Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Page 3

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Page 3
Verðum við í gíslingu á Kristnitökuhátíð? Umferðarskipulag vegna Kristni- tökuhátíðar 1. og 2. júlí 2000 er gert ráð fyrir verulegum breytingum á tengingum Mosfellsbæjar við þjóð- vegakerfið. Ljóst er að breytingar á umferðarskipulagi mun hafa í för með sér verulega truflun fyrir íbúana og sérstaklega í Mosfellsdal. Akstur frá þéttbýlissvæðum bæjar- ins á að tryggja með eftirtöldum tak- mörkunum: 1. Að fara verður Reykjaveg/Hafra- vatnsveg að og frá Helgafells- hverfi og Alafosskvos. Tengingu Vesturlandsvegar við Alafossveg og Asland verður lokað og hring- torg fjarlægt tímabundið. 2. Þverholt að og frá Vesturlands- vegi verður lokað og umferð beint um hringtorg á Langatanga. 3. Aðkoma að Skálatúni verði frá Bröttuhlíð framhjá Hulduhólum. 4. Aðkomu að Hlíðartúnshverfi og Skarhólabraut frá Vesturlands- vegi verður lokað og verður hún um Skarhólabraut og Skarhóla- mýri að Reykjavegi. Farið verður í endurbætur á veginum yfir Skarhólamýri. Fara verður um lóð Trésmiðjunnar Mosfells frá Hamratúni og að Grænumýri, eða tengja hverfið með öðrum hætti við Skarhólabraut. 5. Gatnamótum í Mosfellsdal verð- ur lokað og umferð beint um Skammadal að Reykjavegi, þar sem lagður verður bráðabirgða- vegur. Ljóst er að hundruðum milljóna verður eytt í Kristnitökuhátíðina og sumt aðeins bráðabirgðaráðstafnir, en þó eru ekki áætlaðar nema 10 milljón- ir hér innanbæjar fyrir utan vegaxlir og innifalið í því að komu nánast öllu í samt lag aftur. Fólk vill eðlilega nota fjármagn til raunverulegra vegafram- kvæmda, eins og tvöföldun Vestur- landsvegar sem er afar brýnt, en ekki skyndilegar lagfæringar á vegöxlum vegna Kristnihátíðar, en svona hafa vegaxlimar verið undanfarin 30 ár og ekkert legið á fram að þessu. Það er umferðin og umferðarslysin á vegin- um sem kalla á framkvæmdir strax. Hvatningarverðlaun Mosfellsbæjar ann 4. febr. s.l. voru í fyrsta skipti veitt hvatningarverð- laun Mosfellsbæjar og hlaut þau Flugfélagið Atlanta ehf. Félagið hefur markað sér þá stefnu að reka eingöngu breið- þotur. Astæðan er að tekjumöguleikar slíkra véla er meiri en minni véla og ekki mikill mun- ur á rekstrarkostnaði. Flugvéla- floti Atlanta samanstóð áður af Boeing 737-200/300, Boeing 747-100/200/300. Tri Star vél- amar munu hverfa úr þjónustu félagsins á næstu misserum og Boeing 767 koma í staðinn. í lok febrúar 2000 var félagið með 17 þotur í rekstri sem taka rúmlega 7.200 farþega. Félagið hætti nýlega rekstri þriggja Boeing 737 véla og við þær breytingar lækkaði meðalaldur flugflotans um 10 ár. Meðalald- ur mun enn lækka á árinu 2001 með tilkomu Boeing 767 vél- anna. Fyrirtækið er með fastar útistöðvar í Jeddah, Keflavík, London Gatwick, Manston, Manchester og Miami. í Man- ston, Englandi er aðalviðhaldsstöð félagsins, en Miami í Bandaríkjunum er varahlutalager. Eftirfarandi fyrirtæki voru einnig tilnefnd til verðlaunanna: Reykjagarð- ur, Isfugl, Mosfellsbákarí, Nýbrauð, Mottó, ístex, fyr- irtæki og verslanir í Kjam- anum, Reykjalundur, Hlín Blómahús, Sigurplast, Á. Oskarsson, Pizzabær, Reykjabúið og Álafoss verksmiðjusala. Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir eigend- ur Atlanta, taka við verðlaun- um frá Björgvin Njáli Ingólfs- syni,form. Atvinnumálanefnd- ar. Nýkaup tfyfiðó Glœsileg húsgögn og gjafavörur Mikið vöruúrval Alltafferskir 566-8555 Aí/taj góð tilboð Apwtekið Café Krónika Heitur matur í hádeginu Brautryðjendur að lcegra lyfjaverði BASIC Tíska og sport ífararbroddi BÓKASAFN Bcekur, tónlistardiskar, margmiðlunardiskar, tímarit, hljóðbcekur og myndbönd s n y r t i s t o t a n FAT I/A\ A mfwara fyrir dömur og herra fyluA Hársnyrting við allra hœfi MosfcllsbliiðiA o

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.