Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 9
VISIR . Laugardagur 3. janúar 1970.
riMSPTft:
Strengduð þér einhvers
heit um þessi áramót?
Ámi Sveinbjörn Ámason, þjónn
„Já, svo sannarlega gerði ég
það! Ég hét aö fara í bindindi,
en auðvitað gat ég ekki staðið
við það.“
Anna Dóra Guðmundsdóttir,
bankastarfsmær. „Haga mér vel
á nýja árinu, gerir maöur það
ekki alltaf um hver áramót að
strengja þess heit?“
Jóhannes Brynjólfsson sendill.
„Nei, nei, ég er löngu búinn aö
gefast upp á því. Ég brýt hvort
sem er alltaf þessi heit.“
Kristján Haraldsson, rafvéla-
virkjanemi. „Ekki hef ég nú
gert það enn þá. Ég held að ég
sé bara ánægöur meö lífið eins
og það er í dag.“
Ragnar Jónsson, verkamaður.
„Nei, nei. Ég er nú ekki svo
framtakssamur, að ég hafi gert
hað."
Spjallað við þrjá verðlaunahafa
Verðlaunaafhending sú,
sem jafna fer fram á gamlárs
dag villkannskidrukkna í því
drynjandi róti upprifjunar og
upplyftingar, sem jafna verð
ur um áramót. En vestur í
Þjóðminjasafni er jafna af-
hent fjárupphæð úr Rithöf-
undasjóði Ríkisútvarpsins til
tveggja eða þriggja skálda,
að þessu sinni þeirra Jakob-
ínu Sigurðardóttur, Óskars
Aðalsteins og Einars Braga.
Tvö þau fyrrnefndu eru bú-
sett úti á landi og gátu ekki
gert sér ferð til höfuðborgar-
innar í skammdeginu til þess
að taka á móti verðlaunun-
um. — Vísir náði því tali af
verðlaunahöfunum símleiðis:
Jakob'ma Sigurðardóttir:
Öll viðurkenning hvatning
Ég segi nú ekki að ég hafi
neinn sérstakan áhuga á verð-
launum, en mér þykir gaman
að fá þetta. — Og það er jú
gaman að vera fyrsta konan,
sem fær þetta. Ég býst við, að
við kvenfólk eigum að vera
ákaflega þakklátt, þegar viö fá-
um þannig að fljóta með karl-
mönnunum.
Jakobína Siguröardóttir varð
hálfhissa, þegar viö hringdum
hana uppi noröur í Mývatnssveit
í miðjum morgunverkunum. Það
var hálfgeröur urgur í sveitar-
símanum, en meö því að leggja
eyrun vel að náðum viö megninu
af því, sem húsfreyjan og skáld
konan í Garði hafði að segja í
tilefnj af verölaunaveitingunni.
Ég hefði gjarnan viljað nota
þetta svo sem ætlazt er vænt-
anlega til. Það má segja að öll
viðurkenning sé hvatning, þó
að ég verði að játa, að þessi
verðlaun hafa ekki meiri áhrif
á mig en skammimar, sem ég
fékk fyrir bókina mína í fyrra.
— Nú ég fékk líka hrós fyrir
hana.
— Og hvort tveggja var upp-
örvun?
— Já, þaö má segja að hvort
tveggja hafi verið hvatning.
— Ertu að fást við eitthvaö
núna?
— Að skrifa?
—Já.
— Ekki get ég sagt það sé
neitt sérstakt. Ég á margt hálf-
gert. Ég býst við, að það sé svo
með flesta sem fást við að skrifa
í frístundum. Þetta er lengi aö
gerjast með manni.
Oskar Aðalsteinn:
Leysist úr læðingi á sumrin
— Jú, jú, ég er alltaf að
vinna að einhverri sögu. Þetta
er endalaus ástríða, segir vita-
vörðurinn og rithöfundurinn
Óskar Aðalsteinn, en £ hann náð
um við með radíósambandi, þeg-
ar hann sendi sínar daglegu veð
urfréttir frá Galtarvita á há-
degi í gær. — Mér er sérstök
ánægja að taka við þessum verð
launum frá Ríkisútvarpinu. Það
hefur alltaf verið mjög góð sam
vinna milli mín og útvarpsins,
allt síðan ég kom þangað fyrst
með bókina Grjót og gróður
til þess að fá að kynna hana,
það var árið 1942. Þá var mjög
vel tekið á móti mér.
— Ég hef alltaf haldið mig
við sama formið í mínum skrif-
um, alltaf skrifað frekar langar
skáldsögur. Þar inn á milli hafa
jú komið barnabækur og svo
minningabækur tvær. Síðast var
ég meö skáldsögu núna fyrir
jólin og ætli þessu hald; ekki
áfram núna í ár.
— Finnst þér þú ekki vera
um of einangraður þama á Galt-
arvita, notarðu kannski þessi
verðlaun til þess að bregða þér
frá vitanum?
— Við höfum yfirleitt farið
svolítiö erlendis á sumrin ég og
konan mín. Það hefur haft mjög
góð áhrif á bakteríuna. Leyst
ýmislegt úr böndum af því sem
er að brjótast í marini. Maður
tekur til höndunum af miklum
móði, þegar maður kemur úr
svona ferðalögum.
Ég hef verið að lesa aðra
höfunda mér til ánægju núna
um jólin. Ég verð að segja að
íslenzkir rithöfundar hafa fyrir
þessi jól skilað ýmsu markverðu
bæði ljóðum og skáldsögum.
Það er mjög skemmtilegt til þess
að vita hversu mikil hreyfing
hefur komið í skáldsöguna, þess
ar tilraimir til þess að hrista
ofurlítið upp formið. Sumum
hefur tekizt þetta vel, öðrum
miður eins og alltaf veröur,
þegar listform eru að umskap-
ast.
Nú ég vildi aðeins lýsa gleði
minni yfir þvf að hafa fengið
þessi verðlaun og lýsa þeirri
von minni að íslenzkar bók-
menntir haldi áfram að blómg-
Einar Bragi:
Engin upphlaupastörf
— Eru slík verðlaun ekki til
þess fallin að róa rithöfunda,
gera þá makindalega, spaka og
sátta við allt og alla?
— Ég vildi svara þessari
spumingu þannig, sagði Einar
Bragi: — Ég tel ekki að ritstörf
séu nein upphlaupastörf, sem
launist af slfkum uppáfallandi
verðlaunum. Slík verðlaun veit-
ast svo sárafáum af þeim fjölda,
sem hefði þörf fyrir þau. Rit-
höfundar vinna að sínum verk-
um hvem dag rétt eins og aðr-
ir og það þarf að launa þeim á
allt annan hátt en þennan.
Ég er hins vegar ekki að van-
meta þennan sjóð. Sjálfur hef ég
reynt að vinna að því að efla
hann. Þetta er auðvitað góöur
stuðningur í daglegu striti. Ég
veit ekki hvort almenningur ger
ir sér grein fyrir því að hér er
um að ræða fé, sem rithöfundar
eiga. Uppistaða sjóðsins er ann
ars vegar flutningslaun, sem eig
endur hafa ekki fundizt að og
framlag ríkisútvarpsins, sem er
samningsatriði milli rithöfunda
og þess.
— En fylgja þessum verðlaun
um ekki neinar kvaðir frá rfkis-
útvarpinu?
— Ekkl mér vitanlega.
Minnsta kosti stendur ekkert
um það f mfnu úthlutunarbréfi,
sem er sennilega samhljóða til
allra, sem hljóta þessi verðlaun.
Hins vegar hefði ég ekkert á
móti því að vinna með ríkisút-
varpinu á einhvem hátt, ef hags
munir mfnir og þess gætu farið
saman.
— Ertu að vinna að einhverju
núna, sem þér er óhætt aö láta
uppskátt?
— Ég hef meö höndum stórt
verk — það er ekki skáldverk
og meira get ég ekki um það
sagt. Svo er ég að vinna aö
útgáfu á verkum annars manns,
Bjama heitins frá Hofteigi, sem
var góður kunningi minn. Ég er
að vinna að útgáfu á greinum
hans og ritum um bókmenntir.
■ Dagskrá sjónvarps-
ins að versna?
Þið þarna á Vísi eruð alitar
öðru hverju meö skoöanakannan
ir og veit ég að almenningur hef
ur gaman af að fylgjast með
hvað út úr þeim kemur.
Ég starfa sem sölumaður og
fer þvf vfða, kem í verzlanir og
fyrirtæki og hitti margt fólk.
Gerj ég það stundum að gamni
mínu að kanna álit fólks á ýms
um málum og nú síðast var þaö
blessað sjónvarpið okkar, sem
varð fómardýr mitt. Ég spurði
300 manns um álit þess á dag-
skránni, og útkoman úr þeirri
könnun minni varð mjög nei-
kvæð fyrir sjónvarpið, þar eð all
ir, hver og einn einasti töldu,
að dagskrá þess hefði hrakað
mjög frá því að það tók til
starfa, og um helmingur þessa
hóps var mjög óánægður meö
dagskrána. Skal tekið fram, að
þetta á við erlenda efnið, þar
eð allir 300 talsins voru sam-
mála um það, að íslenzka efnið
væri það eina, sem horfandi
væri á, væri það yfirleitt mjög
vandað, vel tekið og vel frá
gengið að öllu leyti. Allir vildu
því að íslenzka efnið yrði auk-
ið að mun. Fréttimar valda
fólki oft vonbrigðum, þar eð
þær eru stundum ekki nógu
„aktúelar", jafnvel „gamlar
lummur". Er þetta mjög dapur
legt, þar eð fréttirnar þóttu í
byrjun það bezta, sem sjónvarp
ið hafði upp á að bjóöa.
„Könnuður".
■ .. .að lenda undir
bíl þá og þegar.
Á hverjum dagi, þegar ég
er að fara til minnar vinnu og
núna einmitt í svartasta skamm
deginu er ég dauðhrædd um aö
ég lendi undir bíl þá og þegar,
því að ég þarf aö fara yfir fjöl-
farin gatnamót nefnilega kross-
göturnar, Þverholt — Stakkholt
er þar í grennd eru hvorki
meira né minna en sex verk-
smiðjur, og þvf aragrúi fólks,
sem leggur leið sína þarna um
daglega. Er ég alveg steinhissa
á að þama skuli ekki vera
komnir upp götuvitar fyrir
löngu. Gangandi.
)
■ Plástrar og pöddur
Ég var að lesa Vfsi og sá, >
að þið emð enn einu sinni að
rétta hreinlætisbaráttunni á Is-
landi hjálparhönd og finnst mér 4
þið eiga þakkir skildar og er aug ,
sýnilegt, að almenningi hafa
líkað þessi skrif ykkar vel, að ’
minnsta kosti birtast engar ó-
þverra-matarfréttir f hinum dag
blöðunum. En það er hverju oröi
sannara, að ekki veitir af að
hamra á hreinlætiskröfunum f
matargerð hér heima á Islandi .
ef duga skal til að mörland-.
inn hristi af sér slenið. 1
Hreinn. ’
HRINGIDI
S(MA 146-60
KL13-15