Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Þriðjudagur 17. marz 1970. VISIR Utgeíandi: Keykjaprent il*< Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóttsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssun Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar : Aðalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstiórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr. 165.00 ð mðnuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakiO Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Nefnd á nefnd ofan JVefndaþjóðfélagið á íslandi hef ur nokkuð verið gagn- rýnt að undanförnu og ekki að ósekju. Nefndir hafa lengi verið eitt megineinkenna stjómkerfis landsins. Skógur þeirra er orðinn svo fjölskrúðugur, að ein- / stök tré skipta hundruðum. Og það er erfitt að manna ) allar þessar nefndir. Þess vegna leggst óhæfilegur ) þungi nefndastarfa á herðar fárra manna. Dæmi er \ til um, að einn og sami maðurinn sé í 18 nefndum, ( eins og skýrt var frá í grein í Vísi í gær. í Nefndir hafa ýmsa kosti á vissum sviðum, en meira / ber þó á ókostunum. Nefndastörf hafa í för með sér ) mikinn kostnað, bæði í tíma og peningum. Þá em ) niðurstöður nefnda oft gagnslitlar, því að samkomu- \ lag næst aðeins um samnefnara skoðana einstakl- ( inganna í nefndinni og hann er oft harla lítill. Enn- t fremur fylgir nefndakerfinu gjarna ótti við að taka / ákvarðanir, sem kemur fram í því, að nefndir draga / mál á langinn og svæfa þau jafnvel. Og þannig má ) telja upp fleiri ókosti. ) Forusta er hlutverk einstaklinga en ekki nefnda. \ Sem stjórnir stofnana og fyrirtækja geta nefndir hins ( vegar unnið gott starf við að hafa eftirlit með ár- / angrinum af forustu einstaklinga þeirra, sem reka / viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, og veita þeim ) aðhald. \ Rannsóknir eru hlutverk einstaklinga en ekki \ nefnda. Eðli rannsókna er þannig, að ekki er hægt að ( stunda þær sem nefndastörf. Rannsóknanefndirnar, / sem eru svo áberandi í íslenzku þjóðlífi, eiga í raun / og veru engan tilverurétt. Hins vegar geta nefndir komið til ákjalanna að rannsókn lokinni og lagt dóm sinn á þær niðurstöður, sem einstaklingarnir hafa komizt að í rannsóknum sínum. Of oft kemur það fyrir, að nefnd hefur ekki vald / til að úrskurða í því-múi:, sem hún hefur til meðferð- ) ar. Hún framleiðir álit, sem kemur ekki að notum, ) því að enginn framkvæmir það, sem nefndin hefur \ lagt til. ( Eins og áður er sagt koma nefndir helzt til greina ( sem stjórnarnefndir og eftirlitsnefndir. Ennfremur / er hægt að nota nefndir sem hugmyndabanka og ráð- ) gjafaraðila, en þar með eru þá upp talin flest þau ) svið, þar sem nefndir geta komið að gagni. \ Nefndafarganið er ekki nýtt vandamál á íslandi. ( En nefndunum fjölgar alltaf vegna aukinna umsvifa ( hins opinbera og vegna aukins vilja til að taka ákveð- in vandamál fyrir og leysa þau. Nú eru menn hins ) vegar að vakna til vitundar um, að nefndaskipun er ) yfirleitt ekki rétta leiðin til árangurs. Þess vegna er \ nú kominn tími til að' fækka nefndum skipuiega og ( fela i þess stað einstaklingum að fjaila um mörg þau ( verkefni, sem nefndir hafa fjallað um áður, og um / þau verkefni, sem bætast munu við í þjóðfélaginu. ) Herhlaup stúdenta í Kaup- mannahöfn hefur enn beint athyglinni að hinum enda- lausu stúdentaóeirðum víðs vegar um heim. Af hverju spretta þessi tiltækl, og hvað vakir fyrir stúdentum með þelm? „í miðdepli veraldarinnar“ Stúdenta „mótmæli" eða óeirö ir eru oft þaulskipulagðar og vel unnar. Þótt fylgi mótmælenda virðist oft hverfandi í upphafi þeirra, verða stóratburðir úr. — Nefndir eru settar á fót og tákn ræn minniháttar átök við yfir- völd eru notuð til þess að afla fylgis til stærri átaka. Á bak við aögerðimar eru venjulega hug- sjónir um þjóðmál eða alþjóða- mál Stúdentar fá fylgi og ötula þátttakendur atvinnumótmæl- enda, „aktívista**, með því að Af hverju spretta stúdentaóeirðir? Róttækir stúdentar lita á háskólana sem dæmigerða fulltrúa „kerfisins", og svo langar suma i brennivin rektors tengja mótmæli sín atburðum, sem gerzt hafa í öðrum háskól- um. Fjölmiðlar eru nýttir til hins ýtrasta. Þá kemur að öðru stiginu. Mótmæli stúdenta í ákveðnum háskóla, sem til þessa hafa far- iö fram með minni háttar átök- um og umræðum, brjótast nú út einna líkast byltingu. Ef unnt er hertaka stúdentamir ein- hverja byggingu skólaos og segja, að hún hafi verið „frels- uö“. Þarna verða um sinn höfuð stöðvar mótmælenda. Stöðug fundahöld hefjast í þessu húsi Stúdentamir I byggingunni verða sífellt vissari um mikil vægi þessarar hertöku sinnar og meira samtaka um framgang málefnislns. Þar myndast ný tengsl bræðralags, múgsefjun og nær sálsjúk fullvissa, aö þessi hópur sé í miðdepli veraldar- innar. Sumir stúdentanna óttast þessar stundirnar, að háskólayf irvöld muni kveöja til Iögreglu og ryðja bygginguna og suniir þelrra óska beinlfnis,. að það yrði gert. Menn eru í bardaga- ham. Vanmáttur stúdenta Ef yfirvöld aðhafast ekkert annað en senda fulltrúa sína til viðræðna viö „uppreisnarmenn- ina“, þá kemur til þess, að stúd- enta verða að horfast í auga við vanmátt sinn. Óhugsandi er, að allsherjar stjómarbylting í land inu spretti af þessu eina atviki í einhverjum háskóla, enda yrðu stúdentarnir tæpast sammála, hverja þeir vildu styðja til valda. En auðvitað er ekki rætt við þessa stúdenta um slík mál enda ekki á valdi stjðmenda há- skóla, sem mótmælin beinast gegn, aö skipta um buxur á þjóö félaginu svöna á einni nóttu aö minnsta kosti. Háskólayfirvöld vilja vita, hvað fyrir stúdentum vaki gagnvart skólastofnun sinni. Vilja þeir fá meiri áhrif við kosningu rektors og annarra yfirmanna? Vilja þeir láta hefja kennslu á Afríkumenningu? — Vaptar kvenfólk í skólann? — Þarf að fjölga mapiistunt f kenn araliðinu? Eru þeir ef til vill þar komnir einungis til að drekka brennivín rektors? Slik ar spurningar leggja hógværari háskólayfirvöld fyrir stúdent- ana og láta að því liggja, að menn muni ekki sæta refsingum fyrir þetta tiltæki. „Eins og verkamenn í verkfallsbaráttu“ Nú skipa stúdentar menn f nefnd til viðræöna við yfirvöld. Nú segja þeir að þeir vilji að skólayfirvöld hlusti á rök þeirra en taki heldur ekki allt of bók- staflega, sem sagt hafi verið og gert í hita baráttunnar. Þeir lýsa töku byggingarinnar sem llllllllllll m wmm ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason „friösamlegri og án ofbeldis". Vilja fá uppgjöf saka. Þeir séu eins og verkamenn í verkfalls- baráttu. Að loknu verkfalli sé fallið frá refsiaðgerðum. Allt tekur enda. Byggingin er yfirgefin, venjulega á grundvelli einhvers samkomul. milli deilu aðila, sem oft segir lítið í reynd inni. Stúndum ganga stúdentar vel fram í aö hreinsa til eftir sig. Fleygja út rusli og þvo gólf. Hér hefur þó venjulega enginn sigrað. Staðan er hin sama og var áður. Hitt gerist þó stundum að lögreglan hefur komið til skjalanna og hertekið bygging- ar úr höndum stúdentanna. — Stundum rísa dómsmál, stúd- entar reknir. Yfirleitt er þó aðal lega um að ræða algera upp- lausn og rugling. Stúdentaóeirð- irnar hafa ekki borið ávöxt, sem etinn verði í næsta mál. Ef til vill hafa þær helzt haft áhrif á áhorfendurna í sjónvarpi og les endur blaöa, jákvæð eða nei- kvæð fyrir málstað stúdentanna. „Dæmigerður fulltrúi skipu- Iansins.“ En hvað var það, sera brast svo hátt? Háskólamir, meðal virðuleg- ustu stofnana þjóðfélagsins verða i augum hins róttæka stúd ents fulltrúar „kerfisins", veröir verðgildanna. Þeir eru valda- tæki, sem þjóna ríkjandi þjóö- skipulagi. Tröllauknar stofnanir, sem ráðstafa almannafé, móta hugi æskunnar og skipuleggja framtíð menntamannsins, hafa umboð til að skilgreina eðli þjóð félagsins á sinn hátt. Þess vegna rísa hinir róttæku stúdentar gegn háskólanum sem stofnun. Hún er dæmigerður fulltrúi þess skipulags, sem að þeirra dómi stýrist af ofbeldi og spill- ingu. Við fréttum stöðugt af óeirð- um í bandarískum háskólum. Hinir róttæku segja sem svo, að þeim sé sagt, að þeir séu borg- arar í ríkasta þjóðfélagi verald ar, en þeir telja þjóðfélagið ekki hafa gert skyldu sína. Háskólar eru oftast I borgum eða ná- grenni þeirra, og verða þannig vettvangur vandamála borgar- lífsins, sem þar gætir mest í mismunun kynþátta. Jafnframt því sem stúdentar eru sér með vitandi um ýmsa ágalla skipu- lagsins, telja þeir, að háskól- ann skorti kennslu viö beitingu nauðsynlegra tækja til að bæta úr ástandinu. Þannig ráðast þéir á kennsluskipulagið og segja það úrelt og steinrunnið. Andvana fædd Það er tímakom síðan Aristo- teles ritaði eftirfarandi: „Flest fólk hlýðir skyldunni fremur en fortölunum og frelsuninni frem ur en hugmyndunum um, hvaö sé göfugt". Hann segin „Löggjaf inn gerir fólk gott meö því aö skapa hjá því venjur... Það, sem leiðir til dyggðar hjá heild inni, em lagasetningar til þess aö kenna fólki í þágu heildar- innar“. Háskólamir eru vissu- lega kennslustofnanir þjóðfélags ins, en lagasetningin sjálf er vafalaust meiri „kennsla“. Það virðist líklegt, að kröfugerð stúd enta gagnvart háskólastofnUn- um sem slíkum er andvana fædd, ef fyrir þeim vakið helzt að breyta þjóðskipulagi því, er þeir búa viö. Undanfarin ár hef ur sá hópur, sem hleöur götu- vígin náð því að breyta nokkru um skipulag kennslu. Stúdentar fá hvarvetna aukin áhrif um stjórn skðlanna. Víða í Banda- rikjunum er farið að kenna afrísk fræði vegna kröfugerðar svertingjastúdenta og stuðnings 10. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.