Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 5
V'isra® . Laugardagur 3. janúar 1970. ) í / 1 í Jólasöng- urinn óm- aði í kirkj- um lands- ins Fagur söngur og orgeltónar ómuðu í kirkjum landsins, sem voru vel sóttar um jól og nýár, eins og jafnan áður, því að hvað sem annars verður sagt um trú- rækni íslendinga, þá sækja þeir vel messugjörðir á jólunum. Þamiig sóttu t.d. um niu ÍHJndruð manns aftansöng í Dómkirkjunni á aöfangadag, og margt hlýddi á Pólýfónkórinn í Kristskirkju á annan í jólum. I kirkjugörðum glitruðu jóla- Ijósin, sem ættingjar höfðu kveikt á grafreitum látinna ást vina, en það er fallegur siður, sem orðinn er að föstum vana. Álengdar á aðfangadagskvöld var Fossvogskirkjugarðurinn eitt ljósahaf að sjá, en margur hafði töluvert fyrir því að lýsa upp leiði hinna látnu, því að fengi voru sumir á leiðinni í Fossvoginn á aðfangadag, þegar hundruð bfla óku eftir Reykja- nesbrautinni sömu erinda — að setja ljós í kirkjugarðinn, eða koma jólabögglum til réttra viö takenda. T3m 300 manns stóðu og hlýddu á aftansöng í Dómkirkjunni, en þá voru allir bekkir (sem taka 600 manns) setnir. Pólýfónkórinn söng í Krists- Lausnin var einföld • Stríðinu er lokið, ef þú bara vilt! segir bítlaparið John Lennon og japanska konan hans Yoko Ono, og undir það tekur 6-B í Mennta skólanum við Lækjargötu í þessari töfluskreytingu, sem við sjáum hér á myndinni. Vonandi að lausn heimsvandamálanna, sem mannkyn iö hefur burðazt með frá örófi alda sé svona einföld. Kínverskur garöur við geðheilsudeild. o Hábær hefur haft kínverska garðinn sinn lokaðan um nokkurt skeið vegna endurbóta, en nú hefur „húsakosturinn“ í garðinum ver- ið endurbættur svo að hægt hefur verið að opna. Á næstunni fær garð urinn nýjan nágranna, geðheilsu- deild frá Borgarsjúkrahúsinu, sem verður til húsa í Hvítabandinu. Nýr ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis ® Guðmundur Benediktsson, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu hefur verið settur ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti frá I. jan. 1970 að telja, segir í fréttatilkynningu for- sætisráðuneytis í gær. Matur frá ísiandi á erlendri sýningu. ® Þessi unga stúlka heitir Valdis ; Bjarnadóttir. Fyrir nokkru tók hún þátt í sýningu á vegum Jena, fyrir tækis sem framleiöir eldunaráhöld. Fyrirtækið hélt sýningu á réttum ýmissa flugfélaga frá ólíkum þjóð- um og var matur frá I'slandi þar á meöal og gekkst Gunnar Jóhanns son, fulltrúi FÍ í Frankfurt fyrir því setti saman SAGA-JET matseðil og iekk réttina frá Reykjavík. Valdís nemur húsager.ðarlist í Þýzkalandi, fcn var áður fyrr flugfreyja hjá Flugfélagi Islands. Vilja efla hús- gagnaútflutning O Skilafrestur í húsgagnasam-' keppni Iceland Review var á sínum tima framlengdur og rennur hann, út nú eftir helgina, eða 5. jan. Eins: og kunnugt er, þá er tilgangurinn með samkeppni þessari sá að laða, fram nýjar hugmyndir, sem að gagni mættu koma í útflutningi og' e.t.v. gætu lagt grundvöll að nýj-' um útflutningsiðnaði. Gaf fötluðum og lömuð- um stórgjöf • Þegar fjallað var um arfleiðslu ] skrá Jónínu Jafetsdóttur, Klepps- , vegi 8 í Reykjavik í Skiptarétti Reykjavíkur nýlega, kom í Ijós aö ' hún hafði afleitt Styrktarfélag lam ' aðra og fatlaðra að 2ja herbergja í-; búð sinni að Kleppsvégi 8 og rúm- ] lega 420 þús. krónum í peningum. Var stjórn Styrktarfélagsins fyrst ■ kunnugt um þessa gjöf eftir andlát. Jónínu heitinnar, segir í fréttatil- . kynningu félagsins í gær, en þá var verið aö ganga frá búskiptunum í dánarbúinu. HWwwN SKEIFUNN117 Opif alJa daga Slmi 84370 Aðgangsevrii ki. 14—19 kr. 3R kl. 19.30—23.00 kr. 45 Sunnud. kl. 10—19 kr 2E kl 19.30—23.00 kr. 45.0C 10 miöai ki 100 U0 10 Tiiðar ki 500.00 Ath. Afsláttarkortin gilda all; daga iafnt. Skautaleiga kr 30.00 Skautaskerping kr 55.00 Iþrótt fvrir alla jölskvld- una.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.