Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Þriójudagur 17. marz 1970, íþróttir til heilbrigðis íþróttamenn okkar hafa átt annríkt aö undanförnu. Meðal annars hafa handknattleiks- menn tekið þátt i heimsmeist- arakeppni við ágaetan orðstir þvi að við Iið fjölmennra þjóða er að eiga. Hins vegar finnst mörg um að enn betri árangur ætti að nást, og mundi geta náðst, ef meiru vaeri til kostað. Þegar ræddur var árangur þessa mikla móts, þá kom það sjónarmið fram að vart næðist betri árang ur vegna þess að lið keppinaut anna væru atvinnumenn leynt eöa ljóst, og við þyrftum aö fara inn á sömu brautir tii að t ná enn betri árangri á kappmót um erlendis. Þeir sem vilja innleiða at- vinnumennsku i íþróttum tala gjarnan um þá landkynningu, sem góð frammistaða í íþrótt- um mundi skapa. En þá má aft- ur á móti spyria hvort við höf- um raunverulega þörf fyrir land kynningu sérstaklega á því sviði, þar sem reikna má með að atvinnumennska á iþrótta- i sviðinu mundi verða ákaflega kostnaðarsöm, en ábatinn nán- ast enginn. Væri ekki meira virði að legeja aukna áherzlu á almennari iðkun íþrótta fyrir al menning til eflingar almennp heilbrigði í landnu? Þvi miður eru iþróttirnar meira og meira að takmarkast af keppnishópum eða þeim hóp- um sem líklegir eru til að verða keppnisaðilar. 1 aðra iðkendur er ekki eytt miklu „púðri“. Þó hafa til dæmis borgaryfirvöld eytt miklu fé til uppbyggingar íþróttamannvirkja, sem því mið ur eru allt of lítið notuð af almenningi. Nú eru miklar líkur til að nokkrir dugmiklir menn úr for- ystuliöi íþróttamála taki einnig sess við stjórn borgarmála. Von andi verður þetta til þess að hieypa nýju lífi í íbróttalíf al- mennings. Ekki til að gera nokk urn hóp íþróttamanna að at- vinnumönnum, því þá viðbót við atvinnulífið þurfum við varla. Heldur til að gera íþróttirnar öflugri með víðtækari þátttöku almennings til aukins heilbrigð- is og hressingar. Það er betri fjárfesting að byggja íþróttamannvirki heldur en sjúkrahús, ef íþróttamann- virkin eru almennar notuð. Ef notkunin verður almennari, þá þurfum við síður á sjúkrahúsum að halda, eða að minnsta kosti sjaldnar. En eins og nú er hátt að, þá notar almenningur lítið þá íþróttaaöstöðu sem fyrir hendi er, ef frá eru skildir sund staðirnir. Sundlaugar og sund- staöir eru nokkuð notaðir af i fólki til ánægju og hressingar. I anda kostar sú bjónusta sára- í lítið fyrir almenning. Hins veg- c ar þyrfti þátttaka almennings * að sundstöðunum að verða enn almennari en nú er, ef vel ætti að vera. Vonandi eygjum við í fram- tíðinni nýtt skeið i sögu íþrótt anna, og vonandi mótast það skeið af meiri almennri þátt- töku. Þrándur nnri þátt- i í Götu. 1 AFGREIÐSLA AÐAL5TRÆTI 8 5ÍM! T-16-60 ALÞINGI 1 DAG: Efri deild: I. Geröardómur í kjaradeilu at- vinnuflugmanna. I. umræða. 2 Skipan opinberra framkvæmda. 3 umræöa. 3. Stofnlánadeild landbúnaðarins. 2. umræða. 4. Byggingarsamvinnufélög. 2. um- ræöa. 5. Umferðarlcig. 3 umræöa Neöri deild: 1. Fjárfestingarfélag íslands, frh. 2. umræöu. 2. Alþjóöagjaldeyrissjóöurinn, 1. umræöa. 3. Otvarpslög, 1. umræða. 4. Dýralæknar, 1. umræöa. 5. Gagnfræöanám, 3. umræöa. 6. Menntaskólar, ein umræöa. 7. Eftirlaun aldraðra í stéttarfé- lögum, 2. umræöa. 8. Hækkun á bótum almanna- trygginga, 2. umræða. 9. Bjargráðasjóður íslands, 3. um ræöa. 10. Minningarsjóður Jóns Sigurös- sonar frá Gautlöndum, 3. um- ræöa. II. Sala Krossalands í Bæjar- hreppi, 3. umræöa. 12. Fiskveiðtsjóður íslands, frh. 1. umræðu. 13. Sauöfjárbaöanir, 1. umræða. 14. Náttúruvernd á vatnasVæöi Mývatns og Laxár, 1. umræða. 15. Námskostnaðarsjóður, 1. um- ræöa. 16. Félagsmálaskóli verkalýössam- takanna, 1. umræða. Hafliði Sæmundur Bjarnason, sút unarmaður, til heimilis að Hrafn- istu, andaöist 11. marz sl., 77 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg-un kl. 13.30. Magnús Magnússon, Fálkagötu 22, andaðist 5. marz sl., 96 ára að aldri. Hann veröur jarðsunginn frá Neskirkju á morgun kl. 13.30. Óeirðir — > 8. síðu. manna þeirra. Hins vegar fer lítið fyrir hinu pólitíska afli þessa hóps á vettvangi lands- mála, ef miöa skal viö kosningar þingmanna á Vesturlöndum. — Þvert á móti hefur andstaðan gegn hinum róttæku þjappazt saman, til dæmis í Bandaríkjun um. Andstæðurnar magnast En vafalaust telja ma-rgir í hinum öflugu, en margklofnu, samtökum vinstri stúdenta í Bandaríkjunum, aö þeir græði mest einmitt á því að magna andstæðurnar í pólitíkinni. Þegar öfgamenn til hægri og vinstri höföu nægilega magnað hvorir aðra með mannvígum i Þýzkalandi, kom einn lítill Hitl- er fram á sjónarsviöið forðun daga. Eitt fullkomnasta leiksvid landsins nýtist illa: Allt niður / fjörutíu manns á sýningum Þjóöleikhússins Samkomuhúsið Stapi er eitt fuilkomnasta leikhús Iandsins, sviðið annað eða þriðja stærsta ieiksvið á landinu, og öll að- staða tii leiklistariðkana mjög góð. Þar komast a.mjt. 300 manns í sæti, en þrátt fyrir allt þetta er aðsókn að leiksýningum í Stapa yfirleitt mjög slæm. Sýningar frá Leikfélaginu og Þjöðleikhúsinu, sem hafa verið ! fullum gangi í Reykjavík, og hafa verið sýndar í Stapa, hafa fengið allt niöur > 40 áhorfendur, ,og þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi fengið þaulreynda leikstjóra úr Reykjavík til að setja upp sýningar I húsinu, hefur aðsóknin að þeim yfirleitt verið mjög léleg. Suðurnesjatíðindi birtu í sl. viku viðtal við tvo af framámönnum um leiklist á Suðurnesjum, þá Sævar Helgason og Sigmar Ingason, og koni bar fram sú hugmynd að öll leiklistarstarfsemi á Suðumesj- um verði sameinuð f þessu veglega húsi þar verði komið upp þjálfuðu starfsliði og rekið sjálfstætt leik- hús yfir vetrarmánuðina. Þyrfti þá að mynda flokk áhugasams fólks utan um leiklistarstarfsemina, og hefur þessu málj nú verið hreyff í UMFN og samþykkt tillaga um að reyna að koma þessu í framkvæmd. Yrði þá unnt að nýta húsið miklu betur, en jafnframt hægt að halda þar dansleiki, þö að húsið verði að- allega rekið' sem leikhús. Telja þeir Sævar og Sigmar að með því að krafta úr öllum leikfélöe- unum þarna i nágrenninu, verði hægt aó glæða áhuga Spðurnesja- búa á leiklist. — þs — Verkalýðs- foringjar i suðræna sól Loftleiöir hafa nú boðiö nokkr um helztu verkalýðsforingjun- um í vikuferð til suðrænna sól- arlanda, Bahamaeyja og Miami í Bandaríkjunum. Tilgangurinn með ferðinni er að kynna fyrir þessum mönnum starfsemi Loft- leiöa á þessum slóðum, en fé- lagið á aö sjálfsögðu mikið und- ir skilningi stjórnvalda, laun- þega og almennings í landinu á þeim sviptingatímum, sem nú eru hjá félaginu. Verkalýðsforingjarnir eru Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, Eðvarð Sigurðssson, for- maður Dagsbrúnar, Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, Hermann Guðmundsson, formað ur Verkamannafélagsíns Hlífar, Öskar Hallgrímsson, ritari mið- tjórnar ASÍ og Snorri Jónsson. Iramkvæmdastjóri ASÍ. Verkalýðsforingjarnir haida utan með Loftleiðaflugvél 21. þ m og verða viku í ferðinni. I DAG B ÍKVÖLDf ilLKYNNINGAR BELLA Þetta er aldeilis þokkalegt eða ntt þó heldur — verðbréfin mín hafa stórlega lækkaö — og það á sjálfan afmælisdaginn minn. VEÐRIfl DAG Allhvöss suövest- anátt og síðar norðvestan. él. visir 50 Tilkynning. — Kvenfélag Óháða safnaðarins. — Aöalfundur félags ins verður haldinn eftir messu næst komandi sunnudag, 22. marz, i Kirkjubæ. — Kaffiveiting Ljósniæðrafélag íslands heldur kaffikvöld í Las Vegas miðviku- daginn 18. þ.m. kl. 21. Ýmislegt til skemmtunar. Mætið vel, mæt- ið allar. — Nefndin. FUNDIR I KVOLD • Fíladelfía. Bíblíulestur i kvöid kl. 8.30. Kristniboðssambandið. Sam- koma í kvöld i Betaníu Laufás- vegi 13 kl. 8.30. Kristniboðsþátt- ur, hugleiðing Bjarni Eyjóifsson annast. FUNDIR • Fundur í Kvenréttindafélagi ís- lands. Kvenréttindafélag íslands heldur fund miðvikudaginn 1-8. marz næst komandi kl. 8.30 að Hallveigarstöðum. Fundarefni: Kristján J. Gunnarsson, skóla- stjóri ræðir um skólamál og svar ar fyrirspumum. Tónabær. — Félagsstarf eidri borgara. Á miðvikudag verður op ið hús kl. 13.30—17.30. Dagskrá: Spil, tafl, lestur, kaffiveitingar, bókaútlán, upplýsingaþjónusta og skemmtiatriði. ; fyrir áruni Barnaskóiinn. Skólábörn, sem eru heil heilsu, eru hér með áminnt um að lesa daglega í bókum sínum og sérstaklega aö halda vel við þvi, sem þau hafa lesið í vetur, því hvað sem skólagöngu.líður að öðru leyti, það sem eftir er skólaársins, verður að sjálfsögðu kostað kapps um að halda vorpróf á venjulegum tíma. Börn 13—14 ára muni það, að prófið verður fullnaðarpróf þeirra. — Morten Hansen. Vísir 17. marz 1920. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé. Sextett Ólafs Gauks ásamt Vilhjálmi. Röðull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnars- son og Einar Hólm. Fjöllistamað- urinn Bobby Kwan skemmtir. Lindarbær. Félagsvist í kvöld. Sigtún. Trúbrot leikur frá 9—1. Tónabær. Opið hús kl. 8—11. Spil — Leiktækj — Diskótek. A eldhús- ínnrétfirtgum, klæða- skápum, og sðlbekkfum. IFljðt og gðð afgreiðSla. Gerunrt fðst tllb., leítið uppl. Húsnðverkstæfli ÞORS oo BBIKS Súöarvogí 44 - Sfml 31360

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.