Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 3
. Eangardágur 3. januar 1970.
3
■ Guðmundur Gísla-
son, sá margfaldi
metakóngur íslenzkra í-
þrótta var kjörinn „í-
þróttamaður ársins
1969“ í gær. íþrótta-
fréttamenn blaða, út-
varps og sjónvarps til-
kynntu um val sitt á
Hótel Loftleiðum í gær
dag, — og þar mættu, í
fyrsta sinn, ALLIR tíu
efstu í mest spennandi
atkvæðagreiðslu, sem
fram hefur farið til
þessa.
Á fjórum fyrstu mönnum mun
aöi sáralitlu. Guðmundur hlaut
hina veglegu styttu öðru sinni,
hlaut hana áöur 1962, en Guö-
mundur hefur í ein 14 ár verið
okkar langstærsta nafn í sund-
inu. „Ég skoða þennan heiður
sem viðurkenningu til handá
sundlandsliöi okkar fyrir sigur-
inn gegn Dönum í fyrrasumar",
sagöi Guðmundur í ræöu, er
hann hélt eftir að Sigurður Sig-
urösson, formaður Samtaka
íþróttafréttamanna afhenti hon-
um styttuna.
Þessi fríði flokkur skipar sæti 1 til 10 á lista efstu íþróttam annanna í atkvæðagreiðslu íþróttafréttamanna. Fremri röð tal-
ið frá vinstri: Ingunn Einarsdóttir, Ellen Ingvadóttir og Helga Gunnarsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Ingólfur Óskarsson, Guð
mundur Hermannsson, Geir Hallsteinsson, Guðmundur Gísla son, Þorsteinn Hallgrímsson, Erlendur Valdimarsson og Ellert
Schram.
„Skoða þetta sem heiður til handa
sundlandsliðinu "
— sagði „Iþróttamaður ársins 1969" Guðmundur Gislason, sund-
maður, eftir verðlaunaafhendinguna i gær — Jöfn keppni fjógurra
efstu manna i atkvæðagreiðslu ijpróttafréttamanna
Guðmundur Gíslason er banka
ritari hjá Otvegsbanka íslands
og víðkunnur fyrir sundafrek
sín. Undanfarin 12—14 ár hefur
hann sett ekki færri en 120 ís-
landsmet í mörgum greinum
sundíþróttarinnar. Guðmundur
hlaut 50 stig í atkvæöagreiösl-
unni.
Ellert Schram, knattspyrnu-
maöur hlaut 39 stig, en flokka-
íþróttamenn hafa sjaldan náö
jafnlangf og Ellert nú, yfirleitt
veröa afrek einstaklingsgrein-
anna ofan á, eins og dæmin
sanna, ekki aöeins hér á landi,
heldur og erlendis. Ellert sagöi
við þetta tækifæri að ekki heföi
enn reynt neitt á það hvort hann
hefði „lagt skóna á hilluna“ en
um þaö hafa gengið sögur.
Iþróttamaður ársins í fyrra,
Geir Hallsteinsson, handknatt-
leiksmaðurinn snjalli og Erlend
ur Valdimarsson, frjálsíþrótta-
maður, sem setti met f kringlu-
kastj og sleggjukasti f fyrrasum
ar, urðu jafnir í 3. og 4. sæti
með 35 stig. Var því mjótt á
mununum í efstu 4 sætunum.
Næstu sæti féllu þannig:
5. Ellen Ingvadóttir, sund-
kona 24 stig
6. Guðmundur Hermannsson,
frj. íþróttir 21 stig
7. Ingólfur Óskarsson, hand-
knattl. 19 stig
8. Þorsteinn Hallgrímsson,
körfukn. 19 stig
9. Ingunn' Einarsdóttir, frj.
íþr. 18 stig
10. Helga Gunnarsdóttir, sund-
kona 16 stig
Tólf aörir hlutu stig í atkvæða-
greiðslunni, en það voru þessi:
11. Guðmundur Sigurðsson,
lyftingam. 8 stig
12. Guðni Kjartansson,
knattspyrnum. 8 stig
13. Elías Sveinsson, frjálsíþr.m.
7 stig
14. Jón Þ. Ólafsson, frjáls-
íþr.m. 7 stig
15. Magnús Jónatansson
knattsp.m. 7 stig
16. Sigrún Siggeirsdóttir
sundkona 6 stig
17. Ólafur Jónsson. handkn.m.
5 stig
18. Reynir Brynjólfsson,
skíðam. 4 stig
19. Þorsteinn Bjömsson
handkn.m. 3 stig
20. Arni Óðinsson, skíðamaður
2 stig
21. Guðjón Guðmundsson,
knattsp.m. 2 stig
22 Kristín Jónsdóttir,
frjálsíþr.k. 1 stig.
Eru þetta fulltrúar sex íþrótta-
greina.
Af þeim tíu efstu hafa fjórir
áður orðið „íþróttamaður árs-
ins“. íþróttafréttamenn höfðu
greinilega dáðst að frama hinnar
14 ára gömlu Akureyrarstúlku,
Ingunnar Einarsdóttur, því hún
varð níunda í atkvæðagreiðsl-
unni. Hún setti 9 met f fyrra-
sumar, enda þótt hún sé rétt að
hefja íþróttaferil sinn. Ingunn
kom gagngert til Reykjavíkur til
að sitja boð fréttamanna og tók
við verðlaunum sínum, en allir
10 efstu hlutu bókagjafir frá
Bókaforlagi Isafoldar.
í ræðu sinni sagði Sigurður
Sigurðsson m.a. um Guðmund
Gíslason, verðlaunahafann í ár:
„Það kemur sjálfsagt engum
á óvart, hver orðið hefur fyrir
valinu að þessu sinni, en það er
hinn góðkunni sundmaður, Guð-
mundur Gíslason, sem verið
hefur í fremstu röð íslenzkra
sundmanna síðan 1956, og hefur
sett fleirj íslandsrriet en nokkur
annar, um tíu tylftir, að þvf er
ég kemst næst. Auk þess að
vera freksmaður i íþróttum, er
Guðmundur einstætt prúðmenni
og góð fyrirmynd kollega sinna,
bæði í keppni og á þurru landi.
Það er mér því gleðiefni, að af-
henda Guðmundi farandgripinn,
sem hann hlaut einnig árið 1962
og aðeins tveir menn aðrir hafa
hlotið gripinn oftar en einu
sinni.
Guðmundur Gíslason ásamt „íþróttamönnum ársins“ í fyrra
og hitteðfyrra, Geir Hallsteinssyni (t.v.) og Guðmundi Her-
mant>«' vni.