Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 13
j yÍftS!®R . ÞriBjHdagur 17. marz 1970. 13 i i i 1 „Nýja síddin*' kemur Eramleiðendum í vanda Mest af mini — einnig hjá is- lenzkum framleiöendum. — sitja uppi með stuttu tizkuna — kvenfólkið vill „maxi" en karlmennirnir „mini" jyjeir en helmingur þýzkra karlmanna veðjar ekki á hana, 66 prósent Englendinga eru á móti henni og 94 prósent Frakka vilja ekkj sjá hana á konum sínum. Samt verður ekki viö neitt ráðið sú „síða kemur“ eins og stendur i þýzku vefn- aðarvörublaði, „maxi-tizkunni verður ekki haldið til baka.“ Fyrír skömmu birtist grein í þýzka blaðinu Spiegel, sem er einkar fróðleg að því leyti, að hún sýnir það stríð, sem oft er háö að baki sakleysislegum breytingum á tízkunni. >að eiga margir hagsmuna að gæta í sam bandi við tízkufatnað og í þetta sinn virðast margir hafa misst af lestinni þar sem maxi-tízkan er. íslenzkir framleiðendur eru langt frá undanskildir, við sáum dæmi þess á vorfatakaupstefn- unni, þar sem sumartízkan var „mini“ að mestu leyti. En íhalds semi íslenzks kvenfólks í klæða burði kemur eflaust framleið- endunum til hjálpar. Erlendis er því öðru vísi far- ið. Þær, sem eru leiðandi í tízk unni, hafa þegar snúizt öndverð- ar gegn vilja karlmannanna — og með því uppátæki sínu kom- ið tízkuframleiðendum í tölu- verð vandræði. Það sem fæstir tízkukaup- menn og framleiðendur vildu sjá fyrir í ársbyrjun er nú orð ið að veruleika. Fleiri og fleiri táningar sópa snjóinn á götun- um með síðum kápum og ganga búð úr búð í leit að einhverju síðu með blómamunstri fyrir sumarið. „Slys“ kallaði franska blaðið „France-Soir“ þessa skyndilegu breytingu yfir í maxi-tízku, vegna þess að tízkufötin, sem hafa verið pöntuð fyrir sumariö munu eiga litlu láni að fagna. Vor- og sumartízkan, sem er smámsaman að koma í verzlanir erlendis, var pöntuð og fram- leidd að mestu haustið 1969 — 90% hennar eru stutt föt. Viðskiptavinirnir bíða hins vegar óvissir átekta eftir að hafa fengið „línuna" frá vorsýn ingunum í París, í lok janúar, þar sem síðu tízkunni var hald ið fram. Og verzlanirnar óttast að sitja uppi með lager af mini fötum. I Bandaríkjunum, Eng- landi, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi reyna þær að af- panta pantanir sínar eða grát- bæna framleiðendur um það að síkka fötin um nokkra senti- metra. Önnur föt senda þær ein faldlega til baka. Maxi- og midi-tízkan kemur upprunalega £rá Englandi alveg eins og pínupilsin. Pínupilsa- þreyttum táningastúlkum fannst miklu skemmtilegra fyrir löngu að safna saman gömlum síðum fötum frá fatamörkuðum og of- an af háalofti. Einnig höfðu hin alþjóðlegu samtök fataframleið enda í fjöldaframleiðslu boðað uppgang síöu tízkunnar á undan hátízkuhúsunum, en árangurs- laust, verzlanirnar vildu stuttu tízkuna. Þannig hefur boðskap- ur hátízkuhúsanna um síðu tízk una næstum sömu meiningu og já hins stranga föður við pill- unni, eftir að dóttirin hefur tek ið hana inn árum saman. Þessi síðbúna ákvörðun há- tízkuhúsanna varð til þess að ljós rann upp fyrir öllum við- skiptamannaskaranum. Yfir- stjóm „Galerie Lafayette" éins af stærstu vöruhúsum í París er hafði pantað föt samkvæmt stuttu tízkunni — heimtaði þrem dögum seinna, að öll föt in yrðu síkkuð. Frú Pompidou franska forsetafrúin hleypti skrekk í verjendur stuttu tízk- unnar í Bandarikjunum, í Banda ríkjaferð sinni um daginn. í ferðalaginu var hún eingöngu í hálfsiðum og síðum fötum og rétt' áöur en hún lagði af stað í ferðalagið lét hún sikka eina kápuna um 20 cm. „Ég ætla að visu ekki að ferð ast um eins og tízkusýningar- stúlka“, sagði forsetafrúin, sem hátízkuhúsin höfðu búið klæðn aði fyrir ferðalagið, „en franski tízkuiðnaðurinn er mikilvægur og það er eðlilegt að ég sé full trúi hans.“ Boðskapur Mary Quant og Corréges virðist vera gleymdur, en stuttú tízkufötunum þeirra var fagnað sem fylgifiski nú- tímakvenréttinda. Iðnaðurinn og verzlanakeðj- urnar vilja láta litlu stúlkuna i stuttu pilsunum lifa enn eitt sumarið. Franskt verzlanasam- band hélt skyndifund fyrir skömmu meö 13 fulltrú- um frá ýmsum Evrópulöndum en á fundinum var komizt að þeirrj niðurstöðu, að það yrði að sannfæra konumar um það, að þær gætu enn keypt sér föt sam kvæmt stuttu tízkunni. Fleiri verzlanasamtök hafa tekið i sama streng en bætt því við, að í haust erði neytendahópur inn að venja sig við nýju sídd- ina. ■ - f Fleiri og fleiri táningar sópa snjóinn á götunum með siðu kápunum og eru íslenzkar ungl- ingsstúlkur engin undantekning. 49 „Segðu Hassan að drepa hana, ef hún veldur einhverjum vand- ræðum," sagði hann við Sadok. Sadok kinkaði kolli, laut að Hassan, mælti eitthvað við hann hratt og í hálfum hljóðum, um leið og hann smeygði skeftinu á Iöngum hnífi í hægri hönd hans. Þeir Douglas og Sadok gengu svo til hinna, Sadok tók við því, sem honum var ætlað að bera, , en Douglas skipti liðinu í tvo j hópa, kvaddi Kostas Manou og | Sadok til fylgdar við sig og gekk ; sjálfur fyrstur, Leech kom nokkr í um skrefum á eftir og þeir Boud- j esh, Kafkarides og Assine með honum. Þegar Sadok kom með sprengi- ! efnið í poka á bakinu, gaf Dougl- as Leech merki, og svo var hald- ið af stað út í sandbylinn. 12. kafli. Þeir þrömmuðu áfram i hriöar- myrkrinu, vörðu vitin fyrir sand- j inum eftir megni, gengu álútir og hölluðu undir flatt fyrir vindátt- inni. Það var myrkara en um nótt, og vegna þess að þeir höfðu storminn á vinstri hlið, varð Douglas stöðugt að ráðfæra sig við sjálflýsandi áttavitann á úlnlið sér, svo að þá bæri ekki af leið. Það tók þá hálftíma að komast fyrstu fimm eða sex hundruð metrana. Þá tók Ko$tas Manou forystuna/ við því búinn aö klippa á girðinguna, þegar þeir kæmu að henni Douglas gekk um faðmslengd á eftir honum, og hann sá þann gríska staðnæm- ast allt i einu og rétta út hönd- ina. Douglas nam þegar staðar og gaf hinum, sem á eftir fóru, merki um að stanza. Þá sá hann Kostas Manou lúta fram og at- huga sandinn til beggja handa, að því búnu leit hann um öxl og benti Douglas að koma nær. Þegar Douglas var kominn til hans, benti hann niður í sand- inn, kannskj sex þumlunga til hliðar, og Douglas fylgdi bend- ingu hans með augunum. Hann kom þegar auga á málmhorn jarösprengjunnar, sem sandinn hafði skafið ofan af. Þá benti Grikkinn enn lengra til vinstri og því næst til hægri. Þeir voru staddir í útjaðri jarðsprengju- beltis, og stormurinn hafði gert að engu það starf þýzku verk- fræðinganna að grafa sprengjurn- ar í sandinn. Douglas kinkaði kolli til Grikkj ans og gaf honum merki um að halda áfram, og Grikkinn gekk skref fram af ýtrustu varúð, keng boginn til að sjá fótum sínurn forráð. Douglas leit um öxl, sá, að Leech gekk á undan Sadok, vakti athygli hans á jarðsprengj- unni og hélt svo á eftij- Grikkj- anum og Douglas, en Sadok var- aði þann næsta á eftir við hætt- unni, og þannig barst viðvörun- in til allra smám saman. Þeim miðaðj örhægt ýfir jarð- sprengjubeltið og^ þegar beir voru Jtomnir inn fyrir það, ,ýar girðingin fram undan. ,Þeir nápi'íi staðar og lögðust niður, en Kost- as Manou lagði -frá sér byrðrpa og tók vírklippur úr belti sfnu. - Hann fór sér hægt að öllu, en það var auðséð, að þar var sér- fræðingur að starfi, og hann komst líka brátt að raun um, að girðingin var í sambandi við sprengjugildrur. Douglas fylgdi honum eftir inn um hliðið. sem hann klippti, en þar fyrir innan tók við önnur girðing, síðan hver af annarri, og hvað eftir annaö varð Kostas Manou að lyfta sprengjum með gát til hliðar eða sveigja fram hjá þeim. Loks voru þeir þó komnir inn fyrir allar girðingamar og uppi á sandhæð- inni fyrir framan þá blasti olíu- EFTIR ZENO birgðastöðin við, og sást þó að- eins móta fyrir henni í gegnum sandbylinn. Douglas varð litið upp eftir hæðinni, ætlaði síðan að líta um öxl til Leech, en í sömu svifum kom fyrsta steinoliutunnan velt- ándi ofan brattann og síðan hver af annarri á eftir. Þær fóru í loft köstum vegna stormsins og Skullu á girðingunni fyrir aftan leiðangursmenn og nokkuð til hliöar, og um leið og þær snertu vírana heyrðust þungir dynkir úti á jarðsprengjusvæðinu sem stóð í tengslum við girðinguna. Douglas hafði fleygt sér niður, starði út undan sér upp eftir hæðinni, bjóst við að sjá þá og þegar einhver viðbrögð þýzku varðmannanna, sem hlutu að heyra sprengiuhvellina. Hann hugsaði sem svo að tunnurnar hefðu verið úr hlaða, sem eftir var að fylla olíu, þaö hefði verið stormurinn, sem kom þeim af stað, og sennilega myndu varð- mennirnir komast að sömu niður- stöðu, en harla ólíklegt þó, að þeir gættu ekki nánar að því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.