Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 1
80. árg. — Þriðjudagur 17. marz 1970. — 64. tbl.
Verðmæti loðnuafurð-
anna um 400 milliónir
Verð á nær öllum sjávarafurðum á
uppleið nema skreiðinni
VIÐ íslendingar höfum ríka á-
stæðu til aö vera kátir með lifið I
og tilveruna þessa dagana. Verð
á nær öllum sjávarafurðum
nema skreið er á uppleið á heims
markaði og mokafii er af loðnu.
Verðið á fiskblokkinni á Banda-
ríkjarnarkaði er nú komið f 27,6
cent fyrir pundið, en síðast þeg-
ar Vfsir kannaði verðið á Banda-
ríkjamarkaði var verðið þar í 26
centum. - Framleiðendur munu
ekki vera á eitt sáttir um það,
hvert verðið er á loðnuafurðum,
en lítið hefur verið selt af þeim
upp á síðkastið, enda áttu mikl-
ar fyrirframsölur sér stað f
janúar.
Meðalverðið á loðnuafurðum,
þegar hefur verið selt, er hins
vegar mjög hagstætt okkur. Þann
ig hafa um 20.000 tonn af loðnu-
miöli verið seld fyrir um 25 shill-
nróteineiningin en fyrir stuttu
var selt nokkurt magn fyrir 27,6 —
28 shillinga, Á sama tíma í fyrra
var verðið 18—19 shillingar. Þá
hefur lýsistonnið verið selt fyrir
um 80 sterlingspund að meðaltali,
en verðið hefur farið alveg upp fyr-
ir 90 sterlingspund. í fyrra var
verðið í 47 sterlingspundum. Fram-
leiðendur og kaupendur loðnuaf-
urða halda nú nokkuð að sér hönd
unum, en Perúmenn eru nú að
fara af stað með sína ansjósu-ver-
tið og Norðmenn hafa veitt mikið
af loðnu. Allt getur þetta haft mik-
il áhrif á verðið.
Um 115 þúsund tonn af loðnu
hafa nú veiðzt. Þrátt fyrir erfið skil
yrði undanfarinn sólarhring, þung-
an sjó og kalda á miðunum úti af
Skaftárósum fengu 22 skip 4660
tonn. Láta mun nærri að útflutn-
ingsverðmæti þessarar loðnu sé
um 400 milljónir króna. Það mun-
ar um minna.
Ámi Friðriksson er nú staddur
austur af landinu og er þar að
kanna ókynþroska loðnu er
kemst i gagnið næsta vetur. Að
bví er Jakob Jakobsson sagði 1
viðtali við Vísi f morgun, hafa þeir
begar fundið nokkuð magn af ó-
kynþroska loðnu á svipuðum slóð-
um og i fyrra, en vegna veðurs
hafa þeir ekkj geta kannað enn
hversu mikið magn er þarna á ferð
inní. Það virðist þó óhætt að full-
yrða, að allgott útlit er fyrir loðnu
vertíðina næsta vetur.
Einu sjávarafurðimir, sem við höf
um ástæðu til að vera nokkuð
daprir með er skreiðin. Um 3000
tonn af framleiðslu sl. árs er enn
óseld og öll framleiðsla þessa árs.
Sala á saltfisk ihefur hins vegar
eengið ágætlega og má þvi búast
við að fiskverkendur leggi aukna
áherzlu á saltfiskverkun. -VJ-
Hluti þeirra, sem sátu í „panelnum“ og héldu uppi samræðum á stúdentafundinum í gærkvöldi
um eiturlyf og „stóðlíf“. Fr. v. Hilda Torfadóttir, Pálmi Frímannsson, Ágúst Þór Jónsson og
Jónas R. Jónsson, söngvari í Náttúru, situr við hljóðnemann, en eindregin andstaða hans gegn
hassis hlaut ekki góðar undirtektir sumra fundargesta.
Kíló af hassi á 35 þús. kr.
Sundurlausar umræður og litill fróðleikur á
Stúdentafélagsfundi um stóðlif og eiturlyf
# Eiturlyf og „stóðlíf“
(group sex) voru á
dagskrá umræðufundar,
sem Stúdentafélag Hí
efndi til I Sigtúni í gær-
kvöldi með stúdentum
og nokkrum ungum
hljómlistarmönnum.
Rúmlega 300 stúdentar sóttu
fundinn, sem var haldinn með
frjálslegu fyrirkomulagi — nán-
ast samræðum í stað ræðuflutn-
ings, og 8 langborðsgesta (pan-
els) sem héldu samræðum uppi,
undir stjórn umræðustjóra í stað
frummælenda.
Fundur stóð frá kl. 9.45 fram
undir miðnættj og snerust um-
ræður að mestu um cannabis
(hassis og marijuana) og notkun
þeirra, en svo sundurlausar voru
umræöurnar, að Iítils fróðleiks
gætti í þeim — ef frá eru tekin
stutt erindj tveggja stúdenta,
Pálma Frímannssonar og Bald-
urs Guðlaugssonar, sem ræddu
um málefnið frá sjónarhóli lyfja-
fræði og laga.
Ungir hljómlistarmenn. sem
gestir voru á stúdentafundinum,
höfðu verið boðnir vegna hugs-
anlegra kynna þeirra af hassis-
neytendum, en þeir lögðu fátt
nýtt til málanna, utan Karl Sig-
hvatsson í Trúbroti, sem upp-
lýsti, þegar umræður beindust
að sölu og dreifingu hassis hér-
lendis, aö einhvern tíma hefði
hann heyrt á skotspónum, aö
eitt kíló af hassis hefði verið selt
hér innanlands á kr. 35.000.
Tilgangur fundarboðenda með
þessum umræðum mun hafa ver-
ið sá, að leiða saman og heyra
skoðanir hinna ólíku hópa ung-
menna um notkun lyfja eins og
hassis, og svo afstöðu þessa
fólks til ,,stóðlífs“. eins og stúd-
entar nefna hópkynferðislíf, en
áður en umræður kæmust svo
langt, að hið seinna kæmist til
umræðu, var langt liðið á fundar
tímann og komu fram aðeins
nokkrar athugasemdir um
„kommúnulíf" sem þekkjast
dæmi um i borginni, án þess að
nokkur áþreifanleg nýmæli
kæmu þar fram.
Að loknum umræðum var
stiginn dans við undirleik Trú-
brots og Náttúru, en þeirra
meðlimir höfðu setið umræðu-
fundinn. — GP.
100 þúsund í boði
Hálfur vinningur skilur Larsen og Friðrik
Það er enginn smáskildingur í
boði yrir að sigra á móti eins og
stórmeistaraskákmótinu í Lug-
ano, þar sem Friðrik heldur enn
í við Larsen i baráttunni um
fyrsta sætið. Kunnugir segja, að
1. verðlaun á slfku móti séu ekki
undir 100 þús. krónum, og önn-
ur verðlaun einnig vel sæmandi.
Á alþjóðlega skákmótinu hér i
Reykjavík í vetur voru 1. verð-
laun 500 dalir (44 þúsund krón-
ur), sem þótti lítið og varla boð-
legt á alþjóðamóti. Það er því
til mikils að vinna, þótt skák-
heiðurinn Sé væntanlega mikil-
vægastur.
Friðrik og Larsen gerðu jafntefli
í gær, og Larsen tapað; biðskák
sinni við Gligoric. Jafntefli gerðu
einnig Byme og Kavalek, Gligoric
og Unzicker og Donner og Szabo.
Skák Friðriks og Larsen varð
„stórmeistarajafntefli" í aðeins 18
leikjum.
Tvær umferöir eru eftir, og á
Friðrik eftir að tefla við þá Gli-
goric og Byrne.
Röðin er þessi eftir 12 umferðir:
1. Larsen 8, 2. Friðrik 7i/2, 3.-4.
Gligoric og Unzicker 6 !/>, 5. Byme
6 og biðskák, 6. Szabo 4V2 og bið-
skák, 7. Kavalek \* l/2 og 8. Donner
3y2.' - HH.
Fannsf látinn
Sextugs manns var leitað i
Njarðvík og Keflavík i gærdag, en
hann hafði farið að heiman í fyrra-
kvöld, og kom ekki fram, fyrr en
menn gengu fram á hann látinn,
þar sem hann lá á Hólmsbjargi, en
þangað vandi hann gönguferðir sín>
ar. Enga áverka var á líkinu að sjá,
en breiddur ofan á það var jakki
mannsins, eins og hann hefði lagzt
til svefns
Börnum á bamaheimiim
gefíS fíuor innan skamms
Heimilisfriðnum borgið fyrir „útvarpsþefurum“
Með þvi er verið að vinna gegn hinum ógn-
vekjandi tannskemmdum i b'órnum á Islandi
Margir hafa kvartað vfir ágengni
„útvarpsþefara“ sem hafa ruðzt inn
á heimili manna f leit að útvarps-
og sjónvarpstækjum, sem ekki hafa
verið greidd afnotagjöld af. 1
frumvarpi rikisstjómarinnar til út-
varpslaga er gert ráð fyrir, að felld
verði niður heimild starfsmanna
Ríkisútvarpsins til að fara inn á
heimili manna til að líta eftir út-
varpsnotum fólks. Munu lögtök,
sem innheimtustjóri útvarpsins
framkvæmir hér eftir einnig fara
eftir almennum reglum lögtakslaga.
Innheimtustjóranum verður nú
veitt almenn heimild til framkvæma
lögtök fyrlr afnotagjöldum, hvar
sem er á landinu. Verður þá ekki
þörf að skipa hann fulitrúa við sér-
stök dómaraembætti, en það hefur
tíðkazt síðustu árin til að auðvelda
iögtaksgerð. — HH.
„Eftir að skólayfirtannlæknir
inn í Reykjavík skrifaði okkur
bréf, þar sem lagt var til að
hafin yrði fluortöflugjöf á
barnaheimiluni borgarinnar, tók
Sumargjöf ákvörðun um aö
hrinda málinu i framkvæmd og
nú bíðum viö bara eftir töflun-
um“ — sagði Bogi Sigurðsson
framkvæmdastjóri Sumargjafar
í viðtali viö blaðið í morgun.
Heilbrigðisyfirvöld borgarinn-
ar munu greiða töflurnar, sem
gefnar verða börnum á aldrin-
um 3—6 ára. Hafa nú veriö
sendir pésar með upplýsingum
um fluor á barnaheimili borgar-
innar, en þeim verður síðan
dreift til foreldra. Eins og flest
um mun kunnugt, er fluor talið
áhrifaríkasta efni, sem fundið
hefur verið til varnar tann-
skemmdum, og er það ýmist
gefið í töfluformi, í tnatvælum
eða blandað í drykkjarvatn, en
það er gért mjög víða erlendis.
„Fóstrumar munu sjá um að
gefa börnunum töflurnar á
hverjum degi og við erum til-
búin að hefja töflugjöfina, stpax
og töflurnar koma til okkar“ —
sagði Bogi ennfremur.
Fluortöflur munu fást í lyfja
búðum hérlendis, en aðeins
gegn lyfseðli. Erlendis fást töfl
urnar hins vegar án þess að
framvísa þurfi lyfseðli. -ÞS-
Sjá nánar bls. 9