefur vertíð- in ekkl hafizt almennt fyrr en undir miðjan janúar, þar sem menn hafa verið að búa bátana út. Margir þeir sem byrjaðir voru á línu fyrir jólin, halda hins vegar áfram án minnstu tafa þessu sin"! ’-ótt fáeinir láti dytta litils háttar að skip- um og veiðarfærum viö tæki- færi áður en vertíðin kemst i fullan gang. Fengurinn var þó lítilli hjá bátunum, sem reru í gær, ein- hverjir Suðurnesiabátar dvöldu þó yfir lóðinni fram á nótt og um afla þeirra var ekki vitað í gærkvöldi. Slökkviliðið kvatt að sfórhýsi Silla & Valda Múgur og margmenni safn- aðist saman f Austurstræti í gærdag, þegar tveir slökkviliðs bílar námu staðar fyrir framan SiIIa og Valda-verzlunina þar. „Var kviknað í þessu glæsijega stórhýsi? — Ekki ætlar hún að verða góð, fyrsta ganga þessa nýja árs“, sagði einn maður við annan og horfðu báðir með áhyggjusvip upp í glugga hússins, en þó var þar hvergi reyk að sjá. Eftir stutta stund leystist hóp- urinn upp, því aö í ljós kom, aö aðeins hafði verif um reykjarþef að ræða, hvergi reyk og varla einu sinni eld, því að allt stafaði þetta frá einu litlu perustæði, þar sem leiddi saman í rafmagnsleiðslu. Sem betur fer uDP'Tö*-'f>ð,st hættan í fæð ingu og var kæfö, áður en hún yrði að voða og ylli tjóni eða jafnvei slysi. 18 þúsund iólatré seldust Mörgum hefur reynzt erfitt að fá jólatré af minnj stærðum, rétt fyrir jólin og hafa margir síðbúnir mátt kaupa eðalgrenitré fyrir um 1000 krónur, en samsvarandi blágrenitré kosta 3—400 krónur. Landgræðslusjóður seldi um 13000 jólatré núna, en samtals var salan um landið allt um 18 þúsund jólatré. Blaðið hafði samband við Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra ' sem sér um innkaup jólatrjáa fyrir Landgræðslusjóð. og innti hann eft- ir, hvernig á þessu stæði, að aldrei virtust Iitlu jólatrén nógu mörg. Tjáði Hákon okkur, að þar sem tollur á jólatrjám væri mjög hár fyrir jól eða yfir 100% og vara þessi væri til tímabundinnar notkunar þá yrði að takmarka mjög innflutning, „og við flytjum aldre; inn meira en ■ það sem við erum nokkurn veginn vissir með að selja,“ sagöi Hákon. Á hverju ári aukum við innflutn- ing örlítiö til að mæta aukinni fólksfjölgun, en hún er hverfandi, þannig að heildartalan helzt lltið breytt frá ári til árs. Núna fyrir jólin var mjög svipuð sala og und- alíarin ár hér í Reykjavlk, hins vegar varð sú breyting úti á landi, að salan stóróx. Sem dæmi um það get ég nefnt einn kaupstað úti á landi, sem hingað til hefur Iátið sér nægja 5—6 tré, en fékk núna 70 tré, sagði Hákon ennfremur. Niðurstóður i bátakjarasamningunum: Fiskverð hækk- ar um 9,5% Undanbáguhlutdeild frá hlufaskiptum lækkar 9 Fiskkaupendum var gert að greiða 9,5% hærra fiskverð frá og með áramótum til maíloka, eða allt árið verði því ekki sagt upp af bátasjómönnum eða fisk- seljendum fyrir þann tíma. Yfirnefn^ verðlagsráðs ákvað þessa almennu verðhækkun á fundi ’.ínum á gamlárskvöld. 1 kjölfar þessarar verðákvörðunar varð sam komulag í vinnudeilu útgerðar manna og bátasjómanna, en í sam bandi viö þetta nýja fiskverð og bátakjarasamningana ' hafa báðir samningsaðilar óskað þess að lög um um ráðstafanir í sjávarútvegi nr. 79, 31. des. 1968 verði breytt á þann ve. að kostnaðarhlutdeild, sem kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna lækki úr 17% í 11%. Mun ríkisstjórnin leggja frumvarp þetta fyrir alþingi er það kemui saman 12. janúar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.