Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 8
8
V í S IR . Laugardagur 3. janúar 1970.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f. \
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \
Aðstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinson /
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson (
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 )
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Slmi 11660 (
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) )
Askriftargjald kr. 165.00 ð mánuði innanlands l1
t lausasölu kr. 10.00 eintakið f
Prentsmiðja Visis — Edda h.f. \
. mn • r'nriirrMT——— J
Breytf viðhorf
það leynir sér ekki, að íslenzka þjóðin lítur bjartari /
augum fram á veginn um þessi áramót en hin síðustu. ))
Þess sér líka merki á flestum sviðum athafnalífsins il
og afkomu almennings, að mjög hefur brugðið til \
batnaðar. Við erum komin aftur upp úr öldudalnum í1
mikla fyrr en vonir stóðu til, og gegnir raunar furðu, /
hve skjótt og vel hefur úr rætzt. Vegur þar mikið, /
hve þorskaflinn var betri en 1968, uppgrip af loðnu )
og góð veiði á ýmsum öðrum tegundum, svo sem )
ufsa, lúðu, rækju og humar. Verðlagsþróunin erlendis ii
varð einnig hagstæð á árinu, og vonir standa til að /
svo verði áfram. Með inngöngu íslands í EFTA hækk- )
ar afurðaverð okkar á Bretlands-markaði til muna )
og auknir möguleikar skapast fyrir góðri sölu á nið- \
ursoðnum sjávarafurðum. Verðlag á frystum fisk- (
blokkum hefur undanfarið verið að hækka í Banda- (
ríkjunum og verð á síldarlýsi hefur nú tvöfaldazt frá (
því sem það var lægst 1967. )
Þess er aldrei að vænta, að allt gangi að óskum í )
senn hjá þjóð, sem á afkomu sína svo mjög undir \
fiskigöngum og duttlungum náttúruaflanna, eins og (
við íslendingar. Síldin brást enn, og þess hlýtur jafnan (
ið sjá staði á öllum sviðum athafnalífsins og afkomu /1
jölmargra fjölskyldna og einstaklinga. Síldargróð- )
in hefur löngum verið mikil lyftistöng fyrir allar n
ramkvæmdir í þjóðfélaginu, en oft hefur þó verið um \\
f á hann treyst. Alvarlegast er þó, ef sá ótti er á ((
ökum reistur, að nú hafi verið gengið svo nærri (l
essum fiskstofni, að vart sé að vænta uppgripa úr //
eirri námu næstu árin, nema þá með ofveiði, sem )
'ði skammgóður vermir og myndi hefna sín ræki- )
ga síðar. Svo kann og að vera um fleiri tegundir, eins \
l t.d. þorskinn, og mátti því sannarlega ekki seinna (J
era að við færum að líta til fleiri átta til þess að )
yggja afkomugrundvöllinn. \
Árferðið 1969 varð bændum landsins víðast þungt (
;kauti, eins og alþjóð veit. Þótt svo langvarandi ótíð /
sem betur fer sjaldgæf, má þjóðin þó alltaf vera /
ð því búin, að slík ár komi. Stórbætt tækni í land- )
únaði er þar að vísu mikil vörn, og líklegt má telja )
að á kom«ndi árum finnist enn fljótvirkari og betri \
aðferðir til þess að bjarga heyi undan veðri og vind- (
um og verja túnin fyrir kali á vetrum. /
En þrátt fyrir það, sem á móti hefur blásið, er ástæða /
til bjartsýni, enda vegnar engri þjóð vel, ef hún glatar )
trúnni á land sitt og sjálfsbjargargetu. Pólitískur á- )
róður, er dregur úr þeirri trú, er þjóðhættulegur og ber \
vott um mikið ábyrgðarleysi þeirra, sem að honum (
standa. Illvígar, innbyrðis deilur og óheiðarlegur /
málflutningur dreifir kröftum þjóðarinnar og dregur /
þar af leiðandi úr mætti hennar til þess að )
sigrast á þeim erfiðleikum sem hún þarf við að glíma )
hverju sinni. „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir \
föllum vér“, er máltækí, sem ávallt er hollt að hafa (
í huga ekki sízt fyrir fámenna þjóð, sem oft á í vök /
að verjast gegn erfiðum, ytri aðstæðum. /
„Hrun Rússa-
veUis vofír yfír"
— segir sovézki sagnfræðingurinn Andrei Amalrik
Leonid
Bresnjev
Hver er „sjúki maður
inn í Evrópu“? Andrei
Amalrik, 31 árs sovézk-
ur sagnfræðingur, segir,
að það séu Sovétríkin.
„Ég efa ekki, að þetta
mikla heimsveldi, Aust-
ur-Slava, skapað af Ger-
mönum, Býzantínmönn-
um og Mongólum, byrj-
ar nú síðasta áratug til-
veru sinnar“. Hann spá
ir því, að stríð milli Kín-
verja og Rússa muni
marka endalok heims-
veldisins, vegna innri
aðstæðna í Sovétríkjun-
um sjálfum.
Andrei Amalrik ræktar nú
agúrkur og tómata í litlu þorpi
í nágrenni Moskvu. Ritgerð
hans hefur verið birt á Vestur-"
löndum, smyglað út úr landi,
svo sem oft tíðkast um skrif ó-
ánægðra sovétborgara í seinni
tíð.
Valdhafar lítilsigldir
„jámenn‘‘.
Amalrik byggir staðhæfingu
sína meðal annars á fámennis
stjórninni í Sovétríkjunum. Tvö
hundruð menn ráöa þar ríkjum,
séu þeir taldir sem sitja í mið-
stjóm kommúnistaflokksins. —
Hins vegar eru þeir I raun að-
eins 25 eða 30, mestmegnis aldn
ir menn, sem risu til áhrifa
undir stjórn Stalíng og eru þess
vegna heldur lítilsigldir „já-
menn“ í eðli sínu. Lítiö ber á
endurnýjun í þessum röðum
æðstu valdamanna.
íhaldssöm yfirstétt.
Aðstæður hafa gjörbreytzt í
Sovétríkjunum, frá þvi að Stalín
lézt árið 1953. Vaxandi ágrein
ings gætir milli hinnar íhalds-
sömu yfirstéttar og almennra
borgara, sem gerast jafnt og
þétt nýtízkulegri í viðhorfum.
Millistéttin er yfirleitt afskipta
lítil og slitin úr tengslum við
æöstu stjórn. Aðrar stéttir
þekkja lítið til umheimsins og
eru háöar áhrifum áróðursins.
Hins vegar bendir margt til
þess, að þær gerist ókyrrari.
Stefna Bresnjevs er sú, að
halda ástandinu óbreyttu og
beita til þess öllum ráöum.—
Einræði hans er ekki af sama
toga og harðstjórn Stalíns, sem
vildi, að allir hugsuðu eins og
hann sjálfur.
Segja má, að nú hvíli „dauö
hönd“ yfir þjóðlífi í Sovétríkjun
um. Sovétleiötogarnir vita, að
umbóta er þörf, þó að ekki væri
til annars en að halda efna-
hagslegum vexti og reyna að
brúa biliö á milli Sovétríkjanna
og vestrænna þjóða í efnahags-
málum. Þeir skynja þó jafn-
framt þá hættu, að samfara um-
bótum á sviði efnahagsmála og
bættum lífskjörum mundu fara
kröfur um stjórnmálalegar um
bætur. Reynslan í Júgóslavíu og
Tékkóslóvakíu bendi til þess.
Pólitískar umbætur eru þó eitur
i þeirra beinum.
Kröfur um jafnrétti
þjóða.
í Sovétríkjunum eru margar
þjóðir. Aörar þjóðir innari Sovét
ríkjanna gera nú vaxandi kröfur
um jafnrétti við Rússana. Tal-
ið er, að innan fárra ára muni
Rússar verða færri að tölu en
þeir, sem ekki eru af rússnesku
bergi. Sovétleiötogar geta þó
enn síður veitt þessum þjóðum
aukin völd af ótta við minnk-
andi áhrif miðstjómarinnar og
jafnvel sundmngu ríkisins.
Uppreisn hefjist
Amalrik telur það verstu 6-
gæfu, sem komið gæti fyrir, að
núverandi ástand héldist 6-'
breytt. Hann er vantrúaður á
kenningar um þróun hins komm
únistíska skipulags f umbótaátt
á sviði efnahagsmála og stjóm-
mála. Honum telst svo til að
Kínverjar muni sjá til þess, að
ástandið haldist ekki óbreytt.
Muni ICínverjar egna Sovétríkin
svo, að þau ráðist á þá, og úr
verði langvinnt stríð. Þetta stríð
muni svo leiða til uppreisnar,
eins og varð 1 stríði Rússa og
Japana árið 1905 og í fyrri
heimsstyrjöldinni árið 1917. —
Þannig verði breytingum komið'
á í Sovétríkjunum.
í Sovétríkjunum eru tveir
menn um hvert íbúöarherbergi,
sem er miklum mun verra á-
stand en gerist á Vesturlöndum.
Samt haföi stjórnin einbeitt sér
að því að bæta úr húsnæðis-
skortinum fremur en nokkru
öðru verkefni. Með aukinni
þekkingu á umheiminum mun
hið sama gerast og annars stað
ar, borgararnir krefjast betri
lífskjara og aukins pólitfsks frels
is. — Stöðugt berast til Vestur-
landa fregnir um kurr þann, sem
upp er kominn meðal mennta-
manna og er ritgerð Amalriks
eitt dæmi um hann.
Karl Marx mundi, ef hann
liföi, væntanlega telja ástandið
í Sovétríkjunum með þeim
hætti að „bylting sé yfirvof-
andi.“
Geimfarar á sigurl’ör til Moskvu ... en styrkur Rússaveldis
á yfirboróinu má sín ekki...