Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 7
V Í S I R . Þriðrutiagur 17. nwrz I9M. 7 CTWenningarmál Ví| y ixiaðortlcu nrm nm Rosí*- striöin, sem gerður er efcir ieikritiu». Shakespeares, hlýtur aé teljast markverðasta efnið, sem sjönvarpið býður upp á um þessar mundir. Þótt flokkurinn sé rétt nýlega hafinn, levnir sér ekki, að túlkun leikara Konung- lega Shakespeare-Ieikhússins er í réttu hlutfalli við mikilleika textans, eins og raunar mátti búast við. Hvort tveggja helzt i hendur til að skapa efni, sem er hátt hafið yfir það, sem við sjáum að jafnaði á skerminum. Sjónvarpsgerðin virðist miða að því að gera efnið samfelidara og aðgengilegra og ætti að auka spennuna til muna, Þetta er í annað skipti, sem sjónvarpið kynnir landsmönnum verk ^iakespeares. Á fyrsta starfsári þess var sýndur viölíka mynda- flokkur, sem mörgum er ugg- laust enn í fersku minni. Þá var fundið að því, að enginn ís- lenzkur texti fylgdi svo að ein- ungis þeir, sem kunnu góð ski! á enskri tungu, fengu notiö flutningsins að einhverju marki. Það var sjónvarpinu sizt láandi, þótt það htkaðl við að íslenzka texta Shakespeares. En nú verð- ur ekki ytfir þessu kvartaö því ísl. texti fyígir „Rósastrið- inu". Sflju AðaJsteinsdóttur er mikiíi vandí á hðndum, en hún ieysti verk sifct sómasamiega af Rósastríðin: David Warner í hlutverki Hinriks IV. Gylfi Gröndal skrifar um sjónvarpið: Hvít rós og rauð heixfi, að minnsta kosti í fyrsta þaettinum. Texti hennar er stutt- tw en efnisríkur og góðu heilti KtH tiiraun gerð til skáldiegra til- þrifa. Vera kann, að „Rösastríð- in* ajóti ekki vinsælda til jafns við Markurell eða Worse skip- stjóra, en ómetanlegt er að fá tækifæri til að kynnast magn- þrungnum átökum hvitu og rauðu rósarinnar í beztu túlkun sem völ er á. \ö öðru leyti er dagskráin sem fyrr harla rýr í roðinu. Helzt er umtalsverður þáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar og Rúnars Gunnarsson, Vor í Breiðafjaröareyjum. Þeir brugðu sér á síðasta sumri í selveiði og dúnteku með heimilisfólkinu í Svefneyjum og sýndu okkur nýt- ingu þessara hlunninda. Þarna var um aö ræöa sjaldséða at- vinnuhætti og forvitnilega, og hlýtur myndin að hafa drjúgt heimildargildi, þegaf fram liða stundir. En ef til vill hefði mátt gera hana ögn skemmtilegri með þvi að ræða við fólkið, til að mynda Jón í Hvallátrum, svipmikinn og síðskeggjaðan öld- ung, sem áreiðanlega hefur frá mörgu að segja um sérstætt lff eyjabúa fyrr og síðar. Kvikmyndir vikunnar voru fyrir ofan meðallagið, sem er raunar allt of lágt. „Froskmað- urinn“ var sannkölluð hroll- vekja í anda Hitchcocks, en vel gerð og sæmilega leikin, og hef- ur sjónvarpið líklega sjaldan sýnt jafn spennandi mynd. ■ En auðvitað var hún innantóm þegar allt kom til alls og til- gangurinn sá einn að vekja ó- hugnað og slaka aldrei á spenn- unni. Laugardagsmyndin var al- ger andstæða: bandarísk gaman- mynd með Judy Hollyday í að- alhlutverki og þjónað; Iika hlut- verkj sinu, sérstaklega framan af. í næstu viku er pólsk mynd á dagskrá. sem vekur góðar von- ir, svo að í svip verður ekki ann- að sagt en nokkur fjölbreytni sé í myndavalinu. Enn sem fyrr tókst Svavari Gests bezt upp, þegar hann vék sér að viðstöddum áhorfendum, ræddi við þá óundirbúið og reyndi að spauga svolítið við þá. Hann hafði til dæmis upp úr krafsinu aö þessu sinni prýðis- góða einnar mínútu ræðu, þar sem hann var borinn saman við loðnu á hinn skemmtilegasta hátt. j lokin er ekki hægt að stilla sig um að minnast á þann þátt, sem mesta furðu vakti í síðustu viku: samtal tveggja Þingeyinga um fiðluleikara sýsl- unnar á fyrr; tíð. Vel má vera, að þetta ,,menningarfyrirbæri“ sé efniviður í sjónvarpsþátt, — en mikið mega Þingeyingar vera sælir, ef þeir geta verið hreyknir af þessu framlagi til dagskrár sjónvarpsins. i Laxveiðimenn Næstu daga verða seld veiðileyfi fyrir komandi sumar í Hvannadalsá, Nauteyrarhreppi, N-ísafjarðarsýslu. Við ána er gott veiðihús. — Uppl. í símum 40013 og 42626. Til leigu Til leigu geymsluhúsnæði í Hafnarhúsinu, laust nú þegar. Upplýsingar á hafnarskrifstofunni. Hafnarstjórinn f Reykjavik. FÓRNARVIKA KIRKJUNNAR HJÁLPUM KIRKJUNNI AO HJÁLPA Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda i Reykjavik Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógeta úrskuröi, uppkveönum 16. þ.m. veröa lög- tök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum, samkvæmt II kafla laga nr. 51/1964 um tekju- stofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. s.l. — Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða iátin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 16. marz, 1970. Óskum eftir að ráða aöstoðarframkvæmdastjóra hjá vel þekktu bygginga- fyrirtæki í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hlið- stæð menntun æskileg, um framtíðaratvinnu er að ræða og ennfremur þarf viökomandi að ferðast tals- vert erlendis. Tilboð merkt „Aðstoðarframkvæmda- stjóri — 588“ sendist blaðinu sem fyrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.