Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 2
Fyrst lyft upp af hafsbotni.
og síðan siglt í strand
Við innsiglinguna inn á höfnina
í Esbjerg varð árekstur tveggja
skipa ekki alls fyrir löngu.
„Blenda“ frá Sameinaða gufu-
skipafélaginu rakst á strandferða-
skipið „Inka“ frá Hamborg með
þeim afleiðingum, að Inka sökk,
en mannbjörg varö.
Þar sem skipiö lagðist á sjávar-
botninn, var dýpi ekki mikið og
torveldaði það innsiglingu ann-
arra skipa til Esbjerg, svo þegar
í stað voru hafnar björgunarað-
gerðir. Tveir geysistórir prammar
með voldugum krönum voru
fengnir til þess að lyfta skipinu
upp af botninum. Hvor kraninn
um sig var með bómu, sem þolir
að lyfta 400 sml. þunga.
Gekk björgun skipsins að ósk-
um og va? það dregið i höfnina
£ Esbjerg, þar sem því var siglt
á grunnsævi og þar liggur það
strandað.
í lestum „Inka“ voru 800 sml.
af tilbúnum áburði, er losa þarf
úr skipinu, áður en það verður
flutt til viðgerðar í einhverja
skipasmíðastöðina.
Ék rorr! es ^ *
Kranaprammarnir lyfta „Inka“ upp af sjávarbotninum, en það sökk við innsiglinguna í Esbjerg eftir áreksturinn við „Blenda“.
Hví eru börn
bláeygð ?
Fiest börn eru með blá augu,
þegar þau fæðast. Það er vegna
þess, að ríkjandi litur augnanna
myndast ekki fyrr en eftir að
bamið er fætt og það getur liöið
mislangur tími, áður en endan-
legur litur er kominn á augun.
☆
Gnægð íss
Það er sagt, að útreikningar
sýni svo mikinn Is á suður-heim-
skautinu, að duga mtrndi til þess
að þekja allan hnöttinn með 120
feta þykku íslagi.
☆
Kol i semenf
Til sementsframleiðslu þarf
næstum y3 úr sml. af kolum á
móti hv«rri sml. af sementi.
Hafskip, sem sigla óveðrið af sér
Hafskip, sem geta siglt af sér
storma og illviðri, er það, sem
koma skal — og þekkjast reyndar
þegar á teikningum, samkvæmt
því sem Marvin Pitkin, aðstoðar-
deildarstjóri rannsóknadeildar
sjávarútvegsmálaráðuneytisins í
USA.
í viðtali við blaðamenn gat
Pitkin áætiana og teikninga af
100 brúttólesta tilraunaskipi, sem
muni svifa á loftpúða og ná 90
milna hraða á klukkustund. Loft-
púðaskip, eöa svifnökkvar eru
engin nýlunda lengur, en það var
annað athyglisvert, sem deildar-
stjórinn sagði um leið, sem vakti
mikia athygli.
Þetta 100 brúttólesta skip
verður aðeins undanfari 5000
brút.tólesta hafskipa, sem eiga að
geta siglt með svipuðum hraða.
Tilraunaskipið er aðeins fyrsti á-
sem verða nokkurs konar risa-
svifnökkvar. Ef unnt reynist að
ná settu marki um siglingahraða
skipanna -verða þau þrefalt hrað-
skreiðari en þau fljótustu flutn
ingaskip, sem í flutningum eru á
úthöfunum í dag.
Á innhöfum hafa menn lengi
haft í notkun hraðskreið skip,
sem vel geta náð 90 mílna hraða,
eins og t. d. ferjurnar á Svarta-
fangi heildaráætlunar um tilraun hafinu, en þau eru byggð á skíð-
ir til smiöa stórra flutningaskipa, um, sem skipin lyfta sér upp á,
þegar ákveðnum hraða er náð.
Hins vegar hafa þau reynzt óhent
ug á úthöfunum, þar sem öldur
rísa hærra
Svifnökkvar hafa þekkzt í
mörg ár og hafa verið framleiddir
I smáum stíl, en enginn svo stór,
sem Bandaríkjastjóm ráðgerir nú
að reyna. Allt veltur það þó á
tilraunum þeim, sem nú fara í
hönd með smiði 100 brúttólesta
svifnökkvans.
........ ................................ ^ ...........................
■ * % *i
i
Svifnökkvinn, SR-N 6, sem hingað var fenginn til kynningar, meðan til umræðu voru hugsanleg svifnökkvakaup íslendinga
til ferjufiutninga, eins og milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, eða Akraness og Reykjavíkur.